Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÞEKKINGAR-
ÞJÓÐFÉLAGIÐ
UMMÆLI Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra á
ársfundi Rannsóknarráðs íslands í fyrradag um
grunnrannsóknir og fjármögnun þeirra voru ánægjuleg.
Kvaðst hann telja að ríkinu bæri að leggja höfuðáherslu á að
styrkja grunnrannsóknir og stuðla að menntun ungra vís-
indamanna. Ennfremur sagði ráðherra: „Sé litið til þessara
tveggja höfuðþátta yrði hlutverk ríkisins annars vegar að
fjármagna öfluga sjóði til að styrkja grunnrannsóknir og
hins vegar að stuðla að meistara- og doktorsnámi á háskóla-
stigi. Aðrir þættir rannsókna- og þróunarstarfs hvíldu á
herðum einkaaðila eða sjóða, sem veita fé til nýsköpunar og
áhættufjárfestinga."
Þetta er sami skilningur á hlutverki ríkisins í fjármögnun
rannsókna og margir aðrir hlutaðeigandi aðilar hafa haldið
fram. Hér var til dæmis fyrir nokkru bent á nýja og athygl-
isverða skýrslu Ingu Dóru Sigfúsdóttur félagsfræðings og
Þórólfs Þórlindssonar, prófessors við Háskóla Islands, þar
sem fram kemur að framlög til rannsóknastarfs hafa aukist
hérlendis á síðustu árum en áherslan verið á hagnýtar rann-
sóknir.
Ummæli menntamálaráðherra í fyrradag benda til þess
að aukin áhersla verði lögð á framlög til grunnrannsókna en
áður.
En jafnframt er það fagnaðarefni, að hér eru að koma til
sögunnar fyrirtæki, sem leggja mikla fjármuni í rannsóknir,
þótt engin vissa sé fyrir hendi um, að það fjármagn skili sér
síðar meir. Það á ekki sízt við um Islenzka erfðagreiningu,
sem hefur gjörbreytt öllum viðhorfum hér til rannsóknar-
starfa enda er fyrirtækið sjálft risastór rannsóknarstofa,
a.m.k. á íslenzkan mælikvarða og þótt víðar væri leitað.
Hitt atriðið sem ráðherra benti á, menntun ungra vísinda-
manna með eflingu meistara- og doktorsnáms, er lykillinn
að því þekkingarþjóðfélagi sem víða er nú lögð höfuðáhersla
á að skapa. Á fundinum var bent á hættumerki sem væru á
lofti hér um ungt fólk í vísindum. Framhaldsskólinn virtist
til að mynda ekki veita nægilega góðan undirbúning fyrir
nám í raunvísindum sem væri ástæða þess að of fáir legðu
slíkt nám fyrir sig. Að auki leitaði ungt menntafólk í annað
en að fást við grunnvísindin, þekkingarsköpunina sjálfa.
Var bent á að það þyrfti að markaðssetja nauðsyn menntun-
ar almennt á yngri skólastigum til að byggja upp íslenskt
þekkingarþjóðfélag.
Grundvallaratriði er þó að það er sameiginlegt verkefni
ríkis og atvinnulífs að styrkja þannig menntakerfi og vís-
indastarf í landinu að íslendingar verði áfram framsækin og
skapandi þjóð.
