Morgunblaðið - 14.04.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.04.2000, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Er þetta heilbrieft? NÚ Á dögum þykir ekki tíðindum sæta þótt börn, unglingar og full- orðið fólk hreyfi sig ekki svo dögum skipti. Þennan fylgifisk nútím- ans, hreyfingarleysið, má tengja við mörg þau mein er hrjá okkar í dag og okkar björtu fram- tíð. Nægir þar að nefna niðurstöður úr heil- brigðiskönnunum síð- ustu misseri um offitu Islendinga. Flestir þeir þættir er við bjóðum bömunum okkar upp á eru tengdir hreyfingarleysi. Má þar nefna tölvur, myndbönd, bíósýning- ar, leiktækjasali og tíðar bílferðir tengdar daglegum viðburðum. Ekk- ert af þessum þáttum getur þó flokk- ast undir óheilbrigði ef hófs er gætt og aðrir heilbrigðari þættir fylgja. Það er aftur spurning hveijir eru þeir þessir heilbrigðu þættir, hver á að skipuleggja þá og hvemig? Heilbrigður lifstíll Heilbrigður lífsstíll er bundinn af viðhorfum og lífsmynstri einstak- ggr lingsins sem inniheldur m.a. samspil hreyfingar, næringar, líkamsbeiting- ar, svefns og félagslegra þarfa. Hver er sinnar gæfu smiður og ber ábyrgð á sinni heilsu þegar líður að fullorðinsárum. Bamæskan og ung- lingsárin era mótunarár hvað varðar lífsstfl og viðhorf til heilbrigðis. Fræðsla um heilbrigðan lífsstfl er hverjum einstaklingi lífsnauðsyn til að geta hirt um líkama sinn og haft stjóm á heilbrigði sínu eins og hægt er. Þessi fræðsla hefur ekki verið markviss í skólakerfi okkar og er nú, JW á tímum nýrra viðhorfa og hnignandi heilsu með tilheyrandi velferðarsjúk- dómum, sjálfsögð þörf á úrbótum þar á. íþróttakennarinn hefur í flestum tilfellum besta innsýn í líkam- lega heilsu einstakl- ingsins og er því vel fall- inn til að veita fræðslu um heilbrigðan lífsstíl. Til þess að slíkt sé framkvæmanlegt þurfa fræðsluyfirvöld að vera tilbúin í eftirfarandi framkvæmdir: a) Fjölg- un kennslustunda í skólaíþróttum þ.m.t.sundi og/eða ann- arri hreyfiþjálfun og fræðslu um heilbrigðan lífstfl. b) Gefa út fræðsluefni í formi bæklinga um ýmsar hliðar heilbrigðis bama og unglinga bæði í formi nem- endahefta og kennarahandbóka. Lítum aðeins á þá þætti er böm og reyndar allir þurfa til að viðhalda heilbrigði. Hreyfíng Hreyfiþörf bama er mikil þótt hún sé misjöfn. Hlutverk hreyfingar er mikilvægt og margþætt. Hreyfing veitir bömum m.a. útrás og upplifun, styrkingu beina og liðamóta og al- mennt stoðkerfis líkamans, sterk samskipti og samvinnu úr hópleikj- um, aukið áræði og viljastyrk og betri líðan og ánægju. Hreyfing ætti að vera daglega í um 30-40 mínútur í senn. Regluleg hreyfing stuðlar að réttri líkamsbyggingu og eðlilegu vaxtariagi. Mataræði og næring Mikilvægur þáttur næringar er staðgóður, fjölbreyttur morgunmat- ur sem veitir bömum góðan byr í erli dagsins. Nesti og næring sem fylgir bömum í skóla verður að vera fjöl- breytt og helst innihalda fæði úr sem flestum fæðuflokkum. Varast ber sykurríka og sýramikla drykkjar- Hreyfingarleysi Skapa verður börnum okkar og imglingum svigrúm og umhverfí í þeirra daglega lífl, segir Arngrímur Viðar Ás- geirsson, og hvetja þau til að ástunda heilbrigða