Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 64

Morgunblaðið - 14.04.2000, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ . 64 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 Tilbodsverd Fallegir borðdúkar og servíettur i gjafakössum íppso I ii I ii(/ff b ti AI it APPELSÍNUHÚÐ Frábær árangur gegn appelsínu- húð. Sársaukalaus meðferð. Pantanasími 698 3600. j mCDGC3F=fSLJDin Stafrófsbolur Stærð: S, M, L, XL aðeins 700 kr. Hmbl.is —ALL7AT eiTTHVAO NÝTT~ 4 'v ÁRSFUNDUR Topptilboð af eldri gerðum Lloyd og Camel Verð 8.995,- oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 • Starf Vinnueftirlits ríkisins 1999 og stefnumótun til framtíðar Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins • Átaks er þörf í rannsóknum og vinnuvernd Kristinn Tómasson, yfirlæknir atvinnusjúkdómadeildar Vinnueftirlits ríkisins • Afhending viðurkenningar til fyrirtækis fyrir vinnuverndarstarf Páll Pétursson, félagsmálaráðherra • Veitingar Jakkatilbod frá krJ 3.990 ; Litir: Rauðir, svartir, lillabiáir, bleikir og bláir. Sími 561 3377 - Laugavegij55. • Ávarp Páll Pétursson, félagsmálaráðherra Vinnueftirlit ríkisins Vinnueftirlits ríkisins verður haldinn í dag, föstudaginn 14. apríl 2000, í funda- og ráðstefnusölum ríkisins í Borgartúni 6, Reykjavík, og hefst kl. 14 Dagskrá: • Fundarsetning Hilmar Kristjánsson, formaður stjórnar Vinnueftirlits ríkisins ÍDAG VELVAPNDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirfínnst einelti á vinnustöðum? MIKIÐ hefur verið rætt um einelti í skólum en er ekki líka til einelti hjá hin- um fullorðnu? Svo er og hefur verið lengi og það þarf sem allra fyrst að fara ofan í saumana á þeim málum, rannsaka hvort það sé áberandi meira á vinnustöðum þar sem kvenfólk er eingöngu starfandi eða þar sem karlmenn eru eða í blönd- uðum vinnuhópum. Eng- um getur duÚst að því fylgja mikil sárindi að verða fyrir aðkasti starfs- félaga sinna og vera stöð- ugt ýmist hrakinn út í hom eða hreinlega flæmdur úr strafi. Við vit- um ekki hvers vegna sumt fólk verður fyrir þessu en annað ekki. Bakgrunnur okkar og uppeldi er mis- munandi. Sum okkar koma kannski úr dreifbýli þar sem lítt þurfti að bíta frá sér og flytja í samfélag þar sem áreiti er meira. Við erum ekki öll jafndug- leg að bíta frá okkur. Eitt er góðlátlegt grín á vinnu- stað og annað illkvittni og kerskni. Þegar leikurinn er orðinn of grár þá heitir það einelti. Sá sem beitir einelti er oft miklu verr á sig kominn andlega og í raun mun veikari en sá sem verður íyrir eineltinu. Það ber vott um ákveðið hömluleysi að ofsækja annað fólk. Þessu hömlu- leysi verðum við að reyna að setja skorður. Stund- um eru það yfirmenn á vinnustöðum sem eru haldnir þessari áráttu og þá þorir enginn hvorki að æmta né skræmta. Það er alkunna að til eru þeir vinnustaðir sem eru hreinlega sýktir. Nýtt og nýtt fólk er hrakið úr starfi áður en það veit hvaðan á sig stendur veðr- ið. Enginn veit nákvæm- lega hvenær þessi sýking byijaði. Þetta verður að eins konar andlegri húsa- sótt. Stundum er hægt að laga þetta með því að kalla til faglært fólk. Við þurf- um öll aðhald og þegar við erum komin á villigötur verðum við að láta leið- rétta okkur. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni enda eingöngu ætlunin að gefa upp boltann í von um að lífleg umræða geti skap- ast um þetta vandamál. Andrúmsloft á vinnustöð- um er vandamál okkar allra og það er fleira mengun en gasleki eða hættuleg efni. Einelti er andleg mengun og á ekki að líðast. Guðrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Varúð eldhætta ÉG fór niður í Mjódd um daginn og sá þar tjald- auglýsingar og fór að skoða eitt tjaldið og i því var gaseldunartæki og fannst óforsvaranlegt að hafa ekki tækið utandyra. Ég vil brýna það fyrir ungu fólki að hafa eldun- artækin utan dyra í ferða- lagi. Erla Hauksddttir. Tapad/fundið Lyklar fundust FIMM lyklar á kippu fundust í Álfheimum fyrir stuttu. Upplýsingar í síma 553-7680. Gulleyrnalokkur týndist GULLEYRNALOKK- UR, hringur, týndist 11. apríl sl. á milli kl. 15-16 í Smáraverslun í Kópavogi. Ef einhver finnur eyrna- lokkinn, vinsamlegast skiMð honum á kassann hjá Rúmfatalagernum. Dýrahald Poodle-hundur fæst gefins FJÖGURRA ára gamall svartur poodle-hundur fæst gefins á gott heimili. Geltir aldrei og er mjög gæfur og góður. Upplýs- ingar í síma 698-2151. Kolur er týndur KOLUR er svartur köttur með hvítan blett á hægra fæti. Hann týndist frá heimili sínu í vesturbæn- um í Hafnarfirði laugar- daginn 8. apríl sl. Hann er með brúna ól með rauðu merki. Þeir sem hafa orðið hans varir eða vita hvar hann er, vinsamlegast hafið samband í síma 555- 4566 eða 892-5248. SKÁK llmsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik ÞESSI staða kom upp á mihi spænska alþjóðlega meistarans Francisco Alon- so Sanz, hvítt, (2410) og portúgalska kollega hans Antonio Femandes (2448) á móti í Elgoibar á Spáni und- ir lok síðasta árs. 28. Hxe6! Bxg5 28. ... fxe6 29. Bxg6 Hxf3 30. Dxh5 Bxg5 31. Dh7+ Kf8 32. Dh8+ Ke7 33. Dg7+ Kd6 34. Bxd4 og hvít- ur hefur óstöðvandi sókn. 29. Rxg5 fxe6 30. Bxg6 Re5 31. Dxh5? Hið einfalda 31. Bxh5 var mun betra þar sem 31. ... Hf5 gekk ekki upp sökum 32. f4 31. ... Dxg5+! 32. Dxg5 Rf3+ 33. Kg2 Rxg5 34. Hxd4 Kg7 35. Bc2 Kh6?? 35 ... e5 hefði veitt svörtum einhverja von um að halda jöfnu. 36. Hh4 mát! Ást er... að gera snjókarl sem líkist HONUM. TM Reo U.8. PaL Ofl. — •! righli rtunKl (c) 1999 Los Angeim Tmes Syndicale Víkverji skrifar... AUGLÝSINGAR frá Lands- sambandi lögreglumanna, sem birst hafa í fjölmiðlum að undan- fömu, hafa vakið Víkverja til um- hugsunar. í Morgunblaðinu birtist nýverið heilsíðuauglýsing, sem vissulega er sláandi. Yfirskriftin var: „Lögreglumenn eru illa launað- ir!“ Þar kom fram að lögreglumað- ur, sem hefur störf eftir próf frá Lögregluskólanum, er með 100 þús: und króna grunnlaun á mánuði. í auglýsingunni segir ennfremur að í könnun, sem Gallup gerði fyrir Landssamband lögreglumanna í febrúar, komi fram að 80% lands- manna telji þessi laun of lág. Sem von er. Þessi laun eru alltof lág og í rauninni okkur íslendingum til skammar að mati Víkverja. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu mikilvæg störf lögreglumanna eru í okkar þjóðfélagi. Lögreglumenn þurfa að vera vel á sig komnir og hraustir til líkama og sálar. Það gengur ekki hver sem er inn í þeirra störf. Vel mannað lögreglulið er forsenda þess að halda uppi lögum og reglum í þjóðfélaginu. Ef við íslendingar tím- um ekki að borga lögreglumönnum mannsæmandi laun þá hljótum við að súpa seyðið af því fyrr eða síðar. xxx KENNSLUSTÖRF hafa einnig verið til umfjöllunar á síðum