BJARTAR HORFUR
SKÝRSLA Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahags-
mála í heiminum gefur ástæðu til bjartsýni. Horfur í efna-
hagsmálum eru bjartar nánast hvert sem litið er í heiminum og
virðist fátt benda til annars en að svo muni verða áfram næstu
misseri. Fyrst og fremst er það hinn mikli kraftur, er einkennt
hefur bandarískt efnahagsltf, sem veldur þessu. Þrátt fyrir að
reglulega hafí þar í landi komið upp hrakspár um að kollsteypa
væri handan homsins, eru engar vísbendingar enn sem komið
er um að eitthvert lengsta hagvaxtartímabil þessarar aldar sé
að renna skeið sitt á enda. Spá skýrsluhöfundar því að alþjóð-
legur hagvöxtur í heiminum verði 4,25% á þessu ári að meðal-
tali. Það er þó áhyggjuefni að þessi mikli vöxtur nær ekki til fá-
tækari ríkja í sama mæli og þeirra ríku og hafa forráðamenn
IMF og Alþjóðabankans lýst því yfir að það verði eitt af helstu
verkefnum ársfundar þessara stofnana á sunnudag að finna
leiðir til að innlima fátækustu svæði heims inn í hið alþjóðlega
hagkerfi. Hefur James Wolfensohn, bankastjóri Alþjóðabank-
ans, bent á að lítið dugi að aðstoða þessi ríki við að auka fram-
leiðslu sína ef markaðir iðnríkjanna eru lokaðir fyrir afurðum
þeirra. Það hlýtur því að vera ein helsta forsenda árangurs á
þessu sviði að iðnríkin dragi úr hömlum og tollavemd til að auð-
velda innflutning frá þróunarríkjum.
Einnig er athyglisvert að skýrsluhöfundar benda á að ofmat
á hlutabréfum, ekki síst í Bandaríkjunum, auki hættuna á
harkalegum sveiflum á fjármálamörkuðum. Þær breytingar,
sem orðið hafa á gengi tæknifyrirtækja á Nasdaq undanfamar
vikur, em vísbending um þetta. Fjárfestar virðast margir orðn-
ir uggandi yfir himinháu gengi hlutabréfa fyrirtækja er mörg
hver hafa aldrei skilað krónu í hagnað. Eflaust eiga slík varnað-
arorð einnig við hér á landi. Þrátt fyrir allar þær breytingar er
kunna að felast í tilkomu hins nýja hagkerfís, breytist vart sú
staðreynd að þegar upp er staðið verða fyrirtæki að skila hagn-
aði, eigi þau að vera arðbær fjárfesting tíl lengdar.
Samningar Verkamannasambandsins og Landssam
atvinnulífsins til tæplega fjögurra ára und
FRÁ undirritun samninga í gærmorgun. Talin frá vinstri Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, )
skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, Snær Karlsson, hjá Verkamannasambandinu, (
Lægstu laun hi
34,5% á samning
Verkfalli frestað til miðnættis ac
ÝIR kjarasamningar
Verkamannasambands
íslands og Landssam-
bands iðnverkafólks við
Samtök atvinnulífsins til næstu
tæpra fjögurra ára voru undirritaðir
snemma í gærmorgun eftir nætur-
langan fund og hefur verkfalli aðild-
arfélaga sambandanna, sem hófst á
miðnætti í fyrrinótt, því verið frest-
að til miðnættis aðfaranætur 4. maí.
í millitíðinni verða atkvæði greidd
um kjarasamninginn og verða at-
kvæði talin í hverju félagi fyrir sig.
Talning atkvæða fer fram 29. apríl
næstkomandi. Launakostnaðarauki
samfara samningnum er talinn
nema 19,8% á samningstímanum,
sem er ríflega einu prósentustigi
hærra en í samningum Flóabanda-
lagsins, en samningurinn er til
nokkuð lengri tíma eða til ársloka
árið 2003.
Samningurinn gildir frá 1. apríl
til ársloka 2003, eins og fyrr sagði,
og felur í sér meðal annars að
lægsti launataxti hækkar á samn-
ingstímanum um 34,5%. Samið er
um uppbyggingu nýrrar launatöflu í
stað gamla kauptaxtakerfisins, sem
samninganefnd VMSÍ telur að komi
til með að hafa jákvæð áhrif á kjör
verkafólks, en markmiðið með nýju
launatöflunni sé að auka sveigjan-
leika og launaskrið sem geti skilað
sér til verkafólks í formi tilfærslna
milli launaflokka og starfsaldurs-
þrepa.
Við undirskrift samningsins
hækka laun um 3,9-8,9%, auk til-
færslna í launaflokkum. Hinn 1. jan-
úar 2001 hækka laun um 3-6,5% og
sambærileg hækkun verður í árs-
byrjun árið 2002 og loks hækka laun
um 2,75-5,75% hinn 1. janúar árið
2003.
