Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 44

Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 LISTIR Enn eru súl- ur í eldhúsi Það er ekki tjaldað til einnar nætur á 7 Reykjavíkursögusýningu Arbæjarsafns en sýningin byggist að stórum hluta á ára- langri rannsóknarvinnu safnsins á forn- leifum í Viðey og víðar, sögu Innrétting- anna, lausum minjum 19. og 20. aldar og byggingarsögu borgarinnar frá öndverðu fram til dagsins í dag. Þorvarður Hjálmarsson kynnti sér þessa athyglis- verðu sýningu. Frá sýningunni í Árbæjarsafni. Morgunblaðið/Jim Smart ÞAÐ kennir margra grasa á sýn- ingunni Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar sem sett er upp í samvinnu við Reykjavík - menn- ^ ingarborg árið 2000. Sýningin er sett upp í stærsta og tígulegasta húsi Arbæjarsafns, Lækjargötu 4, og þar inni gefur meðal annars að líta skála Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns og Hallveigar Fróðadóttur konu hans. Ingólfur er hærður vel og situr í rekkju sinni með öxi sína í höndum sér albúinn til afreka, en Hallveig er öllu frið- samlegri að sjá og bjartleitari. Skálinn er reistur samkvæmt til- tækum heimildum um líf og lifnað- arhætti fornmanna og á að gefa raunsanna mynd af híbýlum þessa goðsagnakennda fólks sem áhöld eru þó um að hafi nokkru sinni ver- ið til, segir Anna Lísa Guðmunds- dóttir, deildarstjóri fornleifadeild- ar. En eins og kunnugt er af Landnámu og íleiri ritum nam Ing- ólfur fyrstur norrænna manna land á Islandi. Hann setti bæ sinn niður í Reykjavík um 870 og staðfesta fornleifarannsóknir við Aðalstræti og Suðurgötu þá tímasetningu að sögn Önnu Lísu, en þær rannsókn- ir stóðu yfir frá 1971 til 1975 og juku mjög við þekkingu núlifandi manna á lifnaðarháttum og híbýl- um fommanna. I skála Ingólfs eru eftirlíkingar af ýmsum forvitnileg- um gripum svo sem kljásteina- vefstaður að baki Hallveigar en kljásteinavefstaður er nokkurs konar vefstóll sem heitir þessu skemmtilega nafni; sjálf heldur Hallveig á hræl í hendi sem hún hefur sjálfsagt notað við vinnu sína við vefstaðinn. Þá eru þarna til sýnis áhöld sem duga myndu til að reisa slíkan skála i dag og eftir- líkingar af áhöldum sem notuð voru á níundu öld. Áhöldin er mörg hver undarlega nútímaleg og kunn- ugleg en þó er þarna skondinn tré- bor sem töluverða kunnáttu og kúnst hefur þurft til að nota. Skál- inn er enda allur smíðaður úr tré og settur saman með trénöglum að fornum sið og sá Gunnar Bjarna- son um þá vinnu. Skjöldur Ingólfs hangir á vegg rauður á lit en í Sögu Eiríks rauða segir frá því að menn hafi lyft upp rauðum skjöld- um vildu þeir efna til ófriðar en hvítum ef þeir fóru með friði um héruð. Smávaxnir fornmenn Gína Ingólfs er 1,72 sentímetrar á hæð en að sögn Önnu Lísu voru fornmenn þó heldur smávaxnari í raunveruleikanum en gínurnar eru hluti af leikmynd sem gefa á fólki tækifæri til að upplifa lífið við lang- eldana forðum daga. Það að lang- eldur er í skála merkir að skálinn er mannabústaður en ekki útihús. Leikmyndin er einkar sannfærandi og bæði skrýðast þau Hallveig og Ingólfur fötum að þeirra tíma hætti. Þá