Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÁST í MEINUM ÁST ER að girnast eignr hvors annars. Umhverfísáhrif jarðnýtingar á Reykjanesi Allt að 18 vinnslu- holur boraðar Afla á jarðgufu til að knýja 100 megavatta raforkuver SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafíð athugun á umhverfisáhrifum jarðnýtingar á Reykjanesi fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla jarð- gufu til iðnaðarframleiðslu. Miðað er við að svæðið verði nýtt til þess að knýja 100 MWE raforkuver. Gert er ráð fyrir að bora allt að 18 vinnsluholur, 11 rannsóknarhol- ur og 5 holur vegna niðurdælingar affallsvatns. I tengslum við þær framkvæmdir verða gerð borplön, lagðir vegir og gufuleiðslur, skýli sett yfir holukjallara og reist skiljustöð á svæðinu. Að svo stöddu er ekki hægt að ákveða um- fang framkvæmdanna né hvar bor- holur eða önnur mannvirki verða staðsett. Skipulagning fram- kvæmdanna mun að miklu leyti byggjast á niðurstöðum fyrstu bor- ana og reynslu af rekstri vinnslu- holna og holna til niðurdælingar. Litlar breytingar á virkni í frétt frá Skipulagsstofnun seg- ir enn fremur að samkvæmt frummatsskýrslu er talið ólíklegt að jarðhitanýting á Reykjanesi muni hafa mikil áhrif á yfirborðs- hita á svæðinu og er búist við litl- um breytingum á virkni hvera- svæðisins. Tekið er fram að ekki sé talið að famkvæmdirnar komi til með að valda neikvæðum áhrifum á náttúru- og menningarminjar eða að gróður á svæðinu muni skaðast. Stöðum með verðgildi verður hlíft við raski s.s. hvera- svæðum og ferðamannastöðum en framkvæmdirnar og vinnsla munu koma til með að breyta útliti svæð- isins. Meðan á framkvæmdum stendur verða sjónræn áhrif af ýmsum tækjum og mannvirkjum og er tekið fram að gengið verði frá svæðunum þannig að þau verði sem líkust því sem þau voru fyrir framkvæmdir. Þá verður reynt að láta mannvirki falla sem best að landslaginu. Mikið kríuvarp er á Reykjanesi og verður leitast við að hlífa þeim svæðum þar sem það er þéttast auk þess sem boranir verða tak- markaðar við tímabilið september - apríl og þannig komið í veg fyrir að rót verði á fuglalífi svæðisins. Lítil loftmengun Fram kemur að áhrif af völdum loftmengunar og affallsvatns eru taldar litlar og dreifist yfir stórt svæði og að árleg losun lands- manna á koldíoxíði aukist um 0,48- 1,43%. Áformaðar eru tilraunir til að dæla affallsvatni niður í jaðri háhitakerfisins. Annar möguleiki er að dæla því út í sjó en efnasam- setning jarðhitavökvans er að mestu leyti sambærileg við sam- setningu sjávar. Bent er á að mikl- ir sjávarstraumar við Reykjanes muni ennfremur þynna affallið fljótt eftir að það berst til sjávar. Frummatsskýrslan liggur frammi frá 22. mars - 26. apríl nk. á bæjarskrifstofum Reykjanesbæj- ar, Grindavíkurbæjar og á bóka- safni Reykjanesbæjar. Jafnframt í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipu- lagsstofnun í Reykjavík. Mat- skýrslan er einnig aðgengileg á heimasiðu VSÓ Ráðgjafar ehf: www.vso.is/reykjanes, en þar var skýrslan unnin. Opið málþing um hjarta- og æðasjúkdóma Elsku hjartað mitt Guðmundur Þorgeirsson Elsku hjartað mitt er yfirskrift mál- þings sem haldið verður á vegum Land- læknisembættisins, Hjartavemdar og Holl- vinafélags Háskóla ís- lands á morgun í Nor- ræna húsinu og hefst það klukkan 13.30. Þetta er opið málþing. Guðmundur Þorgeirsson læknir er formaður rannsóknar- stjórna Hjartaverndar og er einn sex fyrirlesara á málþinginu - um hvað fjallar hans erindi? „Ég mun fjalla almennt um æða- og hjartasjúk- dóma en einkum mein- þróun, meingerð og hlut- verk áhættuþátta." - Hvað er meingerð? „Meingerð lýsir því hvernig aðalmeinsemd hjartasjúkdóma, æðakölkunin, er saman sett, þ.e. hvaða breytingar eiga sér stað í æðaveggnum. Meinþróun er ís- lenskt orð fyrir alþjóðlegt hug- tak sem heitir Patogenesis, sem fjallar um það hvemig sjúkdóm- ur verður til. Ég mun leitast við að gefa innsýn inn í það hvemig þekktir áhættuþættir eins og há blóðfita, hár