Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hljómur hafsins Fyrsta færeyska sinfónían, Oceanic Days eftir Sunleif Rasmussen, verður frumflutt ------------7-------- af Sinfóníuhljómsveit Islands í Norður- landahúsinu í Þórshöfn í kvöld. Orri Páll Ormarsson ræddi við tónskáldið og stjórn- andann, Bernharð Wilkinson. Morgunblaðið/Sverrir Sunleif Rasmussen og Bernharður Wilkinson vinna saman að frumflutningi sinfóníu og gerð geislaplötu. Af- raksturinn gæti haft mikla þýðingu fyrir tónlistarlíf í Færeyjum. HAFIÐ hefur stóru hlutverki að gegna á norðurslóð. Sagt er að það móti heilu þjóðirnar, gleðji þær og skelfi á víxl. Óvíða á þetta betur við en í Færeyjum, þar sem sjávarnið- urinn þagnar aldrei, sama hvar á eyjunum er komið. Það þarf því ekki að koma á óvart að fyrsta sinfónían sem skrifuð er þar um slóðir sé eins- konar óður til hafsins. Oceanic Days heitir verkið og er eftir Sunleif Ras- mussen, björtustu von frænda vorra á vettvangi tónlistar. Nokkur tónskáld eru starfandi í Færeyjum en Sunleif er það eina sem gengið hefur menntaveginn. „Ég er eins konar Jón Leifs Fær- eyja, brautryðjandi sem kveður sér hljóðs utan eyjanna,“ segir þetta tæplega fertuga tónskáld sem búið hefur í Kaupmannahöfn undanfarin tólf ár. Þú veist að Jón Leifs naut ekki sannmælis fyrr en hann var látinn, getur blaðamaður ekki stillt sig um að segja. Það eru ekki góð tíðindi fyrir þig í þessu samhengi! „Það er rétt,“ segir Sunleif hlæj- andi. „Vonandi verða menn fljótari að tileinka sér mína músík.“ Það var Norðurlandahúsið í Þórs- höfn sem fór þess á leit við Sunleif árið 1992 að hann semdi sinfóníu. Baumann kennir blásara- nemum HINN kunni homleikari Hermann Baumann heldur námskeið fyrir nokkra blásaranemendur Tónlistar- skóla Garðabæjar o.fl. fimmtudaginn 6. apríl í blásarasal skólans. í fréttatilkynningu segir að Bau- mann sé einn kunnasti homleikari sem nú er uppi og sé virtur bæði sem einleikari og kennari. Baumann mun leika á kammer- tónleikum í Garðabæ laugardaginn 8. apríl ásamt þeim Gerrit Schuil píanóleikara og Sigrúnu Eðvalds- dóttur fiðluleikara. -----i-^-4---- Finnsk hönnun í Listhúsi Ófeigs FINNINN Harri Syijánen opnar sýningu á verkum sínum á morgun, laugardag, kl. 15 í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Harri er gull- og leðursmiður og hefur rekið listhús og vinnustofu í miðbæ Helsinki í 29 ár. Á sýningunni verða skartgripir úr ýmsum efnivið svo og töskur og bak- pokar úr leðri. Listamaðurinn verð- ur viðstaddur opnunina. í fréttatilkynningu segir að Harri sé einn af fremstu listiðnaðarmönn- um Finna í dag. Hann hefur hlotið viðurkenningar og haldið fjölda einkasýninga í heimalandi sínu og erlendis, ásamt þátttöku í samsýn- ingum. Harri var kjörinn listiðnaðar- maður ársins 1996 í Finnlandi. Hann var með sýningu í Listhúsi Ófeigs 1997. Sýningin stendur til 19. apríl og er opin virka daga kl. 10-18 og laugardaga frá 11-14. Var stefnt að því að Finnska út- varpshljómsveitin flytti verkið en þau áform runnu út í sandinn. Sun- leif hélt eigi að síður sínu striki og lauk samningu verksins árið 1997. Það var svo í fyrra að