Morgunblaðið - 14.04.2000, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
i_. ®
Símenntunarsvið
Jarðfræði íslands:
Eldvirkni og jarðhiti
Námskeið fyrir almenning
Á námskeiðinu verður jarðfræði íslands, eldvirkni og saga
eldvirkninnar tekin til umfjöllunar. Einnig verður fjallað um
orkubúskap íslendinga í nútíð og framtíð. Farið verður í
dagsferð í Mývatnssveit og Kröflu. í ferðinni verður sagt frá
jarðfræði svæðisins, jarðhitanýtingu, skoðuð eldvirkni og ný-
leg ummerki hennar á svæðinu.
Kennari: Dr. Bjarni Gautason, jarðfræðingur og sérfræðingur
hjá Orkustofnun.
Tími: Fyrirlestrar þriðjudaga og fimmtudaga frá 25. apríl til 4.
maí kl. 20.00-22.00, samtals 4 skipti. Ferð 20. maí kl. 9-17.
Verð kr. 11.000.
Skráning:
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri til 25. apríl,
sími 463 0570, faxnúmer 463 0571, tölvupóstur: mariast@unak.is
Morgunblaðið/Þorsteinn Pétursson
Á myndinni eru f.v. Ólafur Ásgeirsson, Geir Baldursson, Klemens Klemensson, Ólafur Kjartansson, Smári Sig-
urðsson, Hermann Karlsson, Gunnar Knútsen, Þórir Magnússon, Jóhann Olsen, Páll Þorkelsson, Ólafúr Ólafs-
son, Sigurður Sigurðsson, Sigurður Sæmundsson, Hreiðar Hreiðarsson, Ólafur íshólm og Jóhann Gíslason.
Lögreglumenn í vélsleðaferð
LÖGREGLUMENN frá Akureyri héldu í tveggja daga
ferð á vélsleðum inn á hálendið á dögunum. Hópurinn
fór inn í Laugafell, þar sem gist var eina nótt og þang-
að komu einnig þrír lögreglumenn frá Selfossi. Með í
för voru vanir fjallamenn, þeir Smári Sigurðsson og
Hreiðar Hreiðarsson og einnig rafvirki, málari og
slökkviliðsmaður, svona rétt til öryggis. Smári og
Hreiðar fóru með hópinn í dagsferð í Vonarskarð en
myndin af ferðalöngunum var tekin við Deilir við
Snapadal. Þorsteinn Pétursson lögreglumaður á Akur-
eyri sagði að innan lögreglunnar væru menn sem gætu
hæglega tekið að sér löggæslu á hálendinu á vélsleðum.
Stjórnarkjör
Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tiliög-
um um menn í stjómarsæti vegna kjörs stjómar og
trúnaðarráðs fyrir starfsárið 2000/2001 að
viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðsiu.
Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni,
varaformanni, ritara og gjaldkera ásamt 65 manns í
trúnaðarráð, tveimur skoðunarmönnum reikninga og
einum til vara eða tillögur um menn í eitthvert, ein-
hver eða öll stjórnarsætin, sem kjósa skal til. Hverjum
framboðslista eða tillögu skulu fylgja meðmæli minnst
80 fullgildra félagsmanna.
Listum eða tillögum ber að skila á skrifetofu félagsins,
Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 á
hádegi miðvikudaginn 19. april 2000.
Akureyri 12. apríi 2000.
Stjóm Elningar-Iðju.
Fulltrúakjör
Samkvæmt iögum Einingar-Iðju fara kosningar fuil-
trúa félagslns á 13. þing Landssambands iðnverka-
fólks fram að viðhafðri allsheijaratkvæðagrelðslu 1
samræmi við reglugerð ASÍ um slíkar kosningar.
Félagið hefur rétt til að senda 9 fulltrúa á þing Lands-
sambandsins, sem haldið verður á Grand hótel í
Reykjavík dagana 12.-13. maí nk.
Framboðslistum eða tillögum til þessa þings, þar sem
tilgreind eru nöfn aðaifulltrúa í samræmi við fram-
anskráð og jafn margra til vara, ber að skila á skrifetofu
félagsins, Skipagötu, 14 Akureyri, eigi síðar en kl.
