Morgunblaðið - 14.04.2000, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
Rico Saccani hljómsveitarsljóri drekkur tónlist meistara Verdis í sig á æfingu í Háskólabíói.
TÓNLIST SEM
GRÍPUR HJARTAÐ
Mezzósópransöngkonan Ildiko Komlosi er frá Ungverjalandi.
Sinfónmhljómsveit ís-
lands, einsöngvarar og
-----7----------------
Kór Islensku óperunnar
flytja Sálumessu Gius-
eppes Verdi á Páskatón-
leikum í Háskólabíói í
kvöld kl. 20 og á morgun
kl. 16. Orri Páll
Ormarsson heyrði
hljóðið í stjórnandanum,
Rico Saccani, og Krist-
jáni Jóhannssyni tenór-
söngvara sem raunar
gekk úr skaftinu á
elleftu stundu vegna
veikinda.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
íslands er eins og veðrið á
norðurslóð - engin logn-
molla. Það fer því vel á að
hún leggi til atlögu við tvö af þrek-
virkjum meistara Verdis, verk átaka
og tilfinninga, í íslenskum tónleika-
sölum á þessu vori - vori sem lengi
verður minnst, fyrir umhleypinga og
æðibunugang í Kára. Fyrst var það
Alda í Laugardalshöll og nú Sálu-
messan í Háskólabíói. Það er ekki
ráðist á garðinn þar sem hann er
lægstur. Þannig er Sinfónían.
„Sálumessa Verdis er að mínu
mati fremsta tónverk sinnar tegund-
ar sem samið hefur verið - meistara-
verk. Það er raunar ekki hægt að
bera hana saman við Sálumessu
Mozarts en Verdi segir meira á níu-
tíu mínútum en önnur tónskáld á
heilu klukkutímunum,“ segir Rico
Saccani, aðalhljómsveitarstjóri Sin-
fóníuhljómsveitar íslands, sem
stjórna mun flutningnum.
Kí'istján Jóhannsson er á sama
máli. „Sálumessan er yndisleg tónlist
- grípur hjartað. Hún er líka öðruvísi
en margar þessar messur, melódísk
og með aríum fyrir alla fjóra ein-
söngvarana, sem er einstakt. Helst
að Stabat Mater eftir Rossini sé í
þessa veru. Það er mikil tilbreyting í
þessu verki, hraðabreytingar og ann-
að. Sálumessan er litríkt verk, meist-
araverk í orðsins fyllstu merkingu."
- Nú voru undirtektir dálítið mis-
jíifnar þegar verkið var frum-
flutt á sínum tíma.
„Er það ekki alltaf
þegar meistaraverk eru
annars vegar? Menn eru
hræddir og fullir efa í fyrstu,
til dæmis var púað á
margar óperur Verdis
þegar þær voru
frumfluttar, en í dag
gætu menn ekki lifað án
þeirra. Sama má segja um
Wagner og Puccini. Síðan var
Verdi sífellt að koma á óvart,
fór til dæmis að skrifa gaman-
óperu kominn á grafarbakkann,"
segir Kristján.
Veisla fyrir söngvarana
Saccani segir verkið veislu líkast
fyrir einsöngvarana fjóra og kórinn.
„Verkið er frábærlega skrifað fyrir
raddirnar. Þá þurfa söngvararnir
ekki að hafa áhyggjur af leikrænni
tjáningu, hreyfingu og búningum -
geta einbeitt sér alfarið að tónlist-
inni, fegurð hennar og ástríðu. Það
er valinn maður í hveiju rúmi, fjórir
einsöngvarar í fremstu röð, að
ógleymdum Kór Islensku óperunn-
ar. Hann er sem íyrr frábær og ég fæ
ekki fullþakkað Garðari Cortes kór-
stjóra hans framlag. Enn og aftur
sannar hann hæfni sína á sviði söng-
þjálfunar. Ber ægishjálm yfir aðra á
Islandi hvað það varðar.“
Tenórhlutverkið er stórt og álítur
Kristján að það sé dramatískt. „Það
þarf mikla þykkt í þetta, en um leið
mýkt, alveg niður í pianissimo, eins
og Ótelló krefst líka. Sálumessan er
semsé ekki fyrir lýrískan tenór held-
ur dramatískan.