Sinfóníuhljóm- sveit Islands kom inn í myndina og nú er stóra stundin sumsé að renna upp. Mikil eftirvænting Segir Sunleif mikla eftirvæntingu ríkja í Færeyjum enda tónlistar- sögulegur viðburður í uppsiglingu. Það er ekki sjálfgefið að 45 þúsund manna samfélag eigi sína eigin sin- fóníu. „Fólk er mjög spennt. Það er nær uppselt á tvenna tónleika í Norðurlandahúsinu sem er mjög gott,“ segir Sunleif. Von er á blaðamönnum víða að og sænska og danska útvarpið verða á vettvangi. Þar verða einnig íslenska ríkisútvarpið og sjónvarpið, að því er næst verður komist. Hátíð í bæ. Ferðalagið leggst einkar vel í stjómanda Sinfóníuhljómsveitar Is- lands, Bernharð Wilkinson, en svo skemmtilega vill til að móðir hans var færeysk. „Það gerði raunar ekki útslagið þegar við ákváðum að taka þetta að okkur en spillti ekki fyrir,“ Húsavík. Morgunblaðið. HÁLFRAR aldar afmælis Húsa- víkur er minnst á ýmsan hátt og nú stendur yfir í Safnahúsinu sýning á verkum Gunnlaugs Scheving sem eru í eigu Lista- safns íslands. Það er vel til fallið eftir að hafa sýnt húsvi'ska myndlist, sem gert var í janúar, að sýna verk þeirra manna sem fremst stóðu á listabrautinni á sinum tíma, eins og Gunnlaugur Scheving, en segir hann og hlær. „Það verður gaman að taka þátt í þessum við- burði með Færeyingum." Bernharður hefur nokkrum sinn- um komið fram á tónleikum í Fær- eyjum, bæði sem stjórnandi og hljóðfæraleikari, og bíður með önd- ina í hálsinum eftir veðurspánni. „Síðast þegar ég var þarna með Blásarakvintett Reykjavíkur gerði vonskuveður meðan á tónleikunum stóð. Við áttum að halda heim þá um kvöldið og á miðjum tónleikum var okkur tilkynnt að við yrðum að herða okkur ætluðum við ekki að verða innlyksa. Við jukum því hrað- ann og komumst heim,“ segir hann hlæjandi. Sunleif hefur gaman af þessari sögu en segir ekkert að óttast að þessu sinni, spáð sé blíðviðri. Bemharður ber lof á Oceanic Days, segir verkið ríkt af lit og skap- gerð. Flokkar hann það undir neó- impressjónisma. Til að fanga anda verksins enn betur verður við flutninginn komið fyrir mögnurum að baki áheyrend- hann arfleiddi Listasafn íslands að öllum verkum sinum, sem voru í hans eign á dánardegi. Yfirgripsmikil sýning Þessi yfirgripsmikla sýning sýnir huglæga túlkun listamanns- ins á daglegum störfum til sjávar og sveita; þorpsgötunni, bryggj- unni og lífinu í landinu. Sýningin hefur verið vel sótt og ekki síst af skólaæskunni. um - svo hljóðið fái umlukið þá, rétt eins og hafið. Hvíslið varð að ópi Frumflutningur Oceanic Days er að sönnu viðburður en samstarf Sun- leifs og Bemharðs er víðtækara. Blásarakvintett Reykjavíkur tók þannig upp geislaplötu með fær- eyskri blásturstónlist, Cantus bor- ealis, eða Söng norðanvindsins. Upphaflega var áformað að fær- eyska útgáfufyrirtækið Tutl, ellegar Hvísl, gæfi gripinn út en aðstand- endur voru svo ánægðir með árang- urinn að þeir leituðu til Roberts von Bahrs hjá BIS í Svíþjóð, alþjóðlegs risa á sviði útgáfumála. Von Bahr hreifst með og Cantus borealis varð því fyrsta geislaplatan með færeyskri tónlist sem dreift er á alþjóðavettvangi. „Hvíslið varð að ópi,“ eins og Jósef