Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 49
MINNINGAR
BALDVINA
MAGNÚSDÓTTIR
+ Baldvina Magn-
úsdóttir fæddist á
Siglunesi við Siglu-
íjörð 21. aprfl 1925.
Hún lést á Landspíta-
lanum í Fossvogi
hinn 8. aprfl síðastlið-
inn. Baldvina var elst
barna hjónanna
Magnúsar Baldvins-
sonar bónda á Siglu-
nesi og konu hans
Antoníu Erlendsdótt-
ur. Systkini Baldvinu
eru: Erla Guðlaug, f.
16. maí 1926, búsett á
Akureyri; Haraldur,
f. 26. nóvember 1927, búsettur á
Akureyri; Guðmundur, f. 24. febr-
úar 1929, búsettur á Akureyri;
Erlendur, f. 21. október 1930, bús-
ettur á Egilsstöðum; og Hreinn, f.
20. maí 1932, búsettur í Reykja-
vík;
Árið 1957 giftist Baldvina eftir-
lifandi eiginmanni
sínum Snæbirni
Pálssyni slökkviliðs-
manni, f. 12. ágúst
1924. Þau eignuðust
tvo syni. Þeir eru: 1)
Magnús, f. 31. mars
1958, maki Ingibjörg
Sigurðardóttir, f. 12.
júní 1958. Dóttir
þeirra er Sigrún
Birna, f. 22. maí
1979, sambýlismað-
ur Hörður J. Hall-
dórsson, f. 29. sept-
ember 1974. 2) Páll,
f. 25. mars 1962,
maki Guðrún Dóra Gísladóttir, f.
9. september 1963. Börn þeirra
eru a) Daði Snær, f. 3. febrúar
1988. b) Arna, f. 19. nóvember
1989.
Útför Baldvinu fer fram frá Ar-
bæjarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Ég hitti Baldvinu fyrst fyrir rétt-
um 16 árum. Þá áttaði ég mig ekki á
hversu mikils virði þessi ágæta kona
ætti eftir að verða mér. Ég man, að
ég horfði stíft á háralitinn og mig
grunaði að einhver hjálparefni hefðu
verið notuð til að styrkja þennan
hrafnsvarta lit. Auðvitað var það vit-
leysa í mér. Baldvina kom til dyr-
anna eins og hún var klædd, hún
þurfti enga hjálp við það. Hún var
alltaf hrein og bein.
Seinna, þegar við fluttum í hverfið
með bömin okkar tvö, kom það betur
í ljós hversu dýrmætt það var að eiga
hana að og hafa hana í nágrenninu.
Daði Snær og Arna rötuðu ung heim
til ömmu og afa í Árbænum. Það var
líka allt í lagi að taka nokkra vini eða
vinkonur með. „Verið þið velkomin,“
var ævinlega kveðjan á dyrapallin-
um. Þar var alltaf tími til að hlusta
þegar létta þurfti á hjartanu og ein-
hver til að þurrka tár af hvörmum
þegar útaf bar. Þar var alltaf eitt-
hvað gott í svanginn, pönnukökur,
partar og fleira nútímalegra góðgæti
á boðstólum sem kætti.
Hún sagði mér oft fréttir af stór-
fjölskyldunni. Oft um konumar, þær
em svo duglegar. Ég skynjaði þá
hversu mikla virðingu hún bar fyrir
þeim sem nýttu sér tækifærin sem
bjóðast í lífinu. Hún hafði ekki sömu
tækifæri og við en horfði yfir öxlina á
okkur sem yngri eram og samgladd-
ist þegar vel gekk. Barnabömin þrjú
vom henni hjartfólgin, í þeim sá hún
framtíðina og lagði mikið á sig til að
fylgjast með þeim.
Skyndilega, eins og hendi sé veif-
að, er hún farin á vit æðri máttar-
valda. Eftir sitjum við hnípin en
þakklát fyrir það sem var.
Þakka þér fyrir samfylgdina og
hvíl þú í friði, Baldvina mín.
Guðrún Dóra Gísladóttir.
Það ríkir sorg í hugum okkar syst-
kinanna þegar við setjumst við að
skrifa minningarorð um Böldu foð-
ursystur okkar. Við höfðum öll gert
ráð fyrir því að fá að njóta samvista
við hana miklu lengur og veikindi
hennar komu okkur mjög á óvart.
Hún greindist með alvarlegan sjúk-
dóm í lok mars og tveimur vikum síð-
ar var hún öll. Missir okkar allra er
mikill en mestur er þó missir Snæ-
bjamar, lífsfömnautar hennar og fé-
laga í yfir fjörutíu ár. Fyrstu minn-
ingar okkar systkinanna um Böldu
tengjast summm bemskunnar.
