Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 47 ......■■■■■■. ..... + Laufey Jónsdótt- ir fæddist á Víði- völlum í Staðardal við Steingrímsfjörð 20. september 1930. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 24. mars síðastlið- inn. Laufey var dóttir Jóns Jóhanns- sonar og Guðrúnar Halldórsdóttur. Laufey var yngst fimm systkina en fyrir áttu þau eldri hálfbróður, Karl Jónsson. Alsystkini Laufeyjar voru Halldór, f. 29. október 1908, d. 2. apríl 1998; Katrín, f. 16. júlí 1913; Svan- borg, f. 10. október 1920; Þor- steinn. f. 29. júlí 1927, d. 14 mars 1994. Á heimili foreldra Laufeyj- Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo að bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn bb'tt og hjjótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumar og nótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) í dag kveðjum við móðursystur mína hana Laufeyju og vil ég minnast hennar með fáum orðum. Hún er nú farin sína hinstu ferð, hvíldinni fegin eftir erfið veikindi síðustu misseri. Minningin, sem við geymum með okkur frá fyrstu tíð, er um ljúfa og góða konu sem þótti undurvænt um alla sína ættingja, var útsjónarsöm og nægjusöm. Hún var okkur góð og umhyggjusöm og nutum við systkinin ætíð góðvildar hennar. Laufey var hæglát og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hún hafði fágaðan smekk og næmt listrænt auga. Að vera vel klædd og fín um hárið var henni kappsmál fram á síðustu stund. Hún ar ólst upp fóstur- bróðir, Þórhallur Halldórsson. Árið 1968 giftist Laufey eftirlifandi eiginmanni sínum, Valbirni Guðjóns- syni. Þeim varð ekki barna auðið. Veturinn 1948- 1949 stundaði Lau- fey nám við Hús- mæðraskólann á Varmalandi í Borg- arfirði. Allan sinn starfsaldur starfaði Laufey hjá Flugfé- lagi Islands, lengst af sem gjald- keri í vöruafgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Utför Laufeyjar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hafði gott skopskyn og átti auðvelt með að gera grín að sjálfri sér. Við gátum talað um svo margt, hún sá ætíð góðu og björtu hliðarnar á öllu og alltaf var hún tilbúin að spjalla um heima og geima. Sínar bestu stundir átti Laufey þegar hún og Bjössi dvöldu í sumar- bústað þeirra hjóna sem þau byggðu á æskustöðvum Laufeyjar. Þar undi hún hag sínum vel, naut náttúmnnar og þess sem hún hefur upp á að bjóða. Við áttum sameiginlegt áhugamál og er ég stolt af því að hafa deilt því með henni. Það var berjatínsla og allt sem því fylgir. Berjaferðir norður að Víðivöllum voru ætíð ánægjulegar ferðir. Þegar einhver úr fjölskyldunni var búinn að fara norður þegar sumra tók spurði Laufey ætíð um berjaútlit og hvernig beijaþúfurnar hefðu það. Svo þegar beijatímabilinu lauk töluð- um við um berjaferðirnar og upp- skeruna, skiptumst á sultukrukkum, spáðum í gæði innihaldsins og hvem- ig til tókst þetta haustið. Veikindum sínum tók hún af miklu æðruleysi og hetjuskap og gætti þess vel að hvorki ættingjar né starfsfólk sjúkrastofn- ana þyrftu að hafa of 'mikið fyrir henni. Undir lokin var Laufey orðin sárþjáð, þó gafst hún ekki upp á að hughreysta þá sem næst henni stóðu. Með hlýhug vil ég þakka Laufeyju allar stundimar sem við áttum sam- an. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, Égbiðaðþúsofirrótt Þó svíði sorg mitt hjarta sælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikindaviðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín frænka, Guðrún Hauksdóttir. Laufey K. Jónsdóttir er látin eftir erfið veikindi. Hún hóf störf hjá Flug- félagi íslands hf., síðar Flugleiðum, 7. febrúai-1955 í hlaðdeild við ræstingar á flugvélum félagsins. Það þurfti natni og útsjónarsemi við þau störf ekki síður en önnur sem tilheyrðu flugstarfseminni. Laufey leysti þau öll af hendi með sóma, enda afar vandvirk og samviskusöm. Síðar hóf hún störf í vöruafgreiðslu félagsins sem gjaldkeri. Við það starfaði hún þar til hún lét af störfum sökum heilsubrests. Laufey var vel greind og viðræðu- góð, stillt vel og prúð í framkomu. Hún hafði einarða skoðun á mönnum og málefnum. Á fjölmennum og vin- sælum vinnustað fer ekki hjá því að margir staldri þai’ við um stundar- sakir. Námsfólk og áhugafólk um flug hefur gjarnan störf í hlaðdeild eða vöruafgreiðslu. Þar- hefur Laufey án efa leiðbeint mörgum nýliðanum á löngum ferli sínum hjá Flugfélaginu og Flugleiðum. Margs er að minnast frá þessum árum. Samferðamennimir koma og fara og skilja eftir sig minningar sem rifjaðar eru upp á góðum stundum. Laufeyju þakka ég áratuga gott samstarf sem aldrei bar skugga á. Valbimi eiginmanni hennar og ást- vinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði. Aðalsteinn Dalmann Októsson. LAUFEY JÓNSDÓTTIR GUÐMUNDA GUÐLA UG S VEINSDÓTTIR + Guðmunda Guð- laug Sveinsdóttir fæddist á Nýlendu undir Austur-Eyja- fjöllum 29. ’ aprfl 1923. Hún lést 21. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 28. mars. Ég leita á náðir vængj- aðra vinda drekk veigar hinna ei- lífu linda. Svo birtast sjónum í sögu og tónum Svipir hvikulla mynda. (Davíð Stefánsson) Það mun hafa verið vorið 1941 sem ég fyrst hitti Guðmundu Sveinsdóttur. Hún kom það sumar í kaupavinnu til foreldra minna að Kjarnholtum í Biskupstungum. Munda (eins og hún var alltaf köll- uð) var hörkudugleg til allra verka. Hún var þá 18 ára gömul og hafði um nokkur ár séð um heimilis- rekstur með föður sínum (ásamt systur sinni). Móður sína missti Munda þegar hún var aðeins 13 ára, svo að ung að árum hefur hún kynnst alvöru lífsins. í Kjarnholt- um var þá ungur maður Valdimar Ketilsson ættaður frá Haukadal í sömu sveit, en hafði verið heimilis- fastur í Kjarnholtum s.l. sextán ár. Á þeim tíma höfðu foreldrar mínir eignast 5 börn (fleiri bættust við seinna). Valdi var einstaklega barngóður og vorum við krakkarn- ir afar hænd að hon- um. Við kölluðum hann oft „Valda okk- ar“ og vorum raunar að metast um það hvert okkar ætti mest í honum. Þegar leið að hausti, þetta sumar 1941, rann það upp fyrir okkur að hún Munda var að taka hann Valda frá okkur, eða það fannst okkur krökkunum þá. Þau hófu búskap í Reykja- vík þetta haust. Það reyndist ástæðulaus ótti hjá okkur krökkunum að Munda tæki Valda alveg. Þessi tengsl voru það sterk að þau rofnuðu ekki þótt Valdi og Munda byggju í Reykjavík en við í Biskupstungum. Og hún Munda átti örugglegan stóran þátt í að viðhalda sambandinu við okkur. Við vorum sjálfsagðir gestir á þeirra heimili er við komum til Reykjavíkur og marga nóttina var gist hjá þeim. Börnin þeirra fædd- ust eitt af öðru, svo eðlilega varð þrengra í húsinu, en ekkert var sjálfsagðara en gisting og frábærar móttökur. Það sannaðist þar að alltaf er nægilegt húsrými, þar sem hjartarými er. Þegar okkur hafði verið vel fagnað í þessum heim- sóknum, kom gjarnan þessi setning hjá Valda: „Hvað er að frétta að heiman?" Hann fylgdist vel með í sveitinni sinni og mikið fannst mér vanta ef Valdi kom ekki í réttirnar á haust- in. Hann lést 1980. Munda var mjög myndarleg í heimilishaldi, allt var tandurhreint og barnahóp- urinn vel til fara. Hún var hæg og yfirlætislaus en áreiðanlega föst fyrir þegar henni þótti þörf á. Ég held ég megi segja að hún var ekki allra, en trölltrygg þeim sem hún