Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Formaður allsherjarnefndar á umræðufundi SUS um ættleiðingar samkynhneigðra
Stjúpættleiðingar samkyn-
hneigðra verði heimilaðar
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjölmennt var á umræðufundi um ættleiðingar samkynhneigðra, sem
var sá þriðji í fundaröð SUS um jafnréttismál undir yfirskriftinni „Með
réttlæti gegn ranglæti".
ALLSHERJARNEFND Alþingis
hefur samþykkt að leggja til að lög-
um um staðfesta samvist verði
breytt á þann veg að stjúpættleið-
ingar samkynhneigðra verði heimil-
aðar. Þessu greindi Þorgerður Kat-
rín Gunnarsdóttir, alþingismaður og
formaður allsherjarnefndar Alþing-
is, frá á umræðufundi Sambands
ungra Sjálfstæðismanna um ættleið-
ingar samkynhneigðra. Fundurinn
var sá þriðji í fundaröð SUS um jafn-
réttismál undir yfirskriftinni: „Með
réttlæti gegn ranglæti". Framsögu-
menn á fundinum, auk Þorgerðar,
voru Guðni Kristinsson, formaður
Félags samkynhneigðra stúdenta,
og Rannveig Traustadóttir, dósent í
uppeldis- og menntunarfræði við
Háskóla Islands.
Með stjúpættleiðingum er átt við
að þeir sem stofna til staðfestrar
samvistar ættleiði barn eða börn
maka síns. í framsögu sinni sagði
Þorgerður frá þeirri umræðu sem
átti sér stað innan allsherjarnefndar
þegar lá fyrir að breyta ættleiðingar-
lögum á síðasta ári. Þar hafi sjónar-
miðum samkynhneigðra verið komið
á framfæri en hún sagði að pólitísk
sátt hefði ríkt um að fresta því að
heimila samkynhneigðum að ætt-
leiða börn, fyrst og fremst vegna
þess að sú breyting hefði verið laga-
tæknilega ómöguleg. Þá hefðu Iögin
um staðfesta samvist ekki staðist, en
þar segir að ákvæði ættleiðingarlaga
um hjón gildi ekki um staðfesta sam-
vist. Því hafi orðið að undirbúa
breytingu á lögum um staðfesta
samvist til að þetta yrði framkvæm-
anlegt og fór sú undirbúningsvinna
nýlega fram í allsherjarnefnd.
Gerir ráð fyrir að tillagan hljóti
góðan hljómgrunn á Alþingi
Þorgerður sagði að í síðustu viku
hefði nefndin samþykkt að leggja til
breytingu þess efnis að stjúpættleið-
ingar samkynhneigðra verði heimil-
Á umræðufundi SUS
um ættleiðingar sam-
kynhneigðra kom meðal
annars fram að alls-
herjarnefnd Alþingis
hefur samþykkt að
leggja til þá lagabreyt-
ingu að stjúpættleiðing-
ar samkynhneigðra
verði leyfðar.
aðar og kemur tillagan til kasta Al-
þingis eftir páska. Hún sagðist gera
fastlega ráð fyrir því að tillagan hlyti
góðan hljómgrunn á þingi þótt búast
mætti við að einhverjir þingmenn
sætu hjá í atkvæðagreiðslu um mál-
ið.
Þorgerður tók fram að þverpóli-
tísk sátt hafi ríkt um það innan
nefndarinnar að samþykkja þessa
breytingu. Hún tók einnig fram að
sátt hafi ríkt um að taka aðeins þetta
skref núna, en ekki að leggja til
breytingu sem leyfði frumættleið-
ingar samkynhneigðra. I umræðum
að loknum framsögum sagðist Þor-
gerður telja nokkuð líklegt að innan
fimm ára yrði lagt fram frumvarp á
Alþingi þess efnis að heimila fru-
mættleiðingar samkynhneigðra, þótt
ekki væri víst að það yrði samþykkt.
Frumvarpið yrði þá líklega háð sömu
skilyrðum og í Hollandi, sem er eina
landið sem heimilar fi’umættleiðing-
ar samkynhneigðra. Þar eru þær
leyfðar innan Hollands eingöngu til
að koma í veg fyrir að önnur lönd
sem Hollendingar ættleiða frá banni
ættleiðingar þangað.
