Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Málþing um raf- rænar hjúkrun- arupplýsingar FRÆÐSLU- og menntamálanefnd og siðanefnd Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga heldur málþing um rafræna skráningu hjúkrunarupp- lýsinga. Málþingið verður haldið miðvikudaginn 5. apríl kl.14.45-18 í ,. v Félagsheimili Seltjamarness við Suðurströnd. Herdís Sveinsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga, mun flytja ávarp og Vilborg Ingólfs- dóttir, yfirhjúkrunarfræðingur við Landlæknisembættið, verður fund- arstjóri. Dögg Pálsdóttir lögfræð- ingur mun flytja erindi um sjúkra- skrár og nokkur lögfræðileg atriði. Lilja Porsteinsdóttir hjúkrunar- fræðingur mun fjalla um rafræna sjúkraskrá og skráningu hjúkrunar. Rakel Guðjónsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdarstjóri endurhæfingar og taugasviðs Landpítala Grensás, mun flytja erindið „Sjúkraskrá, hin helgu vé“. Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri öldr- unarsviðs Landspítala, Landakoti, mun vera með erindi undir heitinu „Hjúkrun, þekking í þína þágu. Að höndla upplýsingar til gagns og virða mannhelgi". Að lokum verða pallborðsumræð- ur þar sem verða fyrirlesarar ásamt hjúkrunarfræðingunum Ástu Thor- oddsen og Hildi Helgadóttur. Þátttöku þarf að tilkynna á skrif- stofu Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga fyrir 3. apríl nk. og er þátt- tökugjald 800 kr. Fundur stjórnar SAMFOK Börnum tryggðir góðir kennarar í fréttatilkynningu frá SAMFOK segir: „I starfsáætlun Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur 1998, 3. kafla um leiðarljós fræðsluráðs og Fræðslumiðstöðvar, stendur: „Fræðsluráð og Fræðslumiðstöð vilja fylgja eftirfarandi leiðarljés- um í starfi sínu á næstu árum: Að grunnskólar borgarinnar verði í hópi bestu skóla innan lands og ut- an við upphaf næstu aldar.“ Það er ljóst að til þess að ná þessum markmiðum þarf margt að koma til, m.a. kallar það á gott starfsfólk skólanna. STJÓRN SAMFOK hefur ákveðið að halda fund um það hvernig börnum verði tryggð bestu kennar- ar sem völ er á. Fundurinn verður haldinn í Réttarholtsskóla, mánu- daginn 3. apríl kl. 20-22. Helgi Hjörvar, forseti borgar- A stjórnar, Sigrún Magnúsdóttir, for- maður fræðsluráðs, Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla íslands, Finnbogi Sigurðsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, og Bergþór Þormóðsson foreldri flytja erindi og og svara fyrir- spurnum. Langur laugar- dagur a KAUPMENN á Laugaveginum eru búnir að hrista af sér veturinn og kominn vorhugur í þá. Þeir taka á móti vorinu með trukki á löngum laugardegi hinn 1. apríl nk. með ýmsum skemmtilegum uppákomum og tilboðum, segir í fréttatilkynn- ingu. Meðal þess fram fer á Laugaveg- inum er að Skólahljómsveit Kópa- vogs skemmtir með nýrri dagskrá sem hún hefur verið að æfa. Þau leggja af stað frá Hlemmi áleiðis nið- morgun ur Laugaveginn kl. 14. Trúðar munu einnig heimsækja Laugaveginn og ætla að skemmta bömunum frá kl. 13-16. Að auki er gert ráð fyrir að Brassband taki lagið hér og þar um Laugaveginn. Á löngum laugardegi er opið til kl. 17. Eins og ævinlega er frítt í öll bíla- stæðahúsin á laugardögum og stöðu- og miðamæla eftir kl. 14. Á Laugaveginum eru u.þ.b. 150 sérverslanir með fjölbreytt vöruúr- val og fjöldi kaffi- og veitingahúsa. Eigendur og starfsmenn: Ásgeir, Auður Sif, Dóra Hrund og Birgir. Háraðgerðarstofan Trít opn- uð í Miðbæjarmarkaðnum HÁRAÐGE RÐASTOFAN Trít var opnuð nýlega í Miðbæjarmarkað- num, Aðalstræti 9. Eigendur eru Dóra Hmnd og Auður Sif sem störfuðu áður á SalonVeh, Húsi verslunarinnar. Aðrir starfsmenn ->v stofunnar em Ásgeir Hjartarson sem einnig var á Salon Veh en hef- ur sl. ár unnið á Ítalíu og Birgir Jónsson sem áður starfaði á List- hári. Opið er mánudaga kl. 10-18, þriðjudaga til föstudaga 9-18, laug- ardaga 10-16 og eftir samkomulagi. VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ólöf frá Hlöðum Mig langar til að þakka Mbl. fyrir að birta fyrir mig mynd af konu