Morgunblaðið - 14.04.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 29
ÚRVERINU
Fundur Frjálslynda flokksins um sjávarútvegsmál í kjölfar Hæstaréttarddms
„Dómurinn er
ekki heilbrigð-
isvottorð“
LEGGJA verður fiskveiðistjórnun-
arkerfið undir dóm þjóðarinnar í
næstu alþingiskosningum, enda er
kerfið enn óréttlátt þrátt fyrir dóm
Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu
svokallaða. Þetta kom fram á fundi
Frjálslynda flokksins að Borgatúni
6 á miðvikudagskvöld um sjávarút-
vegsmál i kjölfar dóms Hæstaréttar.
Frummælendur á fundinum voru
fimm, Guðmundur G. Þórarinsson,
Guðjón Arnar Kristjánsson, Markús
Möller, Valdimar Jóhannsson og
Óskar Þór Karlsson. Fundarstjóri
var Sverrir Hermannsson.
Sverrir Hermannsson, fonnaður
Frjálslynda flokksins, sagði í upp-
hafi fundarins að dómur Hæstarétt-
ar í Vatneyrarmálinu væri síður en
svo heilbrigðisvottorð fyrir íslenska
fiskveiðistjórnunarkerfið.
Sagði Sverrir núverandi kerfi
meingallað. Það hefði verið sett á í
skjóli fiskverndunar en nú hefði
hinsvegar komið á daginn að allir
stofnar hefðu skroppið saman og því
væn höfuðforsenda kerfisins brost-
in. I kerfinu væri síður en svo fólgin
hagræðing. Það sæist best á því að
skuldir sjávarútvegsins hafi á síð-
ustu fimm árum aukist um 50 millj-
arða króna. Hagsældin væri heldur
ekki meiri en svo að brottkast nemi
nú um 200 þúsundum tonna á ári að
mati virtra aflaskipstjóra. Auk þess
ætti sér engin nýliðun stað í kerfinu
og þannig yrði Stýrimannaskólinn
senn minnisvarði liðinna tíma. Sagði
Sverrir að í niðurstöðu Hæstaréttar
fælist að þjóðin ætti auðlindina en
fengi hennar ekki notið, heldur að-
eins fáir útvaldir.
Ekki mikilla breytinga
að vænta
Guðmundur G. Þórarinsson verk-
fræðingur taldi að þegar aðgangur
að auðlind er takmarkaður sé ekki
hægt að úthluta afnotarétti til
lengdar nema á markaði. Önnur leið
væri einfaldlega ekki fær. Hann
sagði það nú stjórnmálamannanna
að taka höndum saman og breyta
núverandi kerfi. Sagði Guðmundur
að á meðan núverandi stjórnarflokk-
ar væru við völd væri þó ekki mikilla
breytinga að vænta. Enn væru heil
þrjú ár til kosninga og hætt væri við'
að þá yrði þjóðin búin að gleyma
mikilvægi málsins. Hann hvatti því
menn til að láta ekki deigan síga í
baráttunni við kvótakerfið, því gæfa
þjóðarinnar væri í veði.
Markús Möller hagfræðingur
sagði dóm Hæstaréttar valda sér
vonbrigðum. Hann sagðist ósáttur
við niðurstöðuna, enda gæti hann
ekki fallist á að úthlutunarreglurnar
frá árinu 1984 væru málefnalegar.
Markús sagði að enn væri ein áfrýj-
un eftir, áfrýjun til þjóðarinnar.
Andstæðingar kerfisins hefðu nú
þrjú ár, eða fram til næstu kosninga
til að brýna kutana og hita brenni-
mörkin. Þennan tíma ætti að nota til
að benda almenningi á að íslenska
þjóðin ætti að njóta arðsins af fisk-
istofnunum og það mætti einfald-
lega ekki umbylta undirstöðuat-
vinnu byggðarlaganna með sama
hætti og gert hefði verið undanfarin
ár. Sagði Markús að ríkisstjórnin
hefði í blindni trúað á þær raddir
sem héldu því fram að afhenda ætti
kvóta til eignar, þrátt fyrir að virtir
hagfræðingar víðs vegar um heim
hefðu haldið öðru fram.
