Morgunblaðið - 14.04.2000, Qupperneq 68
68 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Konungar
„ rokksinsídag
ERLENDAR
ooooo
Smári Jósepsson, blaðamað-
ur, dagskrárgerðarmaður og
tónlistarmaður,
skrifai' um nýjustu plötu Pant-
era, Reinventing The Steel.
HLJÓMSVEITIN Pantera
hefur verið starfandi í 17 ár
og um þessar mundir eru
þeii' að senda frá sér sína níundu
breiðskífu, Reinventing The Steel.
Tæplega fjögur ár eru liðin frá því
að þeirra síðasta breiðskífa, The
Great Southem Trendkill, kom út og
æsingurinn og eftirvæntingin því
mikil.
Pantera vakti á sínum tíma gríðar-
lega athygli með plötunni Cowboys
From Hell sem kom út árið 1990 og
þá sérstaklega fyrir þær sakir hversu
vel þeir sameinuðu kraft og melódíu.
Ailar götur síðan hafa þeir komið með
. hveija snilldafplötuna á fætur ann-
arri og hvergi slegið slöku við.
Á Reinventing The Steel halda
Suðutríkjahundarnir ógurlegu svo í
átt að rótum sínum (eins og þeir voru
búnir að lofa aðdáendum sínum) og þá
sérstaklega Phil Anselmo söngvari
sem sýnir allar sínar bestu hliðar.
Hljóðfæraleikur er að venju mass-
ífur í gegn og hvergi bilbug að fínna á
þeim bænum. Samt sem áður eru
engar óþarfa flugeldasýningar heldur
einbeita Abbott bræðurnir sérfdyggi-
lega studdir af Rex Brown) að því að
láta tónlistina ráða ferðinni. Platan
opnar á laginu Hellbound þar sem við
höldum ásamt Pantera á vit ævintýra
gamla skólans og Herra Anselmo sér
um leiðsögnina. Við tekur Goddamn
Electric sem er svalur rokkari í alla
staði og til að setja punktið i-ið er
Kerry King, gítarleikari úr Slayer,
fenginn til að enda lagið með gítar-
sólói. I Yesterday Don’t Mean Shit
heyrum við Pantera eins og þeir ger-
ast bestir: markviss keyrsla með
skemmtilegu gítarspili. Dimebag
Darrel gítarleikari fer svo á kostum í
laginu You’ve Go To Belong To It og
þar heyrum við hann nota
„whammy“-pedal (hækkar tóninn um
1-2 áttundir) gítamum til stuðnings á
mjög skemmtilegan hátt. Einnig má
heyra Rex leika sér með „wah-wah“ á
bassanum og kemur það alveg sér-
staklega vel út. Þrátt fyrir að platan í
heild sé algjör snilld þá eru tvö lög
sem standa hinum ofar. Það er fyrst
og fremst Revolution Is My Name
sem er mjög vel útfært ævintýri troð-
fullt af áhugaverðum hljóðfæraleik;
fjölbreyttum köflum og góðum söng. I
keyrslufantinum Death Rattle sjá svo
Pantera um að leiða mann í gegnum
þyngd og kraft og manni líður hrein-
lega eins og lambi á leið til slátrunar.
Pantera-félagar sanna með þessari
plötu að metal-tónlistin er langt frá
því að vera dauð eins og margur njól-
inn hefur haldið fram og undirstrika
ennfremur að þeir eru konungar
rokksins í dag. Það verður erfitt fyrir
aðrar hljómsveitir að toppa Reinvent-
ingTheSteel.
Skákrokk-
sveitin Grand
SKÁKSKEMMTISTAÐURINN
Grand rokk hefur tekið upp á
því að ráða húshljómsveit sem
kemur til með að halda uppi lif-
andi stemmningu um helgar.
Hljómsveitin, sem heitir því
geðþekka nafni Grand, flakkar
á milli Reykjavíkur og Akra-
ness tvær til þrjár helgar í
mánuði og leikur fyrir gesti.
Meðlimir hennar voru ráðnir í
starfið vegna sérlegra hæfi-
leika sinna við að gleðja gesti
með skemmtilegri stemmningu.
„Við erum æðislega
skemmtilegir og höfum mjög
litríka sviðsframkomu,“ segir
Matthías Stefánsson, gítarleik-
ari sveitarinnar. „Og sérstak-
lega myndarlegir."
