Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Elstu börnin í leikskólunum Rofaborg og Árborg hafa frá því um miðjan mánuðinn heimsótt Árbæjarskóla, en heimsóknir þeirra eru liður í samstarfsverkefni leikskólanna og grunnskólans um samfellt nám barnanna á þessum skólastigum. Leikskólabörn heim- sækja grunnskólann UM þessar mundir standa yfir heimsóknir elstu barna í leikskólunum Rofaborg og Árborg í Árbæjarskóla. Fimm til sex leikskólabörn fara í heimsókn og fylgja eftir einum bekk í einn til tvo tíma á dag í heila viku. Heimsóknir þessar hófust 13. mars síðastliðinn og standa fram að páskum. Þær eru liður í sam- starfsverkefni leikskólanna og grunnskólans um sam- fellt nám barnanna á þess- um skólastigum. I hópnum eiga sæti full- trúar frá leikskólunum í Rofaborg og Árborg, Ár- bæjarskóla og Fræðslumið- stöð Reykjavfkur. Markmið samstarfsverkefnisins er að efla samstarf á milli skóla- stiga, að skapa eðlilegt sam- fellt nám nemenda á þessum skólastigum, að stuðla að vellíðan og öryggi barna við flutning úr leikskóla í grunnskóla og leggja drög að farsælu lestrarnámi barnanna. Samstarf milli Árborgar, Rofaborgar og Árbæjar- skóla hefur staðið yfír um margra ára skeið. Haustið 1998 kviknaði hugmyndin um að bjóða leikskólabörn- um að heimsækja Ár- bæjarskóla daglega í eina viku því heimsókn í eitt eða tvö skipti virtist ekki draga úr þeim kvíða sem oft er hjá börnum áður en þau flytjast milli skólastiga, segir í fréttatilkynningu. Slíkar stakar heimsóknir gáfu auk þess ekki rótta mynd af skólastarfinu. Börnin koma úr vernduðu umhverfi leik- skólans og bregður oft við fjölmennið í skólanum. I heimsóknunum nú er reynt að lofa börnunum að heim- sækja þær kennslustundir sem þau geta tekið virkan þátt í, s.s. danstíma, tölvu- tíma, íþróttir, tónmennt og myndmennt. Þá kynnast þau frímínútum og á föstudög- um er þeim boðið að borða hádegismat með börnunum í skólanum. Haustið 1999 var starf samstarfshópsins eflt enn frekar og inn í hann bættust fleiri fulltrúar, m.a. frá Fræðslumiðstöð Reykja- víkur. Hópurinn hefur kom- ið saman einu sinni í mánuði í allan vetur til að ræða hvað leikskólinn og grunnskólinn geti gert til að auðvelda flutning milli skólastiganna. Upphafsmaður samstarfsins er Áuður Tryggvadóttir, fararstjóri yngri barna í Ár- bæjarskóla, og heldur hún utan um starfið ásamt þeim Sigríði Þórðardóttur og Þórunni Gyðu Björnsdóttur, leikskólastjórum Árborgar og Rofaborgar. Sjóvarnar- garðar fyrir 55 milljónir Bessastaðahreppur BESSASTAÐAHREPPUR hyggst verja 9,5 milljónum króna í gerð sjóvamargarða á þessu ári, en af þeirri upphæð koma 7,5 milljónir frá ríkinu en 2 frá sveitarfélaginu. „Sveitarfélagið liggur mjög lágt og hefur þess vegna legið undir ágangi sjávar á undan- förnum árum,“ sagði Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri Bessastaðahrepps. „Við höf- um verið í gífurlegum sjóvai’n- arframkvæmdum vegna þessa og höfum varið um 35 til 40 milljónum í þær á síðustu fjór- um árum.“ Gunnar Valur sagði að framkvæmt hefði verið víða á Álftanesi, en að á þessu ári yrðu gerðir sjóvarnargarðar á milli Blikastígs og Sjávargötu, framan Karthúsatjamar. „Eftir þessar framkvæmdir standa eftir svona fjögur smærri svæði, sem við ráðger- um að taka á næstu tveimur til þremur áram, svo framarlega sem við fáum áfram fjármagn til þess frá ríkinu. En hingað til hafa þingmenn komið all- veralega til móts við okkur.“ Gunnar Valur sagðist reikna með því að þær fram- kvæmdir sem eftir væru myndu kosta um 15 milljónir, sem þýðir að heildarkostnaður vegna framkvæmda við sjóv- arnargarða í hreppnum verð- ur um 50 til 55 milljónir króna. 43% verslana selja ungling- um tóbak Hafnarfjördur UM 57% verslana í Hafnar- firði virða lög um tókaks- varnir og sölu tóbaks til ólögráða unglinga, sem er mun hærra hlutfall en fyrir fjórum áram, en þá virtu að- eins 5 til 7% verslana lögin. Þetta kom fram í könnun Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar, sem gerð var þann 16. mars síðastliðinn. í fréttatilkynningu frá Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar segir að þær ítrekuðu kannanir sem ráðið hafi staðið að hafi leitt til breyttra viðhorfa verslunar- eigenda. Ljóst sé að foreldr- ar og forráðamenn barna og unglinga líti mun jákvæðari augum til verslana sem beri hag unga fólksins fyrir brjósti og að verslunarmenn séu æ þetur að gera sér grein