lífshætti. safa. Oft má finna orsakir óþols eða slappleika í fæðuvenjum bamsins, því þarf að taka saman hvað bömin okk- ar borða yfir vikuna til þess að gera sér grein fyrir orkumagni og næring- arinnihaldi fæðunnar í samanburði við ráðleggingar Manneldisráðs. Heilbrigð hreyfing handa öllum Skapa verður bömum okkar og unglingum svigrúm og umhverfi í þeirra daglega lífi og hvetja þau til að ástunda heilbrigða lífshætti. Það er hluti mannréttinda og einnig hluti okkar skólalöggjafar. Alls ber skólum landsins samkvæmt viðmiðunar- stundaskrá að hafa að lágmarki 3 stundir á viku til íþrótta, líkams- og heilsuræktai- á viku hverri. Fær bamið þitt það sem því ber í sínu um- hverfi? Iþróttakennarafélag Islands hefur meðal markmiða að vinna að auknu heflbrigði landsmanna. Við skulum gera okkar en það þarf meira til. Því ekki að byrja öll að gera það sem í okkar valdi stendur, fyrir æsku landsins og okkur sjálf í leiðinni. Hefl- brigð hreyfing handa öllum. Höfundur er formaður fþróttakenn- arafélags íslands. Menningarmál í Kópavogi ÍSLENSK menning hefur löngum liðið fyrir aðstöðuleysi og hús- ^ næðisskort. Fá hús hafa verið reist ein- göngu yfir listir og menningu í landinu. Þegar loksins hefur verið búið að koma þessum húsum upp hefur oft skort vilja og fé til að reka þau með metnaðarfullum hætti. Hér í Kópavogi höf- í um við staðið nokkuð vel að uppbyggingu þessara mannvirkja. Listasafn Gerðar Helgadóttur hefur haslað sér völl í menningarlífinu og hefur rekið mjög metnaðarfulla stefnu þar sem marg- — ar frábærar sýningar hafa verið sett- ^ ar upp. Nægir þar að nefna sýningu á verkum úr safni Þorvaldar og Ingi- bjargar sem var ein glæsflegasta ' sýning á seinni áram. Safnið hefur einnig verið notað nokkuð undir tón- leika þar til Salurinn kom í notkun og í kaffistofu þess hittist ritlistar- hópur Kópavogs reglulega. Með því að fella inn í nýbyggingu Tónlistarskóla Kópavogs glæsflegan tónleikasal af góðri stærð höfum við hér í Kópavogi búið glæsflega að tónlistarlífi hér í bænum og á höfuð- borgarsvæðinu. Þörfin fyrir sér- '-ff hannaðan sal af þessari stærð var orðinmjög brýn. Öllu því unga fólki sem stundar tónlistarnám er skapaður skemmti- legur vettvangur til þess að koma fram og spila. Auk þess hafa haldið í Salnum tónleika fjölmargir lista- menn og fyllt húsið hvað eftir annað. Aðsókn að Salnum sýnir þá þörf sem 0 var fyrir sal af þessari stærð og hve blómlegt íslenskt tónl- istarlíf er. Auk þess hefur Salurinn nýst fyrir ráðstefnur og samkomur af ýmsum gerðum. Skemmst er að minnast heimsmóts í hraðskák þar á dögun- um. Það er ekki nóg að byggja Hættan er hins veg- ar sú að þegar búið er að koma upp svo glæsi- legum húsum telji bæj- arfulltrúar að allt sé búið. Það er ekki nóg að byggja, menn þurfa líka að sýna reisn og stórhug við að reka þessi hús. Ef ekki er í þeim þróttmikið starf er til lítils að byggja. Kópavogsbær borgar á þessu ári um það bil 25 milljónir króna til reksturs þessara tveggja húsa, 20 milljónir til Listasafnsins og 5 mil- Ijónir tfl Salarins. í árbók sveitarfé- laga fyrir 1998 kemur fram heildar- framlag til menningarmála í krónum á hvern íbúa. Þar