Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 35 LISTIR Listaverk tengd kristni í Listasetnnu SOSSA og Gyða L. Jónsdóttir opna sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi á morgun, laugardag, kl. 16. Sossa sýnir olíumálverk og Gyða sýnir skúlptúra. Verkin tengjast kristni og eru sett upp í tilefni Kristnihátíðar. Sossa er fædd á Akranesi 1954 en ólst upp í Keflavík. Hún nam við MHÍ, Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og School of the Museum of fine art / Tufts Univers- ity í Boston í Bandaríkjunum. Það- Kirkjuhvoli an lauk hún meistaragráðu í mynd- list. Gyða er fædd 1943 og ólst upp á Akranesi. Hún nam við MHI og höggmyndalist við Central School of Art í London, auk þess sem hún nam við Konunglegu listaakadem- íuna í Kaupmannahöfn. Við opnun leika tónlist þeir Hauk- ur Guðlaugsson og Gunnar Kvaran. Sýningin stendur til 16. apríl. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Vorboðinn í tónum á Húsavík Húsavfk. Morgunblaðið. K V ARTETTINN Út í vorið og Signý Sæmundsdóttir óperusöng- kona skemmtu Húsvíkingum á dög- unum með söng sfnum í sal Tónlist- arskólans. Tónleikagestir voru á þriðja hundrað og fögnuðu tón- leikagestum mjög vei. Þar skiptust á kvartettsöngur og einsöngur í fjölbreyttri 19 laga söngskrá, sem að nokkru var endurtekin og svo sungin aukalög. Kvartettinn skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þor- valdur Friðriksson og Ásgeir Böðv- arsson. Undirleikari var Bjarni Þór Jónatansson pianóleikari. Hann hefur útsett mikinn hluta söng- skrárinnar. Signý hefur verið raddþjálfari kvartettsins tít í vorið um árabil og vel átti því við að hún syngi með þeim bæði einsöng og sóló. Söngkvartettin tít í vorið ásamt Signýju Sæmundsdóttur óperusöngkonu. Morgunblaðið/SiUi. Samnorræn hönnun barna og unglinga FANTASI Design er samnorræn sýning á hönnun og uppfinningum barna og unglinga sem opnuð verður í Kalmar í Svíþjóð laugar- daginn 1. apríl. Á sýningunni eru hlutir frá Finnlandi, Svíþjóð, Dan- mörku og íslandi. Sýningargripir eru rúmlega 50 og þar af 18 ís- lenskir. Sjá má hluti eins og bakteríu- símann frá Danmörku, ferðastól- inn frá Finnlandi, bananaflysjar- ann frá Svíþjóð og laukglepaugun frá Islandi. Sýningin fer frá Kalmar til Helsinki, þaðan kemur hún til ís- lands og verður opnuð í Gerðu- bergi laugardaginn 2. september nk., og endar í Kaupmannahöfn í nóvember. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa styrkt sýninguna með gerð frum- gerða af uppfinningum íslensku bamanna, en af þeim má nefna Blikkás, Barnasmiðjuna, Gks hús- gögn, Gull- og silfursmiðjuna, Rafhitun o.fl. Fantasi Design er hluti af dag- skrá Reykjavíkur - menningar- borg Evrópu árið 2000. V orvaka Emblu í Stykkishólmi HIN árlega menningarvaka Emblu í Stykkishólmi hefst með kvöldvöku í Stykkishólmskirkju í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20. Rithöfundurinn Einar Már Guð- mundsson segir sögur og flytur ljóð. Auk þess mun fjöldi bæjarbúa taka þátt í dagskránni og má þá líta sýn- ishorn af spariklæðnaði frá ýmsum tímum 20. aldar. Fram kemur bamakór, söngfólk úr söngdeild Tónlistarskólans og Kór Stykkis- hólmskirkju undir stjórn Sigrúnar Jónsdóttur. Félagar úr Leikfélag- inu Grímni munu flytja einþáttung. Hljóðfæraleikur verður í höndum Jóseps