Morgunblaðið - 14.04.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.04.2000, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ATVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 11.781,6 10.907,3 +8,0% Rekstrargjöld 8.556,8 7.907,2 +8,2% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -30,2 50,3 Hagnaður af reglulegri starfsemi 3.194,6 3.050,5 +4,7% Aðrar tekjur og (gjöld) 0 -143,5 Hagnaður ársins 3.194,6 2.907,0 +9,9% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 2.745,4 2.570,9 +6,8% Eigið fé 1.843,8 1.467,4 +25,7% Skuldir 901,6 1.103,4 -18,3% Skuldir og eigið fé samtals 2.745,4 2.570,9 +6,8% Heildarsala áfengis nam 8,8 milljörðum króna í fyrra VÖRUSALA ÁTVR á árinu 1999 var 8,8 % umfram áætlun en vörunotkun 9,1 %. Hagnaður ársins nam 3.195 milljónum króna eftir að vextir og verðbætur af lífeyrisskuldbinding- unum að upphæð 35,6 milljónir höfðu verið færðar til gjalda. Heildarsala áfengis á síðasta ári nam 8.782 milljónum króna. Áfengi seldist í 11,6 milljón lítrum. Þar af var bjórsala 9,1 milljón lítrar, en árið áður var heildarsala áfengis 10,5 milljónir lítra og þar af bjórsala 8,1 milljón lítra. Heildarsala vindlinga nam 361.557 þúsundum stykkjum sem er 3,3% meira en árið áður og á vindlum 12.439 þúsund stykkjum. Af neftóbaki seldust 10 tonn. Á aðalfundi ÁTVR sem haldinn var í gær kom fram í máli Hildar Petersen, formanns stjómar ÁTVR, að aukin vörusala verði fyrst og fremst skýrð með þeirri aukningu veltu sem varð í þjóðfélaginu. Álagn- ing opinberra gjalda á vöru, svo og álagning ÁTVR var óbreytt frá því sem varárið 1998. Hildur sagði Ijóst að neyslumynst- ur áfengra drykkja breyttist ört, og sala á léttum vínum og bjór væri í stöðugri aukningu en sala á sterkum vínum dregst saman. „Á sama tíma eykst áhugi almenn- ings á léttum vínum og má nema mikla fróðleiksfýsn í þjóðfélaginu í dag á gerð og eðli léttra vína. Stjórn ÁTVR mun leggja metnað sinn í að stuðla að bættri vínmenningu og uppfylla þá þörf sem er fyrir fræðslu á þessu sviði,“ sagði Hildur Söknuðu utandag- skrárumræðu um Vatneyrardóm ÞINGMENN stjómarandstöð- unnar gerðu í gær athugasemd við það að ekki skyldi hafa verið sett á dagskrá umbeðin utandagskrár- umræða Frjálslynda flokksins um sjávarútvegsmál í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu í síðustu viku. Það var Guðjón A. Kristjánsson, formaður þingflokks Fijálslynda flokksins, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og lýsti mikilli óánægju sinni með að fá ekki að ræða þessi mál við Ama M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Tóku þingmenn annarra stjóm- arandstöðuflokka undir þessa skoðun Guðjóns, enda væri nú ljóst að sjávarútvegsmálin kæmu ekki á dagskrá fyrr en eftir páskahlé, fyrst þau ekki voru rædd í gær. Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, gerði grein fyrir því að sjávar- útvegsráðherra hefði lýst sig reiðubúinn að ræða um Vatneyrar- dóminn strax síðasta föstudag, daginn eftir að dómurinn féll, en Sverrir Hermannsson, formaður FF, sem farið hafði fram á umræð- una, hefði ekki verið tilbúinn til þess þá. Sjávarútvegsráðherra hefði síðan verið erlendis að sinna skyldustörfum sínum. Sagði Hall- dór að stjórnarandstæðingum hefði verið í lófa lagið að ræða þessi mál síðasta föstudag og gætu því vart kvartað yfir því að hafa ekki staðið það til boða. THE TIMES ATLASOFTHE W0RID Kortabókin frá Times hefur alltaf verið í sér- flokki og þessi útgáfa af Times Atlas - í tilefni aldamótanna - er í einu orði sagt stórkostleg sem vísar þér veginn um allar álfur heims. Erlendar bækur daglega \\iiiiiiitisson • 11 110 * kmmi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Æfa stjórn gúmbáta MIKIÐ var um að vera í útfalli Dyrhólaóss á dögun- um. Gúmbátum var siglt fram og til baka. Tilefnið var þriggja daga námskeið sem Slysavarnaskóli sjó- manna hélt fyrir björgunarsveitirnar í Vík og Álfta- veri. Björgunarsveitarmenn æfðu sig meðal annars í því að stjórna bátunum og bjarga mönnum úr sjó. Þeir voru að aðgæta reykmerki í sjónum