Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 13

Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 13 FRÉTTIR Stjórnarandstaðan ánægð með að skoða eigi þá kosti ótvírætt að fara í mat á umhverfísáhrifum Gagnrýna harð- lega vinnubrögð ríkisstj órnarinnar STEINGRÍMUR J. Sigffisson, for- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir að nýjar áætl- anir um álver á Reyðarfirði og breytta virkjanaröð vegna þess af- hjúpi vinnubrögð ríkisstjómarinnar, og þá sérstaklega ráðherra Fram- sóknarflokksins, í Eyjabakkamálinu og sýni jafnframt svart á hvítu að of- an á allt annað hafi verið tilgangslaust að þröngva þingsályktun um virkjun Eyjabakka í gegnum Alþingi fyrir síðustu jól með þeim hætti sem gert var. „Það er í öðru lagi ástæða til að spyija hvort þessi áform sem nú eru komin fram séu ekki alveg eins byggð á sandi,“ segii’ Steingrímur. „Úr því að það kom á daginn, sem við bentum á, að jafnvel þó að menn skildu frá umhverfisþáttinn þá væri enginn grundvöllur íyrir hinu, þ.e. að allir endar væru einfaldlega lausir hvað varðaði hagkvæmni þessarar fram- kvæmdar." Steingrímur segir flokk sinn leggja áherslu á það núna, úr því að þessi staða sé komin upp, að allir virkjunar- kostir og öll frekari stóriðjuáform fari inn í vinnu við rammaáætlun um virkjunarkosti og nýtingu orkunnar. Þar af leiðandi eigi að setja á ís allar hugmyndir um frekari stóriðjufram- kvæmdir á meðan sú vinna er í gangi. Ennfremur sé óhjákvæmilegt að fara í viðræður við heimamenn á Austur- landi um þá stöðu sem nú sé komin upp í atvinnumálum þeirra. Fara þurfi í mótvægisaðgerðir til að tryggja stöðu þeirra. Aðspurður sagði Steingrímur að auðvitað geti menn glaðst yfir því að nýjar áætlanir gerðu ráð fyrir að aUar virkjana- og álversfi’amkvæmdir færu í mat á umhverfisáhriffim. Hins vegar sé ekki þar með sagt að hann gleðjist yfir þessum tíðindum að öUu leyti því auðvitað líti menn alvarleg- um augum þær aðstæður sem þetta hefði í för með sér á Austurlandi, sem og hin nýju áform sem gerðu ráð fyrir enn stærri framkvæmdum á svæði þar sem líka er viðkvæm náttúra. Itrekaði hann mildlvægi þess að virkj- unamálin verði rædd í samhengi við rammaáætlun um virkjunarkosti og nýtingu orkunnar, sem fengið hefur yf- irskriftina maðm-, nýting, náttúra. Tilbúinn að styðja breytta virkjanaröð „Það er dálítið sérkennUegt ef sú hin sama ríkisstjóm sem setti þá vinnu af stað ætlar jafnframt að hafna því að hún taki tU allra virkjunar- kosta. Mér kæmi ekkert á óvart þó að þetta væri upphafið á því að þessi áf- orm hyrfu út af borðinu í miklu lengri tíma en nú er látið í veðri vaka,“ sagði Steingrímur. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist lengi hafa fóstrað þá hugmynd með sér að rétt væri að vinda sér beint í að virkja Kárahnúka, í stað þess að hefja virkj- unarframkvæmdir á Eyjabökkum. M.a. hafi hann vakið máls á þessu á fundi austur á Reyðarfirði í fyrra, en við lítinn fögnuð heimamanna sem töldu að þannig væru álversmálin taf- in of mikið. Lýsir Sverrir sig tilbúinn tU að Ijá byggingu álvers þar eystra upp á kannski 240-360 tonn með virkjun við Kárahnúka stuðning sinn en leggur þó áherslu á að menn fari varlega í málum er lúta að náttúruperlum landsins. Sverrir segir það prýðileg tíðindi að nú líti út fyrir að allar virlq'ana- og álversframkvæmdir fari í mat á