Snýst ekki síst um mannréttindi
barna samkynhneigðra
Guðni Kristinsson, formaður fé-
lags samkynhneigðra stúdenta,
sagðist fagna þessu skrefi sem tekið
væri með tillögum allsherjarnefnd-
ar, en spurði jafnframt hvers vegna
skrefið hefði ekki verið tekið til fulls.
Hann hefði viljað sjá tillögu þess efn-
is að frumættleiðingar samkyn-
hneigðra yrðu heimilaðar og þá að
sjálfsögðu með sömu skilmálum og í
Hollandi vegna þeirra fordóma sem
ríktu í öðrum löndum.
Guðni sagði að vissulega væri
staða samkynhneigðra á íslandi mun
betri en í öðrum löndum en hann
kvaðst samt vilja sjá ísland ganga
enn lengra og vera í fararbroddi í
þessum málum. Þetta væri spurning
um mannréttindi samkynhneigðra
og ekki síst barna samkynhneigðra
en hann benti á að á Islandi væru um
þúsund börn sem stæðu réttindalaus
gagnvart samkynhneigðum foreldr-
um sínum og stjúpforeldrum.
Hann sagði óréttlæti felast í því
lagaákvæði sem segði að ákvæði ætt-
leiðingarlaga um hjón og laga um
tæknifrjóvgun giltu ekki um stað-
festa samvist og að það gæfi þau
skilaboð að samkynhneigðir væru
ekki hæfir foreldrar. Rannsóknir
hefðu hins vegar sýnt fram á að ekk-
ert í fari samkynhneigðra gerði þá að
óhæfari foreldrum og að börn þeirra
kæmu jafnvel betur út ef eitthvað
væri, væru oft á tíðum opnari, for-
dómalausari og víðsýnni.
Kynhneigð hefur ekki áhrif á
hæfni fólks sem foreldra
Rannveig Traustadóttir, dósent
við HÍ, benti á að á síðustu 20 árum
hefðu farið fram viðamiklar rann-
sóknir innan félagsvísindanna á sam-
kynhneigðum foreldrum og börnum
þeirra. Niðurstöður þeirra væru á
þann veg að kynhneigð fólks hefði
ekkert með það að gera hvernig for-
eldri það væri og einnig kæmi fram
að börn samkynhneigðra væra ekki
öðruvísi en börn gagnkynhneigðra,
nema að því leyti að í sumum tilfell-
um kæmi í ljós að þau væra víðsýnni
og fordómalausari. Ekki hefði heldur
komið í ljós að félagsleg tengsl þess-
ara bama við jafnaldra sína væra
öðravísi en annarra barna. Hún
sagði að flestar þessar rannsóknii’
hefðu verið gerðar í Bandaríkjunum
og Bretlandi og að auðvelt væri að
nálgast niðurstöður þeirra í bókum,
tímaritum og á Netinu.
Rannveig sagði að varlega áætlað
mætti reikna með að um þúsund
samkynhneigðir á íslandi ættu börn.
Hún sagði að niðurstöður íslenskra
rannsókna sem gerðar hefðu verið á
þessu sviði væra sambærilegar við
þær erlendu. Helsta vandamál fjöl-
skyldna hér á landi þar sem foreldr-
ar eru samkynhneigðir væru for-
dómar samfélagsins, en hún sagði
alla mismunun samkynhneigðra og
gagnkynhneigðra byggða á van-
þekkingu og fordómum.
I
Háskoli fslands og Landmælingar
Morgunblaðið/Jim Smart
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Páll Skúlason, rektor Háskóla
íslands, staðfesta samning um samstarf Landmælinga Islands og Verk-
fræðistofnunar Háskólans á sviði fjarkönnunar.
Samstarf á sviði
fj arkönnunar
SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð-
herra og Páll Skúlason, rektor Há-
skóla íslands, hafa staðfest samn-
ing um samstarf Landmælinga
íslands og Verkfræðistofnunar
Háskóla íslands á sviði fjarkönn-
unar.