sést vel munurinn á framlögum Kópavogs í samanburði við sveitarfélög af svipaðri stærð. kr. á íbúa Kópavogur 3.200 Reykjavík 6.413 Hafnarfjörður 4.628 Akureyri 8.673 Ljóst er að Kópavogsbær hefur staðið sig nokkuð vel í að byggja en vantar viljann til þess að styðja menningarlífið á sama hátt og önnur sambærileg sveitarfélög. tírelt skipulag Með stýringu á þessum málaflokki fer lista- og menningarráð sem einn- Flosi Eiríksson ig stýrir málefnum bókasafnsins, náttúrafræðistofu og fleira. Þetta skipulag er úrelt og þarfnast endur- skoðunar við. Réttast væri að Lista- safnið fái sér stjórn og hlutverk lista- og menningarráðs verði endurskoð- að. Málefni bókasafnis era óleyst og Ijóst að löngu er orðið tímabært að huga að útibúi í nýju hverfum bæjar- ins í Kópavogsdalnum. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir náttúrafræðistofu í menningarmið- stöðinni í miðbænum. Eðlilegra er að reyna að koma henni fyrir í nánd við fjörur bæjarins, til að mynda við enda Urðarbrautar við Kópavoginn. Náttúrafræðistofan á að sinna rann- sóknum og vera fræðslu- og upplýs- ingasafn fremur en að en vera nátt- Uppbygging Allir bæjarfulltrúar verða að átta sig á því, segir Flosi Eiríksson, að það er ekki nóg að byggja húsin. Við verð- um að hafa metnað til þess að hafa í þeim þróttmikla starfsemi. úragripasafn í gamla stflnum. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði í menningarlífi í Kópavogi, hvemig staðan er, hvað má betur fara og hvað verður að laga. Allir bæjarfulltrúar verða að átta sig á því að það er ekki nóg að byggja húsin. Við verðum að hafa metnað til þess að hafa í þeim þróttmikla starfsemi. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að hugsa fram á veginn og taka höndum saman um að skapa frjótt og kraft- mikið menningarsamfélag fyrir alla Kópavogsbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi i Kópa- vogi. Góður grunn- ur að fram- haldsnámi Arndís Hulda Björk Vilhjálmsdóttir Halldórsdóttir SÍÐASTLIÐIN tvö ár hefur aðsókn að Menntaskólanum í Reykjavík minnkað. Grannskólanemar virð- ast hafa fengið þá flugu í höfuðið að Mennta- skólinn sé of þungur og frekar gamaldags. Sannleikurinn er sá að skólinn heldur fast í sínar hefðir og byggir reyndar orðspor sitt á þeim. Einnig leggur hann metnað sinn í að gefa ungu fólki traust- an grann til framhalds- náms og að veita því gott veganesti á leið sinni út í lífið. Ein af þeim náms- greinum sem undirrituðum hefur þótt hvað gagnlegust er félagsfræðin sem m.a. er kennd á nýmáladeild 1. Þetta tveggja ára félagsfræðinám hefur kennt okkur að líta heiminn öðram augum. Mikil áhersla hefur verið lögð á að nemendur skynji virkni þjóðfélagsins og hafa ýmis verkefni verið lögð fyrir okkur þar að lútandi. Snemma í haust hleyptum við af stokkunum okkar stærsta verkefni til þessa. Okkur var gefið tækifæri tfl þess að kynna okkur til- högun og framkvæmd skoðanakann- ana. Vegna umræðu um dræma að- sókn að Menntaskólanum fannst okkur áhugavert að kynna okkur við- horf útskrifaðra nemenda tfl skólans. Reglum samkvæmt settum við fram vinnutilgátu. Hún skyldi vera: „Nám til stúdentsprófs í MR er góð- ur grunnur til frekara náms.