tók. Þess nutum við í ríkum mæli fjölskyldan í Kjarnholtum. Þau Valdi og Munda voru alltaf tilbúin að greiða götu okkar ef einhvers þurfti við í Reykjavík. Ég þakka allar góðu stundirnar, og alla tryggð við okkur systkinin og okk- ar fjölskyldur. Börnum þeirra, tengdafólki og öllum afkomendum votta ég innilega samúð og bið þeim guðs blessunar. Ingibjörg Einarsdóttir. Þegar andlát ber að höndum UtfarQrstofan annast meginhluta allra útfara d höfuSborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiSslu. Alúiteg þjónusta sem byggir á langri reynslu <0 Utfararstofa Kirkjugarðanna enf. Vesturhlíð 2 Fossvogi — Sfmi 551 1266 STURLA EINARSSON + Sturla Einarsson fæddist í Reykja- vík 16. nóvember 1940. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 18. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 28. mars. Elsku Sturla okkar, með nokkrum orðum viljum við kveðja þig. Sturla, þú varst mikill „spekingur". Við eigum eftir að sakna þessara augnablika þegar þú talaðir um lífið og tilveruna og fannst lausnir við hinum ýmsu vandamálum, t.d. fannst þér að senda ætti spegla út í geiminn til að lýsa upp myrkvuð svæði. Einnig eigum við eftir að sakna þeirra um- ræðna sem oft sköpuðust eftir að þú og mamma höfðuð hlustað á Þórhall miðil í útvarpinu, enda hafðir þú mikinn áhuga á andlegum málefnum. Tímunum saman gastu setið og rætt um þau yfir kaffibolla eða goslausu kóki. Sturla, þú varst mikill tónlistar- maður, enda af mikilli ætt tónlist- arfólks kominn. Margoft spilaðir þú fyrir okkur á harmóníkuna eða rafmagnsorgelið við hin ýmsu tækifæri þegar fjölskyldan hittist, s.s. í afmælum, á jólum og um ára- mót, og yfirleitt stóðstu vaktina lengst í gleðskapnum. Þetta gladdi margan manninn en engan þó meira en Halldór litla, sem gat dansað endalaust við tónlist þína. Sturla, þú varst einnig mikill hagleiksmaður, enda húsgagna- og húsasmíðameistari að mennt. Við gleymum ekki þegar þú hjálpaðir okkur að innrétta íbúðina í Stóra- gerði, lappa upp á Fiestuna ásamt því að dytta að hinu og þessu. Hús þitt heldur uppi merki þínu sem hagleiks-, uppfinninga- og hugvits- manns, enda er það einstakt í sinni röð vegna hönnunar á varmanýtni. Sturla, í þínum erfiðu veikindum heyrðum við þig aldrei kvarta. Þegar þú varst sem veikastur hélstu húm- or þínum og brást okkur ekki frekar en fyrri daginn með frasa sem er tengdur þinni persónu um aldur og ævi. Ef spurt var t.d. hvað væri að frétta svaraðir þú að bragði: Það er nú mesta furða. Það verður skrýtið fyrir okkur að fá aldrei að heyra- þessi orð frá þér aftur. Sturla, við þökkum þér margar góðar og ánægjulegar samverustundir og óskum þér góðrar ferðar á nýjan áfangastað. Vonandi færðu svar við öllum þínum spurningum. Við biðjum Guð að styrkja móð- ur/tengdamóður okkar og fjöl- skyldu hans og um leið vottum við þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn vöm og skjól þar ég finn. (Hallgr. Pét.) Kristrún og Þorleifur, Atli og Berglind, María og Óli. 3lómobúðirt v/ Possvogski^Ujwgarð Símii 554 0500 UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir Einarssoti útfararstjóri. sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HANNES SIGURÐUR ALEXANDERSSON, lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar miðvikudaginn 29. mars. Lilly Gullborg Samuelsen, Halldóra Hannesdóttir, Viðar Arnar Baldursson, Oddur Alexander Hannesson, Fjóla Ingvarsdóttir, barnabörn og systur hins látna. Lokað Vegna jarðarfarar MAGNÚSAR INGIMARSSONAR verður Söng- skólinn í Reykjavík lokaður frá hádegi í dag, föstudag. Skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.