Meðlimir hljómsveitarinnar
eru þaulvanir í spilamenn-
skunni. Söngvari sveitarinnar
er annar tveggja látúnsbarka,
Arnar Freyr Gunnarsson, en
svo voru sigurvegarar söngv-
arakeppni Stuðmanna nefndir
en sú keppni var aðeins haldin
tvisvar sinnum. Bassaleikari
sveitarinnar heitir Ólafur Kri-
stjánsson og hefur mcðal ann-
ars leikið með Sóldögg auk
þess sem hann plokkaði bass-
ann f Sonum Raspútins.
Trommuleikari er Helgi Vfk-
ingsson og loks er það Matthías
sem spilar á gítar.
„Við reynum að spila sem
fjölbreyttastatónlist. Allt frá ís-
lenskum lummum upp í eitt-
hvert brjálæði," segir Matthías.
Nánari skilgreining á bijálæð-
inu er, „gamalt og gott rokk.
Zeppelin og svoieiðis. Það fá
allir eitthvað við sitt hæfi, en
Matthías Stefánsson, gítar-
leikari Grand, sem er hús-
hljómsveit Grand rokk.
kannski ekki alltaf við sitt
hæfi.“
Nú er Grand rokk orðið
helsta fylgsni skákáhugamanna
þannig að spurningin hlýtur að
vera hvort hljómsveitar-
meðlimir séu lunknir í þeirri
íþróttagrein?
„Ég er mjög góður í skák,“
segir Matthías. „Ég held þó að
félagar mínir í hljómsveitinni
kunni ekki einu sinni mann-
ganginn."
-t
■MMHMINSM
Nr. i var | vikuri Diskur i Flytjondi iútgefandi
1. i 1.; 4 i Pottþétt 19 : Ýmsir : Pottþétt
2. i 3. i 22 i Supernotural : Sontono ; BMG
3. 1 2.1 4 1 Englor Alheimsins : Hilmar Örn/Sigur Rós : Krúnk
4. i 4.i 16 iOnHowLifels i Macy Gray i Sony
1 5. 1 NÝ 1 2 I Is There Anybody Out There i Pink Floyd i EMI
6. i 8. i 27 i 12. Ágúst 1999 i Sólin Hans Jóns Míns i Spor
7. i 9. i 26 Distance To Here i Live i Universol 1
8. ; NV i 2 i Reinventing Steel i Pontera i Worner
9. i 5. i 45 i Ágætis byrjun : Sigurrós : Smekkleysa I
10.1 6.! 15 ; Glunni glæpur : Ýmsir : Lotibær ehf
1 11.: 16.1 6 : Vondo Shepord : Ally McBeal II : Sony
12.: 7.: 6 I MACHINA/the mochines of God \ Smoshing Pumpkins : EMI
13.: 18.: 21 : S&M i Metallica i Universal
14.; 11. i 25 iRelood i Tom Jones i V2
15. i 13.; 23 ; i Am i Selma iSpor
I 16.; 14. 6 ; Aquorius i Aquo ; Universal
j 17. i 15. i 6 i Air-Virgin Suicides OST í Air ÍEMI
18.: 17.: 18 isllpknot 1 Slipknot : Roadrunner
1 19. : 21.: 19 ilnvintible 1 Five : BMG
20.: 23.: 34 : Significant Other I Ump Bizkit i Universal
I 21.: 33.: 14 : Writinqs On The Wall i Destinys Child i Sony
j 22.; 10. 4 i The Million Dollar Hotel i Úr kvikmynd ; Universal !
| 23.12. 44 i Californication i Red Hot Chili Peppers i Warner
24.: 62. i 16 i Issues (Limited Editlon) i Kom i Sony
J 25.i 50. i 19 : Pottþétt 18 ; Ýmsir i Pottþétt
26. i 29. i 14 : Songs From Ally McBeal í Vonda Shepord i Sony p
: 27.: 28.: 23 ! Human Clay 1 Creed i Sony
28. i 30. i 4 ÍMoby-Ploy JMohy i Mute
: 29.: 34.1 17 i Bræðralög i Álftogerðisbræður i Álftagerðisbr.
30.! 19.! 17 > Jabdabadú : Ýmsir i Spor 1
Tónlistinn er unninn of PricewoterhouseCoopers fyrir Sambondhljómplötufromleiðondo og Morgunblaðið í somvinnu
við eftirtoldorverslonir: Bókvnl Akureyri, Bónus, Hagkoup, Jopis Broutorholti, Jopís Kringlunnijapís Lnugorvegi, Músik
09 Myndir Austurstræti, Músik og Myndir Mjódd.Somtónlist Kringlunni, Skífon Ktinglunni, Skifon Lougorvegi 26.
Krakkar og
krimmar
Annar dagur í paradís
(Another day in Paradise)
Stöðugt
ástand
NÍTJÁNDA Pottþétt-safnplatan sit-
ur sem fastast á toppi Tónlistans.
Hún er ekki sú fyrsta í útgáfuröð-
inni til að heimsækja efstu hæðina
og verður liklegast ekki sú síðasta
enda bjóða Pottþétt safnplöturnar
upp á þau lög sem eru vinsælust í
útvarpsspilun hveiju sinni.
Vinsældir gítargaldramannsins
Santana eru svo sannarlega yfir-
náttúrulegar því að plata hans situr
í öðru sæti listans en hún kom út á
seinasta ári.
Englapiltarnir í Sigur Rós eru
ásamt Hilmari Erni í þriðja sæti list-
ans með tónlistina úr kvikmyndinni
Englar alheimsins. Það er greini-
legt að þjóðin kann vel að meta ljúf-
ar gítarstrokur og drengjakórs-
raddir því plata Sigur Rósar,
Ágætis Byrjun, er enn inni á topp 10
þar sem hún hefur verið frá útgáfu
sinni í júní á síðasta ári. Það fer að
verða jafn sjálfsagt að eiga plötu
Sigur Rósar og að eiga sokkapar.
Hljómsveitin Pink Floyd notast ef
til vill við aðeins of sterk sviðsljós
þar sem þeir eru ekki lengur vissir
um að það séu einhverjir áhorfend-
ur á tónleikum þeirra. Þeir eiga há-
stökk vikunnar, fara beint í fimmta
sætið með tónleikaplötuna „Is
There Anybody Out There?“
Marge Simpson poppsins, söng-
konan Macy Gray, er búin að smita
þjóðina með lífsspeki sinni eftir að
hún kristallaðist úr tómu lofti inn í
tónlistarflóru jarðarbúa. Plata
hennar „On How Life Is“ hefur ver-
ið ofarlega á Tónlistanum í fjóra
mánuði.
Þjóðarsálin hans Jóns mins kann
að hrista af sér poppslagara jafn
auðveldlega og aðrir rista brauð og
er órafmagnaða platan þeirra ein af
fáum íslenskum plötum sem eru enn
að seljast eftir jólaplötuflóðið. Á
plötunni fá lögin að hljóma í nær-
fatnaðinum einum saman eftir að
Macy Gray hefur afar söluvænar lifsskoðanir.
hljómsveitin afklæddi þau poppgöll-
um sínum. Um þessar mundir er lag
þeirra „Original", sem ijallar um þá
athöfn að klóna menn, gífurlega
vinsælt á útvarpsstöðvum landsins.
Þungarokkið er búið að ná fót-
festu á klakanum eins og sést vel á
listanum. I áttunda sæti er splunku-
ný breiðskífa frá Panthera auk þess
sem harðkjarnasveitin Slipknot er
inni á topp 20 ásamt klumpunum í
Limp Bizkit.
MYNDBÖND
DRAMA
★★%
Leikstjóri: Larry Clark. Handrit:
Christopher B. Landon, Stephen
Chin. Aðalhlutverk: James Woods,
Melaine Griffith. (105 mín.) Banda-
ríkin. Myndform, 1999. Myndin er
bönnuð innan 16 ára.
Ottó Geir Borg
EFTIR að hafa hneykslað nánast
alla með frumraun sinni, „Kids“, er
Larry Clark kominn með nýja mynd
sem er frekar ólík
þeirri fyrstu. Þetta
er vegamynd um
tvö pör sem ferð-
ast saman í leit að
spennu og pening-
um. Eldra parið
kemur í föður- og
móðurstað hins
yngra.
Það eru mörg gífurlega sterk at-
riði í myndinni og nánast öll tengj-
ast þau Woods. Það getur enginn
leikið sálarlausan skúrk betur en
hann og er persóna Mels fullkomið
hlutverk fyrir hann. Griffíth stend-
ur sig virkilega vel í hlutverki sem
er mjög ólíkt þeim sem hún hefur
áður fengist við. Hún er laus við allt
glys og er ófeimin við að láta hrukk-
urnar sjást á skjánum. Krakkarnir
eru einnig góðir, þá sérstaklega
Wagner sem hefur leiklistina
greinilega í genunum, en hún er
dóttir Roberts Wagner og Natalie
Wood. Þótt myndin kýli áhorfendur
ekki jafn mikið og „Kids“ er þetta
samt vel unnin mynd, sem er vel
þess virði að sjá.