Besti tenór sem ég hef heyrt gera
þetta er stórvinur minn Carlo Coss-
utta, en hann lést skyndilega úr
hjartaslagi fyrir hálfum mánuði, ekki
sjötugur. Blessuð sé minning hans.
Við bárum mikla virðingu hvor fyrir
öðrum. Besta hljóðritun sem ég hef
heyi't á Sálumessunni var sú sem
hann gerði með von Karajan 1971
eða ’72. Cossutta var líka frábær Ót-
elló. Eg söng síðast með honum fyrir
þremur árum og þá var hann í fullu
fjöri. Eg held hann hafi verið að
syngja fram undir það síð-
asta, hann var frábær
söngvari og góður vinur.“
Flutningurinn verður
hljóðritaður með alþjóðadreif-
ingu í huga, með-
al annars í
Bandaríkjunum.
„Við höfum hugsað okkur
að nota geislaplötuna með Sálumess-
unni meðal annars til að plægja ak-
urinn vestra fyrir tónleikaferð okkar
í haust,“ segir Saccani.
Hann segir vitaskuld eftirsjá í
Kristjáni en við veikindi verði ekki
ráðið. „Þetta eru vonbrigði fyrir
hann og aðdáendur hans. Röddin er
hins vegar viðkvæmt hljóðfæri og
veikindi geta alltaf komið upp á. Eg
get sveiflað sprotanum þó ég sé með
hálsbólgu en söngvarar geta ekki
sungið þannig á sig komnir. Við því
er ekkert að gera.“
Og stjórnandinn stappaði stálinu í
söngvarann. „Ég sagði honum að
hafa ekki áhyggjur af þessu. Nú var
bara röðin komin að honum að fá í
hálsinn. Menn storka ekki örlögun-
um. Það er heldur ekki eins og þetta
sé eina tækifæri íslendinga til að
hlýða á Kristján. Hann er mjög dug-
legur að syngja á heimaslóð og er
næst væntanlegur í júní til að syngja
á stórtónleikum í Laugardalshöll. Ef
ég þekki hann rétt, bætir hann fólki
þetta upp þar, ríflega."
Kristján er líka, þrátt fyrir veik-
indin, kominn með fiðring í magann.
„Svo sannarlega, þetta verður mikil
hátíð, landsliðið svokallaða saman-
komið. Þetta verður í fyrsta sinn sem
ég syng með Rannveigu Fríðu
[Bragadóttur mezzósópran-
söngkonu] enda syngjum við mjög
ólíkt fag. Það er helst að koma okkur
saman á svona tónleikum. Ég hef
heldur ekki sungið með Kristni vini
mínum [Sigmundssyni bassasöngv-
ara] eftir að hann gerðist bassi fyrir
alvöru. Diddú [Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur sópransöngkonu] hef ég raun-
ar oft sungið með og það hefur alltaf
verið jafn ánægjulegt, þótt við séum
fremur langt hvort frá öðru, hún lýr-
ískur sópran og ég að verða þessi
skriðdreki.“
Maðurinn sem leysa mun Kristján
af hólmi á tónleikunum, brást skjótt
við, heitir Gianni Mongiardino og er
frá Italíu. Mongiardino er ungur að
árum, hefur verið nemandi Carlos
Bergonzis og unnið til verðlauna á
fjölmörgum söngkeppnum undan-
farið. Samkvæmt beiðni Ricardo
Mutis var hann staðgengill Plácido
Domingos á Listahátíðinni í Ravenna
á síðastliðnu ári.
Sigldir gestir
Auk hans syngja þrír nafnkunnir
einsöngvarar á tónleikunum; Georg-
ina Lukács, Ildiko Komlosi og
Edward Crafts.
