Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 47
MINNINGAR
+ Hólmfríður Berg-
þórsdóttir fædd-
ist að Krókum í Þor-
kelshólshreppi, V-
Hún. hinn 26. maí,
1914 . Hún lést á Sól-
vangi í Hafharfirði 5.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Elínborg Jó-
hannsdóttir og Berg-
þór Guðmundsson.
Þau skildu. Eftir
skilnað foreldra
hennar ólst hún upp á
Klömbrum V-Hún.
hjá Guðmundi Guð-
mundssyni föðurbróður sínum og
Helgu Þórarinsdóttur konu hans.
Eftir lát Guðmundar var Hólmfríð-
ur árin 1922-28 á Tittlingastöðum
(nú Laufás) Þverárhr., V-Hún. hjá
Helgu og fóstursyni hennar Áma
Guðjónssyni. Hún fór síðan að
Kaupangi í Eyjafírði með þeim, en
þaðan lá leiðin til Reykjavíkur.
Fríða, eins og hún var alltaf köll-
uð, giftist Þorsteini Agúst Jóns-
syni, f. 11. ágúst 1914, d. 9. nóvem-
ber 1966. Þorsteinn átti ættir að
rekja til Jámgerðarstaða í Grinda-
vík. Fríða og Þorsteinn eignuðust
þijár dætur: Elín, f. 6. ágúst 1939,
búsett í Reykjavík; Erla Jóna, f. 14.
Bóndarósin hennar Fríðu tengda-
móður minnar er að vakna af vetrar-
dvalanum. Fríða ræktaði blómin sín
undir húsveggnum í litla garðinum
sínum í Ásgarði. Bóndarósin bar af
öðrum blómum í garðinum. Fríða
þurfti að yfirgefa heimili sitt eftir að
sambýlismaður hennar til 25 ára
ágúst 1943, búsett í
Hafnarfirði, og Mar-
grét, f. 12 júlí 1948,
búsett í Bandaríkjun-
um. Bamabörnin era
fimm og barnabarna-
börnin fimm. Elín-
borg, móðir Fríðu,
var í heimili hjá
henni þar til hún lést
ríflega rn'ræð.
Upp úr 1970 tók
Fríða upp sambúð
með Sveini Sigurðs-
syni frá Siglufírði og
bjuggu þau saman
þar til hann lést
1966. Sveinn og Fríða vora mjög
samrýmd, höfðu ánægju af ferða-
lögum og áttu góð ár saman með-
an heilsan leyfði.
Fríða vann með heimilisstörfum
um ævina. Fyrir hjónaband vann
hún við sjúkrahúsið Hvítaband á
Skólavörðustíg. Hún tók heim
sauma og varð eftirsótt, hún vann
fyrir Alþingi við þrif í Þórshamri
og var vel liðin af alþingismönnum
sem hún kallaði strákana sína, hún
pijónaði lopapeysur fram á síð-
ustu ár.
Útfór Hólmfríðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Sveinn Sigurðsson lést árið 1996.
Fyrst kom Fríða á heimili okkar
Elínar og var það góður tími hjá okk-
ur öllum. Það var eitthvað svo indælt
að hafa hana. Það kom fyrir að Fríða
þyrfti að vera ein þegar við hjónin og
sonur okkar, Björn Þór, vorum að
heiman. Þar kom að hún datt og lær-
brotnaði og ljóst varð að betra yrði
fyrir hana að vera á sjúkraheimili.
Hún fékk inni á Sólvangi í Hafnar-
firði og þar leið henni vel enda er þar
frábært starfsfólk sem hugsaði vel
um hana. Á það fólk bestu þakkir
skildar.
Garðurinn í Ásgarði fór í hálfgerða
órækt og enginn bjó í húsinu í heilt
ár. Það varð að samkomulagi við hin-
ar dætur Fríðu, þær Erlu og Mar-
gréti, að við Elín flyttumst í Ásgarð.