um- hverfisáhriffim. „Það var nú aðalmál- ið í sambandi við Eyjabakka að menn ætluðu að smokra sér framhjá lögum sem í gildi eru,“ segir Sverrir. Aukin- heldur hafi framkvæmdavaldið þegar verið búið að fá virkjunarheimUd og hefði þess vegna ekkert þurft að spyrja þingið. ,A-ð fara að leggja þetta fyrir þing- menn eftir að komin eru fyrir löngu lög sem gera það að skyldu að farið sé í umhverfismat var blátt áfram óþing- leg aðferð í hæsta máta,“ bætir Sverrir við og segii- þá frekju, sem Framsóknarflokkurinn hafi sýnt í þessu máh, nú koma flokknum í koll og það maklega. Sverrir leggur hins vegar áherslu á að þótt hann sé tilbúinn til að styðja byggingu álvers á Reyðarfirði í þess- ari mynd þá muni hann gráta það þurrum tárum þó að stórfram- kvæmdir í áliðnaði verði ekki aðal- verkefni íslendinga á næstu árum. Aliðnaður sé ágæt aukabúgrein en verði aldrei okkar aðalatvinnuvegur. Jákvætt að allar framkvæmdir eig’i að fara í umhverfismat Margrét Frímannsdóttir, talsmað- ur Samfylkingar, segist hljóta að fagna því að nú sé verið að skoða þá kosti í álvers- og virkjunarmálum sem munu ótvírætt fara í mat á um- hverfisáhrifum. Samfylkingin hafi auk þess áður bent á að eðlilegt væri að velta fyrst fyrir sér Kárahnúka- virlqun áður en farið væri að tala um að sökkva Eyjabökkum. „Ég fagna því sérstaklega að ríkis- stjómin er jákvæð fyrir þessari þró- un,“ segir Margrét, „en það er auð- vitað dálítið sérkennileg uppliffin miðað við þá umræðu sem átti sér stað í vetur, þegar þjóðinni var skipt í fylkingar af talsmönnum ríkisstjóm- arinnar, að núna skuli fulltrúar henn- ar allt í einu koma og fagna því alveg sérstaklega að hægt sé að skoða leiðir sem hafi annað í för með sér heldur en að sökkva Eyjabökkum, og sem hafa í för með sér lögformlegt um- hverfismat. Á þetta mátti nefnilega ekki minnast áður.“ Margrét segist reyndar sannfærð um það að koma fulltrúa umhverfis- deildar Norsk Hydro hingað til lands fyrr á árinu hafi haft áhrif á að mál hafi nú skipast sem raun ber vitni, en fulltrúi Norsk Hydro kannaði hér þá stöðu sem uppi var í málinu, þær skýrslur sem lágu fyrir og annað. „Þó að það komi hvergi fram þá er ég al- veg sannfærð um að koma hans hing- að hafði áhrif á þetta ákvarðanaferli allt saman,“ segir hún. Margrét segist hins vegar ekki sammála þeirri skoðun, sem fram hafi komið, að bíða eigi með allar ákvarð- anir varðandi virkjanir þar til ramma- áætlun liggur fyrir. „Við höfum lög um umhverfismat og nýtt frumvarp, enn ítarlegra, er í umfjöllun þingsins, þannig að í þessu tilviki ætti mat á umhverfisáhriffim að nægja,“ segir Margrét Frímannsdóttir. Forstjóri Náttúruverndar ríkisins Umhverfís- áhrif hlutfalls- lega minni Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Hefði talið heppilegra að byrja á minni áfanga ÁRNI Bragason, forstjóri Nátt- úruverndar ríkisins, segir að stofn- unin og starfsmenn hennar hafi frá því umræður hófust um virkjunar- framkvæmdir á Austurlandi bent á virkjun Kárahnúka sem þá leið teldist viðunandi fyrir umhverfið. „Segja má að á þennan hátt sé unnt að hlífa Eyjabakkasvæðinu og ná um leið mikilli orku út úr því,“ segir Árni. Hann segist hafa talað lengi fyr- ir þessari útfærslu og vonast til að hún verði ofan á, ætli menn á ann- að borð að virkja á þessu svæði. „Það hefur legið ljóst fyrir í öll- um umsögnum Náttúruverndar