Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reiði í Barclays-bankanum Laun yfírmanns fjórfaldast LAUN sir Peters Middletons, stjórnarformanns Barclays-bankans í Bretlandi, hafa meira en fjórfaldast á einu ári. Að sögn netútgáfu BBC ríkir mikil reiði meðal starfsmanna yfir því hve laun æðstu manna bank- ans hafa vaxið hratt en skýrt var frá launatölunum níu dögum áður en bankinn fækkar störfum um 7.500 í spamaðarskyni. í ársskýrslu bankans kemur fram að Middleton fékk í fyrra 1,76 millj- ónir punda í laun og aukagreiðslur eða sem svarar um 210 milljónum króna. Nýr framkvæmdastjóri, Matthew Barrett, fékk 1,3 milljónir punda fyrir þriggja mánaða vinnu í fyrra, var ráðinn í október. Talsmenn bankans benda meðal annars á að laun yfirmannanna séu árangurstengd og Middleton hafi um hríð verið bæði stjórnarformaður og framkvæmdastjóri. Tekjur bankans hafi aukist um 30% og því eðlilegt að Middleton njóti þess. En tekið er fram að um sé að ræða aukagreiðslu í eitt skipti fyrir öll og ekki verði um endurtekningu að ræða á þessu ári. Ekki kemur fram í frétt stöðvarinn- ar hvort þá skipti engu hve mikil tekjuaukningin verði í ár. „Ósiðlegar" greiðslur Talsmenn stéttarfélaga og stjórn- málamenn hafa gagnrýnt greiðslurn- ar. Roy Murphy, framkvæmdastjóri sambands breskra bankamanna, sagði að með greiðslunum væri sýnd- ur skortur á tillitssemi. Þingmaður- inn Martin Salter sagði að í sveitar- félögum þar sem menn myndu finna mest fyrir lokun 171 útbús bankans yrði litið svo á að greiðslurnar væru „allt að því ósiðlegar". AP „Friðarmúrinna LISTAMAÐURINN Clara Halter, Jean Tiberi, borgarstjóri Parísar, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, vígðu í gær „Friðarmúrinn“, sem svo er kallaður, en hann verður á Champ de Mars eða á Marsvöllum fram í júní næstkomandi. Er orðið „friður" ritað á glermúrinn á 32 tungumálum og með 13 ólikum rittáknum. Segir listamaðurinn, að Grátmúrinn í Jerúsalem hafi haft áhrif á mótun verksins. Hindley fær ekki frelsi London. Morgfunblaðið. Lifrarbólguótti í Bretlandi FIMM dómarar brezku lávarða- deildarinnar höfnuðu í gær beiðni Myru Hindleys um að hún fengi að ganga laus og úrskurðuðu að í henn- ar tilfelli þýddi ævilangt fangelsi það og annað ekki. Lögfræðingar Hindleys hafa sagt að málinu verði vísað til mannréttindadómstóls Evrópu. Myra Hindley myrti með Ian Brady fimm ungmenni fyrir 40 ár- um. Hún var þá dæmd í ævilangt fangelsi, en dómarinn lagði engar línur um framkvæmd dómsins. Fangelsisvistin var svo ákvörðuð 25 ár, en síðan breyttu ráðherrar henni í lífstíðarfangelsi. Myra Hindley rak lausnarbeiðni sína á þeirri for- sendu að pólitísk- ir ráðherrar hefðu ekki heim- ild til þess að hringla með fang- elsisdóma. Dómarar lá- varðadeildarinnar sögðu að illskan í athæfi Hindleys útilokaði að hún fengi nokkurn tímann að verða frjáls manneskja aftur. Fyrir nokkru leitaði Ian Brady til dómstóla vegna þess að hann vildi fá að halda hungurverkfalli til streitu og deyja í friði, en dómur féll á þá leið að sjúkrahúsyfirvöld í Ashworth gerðu rétt í því að neyða í hann nær- ingu og halda honum á lífi. Fyrir skömmu úrskurðaði mann- réttindadómstóll Evrópu að brezki innanríkisráðherrann hefði brotið lög með afskiptum af dómi yfir tveimur unglingum, sem myrtu þriggja ára dreng. Jack Straw