I stað þess að hlúa að blómunum
hennar Fríðu undir húsveggnum,
voru þau nú tekin upp og þau sett ut-
ar í garðinn. Þar voru þau látin dúsa í
heilt ár á meðan gerður var trépallur
með tilheyrandi skjólveggjum fast
upp að húsveggnum. Þar sem enn
leyndist líf með bóndarósinni var
hún nú sett í veglegt leirker og flutt
inn í skjólgarðinn. Og viti menn, í
sumar sem leið kom hún með eitt
stórkostlega fallegt blóm sem ég
færði Fríðu að sjúkrabeði hennar á
Sólvangi. Þá brosti hún blítt.
Fríðu kynntist ég fyrst í kringum
1973. Þá var hún orðin ekkja, frá ár-
inu 1966, eftir mann sinn Þorstein
Ágúst Jónsson, en þau hjón höfðu
eignast dæturnar þrjár þær Elínu,
Erlu Jónu og Margréti. Elín bjó þá
hjá móður sinni í Ásgarði með börnin
sín tvö, þau Elísu Olöfu og Þorstein
Ágúst. Um svipað leyti hafði Fríða
kynnst sambýlismanni sínum Sveini
Sigurðssyni. Sveinn var togarasjó-
maður á þessum árum, greinilega
mikill dugnaðarmaður. Fríða bjó
honum gott heimili og Sveinn fór í
land og fór að vinna í Áburðar-
verksmiðjunni en hann var vélvirki
að mennt. Þau vora höfðingleg hjá
þeim matarboðin í Ásgarðinum.
Fríða verður jarðsett í gamla
kirkjugarðinum við Suðurgötu og á
leiði hennar mun blómstra í sumar
og næstu sumur hennar fallega
bóndarós.
Jón H. Björnsson.
HÓLMFRÍÐUR
BERGÞÓRSDÓTTIR
ANNA
SIGRÚN WIIUM
KJARTANSDÓTTIR
+ Anna Sigrún Wii-
um Kjartansdótt-
ir fæddist í Hvera-
gerði 19. mars 1972.
Hún lést á Rigens-
sjúkrahúsinu í Stav-
anger 25. mars síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Hveragerðiskirkju
12. apríl.
Mig langar til að
minnast kærrar vin-
konu minnar, Önnu
Sigrúnar Wiium
Kjartansdóttur. Anna var fyrsta
vinkona mín, við kynntumst fjög-
urra ára gamlar á leikskólanum í
Hveragerði. Anna þekkti staðinn
svo vel því Stebba frænka hennar
var fóstra þar, hún sýndi mér leik-
skólann og leiktækin og upp frá því
passaði hún alltaf vel upp á mig.
Við áttum góða æsku í Hveragerði.
Anna var alltaf uppfinningasöm og
hugmyndarík og við gátum dundað
okkur endalaust sam-
an. Þegar við vorum
fjórtán ára segir Anna
mér að hún og fjöl-
skylda séu að flytja til
Noregs, ég man enn
þann dag í dag skýrt
hvar við vorum stadd-
ar þegar hún tilkynnti
mér að hún væri að
fara. Ég reyndi að
sjálfsögðu að telja
henni hugarhvarf því
ekki vildi ég missa
bestu vinkonu mína til
Noregs en auðvitað
réð ég engu um það.
Við héldum auðvitað sambandi,
skrifuðum hvor annarri löng bréf,
ég heimsótti hana til Noregs og
hún kom til íslands. En það sem
var einkennandi, var að alltaf þeg-
ar við hittumst, þó að bréfaskriftir
dyttu stundum aðeins niður, þá var
alltaf allt óbreytt á milli okkar.
Anna var mjög hæfileikarík
stelpa og skapandi. Þegar við vin-
konurnar vorum unglingar vildum
við allar verða fatahönnuðir en
Anna Sigrún var sú eina sem stóð
við það og lærði fatahönnun í Ósló.