Ungverska sópransöngkonan
Georgina Lukács nam píanóleik og
söng við Tsjajkovskíj tónlistarakade-
míuna í Moskvu. Tvítug að aldri kom
hún fram í fyrsta sinn á óperusviði
hjá Þjóðaróperunni í Budapest í
hlutverki Leonóru í II trovatore eftir
Verdi. Eftir þá frumraun stóðu henni
flestar dyr opnar. Hún söng í óper-
unni Vald örlaganna á listahátíð í
Aþenu, í Tosca eftir Puccini í Basel
og Linz, og Þýska óperan í Berlín réð
hana í hlutverk Desdemónu í nýrri
uppfærslu á Óþelló. Þýska óperan
endurréði hana síðan til að syngja í
Tosea og var hún við það tækifæri
yngsta söngkonan til að taka það
hlutverk að sér við óperuhúsið. Auk
ofangreindra óperuhúsa hefur Luk-
ács sungið í Vínaróperunni, í Covent
Garden-óperunni í London, í
Karlsruhe, við Kölnaróperuna og
San Francisco-óperuna. Sálumessu
. Verdis hefur hún sungið undir stjórn
Rafael Frúhbeck de Burgos í Berlín
og Bern og ennfremur undh' stjórn
Colin Davis í Barbican Center í Lon-
don. A síðasta starfsári hefur hún
sungið aðalsópranhlutverkið í mörg-
um óperuhúsum á meginlandinu,
m.a. í nýrri uppfærslu á Valdi örlag-
anna við La Scala-óperuna í Mílanó,
undir stjóm Ricardos Mutis.
Söngferill ungversku mezzósópr-
ansöngkonunnar Ildiko Komlosi
hófst þegar hún vann í hinni alþjóð-
legu Luciano Pavarotti-söng-
varakeppni árið 1986. f beinu fram-
haldi af þeim sigri var henni falið að
syngja mezzósópran hlutverkið í
Sálumessu Verdi með Pavarotti und-
ir stjórn Lorins Maazels. Tilboð um
óperuhlutverk bárust Komlosi frá
þekktustu ópemhúsum heims þar
sem hún tókst á við flutning helstu
hlutverka óperutónmenntanna fjrír
hennar raddsvið. Meðal þeirra óp-
eruhúsa í Evi'ópu sem Komlosi hefur
sungið í má m.a. nefna óperuhúsið í
Frankfurt, Stuttgart, Brussel, Lon-
don, París, Hamborg, Vín og La
Scala og í Bandaríkjunum óperuhús-
ið í New York, Houston, Fíladelfíu
og Cleveland. Af óperum sem hún
hefur sungið í má nefna Carmen,
Ariadne auf Naxos, Der Rosenkaval-
ier, Jeanne d’Arc, Don Carlos, Barbe
Bleue, Lucrezia Borgia auk fjölda
annarra. A þessu starfsári hefur
Komlosi sungið í Trieste, La Scala, í
Mannheim (með Editu Gruberovu),
Vín og Hamborg.
Bassa-barítonsöngvari Metropol-
itan-óperunnar Edward Crafts er
talinn vera í fremstu röð á sínu sviði.
Tónlistargagnrýnandi Los Angeles
Times kallar hann „fullkomlega
sannfærandi og gefandi söng-leik-
ara“ auk þess sem hann er sagður
vera „sannur hetjubaríton“ hins
hefðbundna þýska skóla. Meðal hlut-
verka sem hann hefur sungið í
bandarískum óperuhúsum eru hlut-
verk Donners í Das Rheingold eftir
Wagner, hlutverk Sarastros í Töfra-
flautunni, Colline í La Boheme og
Commendatore í Don Giovanni. Af
öðrum Wagnerhlutverkum hans má
nefna Wotan, Kurvenal, Hollending-
inn, Orsini og hlutverk Jokanaans í
óperu Richards Strauss, Salome.
Auk þeirra óperuhlutverka sem
Crafts hefur sungið hefur hann
sungið á tónleikapalli í sálumessu
Brahms, Britten og Verdi, í Missa
Solemnis, níundu sinfóníu Beethoven
og áttundu sinfóníu Gustavs Mahler.
Tónleikarnir eru liður í dagskrá
menningarborgarinnar.