Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 55 MINNINGAR + Björgvin Lút- hersson, fyrrver- andi stöðvarstjóri Pósts og síma í Keflavík, fæddist í Reykjavík 9. maí 1926. Hann lést á heimili sínu 22. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 29. mars. Hafnahreppur, Keflavík og Njarðvík- ur sameinuðust í eitt sveitarfélag árið 1994. Sameiningin átti sér langan aðdrag- anda. Framan af sýndu Hafnamenn henni lítinn áhuga, ekki síst vegna þess að Hafnahreppur, sem upp úr 1970 var fámennast sveitarfélag- anna á Suðurnesjum, var lengst af með stöndugasta sveitarsjóðinn og jafnframt stærst, mælt í ferkíló- metrum. Frá 1978 og fram að sameiningu í Reykjanesbæ unnu sveitarstjórar hreppsins að sameiningarmálinu; fyrstur Jósef Borgarson, þá Þórar- inn St. Sigurðsson og síðast Björg- vin Lúthersson. Það kom í hlut Björgvins að stýra málinu síðasta spölinn og leiða það til lykta. Björg- vin varð því jafnframt síðasti sveit- arstjóri Hafnahrepps. Fyrir tæpum tuttugu árum mundi gömul kona eftir því þegar Hafnir voru stærra pláss en Keflavík. Svo hratt flýgur stund að jafnvel skjal- festar staðreyndir missa fótfestu og eru afgreiddar sem þjóðsögur ef ekki rugl. Með Björgvini Lúthers- syni eru þeir þrír sveitarstjórar Hafnahrepps, sem unnu að samein- ingarmálinu, allir látnir. Sagnfræð- inga bíður stórkostlegur efniviður í sögu Hafnahrepps sem þekkt hefur tvenna tíma - byggðarlag sem á síð- ustu öldum hefur verið ein af stærstu verstöðvum, aðsetur rík- ustu bænda landsins og á 20. öld það byggðarlag sem hefur bæði notið og goldið áhrifa Vamarstöðvar NATO á Keflavíkurflugvelli á afgerandi hátt. Þótt beinar og óbeinar tekjur af Vamarliðinu styrktu Hafnahrepp fjárhagslega um tíma má leiða að því líkum að sá tekjustofn hafi jafnframt stuðlað að því að draga úr félags- legri hæfni staðarins sem bústaðar. Breytt- ar áherslur þar sem fé- lagsleg málefni vógu sífellt þyngra en hrein- ir peningalegir hags- munir plægðu smám saman jarðveginn fyrir því að Hafnahreppur sameinaðist stærri sveitarfélögum. Björgvin Lúthersson bar gæfu til þess, sem sveitarstjóri, að kynna og ná góðri sátt um þetta fyrrum hita- mál ásamt þáverandi oddvita og öðr- um hreppsnefndarmönnum. Og þótt tíminn hafi vissulega unnið með þá- verandi hreppsnefnd hefur hann einnig leitt í ljós að hún og Björgvin höfðu rétt fyrir sér í þessu efni. Og þótt sameiningin kostaði Björgvin sjálfan starfið sem sveitarstjóri lét hann það ekki aftra sér í málinu því Hafnir voru honum kærar: Hann átti hið forna höfðingjasetur Kotvog og langaði að endurbyggja það væri þess nokkur kostur og sýndi jafn- framt í verki trú sína á framtíð Hafna m.a. með því að byggja þar glæsilegt hús og endurbyggja ann- að. Björgvin Lúthersson var félags- lyndur. Pólitískum andstæðingum þótti hann harður í hom að taka. Sjálfur tók hann pólitískum mótbyr af karlmennsku sem er einn af nauð- synlegum kostum sveitarstjórnar- manns - í stað uppgjafar bætti hann áætlanir og fylkti liði á ný. Þannig vann hann m.a. að sameiningarmál- inu þar til það var í höfn. Við hlið Björgvins stóð konan hans, Bogga Sigfúsdóttir, sem öllum þykir vænt um hvort sem þeir voru sammála eða ósammála Björgvini í pólitíkinni. Betri stuðning en Boggu er vart hægt að hugsa sér. Björgvini þökkum við samstarfið og vináttu hans og eiginkonu á liðnum árum. Þessum fáu orðum fylgir samúðar- kveðja til Boggu og annarra aðstandenda. Sigrún D. Jónsdóttir og Leó M. Jónsson, Sólvangi, Höfnum. í síðustu viku barst okkur sú frétt að