inn- anríkisráðherra fól í framhaldi af þeim úrskurði sérstökum dómara að kveða upp úr um frelsissviptingu piltanna tveggja. London. Daily Telegraph. ÓTTAST er, að allt 4.500 konur kunni að hafa sýkst af lifrarbólgu eftir að í ljós kom, að kvensjúk- dómalæknir og sjúkraliði, sem eru haldnir sjúkdómnum, höfðu smitað nokkrar konur. Breska heilbrigðisráðuneytið hóf rannsókn á þessu máli fyrir skömmu en þá þótti víst, að kven- sjúkdómalæknir við sjúkrahús í Boston í Lincoln-skíri hefði smitað konu, einn sjúklinga sinna. Við at- hugun á um 1.500 öðrum konum, sem hann hafði annast, fundust þrjár með smit. Er enn eftir að skoða um 1.000 konur. Vitað er einnig, að annar heilsu- gæslustarfsmaður, sem sjúkur er af lifrarbólgu, hefur smitað tvær konur og verður athugað með allt að 2.000 konur, sem verið hafa á þremur sjúkrahúsum í London. Vegna þessara mála hafa verið settar fram kröfur um, að allir læknar og aðrir heilsugæslustarfs- menn fari reglulega í læknisskoð- un, einkum með tilliti til smitsjúk- dóma. Um er að ræða lifrarbólgu af C- stofni en um 20% þeirra, sem smit- ast, losa sig við veiruna á sex mán- uðum án nokkurrar meðferðar. í öðrum tilfellum leggst hún á lifrina, jafnvel ekki fyrr en 20 árum eftir smitun, og getur valdið alvarlegri lifrarbilun og krabbameini. Myra Hindley Nýtt fyrirmyndar- hagkerfi Evrópu Reuters Gestur á bflasýningu í Genf skoðar hátæknifjarskiptabúnað sem gerir bfleigandanum kleift að eiga umfangsmikil samskipti um Netið. eflir Rudi Dornbusch ©The Project Syndicate. HAGFRÆÐINGAR heimsins æða um fram og aftur og reyna að átta sig á og útskýra methagvöxt- í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir hagvöxt í átta ár eru engin merki aukinnar verðbólgu sjáanleg þar í landi. Það sem meira er, þar virðist enginn hafa áhuga á hefðbund- inni hagfræði. Það er annaðhvort „nýja hag- fræðin“, Netið eða dauði. Fjárfestar í Bandaríkjunum eiga erfitt með að útskýra hvers vegna hagnaður fyrirtækis nægir ekki til að spá fyrir um hvaða verðbréf eru líkleg til að borga sig og hver ekki. Fyrir- tæki sem gerir ekki ráð fyrir ,,.com“ í nafni sínu eða framtíð virðist dauðadæmt. Þeir, sem krækja sér í ný viðskiptasambönd, geta flogið upp í hæstu hæðir en haldi menn sig við „gömlu hagfræðina" er eins víst, að verðþréf- in verði einskis virði. Fræðingar af gamla skólanum halda því fram, að slík velgengni án hagnaðar geti ekki enst og bráðlega muni verðbréfamarkaðurinn ná áttum á ný. Þegar það gerist muni ljóminn af þessum langa hagvexti hverfa og enginn muni þá eftir „nýju hagfræðinni" frekar en snjónum sem féll í fyrra. Vert er að velta fyrir sér nýju sjónarhorni á þessu máli, þ.e., að Bandaríkin eru ekki ein- stök hvað þetta varðar því að Evrópa tekur þátt í þessum nýja hagfræðileik. Verðbréfa- markaðir Evrópu eru fyrstu þátttakendurnir enn sem komið er en það mun breytast. Veik staða evrunnar Af hverju er Evrópa svo hikandi? Staða evrunnar er veik; það hefur ekki glampað eins mikið á hana og vonast var til þegar hún var sett á markað á síðasta ári. Evrópskar ríkisstjómir halda aftur af sér og engar mikil- vægar umbætur á vinnumarkaði liggja í loft- inu né aðgerðir sem miða að því að draga úr reglugerðarveldinu. Að vísu er í mótun í Þýskalandi skattareglugerð sem gerir stór- um fjármálastofnunum kleift að selja