Aldrei brást það að þau Snæbjörn
kæmu norður í sumarfríinu, fyrst til
að heimsækja ömmu sem þá bjó á
Akureyri en síðar til að heimsækja
systkini sín og stækkandi fjölskyldur
þeirra eftir því sem árin liðu. Þessar
heimsóknir vora mikil tilbreyting
fyrir okkur krakkana og þeim fylgdu
bæjarferðir, súkkulaðidrykkja og
bíltúrar á þeim árum sem ekki áttu
allir bíl og nýnæmi var að bíltúram.
Það var heldur ekki slæmt að eiga
frænku í Reykjavík þegar þar kom
að við systkinin vorum orðin nógu
gömul til að fara í heimsóknir suður.
Það þótti ekki tiltökumál hjá þeim
hjónum að hýsa krakka frá Akureyri
í nokkra daga á Brávallagötunni, þó
að ekki væra margir fermetrarnir á
mann, þar sem þau hjónin bjuggu í
tveggja herbergja íbúð með tvo
stælta smágutta. Það var bara búið
um gesti í stofunni og trúlega hafa
gistinætur þar á ári slagað upp í
meðalnýtingu á hótelherbergjum
borgarinnar. Seinna fluttu þau svo í
Hraunbæinn og amma með þeim og
þó það þætti langt í burtu var stór-
fjölskyldan ekki lengi að gera þann
stað að miðpunkti Reykjavíkur.
Þangað lágu leiðir okkar allra þegar
suður var haldið og þangað var ætíð
gott að koma.
Þegar við systkinin fóram eitt af
öðra að flytjast til Reykjavíkur til
náms og starfa var gott að eiga
frænku eins og Böldu. Hún var boðin
og búin að hjálpa á alla lund og
styðja okkur í lífsbaráttunni. Þannig
ræktuðu þau hjónin áram saman sín-
ar eigin kartöflur en því fór víðsfjarri
að sú ræktun hafi eingöngu miðast
við eigin þarfir heldur voru þau í sí-
felldum ferðalögum um alla borg
með kartöflupoka að rétta ungum
námsmannafjölskyldum.
Balda var alla tíð mikil hannyrða-
kona og heimili hennar prýddu fal-
legir útsaumaðir stólar, skemlar og
skilirí. Hún lagði stund á postulíns-
málun áram saman og rötuðu falleg-
ir munir til okkar, vandamanna
hennar, þegar tilefni gáfust. Prjón-
arnir léku líka í höndunum á henni
og yngri prjónakonum í fjölskyld-
unni þótti gott að leita ráða hjá henni
um pijónles sem leit einhvernveginn
allt öðravísi út en á myndinni í blað-
inu. Þannig munum við minnast
Böldu, alltaf tilbúin að aðstoða og
gefa ráð, alltaf í hlutverki veit-
andans. Við systkinin og fjölskyldur
okkar viljum senda Snæbirni og son-
um þeirra, tengdadætram og bama-
börnum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jóna, Magna, Guðmundur
Baldvin og Rannveig Antonía
Guðmundsböm.
KIRKJUSTARF
Safnaóarstarf
Helgihald í
Langholts-
kirkju í
dymbilviku
MARKMIÐIÐ er að gefa þeim sem
vilja kost á að nálgast atburði kyrra-
viku og páska með daglegri kirkju-
göngu og sameiginlegri íhugun.
Þátttakendur sækja helgihald í sinni
sóknarkirkju á hefðbundnum tímum
en koma auk þess saman til sameig-
inlegrar bænagjörðar í Langholts-
kirkju. Umsjón með helgihaldinu
hefur sr. Kristján Valur Ingólfsson
ásamt sóknarpresti, djákna og org-
anista Langholtskirkju.
Dagskráin í Langholtskirkju:
Laugardagur 15. aprfl kl. 18.
Komið er saman til messu laugar-
daginn fyrir pálmasunnudag klukk-
an 18 í Langholtskirkju.
Grandvöllur messunnar og guð-
spjall hennar er undirbúningur Jesú
fyrir ferðina til Jerúsalem sam-
kvæmt Jóhannesarguðspjalli:
Smurningin í Betaníu.
Eftir að hafa neytt kvöldmáltíðar-
innar geta þau sem vilja gengið að
Bústaðakirkju þar sem hlýtt verður
á lestur píslarsögunnar samkvæmt
Matteusi.
Gönguferðin hefur margþættan
tilgang. Hún færir þátttakendur enn
nær þeirri ferð sem Jesús leggur
upp til fyrst í stað gangandi til Jer-
úsalem, hún minnir á orð Jesú: Fylg
þú mér. Hún minnir á píslargöngu
margra í fylgd hans og hún er sýni-
legt tákn um að við erum á leið til að
minnast atburðanna framundan um
leið og þeir gerast.
Pálmasunnudagur 16. aprfl kl.
20.30. Þátttaka í helgihaldi safna-
ðanna.
Messa í Langholtskirkju kl. 20.30,
með vígslu pálmaviðargreina og heil-
agri kvöldmáltíð - sérstaklega fyrir
þau hvar fyrri hluti dagsins fer í
fermingar.
Mánudagur 17. aprfl kl. 18.
Bænagjörð og ritningarlestrar í
Langholtskirkju.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður
Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt
verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar.
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri.
stmi 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Baldur Bóbó
Frederikseti
útfararstjóri.
sími 895 9199
Langholtskirkja
Þriðjudagur 18. aprfl kl. 20.30.
Skriftaguðsþjónusta í Langholts-
kirkju (guðsþjónusta með almennum
skriftum).
Áminning til iðranar og fyrirheitið
um fyrirgefninguna. Álmennar
skriftir.
Eftir að hafa gert játningu sína í
hljóði frammi fyrir augliti Guðs, og
játað hina sameiginlegu játningu
geta þau sem vilja gengið fram og
tekið á móti fyrirgefningu Guðs í af-
lausninni.
Hallgrímskirlqa. Lestur Passíu-
sálma kl. 12.15.
Langholtskirkja. Langholtskirkja
er opin til bænagjörðar í hádeginu.
Kyrrðar- og fyrirbænastund er kl.
12-12.30, orgelleikur og sálmasöng-
ur. Eftir kyrrðarstundina er létt
máltíð í boði í safnaðarheimili
kirkjunnar.Verð veitinga er 500
krónur.
Opið hús er fyrir alla aldursflokka
kl. 11-13. Kaffi er alltaf á könnunni,
gott er að hittast og spjalla saman.
Síðan er heilsupistill, létt hreyfing,
kristin íhugun og slökun. Kl. 12 er
gengið til kyrrðar- og fyrirbænar í
kirkjunni. Eftir kyrrðarstundina
sameinast starfsfólk kirkjunnar,
sjálfboðaliðar og kirkjugestir yfir
kærleiksmáltíð. Lestur Passíusálma
er kl. 18.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif-
un fyrir böm. Hjónanámskeið kl. 20 í
umsjá prestshjónanna er fullbókað,
en annað er á döfinni bráðlega og
fólki frjálst að skrá sig hjá sóknar-
presti.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna. Trú
og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar-
stund.
Ffladelfía. Unglingasamkoma kl.
20.30. Mikill og hress söngur. Allir
hjartanlega velkomnir.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11.
IBlomialb'iuom
v/ FossvogsUirkjwga>A
Sími. 554 0500
Allir velkomnir. Á morgun er Þórdís
Malmquist með prédikun og Stein-
þór Þórðarson með biblíufræðslu.
Bama- og unglingadeildir á laugar-
dögum. Súpa og brauð eftir sam-
komuna.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 13 æfing hjá Litlum lærisveinum.
Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli
kl. 14.
Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- a
skólinn í Mýrdal er með samverur á "
laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík-
urskóla.
Frelsið, kristileg miðstöð. Bæn-
astund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld
fyrir unga fólkið kl. 21.
Sjöunda dags aðventistar á Is-
landi:
Aðventkirkjan, Ingúlfsstræti:
Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón-
usta kl. 11.15. Ræðumaður Jón Hjör-
leifur Jónsson.
Safnaðarheimili aðventista,
Blikabraut 2, Kefiavík: Söfnuðurinn
heimsækir Reykjavfloirsöfnuð.
Safnaðarheimili aðventista,
Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Alda Baldursdóttir.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Orville Woolford.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu-
maður Jóhann Grétarsson.
Ferming
Ferming í Úlfljótsvatnskirkju 16.
aprfl kl. 14. Prestur sr. Rúnar Þór
Egilsson. Fermdir verða:
Freyr Snæbjömsson,
Úlfljótsvatni, Grafningi.
Hendrik Tómasson,
Brúarási, Grímsnesi.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró-og greiðslukortaþjónusta
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
’ A V sólarhringinn.
i w)
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.