Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 31

Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍ L 2000 31 ERLENT Rannsókn þýzka þingsins á leynireikningahneyksli CDU Schauble endurtek- ur ásakanir á hend- ur fv. gjaldkera Scháuble og Baumeister hugsanlega yfirheyrð saman í dag Reuters Bólivískur Iögreglumaður skýtur táragasi að námsmönnum, sem efndu til mótmæla í höfuðborginni, La Paz, í fyrradag. Sex manns létu lífíð í átökum í Bólivíu Mótmæli vegna hærri vatnsskatts La Paz. AP, AFP. MIKIL spenna hefur verið í Bólivíu síðustu daga, einkum í höfuðborg- inni, La Paz, og Cochabamba og ná- grenni, vegna fyrii'hugaðrar hækk- unar á vatnsskatti. Mótmæli og átök um síðustu helgi kostuðu sex menn lífið og a.m.k. 40 særðust. Um 10.000 bændur, margir vopn- aðir sveðjum, streymdu til Cocha- bamba á mánudag en þá hafði ríkis- stjómin lýst yfir neyðarástandi í borginni og gefið hernum aukin völd til að kveða niður mótmæli. Jafn- framt féllst stjómin á að endurskoða aðild að mjög dýmm vatnsveitu- framkvæmdum en þær átti að fjár- magna m.a. með hærri vatnsskatti. Við það dró úr spennunni og mót- mælendur fóm að snúa aftur til síns heima. I gær vom skólar og verslan- ir opnuð aftur. Astandið í vatns- og skolpræsis- málum í Cochabamba, sem er við rætur Andesfjalla, er mjög slæmt og var fyrirhugað að ráðast í miklar íramkvæmdir til að bæta úr því. Um leið átti að hækka vatnsskattinn, eða á bilinu 20 til 80%. Olli það mikilli óánægju og mótmælum, sem beind- ust einnig að atvinnuleysi, háu elds- neytisverði og öðmm þrengingum. Segir eiturlyQasala kynda undir Ronald MacLean, upplýsingamál- aráðherra Bólivíu, sakaði fyrr í vik- unni eiturlyfjasala um að hafa kynt undir mótmælunum. Sagði hann, að þeir vildu stöðva áætlanir stjórn- valda um að uppræta kókaakrana, uppsprettu kókaínframleiðslunnar. Hefur sú áætlun svipt marga bænd- ur lífsviðurværi sínu og einkanlega í nágrenni Cochabamba. Alþjóðlegt iyrirtæki í eigu Breta, Spánverja og Bólivíumanna ætlaði að annast vatnsveituframkvæmdirn- ar í samræmi við ný lög um einka- væðingu vatns- og skolpræsislagna. Talið er, að það kosti stjórnvöld á áttunda hundrað milljóna króna að hætta við þær. Berlín. Morgunblaðið. WOLFGANG Scháuble, fyrrverandi flokksformaður kristilegra demó- krata í Þýzkalandi (CDU), endurtók í gær ásakanir í garð fyrrverandi gjaldkera flokksins, Brigitte Bau- meister, í vitnisburði sínum fyrir sérskipaðri rannsóknamefnd þýzka þingsins. Nefndin hefur það hlutverk að rannsaka hvort tengsl hafi verið á milli leynilegra fjárframlaga í sjóði CDU á síðustu valdaámm Helmuts Kohls, fýrrverandi kanzlara, og póli- tískra ákvarðana ríldsstjómar hans. Útlit var fyrir það í gær að Scháuble yrði stefnt aftur fyrir nefndina í dag, á sama tíma og Baumeister, og þau yrðu yfirheyrð saman. Misræmi í frásögnum Scháubles og Baumeister af því hvemig 100.000 marka fjárframlag frá vopnakaup- manninum Karlheinz Schreiber barst í sjóð CDU haustið 1994 var eitt veigamesta atriðið sem varð til þess að Seháuble sagði af sér flokks- embættum sínum í febrúar sl. Fulltrúar Jafnaðarmannaflokks- ins, SPD, í nefndinni boðuðu í gær að þeir myndu fara fram á að Scháuble yrði kallaður aftur fyrir nefndina í dag, þrátt fyrir að hann hafi í gær setið í fjóran og hálfan tíma fyrir svömm hennar. Baumeister hafði áður verið boðuð á fund nefndarinn- ar í dag. Að viðbættum stuðningi fulltrúa græningja var búizt við því að meirihluti yrði iyrir því að þau yrðu látin bera vitni samtímis. Scháuble mótmælti þessum áformum. I vitnisburði sínum í gær ítrekaði hann fyrri frásögn sína þess efnis að hann hefði hinn 22. septem- ber 1994 - er kosingabaráttan fyrir Scháuble fyrir rannsóknar- nefnd þýzka þingsins í gær. þingkosningar þá um haustið var í hámarki - tekið við 100.000 marka framlagi í reiðufé frá Karlheinz Schreiber. Þetta fé hafi hann síðan látið Baumeister í hendur. Hún hef- ur hins vegar haldið því fram, að hún hafi í október 1994 tekið í Bæjara- landi við umslagi frá Schreiber með 100.000 mörkum. Þetta umslag hafí hún síðan fengið Scháuble. Scháuble bar fyrir rannsóknar- nefndinni að sér væri hulin ráðgáta hvers vegna Baumeister héldi fast við þessa frásögn sína. Hann vildi heldur ekki velta vöngum yfir því op- inberlega hvað henni gengi til með því. Hann sæi heldur ekkert vit í írá- sögn hennar; hefði hún látið sig fá þessa peninga hefði hann spurt: „Til hvers ertu að láta mig fá þetta? Þú ert gjaldkerinn." Seháuble, sem þar til fyrir nokkr- um vikum var bæði flokksleiðtogi og formaður þingflokks CDU, lítur svo á að hann hafi orðið fórnarlamb ein- hvers konar samsæris. Sagði hann að málið minnti sig sterklega á Bar- schel-hneykslið svokallaða, sem árið 1987 varð til þess að Uwe Barschel, þáverandi forsætisráðherra Slésvík- ur-Holtsetalands, neyddist til að segja af sér. Scháuble staðfesti í vitnisburði sínum að hann hefði lýst því yfir í samtali við Helmut Kohl fyrir afsögn sína í febrúar, að hann tryði því ekki að gefendur nafnlausra leynifram- laga, sem Kohl hefur sagzt hafa tekið við, væru í rauninni til. Kiep sagður hafa talað máli Schreibers Dagblaðið Bild vitnaði í gær í bréf sem Walter Leisler Kiep, annar fyrr- verandi gjaldkeri CDU, kvað hafa sent Kohl, þar sem hann, Kiep, hvatti til þess að stjómin styddi út- flutning þýzkra „Fuchs“-bryndreka til Sádi-Arabíu, að beiðni Karlheinz Schreibers. Að sögn Bild kvittaði Kohl á bréfið með athugasemdinni „athuga og taka afstöðu til“ og vísaði því til Friedrichs Bohls, þáverandi yfirmanns kanzlaraembættisins. Haft var eftir Kohl í gær að Schreiber hefði ekki haft nein áhrif á ákvörðunina um að heimila útflutn- ing bryndrekanna. Hann neitaði því hins vegar ekki að bréfið væri til. Volker Neumann, formaður rann- sóknamefndarinnar, staðfesti einnig að bréfið væri til, en það væri trúnað- armál. Scháuble útilokaði í vitnis- burði sínum að framlög í flokkssjóð- inn hefðu nokki’u sinni haft áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Staða Prodis iiinan framkvæmdastj órnarinnar sögð veik Orðrómi um hallarbylt- ingu vísað á bug NEIL Kinnock, annar fulltrúa Breta í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, vísaði í gær á bug orð- rómi um að til stæði að velta Romano Prodi, forseta framkvæmda- sljórnarinnar, úr sessi. Sagði Kinnock að grein í þýska dag- blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitungí siðustu viku um yfir- vofandi hallarbyltingu væri „kjaftæði". í greininni voru nefndir tveir hugsanlegir arftakar Prodis, þeir Chris Patten, sem fer með utanríkismál, og Kinnock, en hann fer með málefni stjómsýsl- unnar í framkvæmdastjórninni. Kinnock sagði að það væri fárán- legt að halda því fram að verið væri að grafa undan Prodi. Hann væri virkur og hæfur forystumaður framkvæmdastjórnarinnar. „í ein- staka aðildarríkjum má finna menn, sem af öðrum ástæðum vilja ráðast á Evrópu og það leiðir til árása á framkvæmdastjórnina og Prodi.“ Margir hafa undanfarna daga velt vöngum yfír stöðu Prodis. Þýska tímaritið Der Spiegel birti fyrir skömmu grein þar sem Prodi er lýst sem „mest einmana mann- inum í Brussel". Þar voru talin upp íjöl- mörg stefnumál Prod- is, sem fengið hafa óblíðar móttökur hjá leiðtogum ESB- ríkjanna. Ekki bætti síðan úr skák er Frankfurter AU- gemeine Zeitung birti á forsíðu sinni grein þar sem því var haldið fram að Prodi þætti aumur leiðtogi og að valdabarátta væri ylírvofandi innan fram- kvæmdastjórnarinnar. Voru Bret- arnir tveir í framkvæmda- stjórninni, Kinnock og Patten, sagðir fúsir til að taka við stjórn- inni. Talsmaður framkvæmda- stjórnarinnar vísaði þessum full- yrðingum þegar í stað á bug og sagði það vera fyrir neðan virðingu dagblaðs á borð við FAZ að birta vangaveltur af þessu tagi. Lokaður fundur án embættismanna Hins vegar vakti það athygli að Prodi kallaði skömmu síðar fram- kvæmdastjórnina á lokaðan fund án þess að nokkrir embættismenn væru til staðar. Ekki einu sinni túlkar sátu fundinn og eru mjög fá fordæmi fyrir slíku í sögu fram- kvæmdastjórnarinnar. Ricardo Levi, talsmaður Prodis, sagði að fundinum loknum að hann hefði einkennst af samstöðu en flestir sérfræðingar töldu engu að síður að það væri merki um taugaveiklun að boða til fundarins á annað borð. Þá virðist, að sögn BBC, sem Prodi hafi verið ráðlagt að tjá sig einungis á sinni eigin tungu, ít- ölsku, þar sem mál hans þykir oft verða óljóst og ruglingslegt er hann tjáir sig á ensku eða frönsku. Sjálfur hefur Prodi lýst þessu máli öllu sem „stormi í tebolla" og segist ætla að sitja sem fastast, enda mik- ilvæg verkefni framundan hjá framkvæmdastjórninni. Þegar blaðamenn gengu á hann á blaðamannafundi (síðustu viku og spurðu hvort eitthvað væri hæft í því að þrýst væri á hann að segja af sér svaraði hann einfaldlega: „Eruð þið hálfvitar?" Síðar sagði hann að hann teldi málið allt hafa styrkt stöðu sína og einnig hafa nokkrir leiðtogar ESB-ríkja, þ.á m. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýst opinberlega yfir stuðningi við Prodi. Romano Prodi HÚSASMIÐJAN Stmi 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.