meiri- hlutaeign sína í fyrirtækjum án þess að vera refsað með fjármagnstekjuskatti en þrátt fyrir það hafa ríkisstjórnir Evrópulanda ein- ungis leyft hagræðingu í bankakerfinu og ein- staka samruna íyrirtækja landa í milli. Þótt ríkisstjórnirnar taki lítil skref í einu, eru verðbréf „nýju hagfræðinnar“ það sem koma skal á verðbréfamörkuðum Evrópu. Þetta má sjá á miklum fjölda samruna, innan landa og milli þeirra en einnig í fjármálast- efnu rótgróinna fyrirtækja. Siemens sníður sér sinn eigin stakk á hálfleiðarasviðinu og opinbert hlutafjárútboð þess verður eitt hið stærsta sem sögur fara af í Evrópu. Nú þegar er fyrirtækið ofmetið og verslað er með hluta- bréf þess á gráu svæði á þrefóldu raunvirði. Ekki má gleyma því að önnur fyrirtæki skoða nú fjárfestingar sínar og velta fyrir sér hvar megi skera niður og hvað megi selja. A sama tíma eru stórar fjármálastofnanir eins og Deutsche Bank að losa um mikið fjármagn sem þær eiga bundið í iðnfyrirtækjum. Þann- ig geta þær lagt til áhættufjármagn að hætti Bandaríkjamanna og tekið þátt í opinberum hlutafjárútboðum. Lengi vel fengu viðskipti af þessu tagi ein- hverja athygli og hún er sífellt að aukast. Það á sér ekki eingöngu stað í Þýskalandi, sem hefur annars verið þekkt fyrir íhaldssemi á viðskiptasviðinu, heldur einnig í Sviss, Italíu, Spáni og Frakklandi þar sem nýja hagfræðin er jafnvinsæl. Ekki mun líða á löngu þar til ríkisstjórnir Evrópu munu fagna hæfni „nýju hagfræðinn- ar“ til að búa til peninga og jafnvel krefjast hluta af gróðanum. Þegar verðbréfagengið rýkur upp mun heimurinn vilja fá að vera með. Bandaríkin og Austurlönd fjær munu leggja til fjármagn til að fá sína sneið af kök- unni. Þetta gæti verið annað tækifæri fyrir þá sem misstu af lestinni í Bandaríkjunum eða fyrir þá sem vilja endurtaka leikinn. Fræðingar af gamla skólan- um halda því fram, að slík velgengni án hagnaðar geti ekki enst og bráðlega muni verðbréfamarkaðurinn ná áttum á ný. Reynslan í Japan Vöxtur af þessu tagi á verðbréfamarkaðin- um mun auka verðmæti evrunnar og fjölga erlendum fjárfestingum í Evrópu, ekki síst vegna mögulegra fjármagnstekna. Þetta gerðist einmitt í Japan á síðasta ári; endur- skipulagning fyrirtækja var fyrsta skrefið til að auka verðgildi verðbréfanna. Síðan urðu hátækni og ný hagfræði töfraorðin sem juku matsverð japanskra fyrirtækja umfram hin bandarísku. Að sjálfsögðu steig verðgildi jensins líka. Þessi væntanlegi vöxtur er sem himna- sending fyrir hagkerfi Evrópu sem er fast í sama farinu. Evrópa er steinrík en auður hennar liggur ónotaður. Mannauður álfunnar er mikill en er hlekkjaður fjötrum framtaks- leysis, reglugerða sem hamla framleiðni, skriffinnsku en einnig skorti á hvata til að hagnast. Við getum kallað það skort á græðgi. Leiðtogar Evrópu ættu að fagna þessum frelsandi vindum. Þeir munu auðvelda lífið í Evrópu og gera hana frjálsari. Hin nýja hag- fræði Evrópu er á leiðinni. Auðurinn sem hún mun gefa af sér mun hrista svo duglega upp í ríkisstjómum að þær munu létta höftum af öðrum þáttum hagkerfis Evrópu. Rudi Dornbusch er Ford-kennari í hagfræði við MIT-háskólann og fyrrverandi aðalráð- gjafí Alþjóðabankans sem og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Millifyrirsagnir eru Morgun- blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.