Með græðgina að leiðarljósi
Guðjón Arnar Kristjánsson al-
þingismaður sagðist hafa efasemdir
um að hagur almennings og kvóta-
lausra byggðarlaga hafi verið hafður
að leiðarljósi í dómi Hæstaréttar.
Hinsvegar væri margt í greinar-
gerðum dómsins sem segi að ýmis-
legt megi laga í kvótakerfinu. Guð-
jón tók undir það að kerfinu yrði
ekki breytt nema með kosningum.
Islendingar yrðu að átta sig á því að
ekki dygði lengur að láta í Ijósi skoð-
anir sínar í leynilegum skoðana-
könnunum, heldur yrðu þeir að þora
að stíga fram og segja hinu siðlausa
og óréttláta kerfi stríð á hendur.
Hann sagðist ekki skilja það lánleysi
útgerðarmanna að þekkja ekki sinn
vitjunartíma og leita sátta um nýja
fiskveiðistjórnun, en halda í stað
þess áfram kvótabraskinu með
græðgina að leiðarljósi.
titboð eykur
arðsemi um 30 milljarða
Óskar Þór Karlsson, formaður
Samtaka fiskvinnslu án útgerðar,
taldi dóm Hæstaréttar ekki skipta
sköpum um tilvist kerfisins í fram-
tíðinni, það myndi hvort eð er leggj-
ast af áður en langt um liði. Hann
sagði niðurstöðu dómsins í meginat-
riðum byggjast á röngum forsend-
um. Núverandi fiskveiðistjórnunar-
kerfi þjónaði ekki almannahags-
munum, heldur ynni gegn þeim í
ríkum mæli. Óskar sagði aðeins eina
leið færa þegar kæmi að úthlutun
verðmætra réttinda sem takmarka
Valdimar Sveinsson
seldur kvótalaus
ÓSBÚÐ ehf. í Vestmannaeyjum hef-
ur gengið frá kaupum á dragnóta- og
netabátnum Valdimai' Sveinssyni
VE, sem var í eigu Bergs-Hugins hf. í
Vestmannaeyjum. Öllum skipverjum
að skipstjóranum undanskildum var
boðið skipspláss áfram og er gert ráð
fyrir að tveir hásetar þiggi boðið, að
sögn Esjars Stefánssonar, eins eig-
anda Ósbúðar, en skipið verður gert
út frá Höfn í Hornafirði.
Skipið var selt kvótalaust en nú-
verandi eigendur ætla að leigja
kvóta. Að Ósbúð standa Saltfiskverk-
unin Marvík í Garði, Reynir Guð-
bergsson og fjórir Hornfirðingar og
er Valdimar Sveinsson fyrsta skip
fyrirtækisins, en sömu menn að stór-
um hluta eiga tog- og netabátinn Jóa
Bjarna SF.
Nafninu á Valdimar Sveinssyni
hefur reyndar verið breytt og heitir
báturinn, sem er 207 tonn, nú Beggi á
Tóftum VE en hann fer á þorskveiðar
í net.
Öllum 11 skipverjunum hafði áður
verið sagt foimlega upp en að sögn
Magnúsar Kristinssonar, fram-
kvæmdastjóra Bergs-Hugins, voru
þeir aðeins ráðnir út vertíðina enda
ekkert fyrir þá að gera þegar veiði-
heimildirnar væru búnar.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
fyrir skömmu keypti Bergur-Huginn
félagið Hörgeyri á dögunum og með
því skipið Valdimar Sveinsson. Kaup-
in voru liður í hagræðingu fyrirtækis-
ins en Magnús segir að reynt verði að
koma til móts við þarfir viðkomandi
manna óski þeir eftir að starfa áfram
hjá fyrirtækinu. Nú væru komnar
heimildir á eitt skip allt árið í stað
þess að vera með heimildir í hálft ár á
tveimur skipum og ljóst væri að hag-
ræðingin væri mikil gagnvart útgerð-
inni og mannskapnum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá fundi Ftjálslynda flokksins í Borgartúni 6. Fundarmenn voru tæplega 200 talsins og meðal þeirra kom fram
mikil andstaða við núverandi stjórnkerfi fiskveiða.