fyrir þessu. Niðurstöður síðustu könn- unar eru merkilegar fyrir þær sakir að í fyrsta skipti frá því ráðið fór að kanna þessi mál var niðurstaðan sú að fleiri virtu lögin, sem Samkeppni í fastlínutengingum möguleg á höfuðborgarsvæðinu Reykjavík ÞÓRARINN V. Þórarins- son, forstjóri Landsíma Is- lands hf., segir að sú stað- reynd að Landssímanum hafi verið gert að taka mið af meðaltilkostnaði í landinu og innheimta fastagjald fyr- ir talsíma með hliðsjón af því geti opnað samkeppnis- fyrirtækjunum leið til þess að setja upp sín eigin fast- línukerfi á höfuðborgar- svæðinu. „Þetta gefur möguleika á því að aðrir komi og leggi ódýrari fastlínur. Þetta er reyndar það sem Reykja- víkurborg er núna að gera því á vegum Línu.net er verið að byggja upp nýtt fastlínukerfi og tengja það við fyrirtæki. Það er því komin upp samkeppni í fast- línutengingum á Reykjavík- ursvæðinu. Ég get mjög auðveldlega séð fyrir mér að þessir aðilar fari að keppa harðar hér á þessu sviði. Við erum að innheimta gjald fyrir fastlínukerfið miðað við meðalkostnaðar- verð landsins alls en kostn- aðarverðið hjá okkur á Reykjavíkursvæðinu er ekki nema liðlega 70% af því. Við þessar aðstæður er mjög auðvelt búa til eitthvað sem heitir Höfuðborgarsíminn og keppa á þeim forsend- um,“ segir Þórarinn. Alþjónustusjóður í nýju fjarskiptalögunum geta símafyrirtæki kallað eftir því að stofnaður verði svokallaður alþjónustusjóð- ur. Geti símafyrirtæki sem hefur alþjónustuna á hönd- um, þ.e. Landssíminn í þessu tilviki, sýnt fram á þann aukakostnað sem fyr- irtækið hefur af því að veita þjónustu í dreifðustu byggð- unum getur það kallað eftir því að fá þann kostnað bor- inn af sjóði sem öll símafyr- irtæki greiði í. Þórarinn segir ekki tímabært að þetta sé gert meðan Síminn hafi svo stóran hluta af markaðnum en komi til þess að önnur fyrirtæki fleyti rjómann af markaðnum á Reykjavíkursvæðinu væri óhjákvæmilegt af hálfu Landssímans að kalla eftir því að alþjónustusjóður verði virkjaður. „Það virðist vera býsna víðtæk samstaða um það að æskilegt sé að selja hluti í Landssímanum og opnað sé fyrir samkeppni á þessu sviði. Á sama tíma leggur Reykjavíkurborg upp í mjög öfluga sam- keppni í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur ein- okun á allri orkusölu hér á Reykjavíkursvæðinu. Það er þessi einokun sem er bakbeinið í samkeppninni á fjarskiptasviðinu á höfuð- borgarsvæðinu," segir Þórarinn. Hann bendir jafnframt á að Lina.net hafi verið gefið leyfi af borgaryfirvöldum til að leggja sínar taugar í göt- urnar með því að rista í sundur malbikið en Lands- símanum er gert að leggja sínar lagnir í gangstéttir með mun meiri tilkostnaði. „Ég er ekki beinlínis að segja að afstaða borgaryfir- valda ráðist af því að þetta er þeirra eigið fyrirtæki, en óneitanlega fær það allt aðra aðstöðu til að leggja sínar lagnir en Landssíman- um hefur verið boðið upp á.“ banna sölu tóbaks til ólög- ráða unglinga, en ekki. I tilkynningunni segir að þrátt fyrir framfarir á þessu sviðið verði ekki litið framhjá þeirri staðreynd að 43% verslana hafi selt tóbak til ólögráða unglinga. Æsku- lýðs- og tómstundaráð Hafn- arfjarðar skorar því á alla verslunarmenn að virða lögin og hyggst ráðið halda áfram að gera kannanir af þessu tagi þar til viðunandi niður- staða fæst. Iþrótta- svæðin í Fossvogi stækka Kópavogur - Reykjavík BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt samning við Kópavogs- bæ um gagnkvæm afnot af landi í Fossvogsdal, sem þýðir að íþróttasvæði Víkinga og HK stækka töluvert. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Stefán Hermann- sson borgarverkfræðing. „Við vorum að endurskipu- leggja Víkingssvæðið og þurftum smá sneið af landi Kópavogs og frekar en að breyta mörkum sveitarfélag- anna þá var samið um gagn- kvæm afnot,“ sagði Stefán. Stefán sagði að samkvæmt samningnum fengi Reykjavík afnot af um 10.000 fermetra svæði Kópavogsbæjar fyrir íþróttafélagiðVíking og Kópa- vogur fengi um 5.000 fermetra af landi Reykjavíkur við Fagralund, sem nýtast myndi íþróttafélaginu HK. Víkingar hafa átt í nokki’um vandræðum með æfingasvæði sitt eftir að þeir fluttu í Foss- voginn og hefur grassvæðið gengið sér til húðar nánast á hverju ári. Með stækkuninni verður hægt að útbúa tvo æf- ingavelli í fullri stærð og er ráðgert að framkvæmdir hefj- ist á næstu vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.