Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 30

Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fundur Eystrasaltsráðsins í Kolding í Danmörku Ahersla á viðræður við Rússa og „norræna vídd“ ESB Davíð Oddsson forsætisráðherra og Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, takast ■ hendur á fundi Eystrasaltsráðsins í Kolding. Kolding. AP, AFP. MIKIL áhersla var lögð á mikilvægi samstarfs við Rússland á tveggja daga fundi Eystrasaltsráðsins, sem lauk í Kolding á Jótlandi í gær og létu margir fulltrúar í Ijós áhyggjur af átökunum í Tsjetsjníu . „Það var lögð sérstök áhersla á viðræðurnar við Rússa,“ sagði Jerzy Buzek, for- sætisráðherra Póllands, þegar hann var spurður um óformlegar viðræð- ur fundarmanna. Fundinn sátu leiðtogar og ráð- herrar þeirra ellefu ríkja er aðild eiga að ráðinu. Þá sagði Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finn- lands, að fulltrúi Rússa hefði fullvis- sað þá um að hin nýja stjórn Vladi- mírs Pútíns Rússlandsforseta myndi fylgja markaðsstefnu í efnahagsmál- um. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar sagði að ríkin myndu halda áfram að efla samstarf sitt til að auka mikilvægi Eystrasaltssvæð- isins í framtíðinni. Þar væri að finna ung hagkerfi, mikinn hagvöxt og brú yfir til Rússlands. Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, sagði að lögð hefði verið áhersla á nauðsyn þess að finna friðsamlega lausn í Tsjetsjníu og að Rússar virtu mannréttindi. „Sam- hliða þessu teljum við það þó ekki vera rétta stefnu að einangra Rúss- land,“ sagði Stoltenberg. Andrei Shapovalíant, efnahags- málaráðherra Rússlands, sem var fulltrúi Rússa á fundinum, sagði að menn gætu rætt öll málefni Eystra- saltssvæðisins í rólegheitum. „Vandamálin er tengjast Tsjetsjníu eru hins vegar rússneskt innanríkis- mál,“ sagði ráðherrann. í lokayfirlýsingu fundarins er hvatt til aukinnar samvinnu ríkjanna á sviði efnahagsmála og umhverfis- mála auk þess að leggja áherslu á mikilvægi þess að sporna við því að skipulögð glæpastarfsemi og smit- sjúkdómar berist frá fyrrverandi Sovétríkjunum. Þá segir í yfirlýsing- unni að sú fjölgun aðildarríkja Evrópusambandsins, sem framund- an er, muni efla stöðugleika og ör- yggi í Evrópu. Kemur fram að leið- togamir telja að Eystrasaltssvæðið geti orðið eitt helsta vaxtarsvæði álf- unnar þar sem jafnframt verði lögð rík áhersla á umhverfismál. Beita sér fyrir norrænni vídd Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði að loknum fundin- um að hann myndi beita sér fyrir stuðningi Þýskalands við áform um að byggja upp norræna vídd innan Evrópusambandsins, þar sem tekið væri tillit til sterkrar efnahagslegrar stöðu svæðisins og pólitískrar sér- stöðu. „Við höfum tekið virkan þátt í þessu starfi og munum beita okkur enn frekar í framtíðinni," sagði Schröder við blaðamenn. Hann sagð- ist persónulega ætla að leggja áherslu á mikilvægi þess að fram- kvæmdastjórn ESB reyndi að þróa frekar hinn efnahagslega og póli- tíska þátt hinnar norrænu víddar og að slíkt gæti veitt ríkjum í suður- hluta Evrópusambandsins jákvætt aðhald. • • Onnur kosn- ingaum- ferð í Perú Lima. AP. ALBERTO Fujimori, forseta Perú, vantaði brot úr prósentu- stigi til að fá 50% atkvæða í for- setakosningunum sl. sunnudag. Vegna þess kemur til annarrar umferðar milli hans og helsta keppinautsins, Alejandros Tol- edos. Fujimori og ríkisstjórnin hafa verið sökuð um margvís- leg kosningasvik en yfirkjör- stjórn segir, að niðurstaða kosninganna sl. sunnudag hafi verið sú, að Fujimori hafi feng- ið 49,84%, Toledo 40,31% og afgangurinn skipst milli ann- arra frambjóðenda. Vegna þess verði efnt til annarrar umferð- ar seint í maí eða í byrjun júní. Stuðningsmenn Toledos hafa staðið fyrir miklum mótmæla- aðgerðum síðustu daga og halda því fram, að hann hafi í raun borið sigur úr býtum í kosningunum enda bentu út- gönguspár til þess. Fögnuðu þeir vel tíðindunum um aðra umferð og Toledo sagði, að tryggja yrði, að hún færi heið- arlega fram. Tengdapabbi Blair talar máli þjóðarinnar Reuters Heróín- salar hand- teknir UM 1.500 kólombískir lög- reglumenn réðust til atlögu gegn helsta heróínhringnum í landinu sl. miðvikudag og handtóku 49 manns. Meðal þeirra var Nicolas Urquijo Gaviria, frændi kókaín- kóngsins Pablo Escobar Gaviria en hann féll í átökum við lögregluna fyrir nokkrum árum. Voru menn- imir leiddir fyrir fréttamenn í fyrradag en þeir voru handteknir á sama tíma og Andres Pastrana, forseti Kólombfu, hvatti banda- ríska þingmenn til að styrkja Kól- ombíustjóm í stríðinu við eitur- byrlarana með 124 milljörðum ísl. kr. Ystur til vinstri á myndinni er Nicolas U. Gaviria. London. Morgunbladid. FJÖLGUNIN í lávarðadeildinni hefur enn og aftur beint sjónum fólks að vandræðagangi stjórn- málaflokkanna í sambandi við skip- an lávarðadeildarinnar. Deilurnar í kring um lávarðartign Michael Ashcroft, gjaldkera Ihaldsflokks- ins, og gagnrýnin á Tony Blair, þegar lávarðalisti Verkamanna- flokksins var birtur, hafa ýtt undir kröfur um að veitingarvaldið verði tekið frá forsætisráðherranum og þess í stað verði kosið til lávarða- deildarinnar. Það ofurkapp, sem William Hag- ue, formaður Ihaldsflokksins, lagði á lávarðartign til handa Ashcroft var sett í siðlaust sviðsljós þess fjármagns, sem hann hefur lagt flokknum til, og þótti auk þess fjar- stæða í ljósi þess, að Ashcroft hef- ur haft fasta búsetu í öðru landi og verið fulltrúi erlendrar ríkisstjórn- ar hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur nú sagt af sér sem sendi- herra Belís og ætlar að taka upp fasta búsetu í Bretlandi fyrir ára- mótin. Hugmyndum hans um að verða lávarður af Belís hefur verið hafnað. En þingmenn Verkamanna- flokksins gátu ekki lengi velt sér upp úr vandræðum íhaldsmanna. Þegar lávarðalistinn var birtur, þótti mörgum sem forsætisráð- herrann hefði farið offari í að velja jámenn sína á listann og einnig var bent á, að þar væru ýmsir, sem hafa lagt Verkamannaflokknum til fé. Báðir flokkar í súpunni Þar með sátu báðir flokkarnir í súpunni og fólk horfði agndofa á aðfarirnar. Það má segja, að almannarómurinn hafi eins og svo oft áður kristallast í teikningu Matt hjá The Daily Telegraph, þar sem rúmföst móðir segir við börnin sín tvö, sem hafa farið í bæinn og Færeyskir kennarar í sínu fyrsta verkfalli Skólastarfið að mestu lamað í fímm vikur Þórshöfn. Morgunblaðið. ALLT skólastarf í Færeyjum hefur nú verið lamað í meira en fimm vikur vegna verkfalls kennara og litlar vonir eru um, að það leysist í bráð. Tilraunir sáttasemjara til að finna einhverja lausn á deilunni hafa eng- an árangur borið og í svipinn ræðast deiluaðilar ekki við, fulltrúar kenn- arasambandsins og landsstjórnar- innar. Þetta er fyrsta verkfallið í sögu færeysku kennarasamtakanna en kennarar krefjast þess að fá sömu launahækkun og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið og auk þess, að þeim verði greitt fyrir þá auknu vinnu, sem kveðið er á um í nýjum skólalögum. Þá vilja þeir, að vinnu- tíminn verði styttur. Viðsemjandi þeirra, Karsten Hansen, sem fer með fjármálin í landsstjórninni, svarar því til, að landsstjómin og samfélagið hafi ekki efni á að verða við þessum kröfum. Verkfallið nær ekki til kennara, sem eru í bandalagi opinberra starfs- manna, en félagar í kennarasam- bandinu hafa komið í veg fyrir, að þeir geti stundað sitt starf með því setjast upp í skólunum. Vegna þessa ástands er nú farið að horfa illa með prófin, einkum hjá elstu nemendun- um, sem hafa fylkt liði til að mót- mæla því, að þeir skuli vera hafðir sem eins konar gíslar í þessari deilu. Einn lögþingsmaður, Jákup Sverri Kass í Sjálfstýriflokknum, ætlar að taka máUð upp á þingi og leggja til, að deilan verði leyst með lögum. Anfinn Kallsberg lögmaður er hins vegar andvígur því. Elsa Birgitte Petersen, formaður Kennarasambandsins, segir, að fær- eysku kennararnir hafi fengið mik- inn stuðning frá starfssystkinum sín- um á Norðurlöndum. Eigi það ekki síst við um íslensku kennarana, sem hafi veitt þeim ríflegan fjárstuðning. „Ég ætla ekki að nefna upphæðina en hún var há. Við fengum hana fljót- lega eftir að verkfallið hófst og það kom sér vel,“ segir Petersen. keypt blóm handa mömmu: „Blóm! Þið áttuð að kaupa lávarðartign handa mér!“ Og í bréfi, sem birtist í The Times orðar Tony Booth, tengda- faðir forsætisráðherrans, þetta á þá leið, að með því að fella erfða- réttinn í lávarðadeildinni úr gildi, hafi brautin aðeins verið rudd fyrir strengjabrúður Tonys og peninga- menn Williams. Og hann bendir á, að ef ríkis- stjórn Verkamannaflokksins hefði staðið við loforð flokksins um rót- tækar breytingar í átt til hlutfall- skosninga með breytingum á lá- varðadeildinni í kjörna þingdeild, hefði hún forðað þjóðinni frá því að horfa upp á þetta ógeðfellda sjón- arspil.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.