Morgunblaðið - 31.03.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 31.03.2000, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MINNINGAR lesið samanber þessa snjöllu hring- hendu sem Magnús sendi eitt sinn í tilefni af því að stutt var í árlegt villibráðarkvöld gamalla vina. y; Misallsgáðir báðir bögur kváðum I Braga dáðum hæstum gráðum náðum Hjá virtum snáðum allsnægt áður þáðum Er ekki gljáða villibráðin bráðum Spor Magnúsar Ingimarssonar liggja víða í íslensku tónlistarlífi. í fyrsta lagi frumsamdi Magnús mik- ið af tónlist, þar á meðal fyrir fræg áramótaskaup hans og Flosa Ólafs- sonar, auk tónlistar í söngleiknum Ringulreið sem sett var upp í Þjóð- leikhúskjallaranum árið 1975. Þá samdi Magnús mörg lög við texta þar á meðal lög við ljóð bróður síns, Óskars Ingimarssonar. Trúlega eru útsetningar Magnúsar á lögum ann- arra listamanna, bæði fyrir einleiks- hljóðfæri, hljómsveitir og kóra, þar á meðal Fjórtán fóstbræður sem hann starfaði með í samfellt þrjá áratugi, meiri áhrifavaldur í ís- lenskri tónlist en flesta grunar. Má segja að í höndum Magnúsar hafi margar grófar tónhugmyndir öðlast sjálfstæða tilveru, orðið að sjálf- stæðum listaverkum vegna frá- bærra hæfileika Magnúsar í að klæða tónlist í leikandi, leiftrandi og rytmískan búning. Sem dæmi má nefna ýmsar útsetningar við lög og söngleiki þeiiTa bræðra .Ións Múla og Jónasar Amasonar. Utsetningar hans fyrir Sinfóníuhljómsveit ís- lands á nokkrum lögum Sigfúsar Halldórssonar, sem því miður fáir hafa fengið að heyra enn sem komið er, eru hugljúfar tónsmíðar sem bera einstökum hæfileikum fagurt vitni. Magnús sem var fæddur á Akur- eyri árið 1933 fluttist til Reykjavík- ur 12 ára gamall og lauk landsprófi úr Ingimarsskóla sem svo var kall- aður árið 1948. Hugur Magnúsar stóð til þess að mennta sig í tónlist og sótti hann meðal annars nám hjá *> ýmsum kennurum allt frá 10 ára aldri til rúmlega tvítugs. En því miður þótti tónlistarnám ekki hagnýtt nám á þeim tíma. Magnús Ingimarsson ákvað því sem ungur maður að leggja fyrir sig prentiðn og starfaði hann árum saman, en þó með löngum hléum, í prentsmiðjunni Eddu, fyrst sem prentari, þá sem yfirverkstjóri og síðast sem sölustjóri til ársloka 1994. Þá missti Magnús sitt daglega brauð og lífsbaráttan harðnaði. Það var mikið reiðarslag. Þá sýndi sig að erfitt getur verið að lifa eingöngu af list á Islandi. Ariðl960 hellti Magnús sér alfarið út í tónlist, stofnaði eigin hljómsveit og útsetti mikið af leikhústónlist og dægurtónlist sem kom út á meira en 100 hljómplötum. Á árunum 1972 -73 stundaði Magnús nám við Kenn- aradeild Tónlistarskólans í Reykja- vík til að fullnema sig frekar og frá árunum 1995 vann Magnús við kennslu í Söngskólanum í Reykja- vík. Síðasta stund Magnúsar í Söng- skólanum var 16 desember sl. er hann fárveikur maður tók þátt í jólatónleikum skólans. Og nú er hann allur og enginn fær lengur notið návistar þessa næma og elskulega manns. Og þó. í þess- um skrifuðu orðum finnst mér ég heyra undirspil hans á píanóið og ég skynja mér til djúprar gleði að hann er og verður á meðal okkar allt til enda. Það er ef til vill fegursta minning sem nokkur samferðamað- ur skilur eftir sig. Ingibjörgu sendum við Ásthildur innilegar samúðarkveðjur sem og börnum þeirra beggja og barna- börnum. Þorsteinn Ólafsson. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta JÓN FRÍMANN JÓNSSON + Jón Frímann Jónsson fæddist í Brekknakoti í Reykjahverfi 4. febr- úar 1934. Hann Iést á heimili sínu Blá- hvammi 18. mars síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Grepj- aðarstaðarkirlqu 25. mars. Jón Frímann, bóndi í Bláhvammi, er látinn. Hann verður borinn til þeirrar moldar er ól hann og hann unni laugardaginn 25. mars. - í hugum margra eru orð sem þessi hvunndagsleg. En okkur, sem þekktum Jón og syrgjum, eru þau orð dagsins. Ein stoð tilveru okkar er brostin, faðir, vinur og félagi horf- inn yfir þau landamæri er við öll göngum að lokum. í hugum okkar er skarð fyrir skildi, skarð sem ekkert fær íyllt. Þær stundir koma í lífinu að okkur verður orða vant. Svo fer mér nú. Þó þykir mér hæfa að kveðja traustan vin nokkrum orðum. Að vísu þyrfti ekki fleiri orð en þá rammíslensku lýsingu, sem hér á við: Hann var drengur góður. Jón var drengur góður, og svo rammíslenskur sem gáfaðir, víðlesn- ir sveitabændur einir geta orðið. Bar ekki hjartað á peysunni sinni heldur á réttum stað, og nutu margir þar góðs af. Gestrisinn með afbrigðum, úrræðagóður, með hýrubros í aug- um og lifsreynslu í sinni, var hann einn af þeim höfðingjum hversdags- ins sem kunnu að hlusta, og hlúa að samferðamönnum, svo ósjálfrátt leitaði fólk til hans með ýmislegt sem þankann þyngdi. Svo sjálfsögð var gestrisni Jóns að oft gleymdist gestinum að tjá þökk sína. En hver var þá þessi maður? Hann ól mestan sinn aldur á sama stað, í frumbernsku í Brekknakoti í Reykjahverfi þar sem hann ólst upp með móður sinni, Guðnýju Jónsdótt- ur, foreldrum hennar og bræðrum. Síðar stofnaði fjölskyldan býlin Bláhvamm og Laufahlíð, nánast í sama túni, og í fyllingu tímans tók Jón við bóndahlutverkinu í Blá- hvammi. Mótbýlismaður hans í Laufahlíð var Þórður, móðurbróðir hans og fóstri. Árið 1969 kvæntist Jón Steinunni Bragadóttur frá Akureyri. Þau voru glæsileg hjón, jafnt í sjón og raun, og hygg ég Steinunn hafi verið hans lífsgæfa. Saman eignuðust þau fjög- ur börn: Guðnýju, Böðvar, Guðrúnu og Þórð. Fyrir átti Steinunn soninn Ólaf Skúla,.sem Jón gekk í föður- stað. - Eins og fyrr var að vikið var Jón greindur maður og hugkvæmur. Hann átti og til slíkra að telja. í nán- ustu ætt hans má nefna Voga-Jón, sem margir þekkja af nýlega útgefn- um dagbókum hans, og Jón Sveins- son - Nonna, sem flestir kannast við. Jón Frímann var einnig óragur að feta eigin slóðir í tilverunni. Hygg ég að þau hjónin hafi verið þar samtaka um að hrinda í framkvæmd ýmsum nýjungum í búskap sínum, svo sem ferðaþjónustu, sem þá var ný og til- tölulega óreynd grein íslenskra bænda. Jarðvarmann í landareign- inni nýtti Jón ekki aðeins til húshit- unar, heldur og til eldamennsku. Endurvakti þar með foma aðferð sem nú mun fóséð. Þegar heilsu Steinunnar hnignaði langt um aldur fram hafði Jón engar vöflur á: hann byggði sundlaug og gufubað í „túninu heima“ konu sinni til heilsubótar sem hún ella hefði þurft að sækja um langan veg. Hug- kvæmni Jóns og þor til að feta ótroðnar slóðir nýttust á margvís- legan hátt þótt ýmsum hafi e.t.v. þótt fyrirætlanir hans og hug- myndaflug ærið loftkastalakennt á stundum. Hann var einn þessara jarðbundnu „skýjaglópa" sem ekki einasta gefa lífinu lit, heldur og eru forsenda mannlegra framfara. - Ekki kynntist ég Steinunni konu hans persónulega. En mér eru minnisstæð þessi hjón, sem ég stundum sá á manna- mótum, áberandi að ytra atgervi og virtust í senn afar ólík en þó svo samhent. En samfylgd þeirra varð skemmri en skyldi. Steinunn andaðist snögglega vorið 1988 og bóndinn í Bláhvammi stóð einn uppi með bamahópinn sinn. Þrátt fyrir mikla og góða hjálp vina og granna getur hver sagt sér sjálfur þá sorg og einsemd er Jón mátti líða - börnin ung, vinur hans og lífsyndi á braut. Auk þess hafði hann sjálfur gengið gegnum erfið veikindi og aðgerðir, þótt þar rættist betur úr en á horfðist. Að missa maka sinn er nokkuð sem enginn skilur utan sá er reynt hefur. Allt hið hversdagslega amstur og gleði sem áður var deilt með annarri manneskju jafnt í blíðu sem stríðu er skyndilega borið í einsemd, jafnvel þögn. Enginn gengur óbreyttur frá þeirri reynslu. En með eigin samstöðu og góðra granna hjálp héldu þau hópinn, fjöl- skyldan í Bláhvammi. Börnin uxu úr grasi, dugmikið og efnilegt fólk. Brá þar og fjórðungi til fósturs. Vinátta og traust milli föður og barna virtist mér ætíð sérlega heilt og gagn- kvæmt. Vinir barnanna urðu vinir heimilisins, og brást þar ekki gest- risni Jóns fremur en fyrr. Ég sem þessar línur rita má þar gleggst um vitna. Hafi nokkur maður óskyldur reynst syni mínum faðir var það Jón Frímann. Þannig kynntust og tengd- ust fölskyldur okkar þeim böndum, er sterkari hafa reynst blóðböndum. Þau kynni eru ógleymanleg. Spjall við eldhúsborðið í Blá- hvammi: eilífðarmálin, pólitík, ætt- fræði, vísur, gamansögur og sagnir. Jón að laga morgunkaffið meðan við hin sváfum á okkar græna eyra, kím- in og góðlátleg stríðni þegar letingj- arnir skriðu úr rekkju. En þótt jafn- an væri stutt í grínið var Jón einnig maður alvörunnar. Sár reynsla varð honum þroskabraut sem gerði hann þann gæfumann er kunni að hlú að sárum samferðamannanna. Hann átti eyra sem heyrði og hjarta sem gaf án spurninga um endurgjald. Ofáir gistu Bláhvamm um lengri eða skemmri tíma sér til heilsubótar í margvíslegu mótlæti. Bóndinn fékk þeim girðingarvinnu ellegar annað þarflegt verk og þegar „lífsönnin dottandi í dyrnar er sest“ var gjarn- an tekið til við hressilegar umræður um margvísleg málefni. Alls staðar var Jón heima - hvort heldur á liðnum öldum eða spurn- ingu dagsins. Vísur og skemmtileg- heit fylgdu gjarna, líkt og konfekt- moli með kaffinu. Það er ýkjulaus fullyrðing að fleiri hafi - miðað við mannfjölda - hlotið bót meina sinna undir handarjaðri Jóns Frímanns en á samanlögðum spítölum landsins - að þeim þó ólöst- uðum. Slík var gæfa þessa manns, sem sjálfur hafði þó hlotið sinn skerf lífs- rauna. Enginn skyldi þó ætla að Jón hafi verið fullkominn og gallalaus, fremur en aðrir menn. Kostir hans voru hins vegar þess eðlis að gallarn- ir verða hálfpartinn kostir líka. Og nú er hann allur. Þó þykir mér sem ég sjái bónda standa í bæjardyrum í Bláhvammi, hyggja til veðurs með hýruglamp- ann í augunum, enda veit hann mörgum betur að hversu sem viðrar birtir upp um síðir. Ef til vill tekur hann lagið með sjálfum sér, enda prýddur góðri söngrödd sem um árabil naut sín í karlakór heimahéraðs hans. Ef til vill kallar hann á hundinn og köttinn og skenkir þeim morgunverð með viðeigandi andakt. Því er nefnilega þannig farið með suma menn að það er öldungis ómögulegt að nefna þá í þátíð, þó svo dauðinn hafi hrifið þá á brott. Allt að einu er það staðreynd að Jón Frímann er á brott. Þvi er vík milli vina um sinn. Yfir þá vík sendi ég Jóni kveðju og þakkir fyrir allan hans velgjöming við mig og börn mín. Ennfremur vottum við fjölskyldan börnum Jóns, tengda- og barnabörn- um hluttekningu okkar. Missir þeirra er mikill, því þau áttu svo mikið þar sem Jón var. Megi alvaldur gefa þeim styrk til að bera þann missi og aðrar sorgir