ríkisins að Eyjabakkasvæðið hefur mjög hátt verndargildi, bæði á ís- lenska og alþjóðlega vísu. Með DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að breyttar áætlanir fjár- festa um byggingu álvers við Reyðarfjörð og nýja virkjanaröð skapi mjög góða möguleika. „Það ætti væntanlega að verða friður um öll mál, því þetta þýðir að það verður farið í það sem nú er kallað lögformlegt umhverfismat vegna þess að það gildir um þessa virkj- un,“ sagði Davíð. Hann sagði jafnframt að þessar breytingar gætu haft þær afleið- ingar að framkvæmdum seinkaði um a.m.k. ár. þessari útfærslu er unnt að hlífa verðmætasta svæðinu,“ bætir Árni við. Forstjóri Náttúruverndar bendir á að legið hafi ljóst fyrir lengi að Kárahnúka þyrfti að virkja ætti á annað borð að reisa álver með stækkunarmöguleikum upp í 480 þúsund tonn. „Það vissu allir sem vildu vita,“ segir hann. „Vissulega á eftir að meta umhverfisáhrif Kárahnúkavirkjunar og vitað er að Hálslón mun skerða að einhverju leyti friðlýst svæði eins og Kring- ilsárrana. Að mínu mati verður hins vegar að horfa á málin þannig að við fáum mikla orku á þennan hátt gegn miklu minni umhverfis- áhrifum en ef árnar yrðu virkjaðar hvor í sínu lagi.“ Aðspurður hvort þær hefðu ekki jafnframt í för með sér aukna áhættu á að ekkert verði úr fram- kvæmdum sagðist Davíð ekki telja að svo væri. „Hitt var nú ekkert í hendi og þetta er út af fyrir sig ekki í hendi. Maður þekkir af reynslu að frestun á slíkum hlut- um er aldrei algerlega hagstæð því margt getur gerst á frestunartím- anum, en ég hef trú á að þetta geti orðið jákvætt fyrir málið. Þetta verður myndarleg virkjun og þarna ættu að verða minni deilur. Að vísu held ég að þeir sem vilja HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að sú staða sem nú sé komin upp í áætlunum um álver á Austurlandi og röð virkjana sé já- kvæð að því leytinu til að þeir sem hafi barist gegn uppistöðulóni á Eyjabökkum á þeirri forsendu að ekki hafi farið fram lögformlegt um- hverfismat, eigi nú að geta orðið áhugamenn um þessar virkjanir. Þeir sem haldi áfram að berjast gegn málinu verði þá fyrst og fremst þeir sem alls ekki vilja virkjun á þessu svæði og það einfaldi vissulega málið. Hins vegar verði þá þessir andstæð- ingar að koma hreint og beint fram og gera grein fyrir þessari afstöðu. Halldór segir það liggja alveg ljóst fyrir að hann hefði talið heppilegra að byrjað yrði á minni áfanga að því er varðaði álver við Reyðarfjörð, enda væri það heppilegra upphaf að þeim framkvæmdum, bæði þjóð- deila finni sér alltaf eitthvað til,“ sagði Davíð. Kann ekki skýringar á að þessi kostur kom ekki upp fyrr Aðspurður sagðist Davíð ekki geta svarað því af hverju þessi kostur var ekki tekinn upp miklu fyrr í viðræðum um álver og virkj- anir á Austurlandi. „Það var talið hagkvæmt á ýmsan hátt að fara í minni áfanga fyrst en svo verður þessi raunin, þannig að ég kann ekki svar við því,“ sagði hann. hagslega og fyrir Austurland, auk þess sem sú verksmiðja hefði getað tekið fyrr til starfa. „Hins vegar verðum við að beygja okkur fyrir staðreyndum,“ segir Halldór, „og það er því rétt að fara yfir þann kost sem nú er verið að ræða um og athuga hvaða tryggingar við getum fengið fyrir því að í það mál verði farið af mikilli alvöru." Segir Halldór að í sínum huga sé aðalatriðið að auðlindir sem liggi í fallvötnum austanlands verði nýttar í þágu Austurlands og landsins alls. Seinkun óhjákvæmileg Halldór segir það rétt að fyrir liggi að þessar nýju áætlanir þýði að tafir verða á virkjanaframkvæmdum. „Eins og málið stóð hefðu virkjunar- framkvæmdir getað hafist vorið 2001,“ segir hann. „Ef tímaáætlanir standast þá ætti að vera hægt að byrja framkvæmdir vorið 2002. Það er að vísu seinkun en það er hins veg- ar ljóst að gangsetning álvers verður seinna vegna þess hve um stóra framkvæmd er að ræða.“ Halldór segir það hins vegar mat sitt að það hafi ekki verið kannað til hlítar hve hægt væri að byggja álver- ið á stuttum tíma. „Mér heyrist að fjárfestarnir vilji sjá það gerast fyrr en hefur komið fram í upplýsingum frá Landsvirkjun, en fjárfestarnir verða líka að gera sér grein fyrir því að með því að hverfa frá 120 þúsund tonnum þá eru þeir að sætta sig við gangsetningu síðar,“ segir hann. Aðspurður um það hvort þessar seinkanir teljist ekki áfall fyrir Aust- firðinga segir Halldór að hann sé búinn að berjast fyrir álveri á Aust- urlandi þann aldarfjórðung sem hann hafi verið í stjórnmálum og sé því orðinn ýmsu vanur. „Ég geri mér hins vegar grein fyr- ir því að traust Austfirðinga á þessu máli er ekki nægilega mikið og það er fjárfestanna að bæta úr því. Þess vegna skiptir afar miklu máli að sú yfirlýsing sem verður farið að vinna í verði traustvekjandi, og skapi traust milli fjárfestanna og íslenskra stjórnvalda, og sé þess eðlis að fólk á Austurlandi og í landinu öllu geti reitt sig á það sem þar stendur." Halldór segir að það séu vissulega flóknir samningar framundan en hér sé hins vegar um mál að ræða sem hafi mikla þjóðhagslega þýðingu. Fjárfestingar í landinu séu ef til vill allmiklar um þessar mundir en það sé ekki öruggt að svo verði um alla framtíð, og því verði að finna upp á nýjum kostum í því sambandi. Halldór vill ekki samþykkja að þessi mál væru lengra á veg komin nú ef stjórnvöld hefðu Ijáð máls á annaixi virkjanaröð fyrr. Minnir hann á í því sambandi að hann hafi sjálfur sagt opinberlega árið 1998 að það kæmi til greina að Kárahnjúka- virkjun yrði fyrsti áfangi. Þær hug- myndir séu því í sjálffi sér ekkert nýjar. „Ef það hefði verið farið í það beint á þeim tíma þá tel ég ekki í sjálfu sér að við værum eitthvað lengra komnir nú. Þetta virkjunar- leyfi fyrir Jökulsá í Fljótsdal hefur legið fyrir lengi og það var ekki hægt að taka það af Landsvirkjun án bóta. Þeir aðilar sem voru að beita sér fyr- ir því virtust ekki gera sér grein fyrir því að það var búið að leggja á fjórða milljarð króna í þetta mál.“ Halldór neitar því einnig að um- ræður á Alþingi fyrir jól um Eyja- bakkavirkjun hafi verið til lítils, eða að þjóðinni hafi þar verið stillt upp í tvær fylkingar. Hann telji afar nauð- synlegt að lýðræðisleg umræða fari fram um mál, og að sú umræða sem fram fór fyrir jól eigi að geta orðið til góða við þessar aðstæður. „Það hefur enginn stillt þjóðinni upp í tvær fylk- ingar,“ segir hann. Hann lýsir jafnframt þeirri von sinni að sú gífurlega mikla umræða, sem um þessi mál hafi farið, geti orð- ið til þess að betri sátt skapaðist, ekki síst ef sú breyting verður sem nýjar áætlanir um álver og breytta virkjanaröð gera ráð fyrir. Davíð Oddsson forsætisráðherra Ætti að verða friður um þessi mál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.