Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 25

Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 25 VIÐSKIPTI KASK með 103 milljónir í hag’nað HAGNAÐUR Kaupfélags Austur- Skaftfellinga (KASK) nam 103 milljónum króna á síðasta ári en árið 1998 nam tap félagsins 118 milljónum króna. Tap af reglulegri starfsemi eftir skatta og fjár- magnsgjöld nam 51 milljón króna samanborið við 84 milljón króna tap árið á undan. Aðrar tekjur fé- lagsins námu 153 milljónum króna en KASK seldi hlutabréf sín í Borgey hf. á árinu og innleysti verulegan söluhagnað. KASK keypti meirihluta í sláturfélaginu Príhyrningi hf. á miðju árinu og seldi síðan Þríhyrningi hf. eignir sínar í slátrun og vinnslu fyrir síð- ustu sláturtíð og tók Þríhyrningur við starfseminni frá þeim tíma. I september 1999 var gerður samn- ingur við Kaupás hf. um kaup á rekstri þriggja dagvöruverslana KASK á Höfn og á Djúpavogi og tók Kaupás hf. við rekstri þeirra eftir síðustu áramót. Rekstrartekjur lækkuðu lítillega milli ára og voru 814,1 milljón króna. Rekstrarkostnaður nam 816,2 milljónum. Tap fyrir afskrift- ir var 2,1 milljón, afskriftir námu 21,7 milljónum og fjármagnskostn- aður nettó var 22,9 milljónir. 43,5 milljóna króna tap af landbúnaðarstarfsemi Rekstrartap af landbúnaðar- starfsemi var 43,5 milljónir króna. Til samanburðar var tap af land- búnaðarstarfseminni 33,7 milljónir króna árið áður. Aukið tap skýrist af því að félagið hætti starfsemi í landbúnaði fyrir síðustu sláturtíð og bar fastan kostnað af starfsem- inni mestan hluta ársins en naut ekki hagnaðar af sláturtíðinni eins og árið áður, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Eigið fé í árslok nam 403,1 mil- ljón og jókst um 119,1 milljón frá árinu áður. Eiginfjárhlutfall var 42,3% í árslok 1999 en var 23,6% í árslok 1998. Samruni við önnur félög hugsanlegur I fréttatilkynningu kemur fram að KASK á nú um 90% eignarhlut í Þríhyrningi hf. „Mikilvægt er að halda áfram þeirri vinnu sem hafin er við að efla rekstur Þríhyi-nings, hugsanlega með frekari samruna við önnur félög í sömu grein. Að auki hyggst félagið selja eignir, bæði fasteignir og hlutabréf, til að lækka skuldir og fjármagna bygg- ingu nýs verslunarhúss. Eftir þess- ar skipulagsbreytingar hjá KASK verður félagið með talsvert minni umsvif í rekstri en áður, en eigna- staða félagsins er sterk sem gefur möguleika á arðbærum rekstri og þátttöku í nýjum atvinnutækifær- um í framtíðinni," að því er fram kemur í fréttatilkynningu. NÓATÚN -eru viðurkenndar umbúðir til geymslu matvæla -er endur- vinnanlegt efni n 40p ^meira geymsluþol: IU“*I U j lokuðum umbúður i umbúðum við 0-4°C helst matvaran fersk mun lengur 0 -gott er að frysta matvæli í umbúðunum -eftir notkun taka þessar umbúðir 80% minna rými Við hjá Nóatúni kynnum algjöra nýjung í afgreiðslu matvæla úr kjötborði. Pack 2000 eru sérhannaðar umbúðir og loftþéttar - ferskleiki vörunnar og útlit helst mun lengur. 15mg. plástur14stk. pr.dag NlCQRefTE U,,W&/16^r ^ DeP«tplast,-e Reyklaus árangur NICDRETTE íiH hi f I y * ti ApótekiðSmáratorgi-S. 564 5600» Apótekið Nýkaup Mosfellsbæ - S. 566 7123® Apótekið Smiöjuvegi - S. 577 3600»Apótekiðlðufelli -S. 577 2600 Apótekið Firði Hafnarf.- S. 565 5550 sApótekið Hagkaup Skeifunni - S. 563 5115« Apótekið Suðurströnd - S. 561 4600 «Apótekið Spönginni - S. 577 3500 Apótekið Nýkaup Kringlunni - S. 568 1600*Apótekið Hagkaup Akureyri - S.461 3920

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.