“ Þýðið var útskrifaðir nemendur úr Menntaskólanum á áranum 1989- 1998 en úrtakið, slembiúrtak, 10% þýðisins. Við framkvæmd könnunar- innar kom í ljós að af þessum 10% eða 272 einstaklingum vora 69 bú- settir erlendis. Því miður gafst okkur ekki kostur á að ná í þá svo að við stóðum uppi með 203 manna úrtak. Að lokinni nákvæmri undirbúnings- vinnu við spumingalista sóttum við skriflega um leyfi fyrir könnuninni hjá Tölvunefnd. Ekki þurftum við að bíða lengi eftir grænu ljósi frá þeim enda ekki um eldfimt mál að ræða. Þó var brýnt fyrir okkur að gæta persónuleyndar og virða aðrar settar reglur við gerð slíkra kannana. Framkvæmd könnunarinnar átti sér stað símleiðis í ágætu húsnæði íslenskrar miðlunar við Krókháls í febrúar síðastliðnum. Af þessum 203 Af úrtakinu, segja Arn- dís Vilhjálmsdóttir og Huida Björk Hall- dórsdóttir, höfðu þá 96% stundað nám að loknu stúdentsprófí. einstaklingum svöraðu könnuninni 122 sem er 60% svarhlutfall. Strax þá fengum við á tilfinninguna að vinnut- ilgáta okkar reyndist rétt, í það minnsta frá sjónarhomi þeirra sem við áttum tal við. Það var hins vegar ekki fyrr en mánuði seinna þegar við fengum tölvuunnar niðurstöður sem Að skjóta sig í fótinn FRÓÐLEGT var að sjá loksins grein frá Páli Magnússyni, frétt- astjóra Stöðvar 2 vegna túlkunar undir- ritaðs og Gallups á áhorfskönnun sem gerð var í janúar síð- astliðnum. Það verður að segjast eins og er að túlkun Páls er bæði rangsnúin og villandi og hann lætur alveg hjá líða að gera grein fyrir mikilvægum stað- reyndum sem þó liggja fyrir. Þar vegur þyngst að svokallaður „fyrri fréttatími Stöðvar 2 kl.18.55 hafði aldrei verið kynntur sem fréttatími, fyrr en í febrúar síð- astliðnum, eða einmitt á þeim tíma þegar ljóst var að fréttatími Sjón- varpsins hefði vinninginn hvað áhorf varðar. Það flokkast að sjálfsögðu ekki undir heiðarleika að reyna að breyta leikreglum að tapleik lokn- um. Það var og er greinilegt af við- brögðum Páls að það kom illa við hann að verða undir í þessari könn- un, svo illa, að hann sá ástæðu til að reyna að hafa áhrif á þær leikreglur sem gilda og hafa lengi gilt um þess- ar áhorfsmælingar. Hann gekk jafnvel svo langt að beita forsvars- menn Gallups þrýstingi til að fá sínu fram- gengt. Síðastnefnda at- riðið er alvarlegt og ekki nokkram manni sæmandi, allra síst fréttastjóra. Því er staðhæfingu Páls um áhrif undirritaðs á Gall- up vísað heim til föður- húsanna. Meginreglan í sam- starfi SIA og helstu fjölmiðla landsins er sú, að mæla dagskrárliði eins og þeir koma fyrir á almennum vettvangi. Á meðan fyrmefnd könnun var í gangi var svokallaður „fyrri fréttatími" aldrei kynntur öðruvísi en sem 19-20, bæði á Stöð 2 og í dagskrárblöðum. Undirritaður hefur lesið athuga- semdir frá Bendikt Jóhannessyni og Helga Tómassyni, sem Páll vitnar í. Þar kemur hvergi fram sú athuga- semd Gallups að svokallaður „fyrri fréttatími hafi hvorki verið kynntur né mældur sem slíkur og hafi þar af leiðandi ekki verið samanburðarhæf- ur við aðra fréttatíma. Þessari stað- reynd var greinilega haldið frá Þorsteinn Þorsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.