gefur að líta þarna meðai annarra sýningargripa síðu úr Hauksbók þar sem segir frá land- náminu. Ingólfur kom um vorið of- an af heiði og tók bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu að landi komið og bjó í Reykjavík. Þar eru enn súlur í eldhúsi, segir þar. Ingólfur og niðjar hans ná yfir tímabilið 874 til 1200 en næsti hluti sýningarinnar Víkin og Viðey spannar heldur lengra tímabil eða frá 1200 til 1750. Þá tekur tími Inntéttinganna við, en húsin sem reist voru fyrir ullarverksmiðju Innréttinganna mynduðu fyrsta vísi að þéttbýli í Reykjavík eins og alkunna er. Næsti hluti sýningar- innar fjallar um Verslun og hand- verk og þar á eftir fá stjórnsýslan og embættismennirnir sína umfjöll- un. A nítjándu öld hafði bæjarbrag- urinn í Reykjavík á sér danskan blæ. Efnameiri borgarar bæjarins réðu því sem þeir vildu ráða og tömdu sér gjarnan danska siði. Eins og vænta má féll þessi breytni þeirra ekki öllum frónbúum vel í geð og Reykjavík fékk það óorð á sig að vera hið mesta spillingarbæli þar sem þrifist bæði sollur, sukk og svínarí. Þá víkur sögunni að sjó- sókn og tómthúsmönnum svoköll- uðum en sjávarútvegur hefur löng- um verið mikilvægur þáttur í lífi höfuðstaðarbúa. A nítjándu öld voru fískveiðar aðalatvinnuvegur bæjarbúa og sjómenn og daglauna- menn nefndir tómthúsmenn. Þá breyttist svipmótið og bragurinn í Reykjavík allmikið því að á góðvið- risdögum var saltfiskurinn breidd- ur til þerris á stakkstæðum víða um bæinn. Þjóðhátíðin breytti ýmsu Höfuðstaður í nánd við nýja tíma er yfirskrift tímbilsins frá 1870 til 1918. Þjóðhátíðin 1874 breytti ýmsu fyrir byggðina í Reykjavík. I tilefni hennar var bærinn allur prýddur, götur breikkaðar, nýjar voru lagðar og lýstar. Torg var gert á Austurvelli með styttu eftir Thorvaldsen á því miðju og árið 1881 var Alþingishúsið reist við völlinn. Örar tækniframfarir og öfl- ugt menningarlíf stuðluðu að gróandi mannlífi. Tómthúsmenn- irnir fyrrnefndu tóku að reisa sér steinhlaðna bæi í stað torfbæjanna og Reykjavík öðlaðist annan brag. Um þann brag fjallar næsti hluti sýningarinnar sem nefndur er vél- væðing og sérhæfing, og lýsir tíma- bilinu frá 1918 til 1945. Þá erum við komin fram til nú- tímans, árunum frá 1946 fram til dagsins í dag. Lýst er í máli og myndum hvernig Reykjavík breyt- ist úr því sem næst ofvöxnu sveita- þorpi á árunum eftir stríð í þá einkabílavélvæddu borg sem hún nú er orðin. Eftir stríðslokin 1945 hóf nútíminn fyrir alvöru innreið sína í borgarlífið. Þjóðleikhúsið tekur til starfa árið 1950, Sinfón- íuhljómsveit íslands er stofnuð sama ár og lista- og menningarlíf eflist með hverju árinu sem líður. Ekki þykir lengur tiltökumál að borgarbúar bregði undir sig betri fætinum og litist um í heiminum, sýni sjálfa sig og sjái aðra og heim- sóknum erlendra manna til Reykjavíkur fjölgar jafnt og þétt. Listahátíð Reykjavíkur er haldin í fyrsta skipti árið 1970 og annað hvert ár upp frá því. Bjórinn breyt- ir ásýnd skemmtanalífsins og tölvubyltingin opnar umheiminn upp á gátt. í kjölfar þessa breytist æði margt og ný matarmenning setur svip sinn á veitingahúsin