Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 33 ERLENT AP Skakki turninn réttur MIKLAR framkvæmdir hafa verið falli. Verkfræðingurinn sem stjórn- við Skakka turninn í Pisa á Ítalíu frá að hefur verkinu tilkynnti í gær að árinu 1993 og tilgangurinn að sjálf- skekkjan á turninum hefði minnkað sögðu sá að koma í veg fyrir að hann um fimm sentímetra. Gullni penninn veittur Nayouf fyrir baráttu sína SYRLENSKA blaðamanninum Nizar Nayouf, sem hefur barist fyrir bæði prentfrelsi og lýðræði, voru ný- lega veitt verðlaunin „Golden pen of freedom", sem má útleggja sem Hinn gullna penna frelsisins. En það eru árleg verðlaun samtakanna World Association of Newspapers (WAN). Nayouf hefur setið í fangelsi í Sýr- landi síðan 1992 en verðlaunin hlýtur hann fyrir framlag sitt til prentfrels- is. í yfirlýsingu nefndar WAN segir: „Nizar Nayouf er sagður nærri dauða en h'fi sökum veikinda og pyndinga en honum er neitað um fullnægjandi læknismeðferð. Sýr- lensku stjórninni hefur engu að síður mistekist að brjóta hann á bak aftur þrátt fyrir að honum sé haldið við af- ar slæmar aðstæður. Nayouf heldur áfram að berjast fyrir málfrelsi og lýðræði og er fórn hans öðrum ám- inning um að málfrelsi getur verið keypt dýru verði. Hann er útgefend- um og blaðamönnum alls staðar til fyrirmyndar." Skorað á erlend ríki Þá ítrekaði stjórn WAN fyrri beiðni til Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, um að láta Nayouf og aðra fréttamenn sem eru í haldi í landinu lausa. „Hvert það ríki sem á í stjórn- mála- eða viðskiptasambandi við sýr- lensku stjómina ætti að vekja máls á aðstæðum hans og annarra.“ Nayouf var aðalritstjóri dagblaðs- ins Sawt a 1 Democratiyya og fram- kvæmdastjóri samtaka um vemdun lýðræðis á Sýrlandi. Hann var hand- tekinn 1992 og dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu fyrir að vera með- limur óleyfilegra samtaka og fyrir að dreifa „röngum" uppiýsingum. Nayouf er haldið í þröngum ein- angranarklefa. Hann er ófær um gang sökum lömunar sem endur- teknar pyndingar fangelsisyfirvalda hafa valdið. Þá fer sjón hans versn- andi vegna höfuðmeiðsla, auk þess sem hann þjáist af krabbameini í sog- æðakerfi og lifrarsjúkdómi. Fær ekki læknismeðferð Nayouf er neitað um viðeigandi læknismeðferð og hafa hernaðaryfir- völd látið skýrt í Ijós að Nayouf hljóti aðeins fulla læknismeðferð heiti hann að hætta öllum stjórnmálaaf- skiptum og undirriti yfirlýsingu þess efnis að hann hafi farið með rangt mál varðandi mannréttindi í Sýr- landi. Nayouf neitar að undirrita. WAN og aðrir þeir sem berjast fyrir prentfrelsi hafa unnið hörðum höndum að því að fá Nayouf leystan úr haldi, en síðan 1961 hefur Gullni penninn verið veittur þeim sem berj- ast fyrir prentfrelsi og lýðræðisleg- um stjómarháttum. Faðir Elians tilbúinn að Bandar íkj anna Reuters Þúsundir stuðningsmanna ættingja kúbverska flóttadrengsins Elians Gonzalez í Miami söfnuðust saman nálægt heimili þeirra í fyrrakvöld til að krefjast þess að hann fengi að dvelja í Bandaríkjunum. fara til Yfirvöld búa sig undir að taka drenginn frá ættingjum sínum Miami. AFP. BANDARÍSK yfirvöld frestuðu því í gær um sólarhring. að ógilda heimild kúbverska drengsins Elians Gonzalez til að dvelja hjá ættingjum sínum í Miami