í kjarasamningnum er kveðið á
um tekjutryggingu sem tryggir
verkafólki 18 ára og eldra að lág-
marki 77 þús. kr. í laun fyrir dag-
vinnu frá undirritun. Tekjutrygg-
ingin hækkar í 85 þús. 1. jan. 2001, í
90 þús. 1. jan. 2002 og í 93 þús. hinn
1. janúar 2003.
Þá er í samningnum gert ráð fyr-
ir að 140 milljónir króna verði lagð-
ar í sérstakt starfsmenntaverkefni,
en samningsaðilar lýsa sig sammála
um að sérstakt tillit verði tekið til
meiri kostnaðar vegna starfsmenn-
tunar á landsbyggðinni.
Samið er um viðbótarframlag í líf-
eyrissjóð og getur launamaður
ákveðið hvort framlagið fer í sam-
eignar- eða séreignarsjóð. Orlofs-
réttur eykst eftir tíu ára starf úr 27
dögum í 28 daga og orlofsprósenta
hækkar úr 11,59% í 12,07%. Ákvæði
er um viðbótarrétt vegna veikinda í
orlofi á EES-svæðinu og veikinda-
réttur verður tveir mánuðir eftir
tveggja ára samfellt starf, þar af
einn mánuður á staðgengilslaunum
og einn mánuður á dagvinnulaunum.
Veikindarétturinn lengist síðan aft-
ur um einn mánuð eftir fimm ára
samfellt starf. Þá er réttur vegna
veikinda barna aukinn og slysa- og
örorkubætur hækka, auk margra
annarra atriða.
Starfsaldursþrepum
fiskvinnslufólks fjölgar
Einnig er í samningunum að finna
sérákvæði sem varða einstaka
starfshópa. Þannig kemur sérstök
launahækkun til sérhæfðs fisk-
vinnslufólks með langa starfs-
reynslu, starfsaldursþrepum þess er
fjölgað um þrjú, úr tveimur í fimm,
samkomulag er um frekari þróun
starfsmenntunar fiskvinnslufólks og
fleira. Sérákvæði er einnig að finna
hvað varðar kjör ræstingafólks,
starfsfólks í mötuneytum, bygginga-
verkamanna, bifreiða- og tækjast-
jórnenda, hópferða- og sérleyfisbfl-
stjóra, vaktmanna, starfsfólks í
sláturhúsum, starfsfólks í veitinga-
og gistihúsum og bensínafgreiðslu-
fólks.
Sambærileg tryggingaákvæði eru
í þessum samningi og í samningum
Samtaka atvinnulífsins við Flóa-
bandalagið. í frétt frá VMSÍ og LI
segir að það sé ljóst að samningur-
inn feli ekki í sér þær launahækkan-
ir sem krafist hafi verið. „Það er
hins vegar mat samninganefndar-
innar að lengra hafi ekki verið kom-
ist. Náðst hefur verulegur árangur
varðandi hækkun lægstu launa og
ný launatafla og tilfærslur í launa-
flokkum færa fjölmörgum einstakl-
ingum umtalsverðar kjarabætur,"
segir ennfremur.
Sáttur í
Ijósi aðstæðna
Hervar Gunnarsson, starfandi
varaformaður Verkamannasam-
bands íslands, sagði að hann væri
sáttur við niðurstöðu samninganna í
ljósi aðstæðna. Lengra hefði ekki
verið hægt að ná án mikilla átaka
og því hefði verið talið eðlilegt að
leggja þetta fyrir í atkvæðagreiðslu
meðal þeirra sem verið væri að
semja fyrir. Hann ætti von á því að
í heildina tekið yrðu samningamir
samþykktir. Það væri hins vegar
ekki óvanalegt að samningar væru
felldir í einstaka félögum, en von-
andi yrði það bara í undantekning-
artilvikum, ef um það yrði að ræða.
Hervar sagði aðspurður að það
væri alveg rétt að þetta væri tals-
vert langt frá því sem þeir hefðu
ætlað sér að ná fram, en það mætti