Ognibene, einn Blásarakvintettsmanna, orðar það svo skemmtilega. Á plötunni era blönduð verk og með Blásarakvintettinum leikur Guðríður Sigurðardóttir í einu lagi. Vilhjálmur Vil- hjálmsson sýnir í Hári og list VILHJÁLMUR Vilhjálmsson opnar myndlistarsýningu í Hári og list í Hafnarfirði á morgun, laugardag. Vilhjálmur er fæddur 1963 og hef- ur haldið fimm sýningar. Þessi sjötta sýning er óbeint framhald af gos- þemasýningu hans 1998, segir í fréttatilkynningu. Myndirnar era 21 talsins, gerðar með olíu-, blýants- og vatnslitum og flokkast sem náttúra- stemmningar og fantasíur. Sýningin er sölusýning og er opin virka daga kl. 9-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur 16. apríl. Tónskáldin era Pauli í Sandagerði, Atli Petersen, Kári Bæk, Kristian Blak, Edvard Nyholm Debess og Sunleif Rasmussen. Sunleif og Bernharður binda báðir vonir við plötuna. Hún gæti orðið góð kynning á færeyskri tónlist. Sunleif hefur brotið ísinn og nú hyggst hann halda áfram á sömu braut, er þegar farinn að leggja drög að næsta hljómsveitarverki, fyrir blásturshljóðfæri og orgel. Og Islendingar fá að kynnast verkum hans á þessu ári, því Caput- hópurinn mun flytja eftir hann tvö verk á árinu, annað á Listahátíð í Reykjavík í júní og hitt í tengslum við William Heinesen-sýningu í Nor- ræna húsinu í ágúst. Tónleikamir í Þórshöfn verða endurteknir á morgun en á efnisskrá era einnig Forleikur að Galdra-Lofti eftir Jón Leifs og klarínettukonsert eftir Mozart, þar sem heimamaður- inn Anna Klett leikur einleik. Lands- stjóm Færeyja, Norðurlandahúsið og Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 styrkja ferðina. Nemenda- tónleikar Tónlistar- skólans í Reykjavík TÓNLEIKAR nemenda í tón- fræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík verða í Fella- og Hólakirkju í dag, föstudag, kl. 20.30. Flutt verða ný verk eftir nemendur tónfræðadeildar og er í flestum tilfellum um fram- flutning að ræða. Tónskáldin ungu, Davíð B. Franzson, Hugi Guðmundsson, Stefán Arason og Þóra Marteinsdóttir, era öll á öðra ári sínu í deildinni og flytjendurnir koma flestir úr röðum nemenda Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Þar má nefna blásarahóp skólans undir stjórn Einars Jónssonar og kór Tónlistarskólans í Reykjavík undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar. Einnig flytur Skóla- kór Kársness tvö verk undir stjórn Þórannar Björnsdóttur. Kammertónleikar í Bústaðakirkju Þá verða Kammertónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík sunnudaginn 2. apríl nk. kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Á efnisskrá eru: Svíta fyrir þijár fiðlur eftir G.P. Tele- mann, Kvartett op. 76 nr. 1 í G- dúr eftir J. Haydn, Kvintett í h moll op. 115 fyrir klarínettu og strengi eftir J. Brahms, Tríó fyrir flautu, fiðlu og selló í c- moll eftir J. Haydn og Kvintett í A-dúr op. 114 fyrir píanó og strengi (Silungakvintettinn) eftir F. Schubert. Morgunblaðið/Silli. Sýning á verkum Gunnlaugs Scheving í Safnhúsinu á Húsavík hefur verið vel sótt af skólaæskunni. Verk Gunnlaugs Scheving á Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.