og embættismenn innflytj- endaeftirlitsins (INS) hugðust reyna til þrautar að ná samkomulagi við fjölskylduna. Fidel Castro, forseti Kúbu, tilkynnti að faðir drengsins væri „tilbúinn að fara strax til Banda- ríkjanna" og dvelja þar hjá syni sín- um þar til deilan um forræðið yfir honum yrði leidd til lykta. Embættismenn ræddu við ætt- ingja Elians í fimm klukkustundir í gær. Innflytjendaeftirlitið hafði hótað að ógilda tímabundna heimild drengsins til að dvelja hjá ættingjum sínum ef þeir skuldbindu sig ekki skriflega til að láta hann af hendi hafni áfrýjunardómstóll beiðni þeirra um að hann fái hæli í landinu sem pólitískur flóttamaður. Ættingjar drengsins höfnuðu kröfu INS en vildu að viðræðunum yrði haldið áfram. INS ákvað þess vegna að fresta því þar til í dag að ógilda heim- ildina og taka drenginn frá ættingjum sínum. „Ekkert samkomulag hefur náðst,“ sagði talsmaður ættingja drengsins í Miami, Armando Gutierrez. „Fjöl- skyldan vill að allir viti að hún myndi aldrei gera neinn samning sem skað- aði Elian Gonzalez." Flórída-ríki hafnar samstarfí við INS Deilt hefur verið um forræðið yfir drengnum, sem er sex ára, frá því hann fannst á hjólbarðaslöngu undan strönd Flórída fyrir fjóram mánuð- um. Móðir hans og tíu aðrir flótta- menn frá Kúbu drakknuðu þegar bát- ur þeirra sökk á leiðinni til Flórída. INS úrskurðaði að senda ætti drenginn til föður síns á Kúbu og al- ríkisdómstóll staðfesti þann úrskurð. Ættingjar di-engsins hafa hins vegar áfrýjað málinu. Þúsundir kúbverskra útlaga söfn- uðust saman nálægt heimili ættingja Elians til að krefjast þess að drengn- um yrði leyft að dvelja í Bandaríkjun- um. Ráðamenn Flórída-ríkis lýstu yfir stuðningi við Gonzalez-fjölskylduna og buðu bandarískum yfirvöldum birginn. Jeb Bush, ríkisstjóri Flórída, og stjóm hans sendu Bill Clinton Banda- ríkjaforseta bréf þar sem hvatt var til þess að mál drengsins fengi ,,fulla og sanngjama“ dómsmeðferð. I bréfinu var því lýst yfir að Flórída-ríki og stofnanir þess myndu ekki aðstoða bandaríska innflytjendaeftirlitið við að fjarlægja drenginn af heimili ætt- ingja sinna. Faðir Elians fái að dvelja hjá honum Castro sagði að faðir Elians væri tilbúinn að fara til Bandaríkjanna um leið og hann fengi vegabréfsáritun. Hann vildi fá að dvelja hjá syni sínum þar til áfrýjunardómstóll í Atlanta kveður upp úrskurð sinn í málinu. Castro bætti við að faðir Elians ætti að dvelja á heimili Fernando Ramirez, yfirmanns stofnunar í Washington sem gætir hagsmuna Kúbustjórnar í Bandaríkjunum. Elian hefur verið heima hjá sér í viku þar sem ættingjar hans vilja ekki senda hann í skóla af ótta við að bandarísk yfirvöld eða útsendarar Kúbustjómar nemi hann á brott. „Þegar ég var búinn að taka NATEN SPORT EXTREME í einn mánuð var ég allt annar upp á morgnana, hafði næga orku til að sinna löngum vinnudegi, sykurþörf nánast hvarf og ég borðaði mun minna. Að taka inn NATEN SPORT EXTREME með hreyfingu hefur sýnt framúr- skarandi árangur á skömmum tíma." Pöstudaginn 31.3 Lyf & heilsa Mjódd 13-17 Lyf & heilsa Þorlákshöfn 13-15 Lyf & heilsa Hveragerði 16-18 fæoubótarefnið sem fólk talar um ! NATEN sérverslunum um land allt. Nýtt líf! x: Fæst í apótekum og-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.