Morgunblaðið - 14.04.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 14.04.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ - ; ! 1 1 I « -i FRETTIR FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 59 Náði sambandi við Austur-Tímor ÍSLENSKUR radíóamatör, Þor- valdur Stefánsson, náði nýverið fjarskiptasambandi við Austur-Tím- or ásamt félaga sínum Ross Ballan- tyne frá Ástralíu. „Eftir margra mánaða skrif- finnsku og kynningarstarf tókst þeim að leysa öll formsatriði og fá leyfi til að starfrækja áhugamanna- stöðvar í landinu. Alþjóða fjarskipta- stofnunin úthlutaði Sameinuðu þjóð- unum forskeytinu 4W6 til að nota á Austur-Tímor, en það samsvarar TF fyrir ísland, OZ fyrir Danmörku o.s.frv. Radíóamatörar safna löndum líkt og frímerkjasafnarar, nema hvað þeir þurfa sjálfir að ná radíósam- bandi við landið. Það er svo staðfest með sérstöku póstkorti, svokölluðu QSL-korti, stöðvarinnar sem þeir hafa samband við. Á heimsvísu er mikil samkeppni milli amatöra um að ná sem flestum löndum, og núna kemst Austur-Tímor á blað sem nýtt land. Eftirspumin er því gífurleg, strax em tugir þúsunda amatöra um allan heim að berjast um að ná sam- bandi við Þorvald. Tengdadóttir- in sýnd^ í bíósal MÍR KVIKMYNDIN Tengdadóttirin (Névétska) verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 16. aprílkl. 15. Mynd þessi var gerð í Túrkmen- istan árið 1972. Leikstjóri er Khodj- akili Narlíév en með aðalhlutverkið fer Maia Aimedova. Þetta er ljóðræn mynd og gerist í Karakúm-eyði- mörkinni. Sagt er frá daglegu lífi gamals hjarðbónda og tengdadóttur hans en eiginmaður hennar hefur verið kallaður til herþjónustu og ekki komið aftur. Konan veit að hún á aldrei eftir að sjá mann sinn aftur, en heldur þó enn í vonina um að eitt- hvað óvenjulegt og óskýranlegt hafi komið fyrir manninn og að hann birt- ist óvænt heima einn daginn. Kvikmynd þessi hlaut sérstaka viðurkenningu á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Locamo á ítaliu á sín- um tíma. Skýringar á ensku. Að- gangur að kvikmyndasýningunni er ókeypis og öllum heimill, segir í fréttatilkynningu frá MÍR. Fagna skrefí tiljafnréttis FÉLAG einstæðra foreldra hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu til félagsmálaráðuneytisins: „Stjórn félags einstæðra foreldra fagnar því gæfu- og framfaraspori til jafnréttis sem hið nýja lagafrumvarp um foreldra- og fæðingaorlof er, fyr- ir hjón og sambýlisfólk. Stjómin mótmælir harðlega því misrétti að börn einstæðra foreldra njóti ekki samvistar foreldris síns í 9 mánuði, eins og böm hjóna. Stjómin telur þessa mismunun óá- sættanlega með hliðsjón af sömu þörfum og rétti allra barna til for- eldra sinna óháð þjóðfélagsstöðu þeirra." Reikisvæði Símans GSM í Bandaríkjun- um stækkar NÚ fjölgar enn þeim borgum og bæjum í Bandaríkjunum, þar sem viðskiptavinir Símans GSM geta ver- ið í sambandi. Miðvikudaginn 12. apríl, tók gildi reikisamningur Sím- ans við BellSouth, sem býður GSM 1900-þjónustu í Suður- og Miðaust- urríkjum Bandaríkjanna. BellSouth þjónar stærri þéttbýlis- Þorvaldur fékk kallmerkið 4W6MM og félagi hans 4W6UN. Það hefur íyrst og fremst komið í hlut Þorvaldar að svara eftirspuminni á stuttbylgjunni enda er hann óvenju fær í morsi. Mors nær betur í gegn en tal og er mjög skilvirkt við svona kringumstæður, Þorvaldur getur af- greitt nokkrar stöðvar á hverri mín- útu. Þorvaldur er starfsmaður Samein- uðu þjóðanna og grípur í amatörtæk- in í frítíma sínum. Ekki er ljóst hve lengi hann verður á Austur-Tímor, hann hefur verið sendur til alvarleg- ustu átakasvæðanna mörg undanfar- in ár eftir því sem þörfin á fjarskipt- um krefst. Radíóamatörar em fólk sem hefur þráðlaus fjarskipti og tæknina sem að þeim lýtur að tómstundagamni, og hefur auk þess lokið prófum hjá yfirvöldum sem veita sendileyfi og kallmerki. Nánari upplýsingar xná nálgast á heimasíðu félagsins ís- lenskir radíóamatörar, http:// www.nett.is/~tf5bw/ira/ira.html.,“ segir í fréttatilkynningu frá Islensk- um radíóamatömm. kjömum í 11 ríkjum, Texas, Louisi- ana, Mississippi, Indiana, Kentucky, Alabama, Georgíu, Tennessee, Norður og Suður-Karólínu og Flór- ída, þ.