Blöndal og Hafsteins Sig- urðssonar. Sýning á þjóðbúningum og ljós- myndum verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 14. Þar verður ís- lenski þjóðbúningurinn frá 19. og 20. öld til sýnis en búningamir koma frá Heimilisiðnaðarfélaginu, Ingi- björgu H. Ágústsdóttur og fleirum. Þá verða einnig sýnd vinnubrögð við saumaskap, balderingar og knipl. Á sýningunni verða einnig ljós- myndir úr myndasafni Jóhanns Rafnssonar. Sýningin verður opin á laugardag og sunnudag kl. 14-17. Fyrirlestr- ar og nám- skeið í LHÍ TVEIR fyrirlestrar verða í Litahá- skóla íslands í næstu viku. Mánu- daginn 3. apríl kl. 12.30 á Laugar- nesvegi 91, í stofu 24, fjallar Brynhildur Þorgeirsdóttir um eigin verk með áherslu á vinnuferlið við notkun glersins, en hún er einn af fá- um íslenskum myndlistarmönnum sem nota gler og glersteypu með öðrum efnum í verkum sínum, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir Brynhildur frá námsferðum til Bandaríkjanna og Japans þar sem hún kynnti sér aðferðir við gler- steypu. Valgerður Hauksdóttir mynd- listarmaður fjallar um eigin feril og sýnir litskyggnur miðvikudaginn 5. apríl kl. 12.30 í stofu 113 í Skipholti 1. Námskeið Námskeið sem hefur yfirskriftina Rýmishönnun, hefst mánudaginn 22. maí. Kynntir verða helstu frumþætt- ir hönnunar og hvernig þeir koma fram í allri hönnun. Aðaláhersla verður á þrívíða hönnun, einkum rýmishönnun. Kennari er Elísabet V. Ingvarsdóttir, innanhússarkitekt FHI, og verður kennt í stofu 113, Skipholti 1, inngangur b. ------H-í------- Strandaglópar sýna í Galleríi Geysi TVEIR þýskir ferðamenn, sem hafa verið veðurtepptir á Patreksfirði, opna sýningu á verkum sínum á morgun, laugardag, kl. 16 í Galleríi Geysi, Hinu húsinu v/Ingólfstorg. Listamennirnir eru Thorgis Ham- merfelt og Eva Friedenschutz. Thorgis hefur stundað nám við Gedachtuisverbreiterungsschule der DDR og Eva við Steuermannsschule í Leipzig. Á Patreksfirði hafa þau stundað fiskvinnslustörf undanfarið en hyggja nú á heimför og eru að safna fyrir farmiðunum. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-17 og stend- ur til 16. apríl. M-2000 Föstudagur 31. mars. Skálafell kl. 10.30. Skíðalandsmót 2000. Landsmót í stórsvigi. Skíðalandsmót 2000 er liður í Vetraríþróttahátíð ÍBR. http://www.toto.is/skidi2000 Hægláti hand- ritshöfundurinn Birgir Andrésson í Slunkaríki SÝNING á verkum Birgis Andr- éssonar verður opnuð í Slunkaríki á Isafirði á morgun, laugardag, kl. 16. I fréttatilkynningu frá Slunka- ríki segir: „í útgáfu Listasafns ís- lands í tilefni af sýningu hans Minni og minningar, sem opnuð verður 15. apríl segir m.a.: „Minni Birgis Andréssonar tengjast rann- sókn hans á tengslum sjónskyns- ins, hugsunarinnar og tungumáls- ins við hlutveruleikann. Þótt verkin séu ólík í útliti og byggist á ólíkri nálgun viðfangsefnisins, eiga þau það öll sameiginlegt að fela í sér eins konar leit að íslenskum menningararfi í minninu og for- tíðinni. Um leið sýna þau okkur takmarkaða möguleika myndmáls- ins til að leiða þessi minni í ljós á beinan og áþreifanlegan hátt.