þegar myndin var tekin. Stefna Ernis Snorrasonar á hendur deCODE genetics fyrir dómstól í Bandarikj unum Forsenda stefnu að Ernir hafí ekki verið starfsmaður í STEFNU Emis Snorrasonar, eins af stofnendum fslenskrar erfðagrein- ingar, á hendur móðuríyrirtækinu deCODE genetics í Bandaríkjunum, er því haldið fram að Emir hafi ekki verið starfsmaður hjá fyrirtækinu. Forsenda þess að deCODE hafi getað nýtt sér endurkauparétt á hluta af bréfum Emis í íyrirtækinu, sam- kvæmt sérstökum stofnfjárfesta- samningi þar um, var sú að hann væri starfsmaður fyrirtækisins, að því er fram kemur í stefnu Emis. „[Emir] Snorrason var aldrei ráðgjafi sem fékk greidd laun hjá félaginu fyrir nokkurs konar ráðgjafaþjónustu. [Emir] Snorrason var aldrei starfs- maður félagsins," segir orðrétt í stefnunni sem er á ensku. Jafiiframt er greint frá því í stefnunni að Emir hafi ekki verið boðaður á hluthafa- fundi í félaginu sem sé brot á ákvæð- um í þeim stofnfjárfestasamningi. Decode hf. stofnað á íslandi Emir Snorrason, Kári Stefánsson, núverandi stjómarformaður deCODE, og tveir aðrir aðilar stofn- uðu Decode hf. á íslandi síðla árs 1995. Ernir og Kári áttu hvor 35% hlut í fyrirtækinu en hinir tveir sam- tals 15%. Stuttu eftir stofnun fyrir- tækisins leituðu stofnendur þess eftir fjárfestiun til að tryggja rekstur fé- lagsins. Þar sem þeir töldu sig ekki geta tryggt hagsmuni sína nægilega vel vegna ákvæða í íslenskum lögum stofnuðu þeir í ágúst 1996 fyrirtækið deCODE genetics í Bandaríkjunum. Þeir framseldu sína hluti í Decode á íslandi til bandaríska fyrirtækisins sem varð þá móðurfyrirtæki Decode hf., sem seinna var kallað íslensk erfðagreining. I stefnunni er tilgreint að með þessu móti hafi stofnfjárfestar tryggt sér hluti í móðurfyrirtækinu, sem ekki hefði verið hægt með sama móti undir íslenskri löggjöf. Um þetta hafi verið gerður stofnfjárfestasamn- ingur 21. ágúst 1996, og sé sá samn- ingur grunngagn í stefnu Emis. Meintum samningi um ráðgjafasamband sagt upp Samkvæmt þessum samningi haf- iEmir átt að fá 481.200 bréf í fyrir- tækinu. í janúar 1999 hafi honum borist helmingur bréfanna. Ákvæði í stofnfjárfestasamningnum kveði á um að deCODE genetics hafi endur- kauparétt á bréfum hluthafa að upp- fylltum vissum skilyrðum, sem \ stefnunni segir að séu ekki til staðar í þessu máli. I ársbyrjun 1999 hafi fyr' irtækið tilkynnt Emi að það segi upp meintum samningi við hann um ráð- gjafasamband (consultant relation- ship), og nýti sér jafnframt ákvæði stofnfjárfestasamningsins til að end- urkaupa bréf hans. í stefnunni kemui- fram að enginn ráðgjafarsamningur hafi verið gerður við Emi og eigi end- urkaupaákvæði í stofnfjárfestasamn- ingnum ekki við. Emir hafi aldrei fengið greitt fyrir ráðgjafastörf fyuú' fyrirtækið og aldrei verið starfsmað- urþess. Þá segir í stefnunni að deCODE genetics hafi brotið gegn 10. grein stofnfjárfestasamningsins með því að boða Emi ekki á hluthafafundi félags- ins. Þess er krafist í stefnunni að deCODE gefi út þessi bréf til Emis, alls 256.637 talsins, og jafnframt er krafist viðurkenningar á því að þessi bréf séu ekki háð slíkum endurkaupa- rétti. Þess er krafist að stofnfjárfesta- samningurinn sé bindandi og tilraun deCODE til endurkaupanna sé ógild- Loks er farið fram á ótilgreindar skaðabætur þar sem Ernir hafi beðið af þessu fjárhagslegt tjón. / I P t K s ií * eÉÉÍÍÍ* ,F í I Morgunblaðið/fiolli Útför Halldórs Halldórssonar ÚTFÖR Halidórs Halldórssonar prófessors var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavfk í gær að viðstöddu fjöl- menni. Séra Ámi Bergur Sigurbjömsson jarðsöng. tir kirkju báru kistu Halldórs Gunnlaugur Ingólfsson orðabókarritsljóri, Baldur Jónsson prófessor, Jón G. Friðjónsson prófessor, Ragnar Sigurbjömsson prófess- or, Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardóm- ari, Helgi Bemódusson, skrifstofustjóri Alþingis, Guðni Guðmundsson, fyrrverandi rektor, og Jón Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi orðabókarritstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.