á m. áfangastað Flugleiða, Orl- ando, og fleiri vinsælum ferða- mannasvæðum. Til að nota þjónustuna þarf síma sem gerður er fyrir 1900-tíðnisviðið. Nokkrir slíkir em á markaðnum í dag, sem jafnframt era gerðir fyrir 900- og 1800-tíðni, sem notuð er í kerfi Símans GSM. Einnig er hægt að leigja síma fyrir 1900-tíðni í þjón- ustumiðstöð Símans í Armúla. Virkir reikisamningar Símans GSM era orðnir 137 talsins í 65 lönd- um. í síðasta mánuði urðu Liechten- stein og Kazakstan 64. og 65. landið, þar sem viðskiptavinir Símans geta notað GSM-símann sinn hindrunar- laust. Yfirlit um reikisamninga má sjá á vef Símans, www.gsm.is/utlond/ reiki.htm. Strandaganga í Hvalfírði FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir á sunnudaginn kemur 16. apríl til um 4 klst. strandgöngu í Hvalfirði og er brottfór kl.10.30 frá BSÍ. Gengið er á milli Hvammsvíkur og Brynjudalsvogar og verður byijað með göngu að Steðja eða Staupa- steini og minnt á vegagerð fyrri tíma. Skoðaðar verða minjar frá hemáms- áranum m.a. í Hvítanesi, skógrækt við Fossá, ljárrétt og brýr þannig að margt forvitnilegt ber fyrir augu í þessari ferð. Allir era velkomnir í ferðir Útivist- ar, en félagar greiða lægra fargjald og frítt er í dagsferðir fyrir 15 ára og yngri með foreldram sínum. Farar- stjóri verður Steinar Frímannsson. Mótmæla lokun fæðing- ardeildar SAMEIGINLEGUR fundur kvenfé- lagsins Nönnu og kvennadeildar SVFÍ Norðfirði sem haldinn var 3. apríl sl. mótmælir fyrirhugaðri lokun fæðingardeildar Heilbrigðisstofnun- ar Austurland í Neskaupstað í sum- ar. í áskoraninni segir ennfremur: „Með þessu er verið að skerða ör- yggi bamshafandi kvenna á Austur- landi þar sem ekki er sambærileg þjónusta í fjórðungnum þ.e.a.s. full- komin skurðstofa með sérfræðing- um á vakt allan sólarhringinn. Fundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands að hún endurskoði af- stöðu sína í þessu máli og með öryggi barnshafandi kvenna í huga.“ Tryggvi Jakobsson, útgáfustjóri Námsgagnastofnunar, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forsljóri Námsgagnastofnun- ar, Ólafur Loftsson, forstjóri Æskunnar og Helgi Grímsson, höfundur væntanlegs námsefnis. Námsefni í nátt- úrufræði boðið út NÁMSGAGNASTOFNUN hefur tekið tilboði Bókaútgáfunnar Æsk- unnar í gerð námsefnis í eðlis-, efna- og jarðvísindum fyrir miðstig grunnskóla. Um er að ræða þrjár margnota nemendabækur og kennsluleið- beiningar með þeim. Höfundur efnisins verður Helgi Grímsson. Reiknað er með að efnið komi út í áföngum en verði allt tilbúið til notkunar skólaárið 2001-2002. Handverks- markaður á Garðatorgi HANDVERKSMARKAÐUR verð- ur haldinn á Garðatorgi, Garðabæ, laugardaginn 15. apríl. Til sölu eru íslensk handverk en milli 40-50 aðilar sýna vörar sínar. Kl. 14 heldur Karlakórinn Þröstur opna æfingu á Garðatorginu. Losaðu þig við leifarnar og náttúran launar þér ríkulega! n Jarðfrerðartankur ** O • a.» J 1 • • >e >c — etnjold heimajardgerd Green Line Master er nýr jarðgerðartankur þar sem þú getur búið til verðmætan áburð úr matarleifum heimilisins og þeim garðaúrgangi sem fellur til. Þannig sparast verðmæti um leið og náttúrunni er hlíft. Tankurinn rúmar 375 lítra, ákaflega einfaldur í upp- setningu og er búinn til úr endurunnu plasti. Lífrænn rotnunarhvati, niðurbrjótanlegir bréfpokar og ílát fyrir matarleifar tryggja hratt og hreinlegt ferli. Tankurinn er einangraður og þú færð tilbúna moltu á innan við 12 mánuðum. Ráðgjöf, kynning og sala verður hjá Vistmönnum, Dugguvogi 19 á morgun laugardag frá kl.10 til 16. Allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.