þyrfti á einhvern hátt, menn yrðu að
fá að keppa um þau á markaði.
Ávinningurinn af útboði þvingaði
fram arðsemi í greininni. Sagði Osk-
ar að þannig myndi þjóðhagsleg arð-
semi af sjávarútvegi hækka um 30
milljarða króna á ári.
Mikil óánægja
Valdimar Jóhannsson lýsti í er-
indi sínu mikilli óánægju með niður-
stöðu Hæstaréttar í Vatneyrarmál-
inu. Taldi hann nauðsynlegt að
breyta fiskveiðistjórnuninni i
grundvallaratriðum og að kvóta-
kerfið í núverandi mynd stæðist alls
ekki lög.
I umræðum að loknum framsögu-
erindum kom fram mikil óánægja
með stjórnun fiskveiða, en skiptar
skoðnir um það hvernig eigi að
breyta henni. Á fundinum var eftir-
farandi ályktun samþykkt:
„Almennur fundur, haldinn í
Borgartúni 6 í Reykjavík 12. apríl
árið 2000, fagnar sérstaklega þeirri
einróma niðurstöðu Hæstaréttar að
nytjastofnar á íslandsmiðum séu
sameign íslenzku þjóðarinnar og að
úthlutun veiðiheimilda - kvótinn -
myndi ekki eignarrétt eða óaftur-
kallanlegt forræði einstakra manna
yfir þeim.
Fundurinn vekur athygli á þeirri
staðreynd að upphaflegur tilgangur
núgildandi fiskveiðistjórnarlaga
hefur í framkvæmd mistekist í
grundvallaratriðum:
• í stað fiskverndar hefur nytjaT
stofnum miðanna stórhrakað.
• í stað hagræðingar vaxa skuld-
ir sjávarútvegs hröðum skrefum.
• Kerfið knýr menn til ógnar-
legrar sóunar með brottkasti afla.
• Nýliðun í greininni útilokuð.
• Byggðir landsins brotna saman
ein af annarri.
• Þjóðin fær ekki notið auðlindar
sinnar, heldur fáir útvaldir.
Úrlausn þessa þjóðháskalega
vanda vísar Hæstiréttur til Alþingis.
Það er skoðun fundarins að
löggjafarsamkundunni beri að taka
sjálfan grundvöll fiskveiðistjórnar-
innar, úthlutun kvótans, til endur-
skoðunar þegar í stað.“
Nú eru frábær tilboð í Byggt og búið - meðan birgðir endast!
Hnífaparataska
með 72 hlutum.
Sparaðu 2.505 kr.
Verð aðeins:
Dulux lampi
er falleg fermingargjöf.
Verð aðeins:
Bilaryksuga ~
á frábæru tilboði
aðeins: QQQ
Þú sparar meira
en 2000 kr.
Þú sparar 1.000 kall!
KitchenAid
skál og hveitihlíf
Sparaðu meira en
1.400 kr.
Steikin bregst aldrei
með kjöthitamæli.
Verð aðeins:
Babyliss sléttujárn
500 kr. afsláttur
Buzil 30% afsiáttur
gólfhreinsir
er dugnaðarforkur
I vorhreingerningarnar
Verð aöeins: ...aifir^
Það sem ungar dömur
vilja i dag!
Mark ferða-
kassettutæki
nk Flott fermingargjöf!
^HVerð aðeins:
30% afsláttur!
Rýmingarsaia
á kertum.
Margar stærðir,
gerðir og litir.
Ótrúlegt verð!
Sparaðu 2.388 kr.
Fjölnota deig-
og rjómasprauta
með mörgum mynstrum
30% afsláttur
Skelltu Doro Petit stmanum
á tölvuna. Litill og nettur sími
sem kostar aðeins: