Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 53

Morgunblaðið - 14.04.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 53 UMRÆÐAN Hjarta- og æðasjúkdómar og sýkingar HJARTA- og æða- sjúkdómar eru algeng- ir sjúkdómar en það hafa þeir ekki alltaf verið. Fyrir miðja 20. öldina jókst nýgengi þessara sjúkdóma á Vesturlöndum en síð- ustu áratugi hefur hins vegar dregið úr ný- gengi þeirra á ný. Ymsar skýringar hafa verið gefnar á þessu svo sem bætt læknis- meðferð, aukin hreyf- ing, bætt mataræði og minni reykingar. Á það hefur hins vegar verið bent að útbreiðsla hjarta- og æðasjúkdóma líkist einna helst langdregnum faraldri smit- sjúkdóms. Jafnframt hefur verið bent á að farið hafi að draga úr Sjúkdómar Margt bendir til þess, segir Haraldur Briem, að skýringar á hjarta- og æðasjúkdómum, sem meðal annars geta leitt til kransæðastíflu og heilablóðfalla, séu fjölþættar. þessum faraldri um það leyti sem neysla sýklalyfja varð almenn. Á undanförnum árum hafa margar rannsóknir rennt stoðum undir þessa skoðun. Ymsar viðvarandi sýkingar tengjast hjarta- og æða- sjúkdómum með marktækum hætti. Sá sýkingavaldur sem helst tengist þessum sjúkdómum er Chlam- ydia pneumoniae en það er algeng baktería sem veldur sýkingum í öndunarvegi og upp- götvaðist fyrst árið 1986. Pað er vitað að bakterían getur tekið sér bólfestu í æða- veggjum og valdið þar bólgusvörun sem síðan leiðir til útfellingar kólesteróls og annarra efna í veggnum. Þá getur viðvarandi bólga í líkamanum leitt til þess að ýmsir þekktir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma komi fram eins og hækkun á blóðfitu. Talið er hugsanlegt að sýking geti magnað bólgu í kalkútfellingu í æðavegg sem var þar fyrir af öðr- um ástæðum. Ýmsir aðrir sýkinga- valdar sem tengjast hjarta- og æða- sjúkdómum með svipuðum hætti og Chlamydia pneumoniae eru cytom- egalóveira og Helicobacter pylori, baktería sem þekkt er af því að valda magabólgu og magasári. Þannig bendir margt til þess að skýringar á hjarta- og æðasjúk- dómum sem meðal annars geta leitt til kransæðastíflu og heilablóðfalla séu fjölþættar. Mikilvægt er að allir hugsanlegir áhættuþættir séu rannsakaðir með opnum huga. Þeim sem áhuga hafa á að afla sér frekari þekkingar á tenglsum sýkinga við hjarta- og æðasjúk- dóma skal bent á eftirfarandi grein: Muhlestein, J.B.: „Chronic in- fection and coronary artery dis- ease“. Medical Clinics ofNorth Am- eríca 2000; 84: 123^8. Höfundur er sóttvarnarlæknir. Haraldur Briem ÞITT FE Maestro hvarsem ÞÚ ERT 1 1 Iri i iv\ Kimi m Rl U U lUH 'U l'l k! \\l>1 l 1 11 K 1 IVMOk I \|>|\t, I u m I I \l I K|> Helena Rubinstein kynnir: Varaiit þar sem styrkieiki litarefna og perlugljáa er þéttari og meiri en í heföbundnum varalit. Lauflétt áferð - 24 frábærir litir. Glæsilegur kaupauki. Kynning í dag og á morgun, laugardag. H Y t>rti G E A iirn rt r,< (itn Laugavegi 23, sími 511 4533.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.