Morgunblaðsins að undanförnu. í leiðara blaðsins síðasthðinn mið- vikudag var vakin athygh á því að enn og aftur stæðu skólar landsins frammi fyrir því að kennara með réttindi vantar til starfa. Það er meðal annars vitnað í orð Ólafs Proppé, rektors KHÍ, að auka þyrfti virðingu fyrir kennarastarfinu. Ekki skorti menntaða kennara í landinu, þeir færu bara til annarra starfa en kennslu vegna þess að þeim byðust betri kjör utan skólanna. Að mati Víkverja þurfum við ís- lendingar að staldra hér við og hugsa okkar gang. Dæmin sanna að það eru nægir fjármunir til í land- inu. Spurningin er bara hvernig við ákveðum að verja þeim, og það er ekki eingöngu pólitísk ákvörðun. Viðhorf almennings geta vegið þar þungt. Það hlýtur að vera til leið til að veita hluta af þessu fjármagni í að bæta kjör og starfsaðstöðu kennara og lögreglumanna. Varla geta verð- bréfin skipt okkur meira máli en framtíð barnanna okkar eða það að tryggja lög og reglu í landinu. xxx ANDSTÆÐINGAR KR-inga hafa verið glaðhlakkalegir undanfarna daga, eða allt frá því að nýi KR-búningurinn var kynntur. Flestum þeirra finnst búningurinn ljótur og af illkvittnislegu glotti sumra þeirra mætti ráða, að þetta sé eins konar sárabót fyrir það áfall sem margir urðu fyrir þegar KR- ingar hömpuðu báðum stóru titlun- um, í kvenna- og karlaílokki í knatt- spyrnu, síðastliðið haust. Víkverji hefur líka orðið var við að meðal stuðningsmanna KR-inga bærast blendnar tilfinningar í brjósti vegna nýja búningsins. Margir spyrja hvort nauðsynlegt hafi verið að ganga svona langt og sumir eiga erfitt með að skilja til- ganginn með þessari róttæku breyt- ingu og spyrja sig hvort markaðs- lögmálin vegi orðið þyngra en tilfinningar því vissulega hefur gamli röndótti KR-búningurinn sterkt tilfinningalegt gildi í hjörtum margra KR-inga. Fyrir utan það að vera eitt þekktasta vörumerki á Is- landi fyiT og síðar. Víkverji vill hins vegar vera á já- kvæðum nótum varðandi nýja bún- inginn og láta á það reyna í sumar hvernig hann kemur út á leikvelh. Það má þá alltaf breyta aftur yfir í gamla búninginn ef í harðbakkann slær. Víkverji er hins vegar ekki eins jákvæður gagnvart nýja vara- búningi KR-inga. Grátt er eiginlega enginn litur og ef einhver litur er „litlaus", þá er það grái liturinn. I grámyglulegu sumarveðrinu hér sunnanlands, þar sem oftar en ekki er leikið í rigningu, súld og jafnvel þoku, er hætta á að leikmenn hrein- lega „týnist" í gráa búningnum. Eitt þekktasta atvik knattspymu- sögunnar hin síðari ár tengist ein- mitt gráum varabúningum. Það var þegar leikmenn Manchester United mættu gráklæddir til leiks gegn Southampton fyrir nokkrum árum og lentu strax þrjú núll undir í leikn- um. í hálfleik skiptu þeir Manchest- ermenn um búning, enda héldu þeir því fram að þeir hefðu ekki séð hver annan á leikvelli í fyrri hálfleik. Þetta atvik er mörgum knatt- spyrnuáhugamönnum enn í fersku minni og hefði átt að vera forráða- mönnum KR til viðvörunar um að gráir búningar kunna ekki góðri lukku að stýra. Að þessu þurfa þeir að huga áður en næsta keppnistíma- bil hefst því það er of seint í rassinn gripið að fara að skipta um búninga í miðjum leik og KR-ingar ef til vill fimm núll undir og leikmenn jafnvel týndir og tröllum gefnir í þokunni á vellinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.