Björgvin Lúthersson væri látinn. Björgvin var einn af þeim mönnum sem allir sem kynntust honum minn- ast sem góðs félaga, sem hafði þann eiginleika að hrífa menn með sér. Hann hafði sérstaka útgeislun. Björgvin tók um árabil virkan þátt í starfsemi Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum. Hann sat í stjóm SSS á árunum 1986-1994, sem fulltrúi Hafna. Hann átti einnig sæti í ýms- um nefndum og ráðum á vegum SSS um árabil. Björgvin hafði ákveðnar skoðanir á málunum og barðist vel fyrir þeim. Þótt hann væri ákveðinn og harður var alltaf stutt í léttleikann og grínið. Björgvin var einnig mjög sanngjam og tilbúinn að gefa eftir af sínu til að ná samkomulagi. Við sem höfum starfað með Björgvini á vettvangi SSS minnumst nú góðs félaga, sem við þökkum fyrir gott og óeigingjamt starf til að láta gott af sér leiða til að Suðurnesin mættu blómgast sem best. Við sendum Boggu okkar dýpstu samúðarkveðjur og fjölskyldunni. Kveðja frá stjóm Sambands sveitarfé- laga á Suðumesjum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirkveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka, guði sé lof fyrir hðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna, guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstþúmeð guði, guð þérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Elskulegur fjölskylduvinur okkar, hann Björgvin, er látinn eftir að hafa greinst með ólæknandi sjúkdóm. Við trúum því varla enn að þú, elsku vin- ur, sért fallinn frá þótt við vitum að lífinu fylgi dauði, þá emm við aldrei viðbúin komu hans. Á þessum tíma- mótum komumst við ekki hjá því að hugsa til æskuáranna þar sem Björgvin og kona hans Bogga voru tíðir gestir foreldra okkar á Víghóla- stíg 16, Kópagi. Við eigum yndislegar minningar um þig svo glæsilegur, ákveðinn og traustur maður með sterka útgeisl- un og heillandi hlátur. Elsku Björg- vin, minningin um þig fyllir líf okkar hlýju og kærleik. Björgvin, með þessum línum viljum við þakka þér þá miklu tryggð frá fyrstu tíð og ára- tuga samfylgd. Elsku Bogga, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úð. Sigríður Austmann Jóhanns- dóttir, Helga Austmann Jóhannsdóttir, Eymundur Austmann Jóhannsson, Viðar Austmann Jóhannsson, Elfa Dís Austmann Jóhannsdóttir. Það var miðvikudagskvöldið 22.mars að síminn hringdi og við fengum þau sorglegu tíðindi að Björgvin, vinur okkar, væri látinn. Mikill söknuður og sorg fyllti hug okkar hjóna þegar Eydís færði okk- ur þessa sorgarfregn. Við erum svo vanmáttug og sorgmædd og erfitt að koma því frá sér á blað hvað þú varst okkur kær, elsku vinur. Við vorum góðir vinir og áttum góða tíma. Svo margar minningar sækja nú á hug- ann og allar eru þær góðar. Það er misjafn hvaða áhrif nærvera fólks hefur á mann en Björgvin var sú manngerð sem afar gott vai’ að vera nálægt, jákvæður, kraftmikill og drífandi. Elsku vinur, við þökkum þér að hafa leyft okkur að kveðja þig, sú stund sem við áttum með þér var okkur ómetanleg. Það er sárt en við vitum að þér líður vel núna, laus við allar þjáningar. Núleggégaugunaftur, > ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt (S.Egilsson) Elsku Bogga og fjölskylda, sorgin er sár og tómarúmið sem myndast reynum við að fylla með sjóði minn- inga en það verður fjársjóður sem við munum varðveita. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður hug okkar grætir, þá líður sem leyftur af skýjum ljósgeisli af minningunum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Jóhann Eymundsson, Þórhalla Karlsdóttir. Okkur frænkur langar til að minn- ast í fáum orðum og með hlýhug trausts og góðs vinar ömmu okkar og afa, hans Björgvins. Minningar okkar tengjast mest því þegar við vorum litlar stúlkur og lékum okkur á Víghólastíg 16 í Kópavogi. Þangað komuð þið Bogga oft og voruð tíðir gestir ömmu og afa. Margs er að minnast frá þeim tíma, þið voruð svo hugguleg og glæsileg hjón og mikjft. fannst okkur gaman að fá ykkur i' heimsókn og geta leikið við Eydísi dóttur ykkar. Elsku Björgvin, við viljum þakka þér allt gamalt og gott og við vi]jum kveðja þig með þessum orðum Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Kð umveQi blessun og bænir, égbið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikindaviðjum, þín veröld er björt á ný. (Þ.S.) Elsku Bogga, Eydís og fjölskylda, okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Berglind Ólafsdóttir og Halla Jóhanna Magnúsdóttir. BJORGVIN LÚTHERSSON + Ástríður Ragn- heiður Jónsdóttir fæddist á Þangskála á Skaga í Skagafirði 13. september 1903. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavik 23. mars síðastliðinn. Hún var sjötta í röð tíu barna þeirra Jóns Sveins- sonar, bónda og kennara, f. 24. mai 1867, d. 4. júní 1956, og Maríu Jóhönnu Sveinsdóttur, hús- freyju, f. 18. júní 1876, d. 18. mars 1929. Hinn 11. júní 1938 giftist Ástríð- ur Jóni Sigurðssyni, skipstjóra, f. 26. september 1910. Börn Ástríð- ar og Jóns eru: 1) Sigurður, lækn- ir, f. 10. nóvember 1938. Sigurður kvæntist 26. nóvember 1960 Önnu Jensdóttur, bókasafnsfræðingi, f. 6. febrúar 1939, þau skildu. Börn þeirra eru Arnaldur, f. 16. októ- ber 1961 og á hann einn son, Frey, f. 4. apríl 1988, Árdís, f. 5. ágúst 1966 og Olga, f. 25. aprfl 1971, gift Halldóri Mássyni, f. 16. október 1970, sonur þeirra er Daði, f. 9. Elskuleg fyrrverandi tengda- móðir mín, Astríður Jónsdóttir, hefur kvatt þennan heim. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. mars sl. á 97. aldursári. Andlát hennar kom ekki á óvart. Frá sl. áramótum hafði hún verið rúmföst að mestu og þrek hennar fjarað út hægt og hægt. janúar 1997. Sam- býliskona Sigurðar er Brynja Ingimund- ardóttir, f. 22. júní 1942. 2) Pétur, for- stöðumaður í Garða- bæ, f. 24. aprfl 1941, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur, bankastarfsmanni, f. 7. maí 1944. Synir þeirra eru Jón, f. 13. júní 1971, Sigurður, f. 12. september 1973 og Pétur Ingi, f. 16. janúar 1981. Uppeldisdóttir Jóns og Ástríðar er Sæunn Sigurðar- dóttir, bókasafnsfræðingur, f. 12. júlí 1954. Börn hennar eru Trond Sverrir, f. 29. janúar 1979, og Ást- ríður f. 29. júní 1981, þau eru bú- sett í Noregi. Eftir fermingu vann Ástríður m.a. sem kaupakona, iijá KEA á Akureyri og við SundhöII Reykja- víkur frá opnun hennar árið 1930 þar til hún giftist eftirlifandi eig- inmanni sinum. Útför Ástríðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hún fæddist við upphaf nýliðinn- ar aldar við ysta haf - nyrst á Skaga í Skagafjarðarsýslu. Á af- skekktum stað, við kröpp kjör bændasamfélagsins og á tíma þegar enn var langur vegur til ólgandi hraða nútímans. I vöggugjöf hlaut hún góðar gáfur, einurð og skap- festu, og bjartsýni aldamótakyn- slóðarinnar var henni í blóð borin. Nú hefur hún kvatt - í hringiðu nú- tímaþjóðfélagsins - að loknu far- sælu lífsstarfi. En ekki efast ég um, að hún leggur af stað á vit nýrrar tilveru með sama vakandi áhuga og tilhlökkun og þegar hún ung fyrr- um daga norður á Skaga lagði upp í lífsferðina sína. Eg var ekki nema 19 ára þegar