í frétt frá Landmælingum segir
að um nýtt sérfræðistarf sé að
ræða, sem stuðli að samvinnu
stofnana um notkun fjarkönnunar-
gagna vegna brýnna verkefna á
sviði umhverfisvöktunar og nátt-
úrurannsókna með fjarkönnunar-
tækni. Fram kemur að rúmur ára-
tugur er síðan fyrsta
fjarkönnunargervitunglinu var
komið á braut umhverfis jörðu.
Örar tækniframfarir síðustu ára
hafi gert gervitungla- og flug-
myndatökur ásamt tölvustuddri
úrvinnslu myndefnis að sífellt
vænlegri kosti til umhverfísrann-
sókna og eftirlits með náttúruauð-
lindum.
Bent er á mikilvægi náttúruauð-
linda, sérstætt náttúrufar og víð-
feðma lögsögu landsins sem kalli á
öfluga fjarkönnun. Auknar kröfur
séu gerðar um skipulag og korta-
gerð, verndun náttúrunnar og
vöktun umhverfisins þarfnist áætl-
unargerðar þar sem krafist er
bestu fáanlegra gagna. Með fjar-
könnun verði hægt að rannsaka og
vinna á hagkvæman hátt úr upp-
lýsingum frá víðáttumiklum svæð-
um, fylgjast með breytingum og
bæta þekkingu á náttúrufari lands,
lofts og hafs.
Vatnajökull víða ófær
ÝMSAR leiðir, sem farnar hafa ver-
ið um Vatnajökul, eru nú ófærar
vegna sprungna, að sögn Jöklarann-
sóknafélags Islands.
I fréttatilkynningu frá félaginu
segir að gosin á Vatnajökli á síðustu
áram og framhlaup skriðjökla hafi
valdið miklum breytingum á ákveðn-
um svæðum og vegna þess séu ýms-
ar leiðir sem farnar hafa verið um
jökulinn nú ófærar vegna sprangna.
„Síðastliðinn vetur hófst fram-
hlaup í Dyngjujökli en hann er einn
af skriðjöklum Vatnajökuls og fellur
til norðurs milli Bárðarbungu og
Kverkfjalla. Af þessum orsökum er
leið á Vatnajökul um Dyngjuháls nú
ófær,“ segir í tilkynningunni og jafn-
framt að hið sama eigi við um allt
svæðið norðan línu sem afmarkar
það svæði sem sýnt er á meðfylgj-
andi korti.
Þá segir að eftir gosið í Gríms-
vötnum í desember 1998 hafi jarðhiti
aukist mikið í og við vötnin og í kjöl-
far þess hafi myndast miklir sigkatl-
ar norðan og austan við Grímsfjall
þar sem áður lá leið upp á fjallið að
skálum Jöklarannsóknafélagsins.
„Sú leið er nú alveg ófær og lífs-
hættulegt að reyna að fara hana.
Síðastliðið haust fannst leið upp á
Grímsfjall úr austri, nokkru sunnar
en eldri leiðir. Einnig hafa myndast
sprangur vegna aukins jarðhita
vestar á Grímsfjalli, milli Vestari
Svíahnúks og Hábungu, auk stækk-
unar sigkatla suðvestan við Eystri
Svíahnúk. Vegna þessara breytinga
era eldri GPS leiðarpunktar vara-
samir og fólki ráðlagt að leita sér
upplýsinga um færar leiðir áður en
lagt er í ferðir um Grímsvötn eða í
skála Jöklarannsóknafélagsins á
Grímsfjalli," segir í tilkynningunni.
I næstu viku og um páskana
standa Jöklaferðir fyrir ferðum í
Kverkfjöll, Öræfajökul, Eyjabakka,
Esjufjöll og Mávabyggð. Tekið er
íram í frétt frá ferðaskrifstofunni að
ekki verður farið á Grímsfjall nema
tryggt sé að leiðin þangað sé öragg.
Ljósm/Magnús T. Guðmundsson
Sóð yfir Dyngjujökul í lok janúar sl. með Kverkfjöll í baksýn.
Dyngjuháls
Kbtufcll
vseði vegna
líips Dyngjujökuls
ingusvæði Gjálpar
Köldukvíslar>
jökull
Grímsvötn
Nýir sigkatlar við
Grímsfjall vegna jarðhita
cj Grímsfjall
VAT N AJ Ö KU LL
Pálsfjall
, Þórðarhyrna , 20 km
Tungnaár■
jökull
Esjufjöll 11