Morgunblaðið - 31.03.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 31.03.2000, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Frú Þóra í Deiglunni LEIKHÓPURINN Hugleikur sýn- ir einleikinn Frú Þóra í Deiglunni á Akureyri á morgun, laugardag- inn 1. apríl. Verkið er eftir Sigrúnu Óskars- dóttur og leikari er Anna Kristín Kristjánsdóttir. Sýningin hefst kl. 16 og er miðaverð 1.000 krónur. Aðeins er um þessa einu sýningu að ræða. ♦ » ♦ Skíðaganga í Þorvaldsdal FERÐAFÉLAG Akureyrar verð- ur með skíðagönguferð í Þorvalds- dal á morgun, laugardaginn 1. ap- rfl. Brottför er kl. 9 frá húsnæði félagins við Strandgötu. Farar- stjóri er Ingvar Teitsson. Skrán- ing er á skrifstofu félagsins í dag, föstudag frá kl. 17.30 til 19 en þar fást einnig nánari upplýsingar um ferðina. VILTU LETTAST? VILTU ÞYNGJAST? Höfum náð frábærum árangri Upplýsingar í síma 698-3600 Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit selt að hluta Nýir eigendur með um 700 þúsund lítra fullvirðisrétt BENEDIKT Hjaltason, bóndi á Hrafnagili, hefur selt þremur ungum mönnum hluta Hrafnagils, ásamt fullvirðisrétti, áhöfn, húsum, ræktun og mestan hluta jarðarinnar að öðru leyti, eða samtals um 100 hektara. Þremenningarnir kaupa engar vélar og þá heldur Benedikt eftir skóg- rækt fyrir ofan Reykárhverfí og landskika með skógrækt og borholu við Botn, þar sem er jarðhiti. Benedikt vildi ekki gefa upp sölu- verð en sagði að þremenningamir hafi fengið þennan eignarhluta á góðu verði og sjálfur er hann ánægð- ur með söluverðið. Kaupendur eru bræðumir Grettir og Jón Elvar Hjörleifssynir frá Ytra Laugalandi og mágur þeirra, ívar Ragnarsson á Akureyri. Fyrir voru þeir bræður með ríflega 200 þúsund lítra fullvirð- isrétt en með kaupunum á Hrafna- gili, verða þeir samanlagt með yfir 700 þúsund h'tra fullvirðisrétt. Nýir eigendur taka við rekstrínum þann 1. maí nk. og munu þá reka stærsta mjólkuframleiðslubú landsins. Á Hrafnagili em um 260 nautgrip- ir og þar af um 130 mjólkurkýr. Mjólkurframleiðslan mun öll færast að Hrafnagili en á Ytra Laugalandi, sem er gegnt Hrafnagili, vestan Eyjafjarðarár, fer fram uppeldi á stærri nautgripum. Snyrti trén í frístundum Þrátt fyrir söluna verður heimilis- fang Benedikts áfram á Hrafnagili en hann hyggst byggja sér hús í skógræktinni við félagsheimilið Laugaborg. „Ég fer að vinna hjá GV- gröfum á Akureyri í næstu viku en get svo verið að snyrta trén í frí- stundum.“ Benedikt sagði að litlu hafi munað að fullvirðisrétturinn hefði verið seldur úr Eyjafirðinum. Sjálfur var hann í Reykjavík í vikunni til að ganga frá sölu fullvirðisréttarins og áhafnar til aðila á Suður- og Vestur- landi, þegar þremeningarnir úr Eyjafirði gerðu nýtt tilboð sem gengið var að. Einnig hafði Kaupfé- lag Eyfirðinga leitað eftir kaupum á jörðinni og því sem henni fylgir en ekki náðust samningar milli aðila. „Ég er ósköp feginn því að þetta mál er í höfn. Kvótinn er áfram hér í firð- inum og þá jafnframt þau störf sem þeirri framleiðslu tengjast." ^ernantaÁitiu) Urval fermingargjafa DEMANTAHUSIE Nýju Krínglunni, sími 588 i Agætis aflabrögð hjá trillu- körlum SMÁBÁTASJÓMENN á Akureyri hafa verið að fá ágætis þorskafla á línu undanfarnar tvær vikur og þá er netaveiði einnig að glæðast. Trillukarlarnir hafa verið á línu- veiðum út við Svalbarðseyri en netaveiðina stunda þeir hins vegar rétt utan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Kristján Hannesson á Sveini EA fékk um 500 kg í net sín í gær og hann var að landa afla sín- um er ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð í Sandgerðisbótinni. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIP A AKUREYRI SUMARAFŒYSINGASTÖRF VIÐ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI FSA - Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - vekur athygli á því að hægt er að sækja um sumarafleysingar við margvísleg og lærdómsrík störf á komandi sumri, sbr. nánari upptalningu hér að neðan. Áhugasamir snúi sér til skrifstofu FSA eftir umsóknareyðublöðum. Nánari upplýsingar veita starfsmannastjóri FSA (baldur@fsa.is) og starfsmannastjóri hjúkrunar (thora@fsa.is) í síma 463 0100 eða í netpósti og munu þau eftir atvikum vísa áhugasömum á yfirmenn viðkom- andi deilda. Umsóknir sem þegar hafa verið lagaðar inn eru gildar. Umsóknum ber að skila eigi síðar en föstudaginn 14. apríl nk., en vakin er athygli á því að eftir atvikum kann að verða ráðið í stöður fyrir það tímamark, ef nauðsynlegt verður talið að festa hæfan umsækjanda. Hjúkrunarfræðinemar Hjúkrunarfræðingar Ljósmæður Læknar Læknaritarar Aðstoðarfólk læknaritara Meinatæknir á meinafræðideild Ritarar Röntgentæknar á myndgreiningardeild Sjúkraliðar Skrifstofumenn Starfsmaður við tölvu- og upplýsingatæknideild Starfsmenn við ræstingu o.fl. Verkamenn - garðyrkja o.fi. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Aprflspá Veður- klúbbsins á Dalbæ Nokkrir góðir dagar án umhleyp- inga FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík gera ráð fyrir að hinir sífelldu og þreytandi um- hleypingar verði áfram við lýði í aprflmánuði, en þeir hafa nú birt veðurspá sína fyrir þann mánuð. Góðu kaflamir verða samt fleiri og lengra milli leiðindanna eins og þeir orða það í spá sinni. Veðurklúbbsfólk telur þó ein- sýnt að einn slæmur kafli með vænni snjókomu verði í apríl, en óljós hvort hann verður í kring- um 4. apifl eða þann 18. Fyrri daginn kviknar páskatungl í vestsuðvestri en þann dag ber upp á þriðjudag. Vitna félagam- ir í Þórð heitinn Jónsson frá Steindymm en hann sagði að þriðjudagstungl væra annað- hvort þau bestu eða verstu og á því enginn millivegur. Tungfylling er 18. apifl, þriðjudaginn fyrir páska, og era margir klúbbfélagar smeykir við páskaveðrið, sér í lagi verði slæmi kaflinn sem þeir spá fyrir um ekki kominn þá. Þá búast þeir við að vindar verði vestanstæðir einhvern part mánaðarins og eitthvað verði um hvassviðri. Benda þeir á að eitt sé gott við vætuna eftir 20. mars, þegar einmánuður byrjaði, en það er að votur einmánuður boði gott vor. Ef dimmviðri og drífa er á föstudaginn langa má búast við góðu grasári. Morgunblaðið/Kristján Islandsmót í íshokkí ÍSLANDSMÓT í íshokkí í 5„ 6. og 7. flokki hefst í skautahöllinni á Akur- eyri í kvöld kl. 20, en keppendur eru frá Skautafélagi Ákureyrar, Skauta- félagi Reykjavíkur og Skautafélag- inu Birninum, Reykjavík. Mótið stendur yfir alla helgina, en því lýkur um hádegi á sunnudag. ------------- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjón- usta í Grenivíkurkirkju kl. 14 á sunnudag, 2. apríl. Kyrrðarstund verður í kirkjunni kl. 21 á mánudag- skvöld, 3. apríl. GERSALA Herraskyrtur 199- Regnjakkar frá 399- Ungbarnavörur frá 199- ®°'ir ^ He/mingi stærra húsnæði, enn fíem iromr LÍKföng fré 99- ^okkar 3 í pk. f 99- Buxur frá 1 99- Nærbuxur 3 í pk.1 99- LAGERSALA Faxafeni 8 opið virka daga 12-19 laugard. 1 2-1 8 sunnud. 12-19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.