í borginni. Um allt þetta og miklu fleira má fræðast á þessari spennandi og að- gengilegu sýningu sem ber fag- mennsku í framsetningu gott vitni og þá ekki síður landlægri frásagn- argleði og forvitni um náungann, sem eins og við vitum hefur löng- um fylgt okkur Reykvíkingum, líkt og golan utan af Faxaflóanum. Sjá, morgun- stjarnan blikar blíð TÓNLIST Hásal i r KÓRTÓNLEIKAR Sönglög, kór- og orgelverk eftir m.a. Tallis, Pachelbel og Oliver Kentish (frumfl.), ásamt Magnificat eftir Monteverdi. Þórunn Guðmundsdóttir sópran; Kári Þormar, orgel; Kammerkór Hafn- arfjarðar u. stj. Helga Bragasonar. Einsöngvarar meðal kórfélaga: Ingiríður Olgeirsdóttir (S), Eyjólfur Eyjólfsson, Guðmundur H. Jónsson (T). Ljóðaupplestur: Harpa Arnar- dóttir leikkona. Miðvikudaginn 12. apríl kl. 20.30. FURÐU gegnir hversu mismikið er lagt upp úr upplýsingahlutverki tónleikaskráa, og virðist engin regla ráða því hvað þyki of eða van. Skrá Kvennakórs Reykjavíkur um dag- inn var t.d. með þeim fyllri, þótt sleppti umfjöllun um verk og höf- unda, enda lögin mörg og flest af léttari meiði. Tónleikaskrá Kamm- erkórs Hafnarfjarðar fyrir sl. mið- vikudagskvöld var hins vegar harla fámál, þrátt fyrir að mörgu leyti for- vitnilegt og sjaldheyrt verkefnaval. Manni er þannig til efs að áheyrend- ur hafi verið með allt á hreinu um Tu lucis terminum eftir brezka end- urreisnartónskáldið Thomas Tallis, Totus tuus eftir Pólverjann Gór- ecki, þekkt tildrög að Song for At- hene eftir nútíma Bretann John Ta- vener eða verið þaulkunnugir Magnificat eftir Monteverdi, hvað þá hvort hugsanlega væri flutt í fyrsta sinn á Islandi. Um allt þetta þagði skráin þunnu hljóði og takm- arkaði sig alfarið við verktitla og höfundanöfn. Hvorki viðfangsefnin né meðferð þeirra virtust verðskulda slíkt tóm- læti. Hlustendur hlýtur að hafa blóðlangað að fá eitthvað að vita um a.m.k. eldri verkin, enda erfitt að ímynda sér áhugafólk um fornmúsík sem er 100% sama um sögulega um- gjörð hennar á okkar ólíku tímum. Ur því dagskráin var hugsuð út frá sameinandi þema, „Maríusöngvar/ Maríuljóð", hefði vel mátt vænta smápistils af því tilefni. Auk þess sem einn helzti helgidagur Maríu meyjar, boðunardagurinn (25. marz), rann upp ekki alls fyrir löngu og kórónaðist í lokaatriðinu, hinu 26 mínútna löngu Magnificati Mont- everdis við umfjöllunarefni sem Bach-unnendur þekkja mætavel frá samnefndu snilldarverki Sebastians og meistaralegri kantötu hans „Wie schön leuehtet der Morgenstern". Dagskráin var fjölbreytt þrátt fyrir heildarþemað. Þar skiptust á 11 kórverk, 5 upplestursatriði, 3 orgelverk og 3 einsöngslög með org- el- eða píanóundirleik. Þórunn Jónsdóttir söng tvö Ave Maria. Hið stutta en snotra lag Þórarins Jóns- sonar kom mjög fallega út, og líka það eftir Sigurð Þórðarson, þótt styrkmunur á vandasömum hæðar- nótum lagsins og neðri legu væri helzti mikill. Hið frumlega Maríu- vers Karls O. Runólfssonar var af- burðavel flutt af þeim Þórunni og Kára, og sópraninn fór varfærnis- lega en þó vel með stórt hlutverk sitt á móti álíka hlédrægum kórsöng í Ave Maria Gunnars Þórðarsonar úr nýrri