12.00 á hádegi miðvikudaginn 19. april nk.
Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 full-
gildra félagsmanna.
Akureyrí 12. apríl 2000.
Stjóm Einingar-Iðju.
Þjóð- og dægurmálakönnun Rannsóknar-
stofnunar Háskólans á Akureyri
Yfir 60% telja að sveitar-
félög í Eyjafirði sameinist
YFIR 60% Akureyringa telja ör-
uggt eða miklar líkur á að Eyja-
fjarðarsvæðið verði orðið að einu
sveitarfélagi eftir fimm ár. Hugur
Akureyringa til sameiningar sveit-
arfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu var
kannaður í þjóð- og dægurmála-
könnun Rannsóknarstofnunar Há-
skólans á Akureyri sem gerð var í
síðasta mánuði, en nokkrar um-
ræður hafa verið um málið síðustu
misseri. Sett hefur verið á laggirn-
ar viðræðunefnd með fulltrúum
sveitarfélaga á svæðinu um grund-
völl sameiningar. Alls lentu 600
manns, búsettir á Akureyri, í úr-
taki og svöruðu um 80% þeirra
könnuninni.
Niðurstaða könnunarinnar var
sú að 37% Akureyringa telja ör-
uggt að öll sveitarfélög í Eyjafirði
verði sameinuð í eitt eftir fimm ár
og um 24% töldu að möguleiki
væri fyrir hendi á sameiningu,
þannig að um 61% Akureyringa
telja að sameining Eyjafjarðar sé
hugsanleg eða verði að veruleika á
næstu fimm árum.
Nokkur hópur manna er óviss í
afstöðu sinni til þessa máls, en um
28% trúa því síður eða alls ekki að
Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag
eftir fimm ár.
Trú kvenna á sameiningu er
nokkru meiri en karla, en um 45%
kvenna trúa því að sveitarfélögin
sameinist en 39% karla. Hvað
varðar aldur virðist trú manna á
sameiningu aukast eftir því sem
aldurinn færist yfir, en fólk í elstu
aldurshópunum höfðu meiri trú á
sameiningu innan fimm ára en þeir
yngri.
Um 21% hyggur á flutning,
flestir vegna náms
í könnuninni var einnig spurt
um búferlaflutninga og framtíðar-
sýn Akureyringa, en spurt var
hvort fólk hygði á brottflutning úr
bænum á næstu 2-3 árum. I ljós
kom að 21% þeirra sem spurðir
voru höfðu flutning í hyggju, en
79% ekki. Þeir sem eldri eru
hyggja síður á flutning í burtu, en
þeir sem eru á förum eru flestir í
aldurshópnum 18 til 25 ára. í flest-
um tilvikum var um að ræða að
fólk ætlaði í burt til að stunda nám
annars staðar.
Fjölskyldutekjur svarenda höfðu
áhrif á áætlanir manna um flutn-
ing að því marki að þeir sem voru
með lægstu tekjurnar ætluðu í
meira mæli en þeir sem höfðu
hærri tekjur að flytja á brott.
Ekki kom á óvart að þeir sem
ætla að flytja eru flestir á förum á
höfuðborgarsvæðið, eða 69% hóps-
ins, 25% hyggjast flytja af landi
brott, en 6% til annarra staða á
landsbyggðinni. Flestir fara í
burtu vegna náms, hærri launa,
vegna nýs starfs eða vegna fjöl-
skyldu.
Þátttakendur voru einnig beðnir
um að svara því hvernig þeir sæju
bæinn fyrir sér eftir fimm ár og
töldu tæp 18% að Akureyri yrði
mun stærri en nú, þ.e. fleiri íbúar,
og 48% töldu að bærinn yrði eitt-
hvað stærri. Aðeins 5% þeirra sem
tóku þátt í könnuninni töldu að
bærinn yrði minni en nú.
Einnig kom fram í könnuninni
að því meiri trú sem fólk hafði á
vöxt Akureyrar því síður ætlaði
það að flytja í burtu.
Blaðbera vantar
í Stapasíðu/Tungusíðu
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig.
► I Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1,
I Akureyri, sími 461 1600.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínu'm vandaðar og áreiðanlegar fréttir og
upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að
meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavik
þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrífstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.