í Velvakanda sl. sunnudag Myndina fann ég í kommóðuskúffu Ólafar skáldkonu frá Hlöðum. Það hringdu þrir menn í mig sem þekktu strax myndina, sem reyndist vera af Sigríði E. Möller, þeir 01- geir, sonur hennar, Árni, sonarsonur hennar, og Eir- íkur Eiríksson, frændi hennar, en Ólöf frá Hlöðum var ömmusystir Rósu Páls- dóttur, eiginkonu Eiríks. Sigríður átti tvær systur, Ragnheiði, sem er látin, og Hönnu Sigurlaugu Möller, sem dvelur nú á hjúkrunar- heimilinu í Sunnuhlíð i Kópavogi og verður 90 ára 14.7. nk. og hún kannaðist strax við myndina. Konan á myndinni hét Sigríður Eðvaldsdóttir Möller f. 4. jan. 1906 d. 7. mars 1975 for.: Pálína Mar- grét Jóhannesdóttir Möller f. 26. des. 1871 á Brekku í Þingi, d. 20. júní 1946 á Ak- ureyri og Eðvald Eilert Möller, kaupmaður á Akur- eyri, f. 28. okt. 1875 á Skag- aströnd, d. 21. febr. 1960 á Akureyri, hann var bróðir Ólafs Friðrikssonar verka- lýðsleiðtoga. Sigríður fór til Kaup- mannahafnar sem ung stúlka og gekk í skóla í As- kov, hún giftist dönskum manni, Andreas Rasmun- sen Fynng, frá Solbakkega- ard á Fjóni, Danmörku, f. 18. apríl 1905, d. 14. sept. 1994, ritstjóra og blaða- manni við Andelsblaðið og átti með honum tvo drengi, Pál Eirík Andreason f. 8. mars 1930, d. 27. sept. 1998, og Olgeir Möller f. 15. júh' 1928. Þau hjón skildu og drengirnir voru sendir til móðurforeldra sinna á Ak- ureyri sem ólu þá upp til fullorðins ára. Þannig er mál með_ vexti að ég erfði kommóðu Ólafar frá Hlöðum og koffort eftir hennar dag. Ólöf dó 23. mars 1933. Pabbi og hún voru vinir, höfðu kynnst þannig að pabbi fór að hlusta á séra Harald Níels- son í Fríkirkjunni og tók hann þá eftir konu sem settist alltaf á fremsta bekk. Honum fannst hún svo gáfuleg og augun svo leiftrandi að hann hugsaði með sjálfum sér að það væri gaman að kynnast þessari konu. Síðan kom hann eitt sinn til Ágústu Ólafsson kaupkonu en hún var skip- stjóraekkja úr Stykkis- hólmi og pabbi hafði verið hjá henni í skriftartímum í Hólminum áður en hann fór í Stýrimannaskólann. Hún verslaði með matvöru og ýmislegt við Bergstaða- stræti í Reykjavík. Þá er hjá henni kona sú er pabbi hafði tekið eftir í kirkjunni. Ágústa segir; „ég þarf endi- lega að kynna þig fyrir þessari konu, Pétur, þvi þið hafið sömu áhugamál, nefnilega spíritisma og kveðskap." Pabbi varð heldur glaður við og urðu þau mestu mátar. M.a. sagði Ólöf frá Hlöðum tveim systkinum minum til í lestri, þeim Pétri og Unni. Eitt sinn er pabbi kom til Ólafar spurði hún hann al- mæltra tíðinda en hann svarar fáu fyrst, kveið fyrir að segja Ólöfu um barns- fæðinguna hjá sér, segir síðan að þau Ásta hafi nú verið að eignast sitt níunda barn. Reyndar ætlaði pabbi ekki að tala um það því margir höfðu sagt við pabba að hann ætti að skammast sin fyrir að vera að hrúga niður bömum í þessari fátækt. En Ólöf tók þessu öðru- vísi, enda lærð ljósmóðir, hún spurði strax hvernig mömmu hefði gengið og þegar pabbi var búinn að lýsa því að mamma hefði nú verið veik í þrjá daga áður en hún fæddi, enda róstur á vinnumarkaðinum um það leyti, þá spurði Ólöf hvort búið væri að skíra bamið og er pabbi kvað nei við, bað hún um nafnið, sagði að sig langaði til að eignast nöfnu. Ég var svo skírð í höfuðið á henni 23. jan. 1933. For- eldrar mínir vom ákafleg glöð með nafnið og pabbi sagði alltaf við systkini mín, berið þið virðingu fyrir henni Ólöfu minni, því hún ber nafn Ólafar frá Hlöð- um. Kveðja, Ólöf P. Hraunfjörð Tapað/fundid Blá barnagleraugu týndust BLÁ barnagleraugu týnd- ust fyrir rúmri viku. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband í síma 862-5990. Dýrahald Kettlingur hvarf við Skeifuna ÞRIGGJA mánaða, þrílitur angórakettlingur, fress, hvarf við Skeifuna 19 þriðjudagskvöldið 28. mars sl. Hann er með litla bláa hálsól merkt 421-4975. Ef einhver hefur orðið hans var er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 482-1071. Tvær læður óska eftir heimili TVÆR hálfstálpaðar læð- ur, önnur geld, vantar gott heimili. Mjög samrýndar, þrifnar og skemmtilegar. Upplýsingar í síma 862- 4721. , i' 5*->> Hvermg stendur á að ég er þremur vikum á eftir áætlun. Ég byrjaði á mánudaginn. Þú hefur enn einu sinni gleymt að salta gólfið, Umanaq! Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur fylgst vel með fréttum af pólförunum tveim og ótrúlegri seiglunni sem þeir hafa sýnt. Þótt annar hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir kalinu er afrek hans líka mikið. Menn sem geta gengið með þungar klyfjar í meira en 40 gráða frosti, yfir jakahröngl og snjó, eru ekki gerðir úr sama efninu og við hin. Svo eru alltaf til þeir sem fárast yfir því að fólk skuli vera að eyða tíma og peningum í „þessa vit- leysu“. Auðvitað er það líka alveg rétt að gagnið, mælt í hagnaði eða framleiðslu á þarflegum hlutum, er svo sem ekki neitt. Þá má hins veg- ar ekki gleyma því að lífið er ekki lengur bara brauðstrit. Fyrir flesta er hvers kyns afþreying orðin jafn sjálfsögð og vinna. Ef maður hneykslast á þeim sem vilja leggja á sig fjallaklifur, djúpköfun eða pólferðir er eins gott að líta vandlega í eigin barm og hætta að stunda annað en það sem bráðnauðsynlegt er. Hvaða gagn er til dæmis að því að sitja í sófanum heima hjá sér og hlusta á tónlist? Hver getur mælt gagnið af því? Nei, Víkverji, sem sjálfur myndi aldrei þora að hætta sér í svaðilfar- ir, getur vel unnt þeim sem hafa gaman af slíkum þolraunum að reyna. Og hann óskar Haraldi Erni góðs gengis á einmanalegri ferð hans og vonar að hann nái markinu. Loksins gerðist það sem Víkverji hefur beðið eftir árum saman. Forráðamenn Landssímans viður- kenna að okrað hafi verið á lands- mönnum! Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að það hafi vissulega verið gert, en bætir því við að samkeppnin á símamark- aðnum hafi nú þvingað menn til að láta kostnaðinn stýra verðlagningu á millilandasamtölum sem hafa ver- ið óhóflega dýr. Nú skal lækkað og ekki lítið heldur nemur lækkunin 30%. Við þurfum varla að undrast lengur að Landssíminn skuli vera sæmilega burðugur eftir að hafa getað skammtað sér hagnað í öll þessi ár. Þess verður þó að vísu að gæta, svo að Víkverji gleymi ekki sanngirninni, að ríkisvaldið mjólk- aði einnig þessa ágætu kú eftir mætti, ekki varð allur gróðinn eftir á staðnum. Það stendur líka til að hækka fastagjöld en forstjórinn lofar okk- ur því að þegar upp verður staðið hafi Landssíminn minni tekjur en ella. Víkverja finnst samt merkileg- ast að sjá að það sem alls ekki mátti nefna áratugum saman frekar en snöru í hengds manns húsi, sam- keppni í símaþjónustu, skuli hafa jafn mikil áhrif og raun ber vitni á svo skömmum tíma. Þess vegna hlýtur það að verða keppikefli allra sem vilja okkur neytendum vel að auka samkeppni alls staðar þar sem henni verður við komið. Víkverji vonar líka að er- lendir bankar heyri einhvern tíma kvalastunur okkar, sýni okkur miskunn og opni hér útibú. Reynd- ar getur verið að innan fárra ára þurfi þeir ekki annað að gera en opna skrifstofu með tveim eða þrem starfsmönnum, þjónustan verði um Netið. Vonandi geta þá venjulegir launþegar fengið lán á skárri kjör- um en nú bjóðast. Ránvextirnir sem greiða þarf núna eru slíkir að Vík- verji sér fyrir sér upplausn ef skyndilega skylli á kreppa í at- vinnulífinu. x x x Tveggja tonna þungar svalir á fjölbýlishúsi í Garðabæ hrynja en til allrar hamingju verða ekki slys á fólki. Víkverji fór að velta fyr- ir sér hvort eftirlit með starfsemi byggingameistara sé nægilega öfl- ugt þótt margir tali nú um að hvers konar eftirlit sé að verða atvinnu- grein sem getur sligað allar aðrar. Auðvitað á fólk að bera ábyrgð á sjálfu sér eftir bestu getu. En er hægt að ætlast til þess að venjuleg- ur íbúðareigandi hafi möguleika á að kanna hvort járnalagnir í svölum hans séu nógu traustar? Hér er ekkert undanfæri, annaðhvort þarf að vera fyrir hendi öflugt eftirlit af hálfu opinberra aðila eða samtök bygingameistara verða að tryggja betur innra eftirlit með félags- mönnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.