blóðþrýstingur og reykingar hrinda af stað þessu sjúkdómsferli í æðaveggjunum. - Er hægt að snúa þessu ferli við? „Já, það er hægt að snúa þessu við, það er einmitt niður- staða rannsókna síðasta áratug- ar. Grunnatriðið er að ná tökum á áhættuþáttunum sem tengjast lifnaðarháttum. Síðan er notuð ákveðin lyfjameðferð sem felst í því að ná kólestrolgildum í blóði verulega niður, lækka þau um kannski 30 til 40%. Þá hafa ítar- legar rannsóknir leitt í Ijós að samsetning æðakölkunarmein- semdanna í æðaveggjunum breytist. Kólestrólinnihald þeirra minnkar, bandvefsmagnið eykst og bólguframum fækkar. Þetta hefur síðan í för með sér að hættan á kransæðastífiu, sem er alvarlegasta afleiðing krans- æðasjúkdómsins, minnkar vera- lega. Það má segja að virk mein- semd sem er kólestrolrík hafi tilhneigingu til að rofna og hrinda af stað blóðsegamyndun. Eftir kólestrollækkandi lyfjagjöf umbreytist meinsemdin í band- vefshersli. Það getur áfram þrengt æðina og valdið einkenn- um en hættan á rofi og stíflu minnkar stórlega. Þetta er það nýjasta í visindunum.“ - Hvaða fleiri þætti um þessi efni verður fjallað um á mál- þinginu? „Bjami Torfason hjartaskurð- læknir mun fjalla um kransæða- aðgerðir og sérstaklega nýja tækni og nýja tækniþróun sem hefur átt sér stað á því sviði. Inga Þórsdóttir, prófessor og formaður Manneldisráðs, mun fjalla um samband mataræðis og krans- æðasjúkdóma og þá sérstaklega mataræð- is og mataræðisbreyt- ingu sem lið í forvörn- um. Þá mun sjúkraþjálfari fjalla um hreyfingu sem þátt í for- vörnum gegn hjartasjúkdómum og í endurhæfingu hjartasjúk- linga. Gunnar Sigurðsson, pró- fessor og formaður Hjartavernd- ar, ætlar að svara spurningunni; Hvað hafa rannsóknir Hjarta- verndar kennt okkur? Helgi Már Arthúrsson fréttamaður ætlar ► Guðmundur Þorgeirsson fæddist á Djúpuvík í Stranda- sýslu 1946. Hann lauk stúdent- sprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og læknaprófí frá Háskóla íslands 1973. Hann stundaði framhaldsnám í lyf- lækningum og hjartasjúkdómum á háskólasjúkrahúsinu í Cleve- land og doktorspróf! lauk hann 1978 frá Case Westem Reserve University Cleveland Ohio. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í hjartasjúkdómum við Landspít- alann frá 1982 og verið dósent í lyfjafræði við HÍ frá 1988 og er nú prófessor við sama skóla. Guðmundur er kvæntur Bryndisi Sigurjónsdóttur kennara og eiga þau fimm börn. að segja reynslusögu og síðan verða umræður undir stjórn Boga Ágústssonar fréttastjóra. Þá má geta þess að á málþinginu mun alls konar fræðsluefni liggja frammi, gögn frá Hjarta- vernd m.a.“ - Eru miklar framfarir ein- mitt um þessar mundir í þessum málum? „Já, á ýmsum sviðum. Það hefur náðst heilmikill árangur í forvarnarstarfinu þótt ljóst sé að þar er mikið óunnið starf ennþá. Það má einnig geta þess að það hefur orðið lækkun á nýgengi kransæðaáfalla sem við tengjum jákvæðri þróun í áhættuþáttun- um, lægri blóðfitu, bættri grein- ingu og meðferð hækkaðs blóð- þrýstings og minni reykingum heldur en var fyrir nokkrum áratugum. Færri fullorðnir ís- lendingar reykja núna en gerðu á fyrstu árum Hjartavemdar- rannsóknarinnar en hins vegar er áhyggjuefni að ýmislegt bendir til að reykingar séu vax- andi meðal unglinga.“ -Hafa orðið miklar breyting- ar í meðferð hjartasjúklinga? „Þar hafa orðið gríðarlegar framfarir á öllum sviðum, á sviði skurðlækninga, kransæðavíkk- ana með notkun svokallaðra stoðneta og í lyfja- meðferðinni sem við gerðum áður að um- talsefni. Miklar vonir eru bundnar við sam- einda erfðafræðilegar rannsóknir sem hugs- anlega gefa okkur aukinn skilning á eðli vanda- málsins. Hvað sem öllu þessu líður er mkilvægi þess að ræða þetta mál á opnum vettvangi mikið, það felst ekki síst í því hvað sérhver einstaklingur get- ur haft mikil og afgerandi áhrif á heilsufar sitt með lifnaðarhátt- um sínurn." Sérhver ein- staklingur getur haft mikil áhrifá heilsufar sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.