messu hans (ógetið í tón- skrá), auk þess sem framlag hennar í ein-, tví- og þrísöngsþáttunum í Magnificati Monteverdis var ein- lægt og tillitssamt við hina minna þjálfuðu einsöngvara úr kórnum. Kári Þormar lék undir á pósitífor- gel og píanó með kór og einsöng af öryggi og átti beztu tilþrif í Mont- everdi (ekki sízt í Quia respexit) og seinni Magnificat-fúgu Pachelbels í g, þótt vottaði fyrir smá stirðleika í þeirri fyrri (e-moll) og í Voluntary brezka miðbarokksmeistarans Maurice Greene. Upplestur leik- konunnar Hörpu Arnardóttur bætti að einhverju leyti upp söngtexta- leysi tónleikaskrár. Kammerkór Hafnarfjarðar er vaxandi sönghópur að gæðum, búinn prýðilegu söngfólki og skart- aði fyrirmyndargóðu raddjafnvægi, enda hlutfallið milli karla og kvenna þokkalega jafnt (10-14). Tónstaðan var yfirleitt í ágætu lagi, enda auð- heyrt að kórinn réð auðveldlega við jafnvel vandasömustu verkefni kvöldsins. Það kom því óneitanlega á óvart hvað tónninn í kórnum var víða dapur og gleðisnauður, að mað- ur segi ekki armæðufullur, þrátt fyrir upp til hópa fagnaðarverð til- efni söngtextanna. Boðunardagur Maríu meyjar telst varla meðal harmþrungnustu hátíðisdaga kirkjuárs, hvað þá að guðsmóðir þyki tragísk persóna í heild, enda þótt einstaka textar eins og Stabat mater dolorosa séu á hinn veginn. KH er að vísu fráleitt einn um þetta niðurlúta viðmót í hérlendu kór- starfi, og því ástæða til að minna enn og aftur á, að bros er ekki að- eins til augnayndis - það heyrist líka. Engu að síður tókst margt mjög vel hjá kórnum, t.d. Maríukvæði, litla perlan Atla Heimis, hið hómó- fóníska en ofurtæra Totus tuus eftir Górecki, svo og Song for Athene eft- ir brezka grísk-réttrúaða tónskáldið John Tavener - þrátt fyrir áðurget- inn depurðarsvip og fremur flatan sérhljóðaframburð. Sá háði einnig annars velheppnuðum frumflutn- ingi hins stutta en þokkafulla kór- verks Olivers Kentish, Tantum er- go, við latneskan texta, þar sem sérhljóðin hefðu sömuleiðis mátt vera opnari og kringdari. Fyrir kannski utan skort á breiðari mót- un, því slitrukennt portamentó kórsins hafði ákveðna tilhneigingu til að búta sönghendingar verksins í óþarflega smáar einingar. Magnificat Monteverdis var lang- stærsti biti dagskrár, nærri hálftími að lengd, og þakkai’vert framtak að kynna íslenzkum tónleikagestum þetta vafalítið fáheyrða verk frá öndverðum barokktíma, hafi það þá verið flutt hér áður. Heildaráferð verksins var tær og frumlegt leit- andi, og vakti athygli hvað ein- söngvarar kórsins fóru oft vel og stílhreint með hina mörgu einsöngs- þætti þess, kannski sérstaklega annar tenórinn. Kórstjórinn virtist fara bil beggja milli nútíma- og upp- runaflutnings og sleppti t.a.m. flestu tímatýpísku flúri eins og geit- artrillum. Þó að sumt hefði ugglaust mátt syngja hraðar (og glaðar), var söngur kórsins yfírleitt öruggur og skýr, nema helzt í loka-Gloríunni, sem varð svolítið þvögukennd. En hvað sem öllu líður bar viðfangsefn- ið vott um metnað og dugnað, og það er ekki amalegt veganesti ung- um kór á framaleið. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.