við eldri sonur hennar fórum að draga okkur saman og ég að venja komur mínar á heimili þeirra Ástu og Jóns. Þar var mér frá upphafi tekið opnum örmum. Ásta tók mér sem væri ég hennar eigin dóttir af þeirri eðlislægu hlýju sem henni var eiginleg, og þó að leiðir okkar Sigurðar skildi síðar hélt hún áfram að vera tengdamóðir mín og vinátta okkar og virðing hvorrar fyrir ann- arri hélst óbreytt. Börnunum mín- um og síðar barnabörnum var hún elskuleg amma og langamma og flutti þeim arf kynslóðanna. Fyrir þetta vil ég þakka henni. Hana var gott að eiga að vini. Jóni afa og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Anna Jensdóttir. Amma lifði tímana tvenna. Hún fæddist 1903 og kynntist þar af leiðandi meiri breytingum en flest- ir. Tvær heimstyrjaldir geisuðu, kreppur, spænska veikin, misjafnir tímar. Allt það veraldlega tók mikl- um breytingum. Hún var fædd í torfkofa en flutti á mölina. Giftist sjómanni sem sigldi utan í stríðinu. Hún kynntist mörgu og sá margt gamla konan. Alla tíð var hún drifin áfram af dugnaði, ekki var alltaf mikið aflögu þegar hún var ung og þurftu yfirleitt allir að leggja sitt af mörkum. Ung flutti hún suður þar sem hún kynntist afa. Hann var þá sjómaður og átti það fyrir ömmu að liggja að verða sjómannskona, það er ekki heiglum hent, sérstaklega ekki þegar stríð geisar. Heimili hélt hún af dugnaði langt fram á efri ár og alla tíð af myndarskap. Þegar við bræður komum til sög- unnar var mikið um garð gengið í hennar lífi. Hún var ráðsett hús- móðir og hafði mikil áhrif á fólkið í kringum sig, einkanlega börnin, því barngæskan var einn af stærstu eiginleikum ömmu hvort sem það voru hennar börn, barnabörn eða önnur. Þær eru margar góðu stund- irnar sem við áttum við eldhúsborð- ið hjá ömmu, en hún stóð oftar en ekki við eldavélina og bakaði pönnukökur. Því að þannig amma var hún, amma sem barnabörnun- um fannst gaman að heimsækja og fá nýbakaðar pönnukökur og oft var svo gripið í spil á eftir. Aldrei hastaði hún á okkur heldur notaði aðrar aðferðir til að gera okkur þæga. Fjölskyldan var henni mikil- væg og reglulega, einkum á afmæli hennar eða afa, hittumst við öll í kaffi. Þá var lagt á borð, amma og afi sátu hvort við sinn endann og svo var spjallað. Það að hafa fólkið sitt hjá sér skipti hana meira máli en allt annað. Minningarnar eru svo margar, allar góðar, ein er sú hvað ömmu pg afa þótti vænt hvoru um annað, þau voru einkar samrýmd og lengstu fjarverurnar hin síðari ár voru þeg- ar afi fór í veiðitúra. Amma var talsvert veik síðustu árin svo hvfld- in hlýtur að hafa verið kærkomin. Minningarnar verða alltaf til, minn- ingin um ömmu sem í alla staði var góð kona, kona sem hafði í hávegum gildin sem gefa mest; fjölskylduna, kærleikann og umburðarlyndi. Það eina sem á fyrir okkur öllum að liggja er ekki endir heldur upphaf, því trúði amma og því trúum við líka. Jón, Sigurður og Pétur Ingi. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis á Egilsgötu 10 (Arabíu), Borgarnesi, síðast til heimilis á DAB, Borgarbraut 65, Borgamesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 25. mars, verður jarðsungin frá Borgar- neskirkju mánudaginn 3. apríl kl. 14.00. , Kristján B. Bjarnason, Ragnheiður M. Jóhannesdóttir, Trausti Jónsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Pétur fsleifur Sumarliðason, Magnús Ó. Kristjánsson, Hulda B. Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 1 ASTRIÐUR RAGNHQIÐUR JONSDOTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.