sem að þeim sækja nú. Stefanía Þorgrímsdóttir frá Garði og börn. Nonni í Bláhvammi var sonur Guðnýjar Jónsdóttur í Bláhvammi, afasystur minnar. I Bláhvammi bjó líka Böðvar bróðir hennar en Þórð- ur, bróðir þeirra, bjó í Laufahlíð á sömu torfunni. Þau voru börn Hólm- fríðar Jónsdóttur og Jóns Frímanns, bónda í Brekknakoti, Jónssonar. Ég kom þama oft þegar ég var lít- il og það var ævintýri líkast. Guðný frænka, annáluð fyrir skemmtileg- heit, lék við hvern sinn fingur, hverabrauð og reyktur silungur á borðum og þetta skrýtna fíflavín. Sveitin græn og búsældarleg, gufu- bað og sundlaug á næsta bæ og hveralyktin um allt, öðmvísi hvera- lykt en fyrir sunnan. Þarna í Brekknakoti hafði Jón, afi minn, al- ist upp og mamma og hin Kaldbaks- systkinin lært að synda. Nonni, frændi minn, var hluti af þessu öllu, góður og gamansamur, gleðigjafi og hjálparhella mömmu sinnar og móð- urbræðra. Svo liðu árin og heim- sóknum fækkaði, en fréttir fóm allt- af á milli. Nonni kvæntist afbragðs konu, Steinunni Bragadóttur og hamingjan blasti við. Börnin urðu fjögur, auk sonar, sem Steinunn átti fyrir. En svo dundi ógæfan yfir. Steinunn lést langt fyrir aldur fram úr hvítblæði. Gamla fólkið farið nema Þórður, og Nonni stóð einn uppi með börnin sín hálfstálpuð. Hann barðist áfram eins og hetja og komst yfir erfiðleikana. Afram liðu árin og tengslin við fólkið í Blá- hvammi rofnuðu, og þó. Fyrir þrem- ur ámm, kvöldið fyrir jarðarför mömmu minnar, hringdi Nonni til að hugga mig. Það var fallegt samtal, sem ég er þakklát fyrir. Næsta sumar fómm við norður og komum í Bláhvamm. Hann var úti á túni að slá, það var sólskin og brak- andi þurrkur. Hann flýtti sér heim þegar hann sá til mannaferða. Ég þekkti hann strax aftur, rjóðan af vinnu og brosmildan, svipurinn var sá sami og fyrr. Hann fagnaði okkur og sýndi um allt, lömbin og hænu- ungana, fjárhúsið og svo heimilið sitt. Börnin vom farin að heiman og hann bjó einn, en virtist enn svo glaður og sáttur við lífið. Mér fannst hann lífslistamaður og þótti gott að vita af honum þama. Við kvöddumst brosandi á hlaðinu með goluna í hár- inu. Ég geymi þessa litlu minningu um heimsóknina til bóndans í Blá- hvammi og hún vitjar mín oft. Þann- ig lifir Nonni í minningu þeirra sem þekktu hann. Ég og fjölskylda mín samhryggj- umst börnunum hans Nonna og fjöl- skyldum þeirra og biðjum þeim Guðs blessunar. Snjólaug G. Ólafsdóttir. Þó dauðinn sé eitt af því sem eng- inn fær umflúið og getur komið hvenær sem er, óvæntur, snöggur og óvæginn, er hann í raun ósættanleg staðreynd. Eitthvað sem manni er kært er horfið og kemur aldrei aftur og það eina sem eftirsjáin vermir sér við eru minningarnar. Minningar mínar um Jón eru minningar um mann sem ég stolt gat talið til minna bestu vina. Hann hafði þá kosti til að bera sem áunnu honum væntumþykju og virð- ingu þeirra sem hann þekktu. I huga mínum var hann hin dæmigerða ím- ynd bændahöfðingjans; traustur, seigur, vitur, fróður og höfðingi heim að sækja. Þó að sjálfur skartaði hann ekki neinni háskólagráðu gat hann í raun gert mörgum háskóla- menntuðum manninum skömm til með glöggskyggni sinni og fróðleik Það var hrein unun að hlusta á þenn- an meira eða minna sjálfmenntaða mann segja frá. Þær frásagnir geymi ég sem dýrmætan fjársjóð í minningunni. Það er ekki hægt að segja að lífið hafi farið mjúkum höndum um Jón, allavega ekki á seinni hluta ævinnar. Sennilega hafa stormar lífsins þó aldrei skekið hann eins óþyrmilega og þegar hann