““ Slunkaríki er opið fimmtudaga til sunnudags frá kl. 16-18 og lýk- ur sýningunni 30. apríl. ERLENDAR BÆKIJR Spennusaga „GRAND DELUSION" Eftir Matt Witten. Signet Mistery 2000.242 siður. MATT Witten heitir nýr höfundur gamankrimma í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað við sjónvarp að gerð handrita fyrir réttardrama eins og Law & Order, sem sýnt hefur ver- ið hér á landi, auk þess sem hann er höfundur að leikritum. Hann hefur skrifað tvær bækur um áhuga- spæjarann Jacob Burns. Sú fyrri hét „Breakfast at Madeline’s" en sú síð- ari, sem nýlega kom út í vasabroti hjá Signet - útgáfunni, heitir „Grand Delusion" og er spaugileg frásögn af því þegar Jacob Burns kvartar und- an nágrönnum sínum, dóplýð nokkr- um, en fær aðeins bágt fyrir og lend- ir í ákaflega bragðvondu áður en yfir lýkur. Leikritaskáld og handritshöfundur Matt Witten er langt í frá eins kaldhæðinn og fyndinn og gaman- krimmahöfundar á borð við Carl Hiaasen eða Elmore Leonard en hann getur komið manni óvænt til að hlæja að óförum og athugasemdum aðalsöguhetju sinnar, Jacob Bums, og þótt gátusagan um leitina að morðingja verði aldrei sérlega spennandi heldur hún manni ágæt- lega við efnið. Witten virðist vera einn af þeim sem skrifa um það sem hann þekkir best því líkt og hann er Jacob Burns þessi óuppgötvað leikritaskáld en ágætlega launaður handritshöfund- ur. Hann hefur selt eitt handrit eftir sig til Hollywood og hann á von á því að brátt sjái myndin dagsins ljós. Hún heitir Gasið sem át San Francisco (svo notuð sé bein þýðing) en það er sama, hann fékk milljón dollara og telur sig ekki þurfa að hafa mikið fyrir lífinu síðan. Hann er tveggja barna faðir (hann hefur áhyggjur af því að synir hans eru forfallnir aðdáendur Ninja- skjaldbaknanna sem voru í tísku fyr- ir tíu árum) og býr í heldur skugga- legu hverfi í Saratoga Springs. Hann er í góðu hjónabandi og var að eigin sögn í fimmtán ár á framfæri elsku- legrar eiginkonu sinnar og skrifaði nauðaómerkileg leikrit áður en hon- um tókst að selja kvikmyndahandrit- ið um banvæna gasið. Og nú nýlega hefur hann tekið að sér að leysa morðgátur. Sú fyrsta tengdist einum af nágrönnum hans en þessi nýjasta tengist honum sjálfum mjög ræki- lega. Löggumorðingi Þannig er að Jacob Burns hefur lengi kvartað undan hávaða úr næsta húsi sem hann heldur að sé dópbæli. Allskonar bílar renna upp að því á nóttunni og gestirnir stoppa stutt. Honum líkar þetta illa og reynir að fá nágrannana í lið með sér, sem einnig vilja hreinsa hverfið af glæpa- mönnum. En í þessu tilfelli er eins og menn forðist að taka afstöðu. Bums heldur að það sé vegna þess að spillta löggan Pop Doyle fær ákveðnar tekjur af dópsölum í stað- inn fyrir tilslakanir. Pop hefur víða ítök og þeim Burns lendir saman á borgarafundi skömmu áður en Pop finnst myrtur nálægt heimili Burns og það er eng- inn annar en hægláti handritshöf- undurinn sem er grunaður er um morðið. Og það er ekki vægt tekið á löggumorðingjum í Saratoga Springs. Sagan gengur síðan út á það hvemig Burns sannar sakleysi sitt með því að fara sjálfur á stúfana og leita morðingjans. Matt Witten reynir að gera það að spaugilegu ferðalagi og tekst það mestanpart þannig að manni leiðist ekki. Það er ekki oft sem spæjarar á borð við Bums em fjölskyldufeður, yfirleitt em þeir fráskildir og þunglyndir einfarar, svo hér er á ferð ákveðin nýbreytni. „Grand Delusion“ er svört kómedía sem tekur sig hæfi- lega alvarlega og það er kostur. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.