Anna var einstaklega smekkvís og
var alltaf mjög smart.
Ég frétti um jólin 1998 að Anna
væri komin með krabbamein og
þegar hún skrifaði mér um það þá
gerði hún ekki mikið úr sínum
veikindum þó að þau væru alvarleg
og bar ekki vott um sjálfsvorkunn.
Reyndar fékk hún mig til að trúa
með bjartsýni sinni að hún væri
ekki svo veik sem raun bar vitni.
Það var mér og Patrick ómetanlegt
að fá að hitta Önnu og Chris um
síðustu jól, sérstaklega að sjá hvað
hún átti góðan unnusta. Það var
ekki fyrr en ég sá hana með eigin
augum að ég gerði mér grein fyrir
hvað hún var í raun og veru mikið
veik en henni tókst að blekkja mig
næð bjartsýni sinni og gleði.
Ég minnist yndislegrar stelpu
með söknuði í hjarta en minning
hennar á eftir að lifa áfram sér-
staklega þegar skoðaðar eru gaml-
ar myndir af okkur. Eins og Anna
Sigrún skrifaði mér einu sinni:
„Vinur er það besta sem þú getur
átt og það besta sem þú getur ver-
ið.“
Ég votta Chris og fjölskyldu
Önnu mína dýpstu samúð. Megi
Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar.
Megi Guðs englar vaka yfir þér,
Anna mín.
Hrafnhildur Linda.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
ANNA VIGDÍS ÓLAFSDÓTTIR,
Miðleiti 7,
Reykjavík,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mið-
vikudaginn 12. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 25. apríl kl. 13.30.
Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir, Kristinn R. Gunnarsson,
Anna Vigdís Kristinsdóttir,
Baldvin J. Kristinsson,
Ragna S. Kristinsdóttir.
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
HALLDÓRS BACHMANN,
Grænumörk 5,
Selfossi,
fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
15. apríl kl. 15.30.
Anna Marfa Guðmundsdóttir,
Fjóla Bachmann, Vígsteinn Gíslason,
Guðlaug Bachmann, Þórhallur Árnason,
Rósa Bachmann, Sigurgeir Aðalsteinsson,
Inga Lára Bachmann, Ólafur Haraldsson,
Jónfna Bachmann, Eyþór Geirsson,
Halldór Bachmann, Hanna Guðbjörg Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Systir okkar og frænka,
KRISTÍN RÓBERTSDÓTTIR
frá Sigríðarstöðum
í Ljósavatnsskarði,
sem andaðist sunnudaginn 9. apríl sl., verður
jarðsungin frá Hálsi í Fnjóskadal laugardaginn
15. apríl kl. 14.00.
Arnfríður Róbertsdóttir,
Kristján Róbertsson,
systkinabörn og aðrir ástvinir.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ERNST P. SIGURÐSSON,
Grænumörk 3,
Selfossi,
sem andaðist miðvikudaginn 5. apríl. verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn
15. apríl kl. 13.30.
Kristín M. Sigurðsson, Einar L. Gunnarsson,
Margrét Sigurðsson, Baldur Jónasson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Raftahlíð 23,
Sauðárkróki,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. apríl kl. 14.00.
Jens Kristjánsson,
Sigríður Jensdóttir, Emil Hauksson,
Guðmundur Jensson, Sigríður Stefánsdóttir,
Erlingur Jensson, Line-Maria Hansen
og barnabörn.
+
Bróðir okkar og vinur,
INGIMUNDUR H. KRISTJÁNSSON
frá Svignaskarði,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 15. apríl kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Dval-
arheimili aldraðra, Borgarnesi.
r*-
Vandamenn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall bróður okkar,
SIGURBJÖRNS GUÐLAUGSSONAR.
Sérstaklega þökkum við þá miklu og margvíslegu aðstoð, hjálpfýsi og
góðvild er okkur var sýnd. Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd systkina hins látna,
Lilja Guðlaugsdóttir,
Georg Guðlaugsson.
r