missti konu sína í blóma lífsins. Þá fékk maður á til- finninguna að kjölfestan í lífi hans hefði brostið og aldrei gróið um heilt upp frá því. Steinunn var hans stóra ást í lífinu og missir hennar óbætan- legur bæði honum og bömunum. Af einskærum dugnaði beit hann þó á jaxlinn og hélt heimilinu gangandi með sín fjögur ungu börn. Þeim gat hann ekki brugðist og umhyggjan fyrir Jþeim varð hans leiðarljós í líf- inu. Oneitanlega var hann stoltur af þeim, enda full ástæða til þar sem þau eru öll í eðli sínu mannkostafólk. Hvernig gætu þau líka orðið annað með slíka foreldra? Fimmta bamið sitt fékk hann með Steinunni en sá drengur reyndist Jóni betri en eng- inn í öllum hans hremmingum. Það var sorglegt að sjá og fylgjast með hvernig þróun í búskaparhátt- um þjóðarinnar reyndist kyrkingar- tak á bændum eins og Jóni. Þessi búhöldur sem var bóndi af lífi og sál mátti berjast fyrir lífi sínu sem slík- ur, eins og reyndar aðrir sauðfjár- bændur þessa lands. Það sem var sárast að horfa upp á var hvernig stoltið var kramið og hve þessi bar- átta var dauðadæmd. Illa og skammarlega er farið með þessa síðustu fánabera íslenskra sauðfjárbænda sem byggt hafa af- komu sína á fornri hefð. En þótt syrti í álinn kvartaði Jón aldrei. Reyndar man ég aldrei eftir að hafa heyrt Jón kvarta, sama á hverju gekk. Allt hlaut að lagast á endan- um. Það þurfti bara að þreyja þorr- ann og góuna. Nú er Jón farinn yfir móðuna miklu, vonandi til Steinunnar sinnar, og ég sit ekki framar í vinalegu eld- húsinu í Bláhvammi í djúpum heim- spekilegum samræðum um lífið og tilveruna með hlýjan og glettnisleg- an hláturinn hans þegar eitthvað fyndið kom fram í hugann. Ég kem heldur ekki til með að heyra hressi- lega röddina hans í símanum seint á síðkvöldum: „Það er mikið að hægt er að ná í þig fyrir þessum bölvaða símsvara þínum.“ Traustur vinur er horfinn. Bless- uð sé minning hans. Guð blessi böm- in hans og barnabörn og veiti þeim huggun í þeirra miklu og þungu sorg. Það er mikið lagt á þessar ungu herðar og megi þeim verða forðað frá því að kikna. Ég sendi þeim alla mína samúð og vináttu. Valdís Jónsdóttir. Fyrir tuttugu árum lá sonur minn á sjúkrahúsinu á Húsavík og var ég að reyna að líta til hans að deginum með tveggja ára dömu í fóstri, dóttur mína jafngamla og aðra rétt ófædda. Þá var Steinunn í Bláhvammi þar stödd og sagði við mig: „Þú þarft nú ekki að hafa áhyggjur af þessum dreng. Ég er alvön svona strákum og skal líta til hans.“ Þetta lýsir Steinunni vel, þrátt fyrir að vera sjálf sjúklingur munaði hana ekkert um að líta til með drengnum mínum í ofanálag. Því miður kynntist ég henni ekki nánar, en heyrði mikið af henni látið sem annálaðri myndar- konu. Það var því mikið áfall þegar hún féll frá í blóma lífsins og eftir stóð Jón með börnin þeirra fimm. Jóni kynntist ég síðan í ákveðnum félagshópi fyrir sex árum á erfiðum tíma í lífi mínu. Þá var hann búinn að reyna ýmislegt, til dæmis að þurfa að fara í erfiða hjartaaðgerð og kynnast svarta hundinum. Samt bar hann sig alltaf vel og það var ótrú- legt hvað hann átti mikið til að miðla öðrum. Ég veit að hann átti stóran hóp vina og stóð í símasambandi við marga. Þarna tók hann upp á því að hringja til mín: „Hvernig gengur hjá þér?“ og yfirleitt enduðu samtölin á: „Stattu þig, stelpa." Síðan flutti ég í burtu og þrátt fyrir það héldu sím- tölin okkar áfram og hafa verið fast- ur punktur í tilverunni seinustu sex
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.