Morgunblaðið - 06.05.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.05.2000, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Bygging innisundlaugar og heilsuræktarstöðvar í Laugardal undirbúin af kappi Rúmir 1,3 milljarðar fara í fram- kvæmdirnar Laugardalur UNDIRBÚNINGUR vegna byggingar yfírbyggðrar 50 metra sundlaugar og heilsu- ræktarstöðvar í Laugardal eru í fullum gangi, en í vik- unni fór fram forval vegna hæfnisvals á sérhönnuðum til hönnunar á mannvirkjunum. Að sögn Stefáns Hermanns- sonar borgarverkfræðings mun bygging laugarinnar kosta rúman hálfan milljarð, en Björn Kr. Leifsson, eig- andi líkamsræktarstöðvar- innar World Class, sem kem- ur til með að reka heilsuræktarstöðina, sagði að byggingarkostnaður hennar yrði um 800 milljónir króna. Heildarframkvæmdin hljóðar því upp á rúmlega 1,3 milljarða króna. Rísa sunnan við útisundlaugina Yfirbyggða sundlaugin og heilsuræktarstöðin munu rísa sunnan megin við úti- sundlaugina. Sundlaugin verður í eigu borgarinnar en heilsuræktarstöðin í eigu Björns Kr., eins og áður sagði. Sundlaugarbyggingin verður um 4.000 fermetrar en heilsuræktarstöðin um 6.850 fermetrar, húsið allt verður því um 10.850 fer- metrar. Búið er að teikna útlit laugarinnar og heilsuræktar- stöðvarinnar, en það var arkitektinn Ari Már Lúð- víksson, sem gerði það. Björn Kr. sagðist vonast til þess að framkvæmdir myndu hefjast um næstu áramót og að heilsuræktarstöðin yrði tekin í notkun í árslok 2002, en þá mun líkamsræktarstöð World Class í Fellsmúla verða lögð niður þegar. Skógarilmur í gufubaðinu Björn Kr. sagði að í heilsu- ræktarstöðinni, sem verður sú stærsta á íslandi, yrði bryddað upp á ýmsum nýj- ungum. „Þetta verður heilsurækt- arstöð með mjög ítarlegri þjónustu,“ sagði Björn Kr. „Þama verður eitthvað fyrir alla og er þetta hugsað sem svona fjölskylduparadís. Þarna verður læknaþjón- usta og sjúkraþjónusta og síðan verður þarna sérstakur tækjasalur fyrir eldri borg- ara. 1.500 fermetra tækjasalur Þarna verður baðhús að þýskri fyrirmynd, þar sem við verðum með nokkrar þurrgufur og blautgufu, nuddpottur og hvíldarað- staða. Þá verður veitinga- staður tengdur við baðhúsið, en þar verður fyrst og fremst boðið upp á heilsufæði, salöt og drykki. Það sem er nýtt við þetta er að gufuböðin verða öll með mismunandi hita, innréttingum og lýs- ingu. Þá verður einnig mis- munandi ilmur inni í þeim, t.d. skógarilmur, jurtailmur o.s.frv. Þetta verður fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem vilja slaka á og það verður bannað að tala í gufuböðun- um.“ Að sögn Björns Kr. verður sérbúningsaðstaða fyrir bað- húsið, en fyrir líkamsræktar- stöðina verður önnur bún- ingsaðstaða, gufa og nudd- pottur. „Tækjasalurinn verður 1.500 fermetrar samanborið við 550 fermetra sem við höf- um núna uppi í Fellsmúla og þarna verða þrír leikfimisal- ir. Þá munum við bjóða upp á barnapössun, en það verður barnaíþróttavöllur í stöðinni og munum við t.d. koma til með að halda íþróttanám- skeið fyrir börnin." Kristinn Gíslason, verk- efnastjóri hjá borgarverk- fræðingi, sagði að allir þeir, sem hefðu rétt til að skila séruppdráttum til bygging- arnefndar Reykjavíkur, hefðu haft rétt til að taka þátt í forvalinu. Hann sagði að verk sérhönnuðanna sneri að gerð teikninga vegna raf- magns, hita. burðarþols, stýrikerfis o.þ.h. Fjöldi umsókna um verkið Kristinn sagði að í gær hefði verið síðasti dagurinn til að skila umsóknum og að fjölmargir hefðu gert það. Hann sagði að næsta skref væri að velja 3 til 5 þátttak- endur úr hópi umsækjenda til að taka þátt í sjálfu hæfn- isvalinu. Þegar því væri lokið og þeir búnir að skila tillög- um sínum yrði einn aðili eða fyrirtæki valið til að sjá um sérhönnunina. Kristinn sagði að þar sem um mjög stórt og viðamikið verkefni væri að ræða mætti gera ráð fyrir því að aðeins þau fyrirtæki sem hefðu mikla reynslu og þekkingu yrðu valin til að taka þátt í hæfnisvalinu. Lengdur skóladagur með nýju námsframboði í 1.-4. bekk í Breiðholtshverfí Ókeypis tónlistar- nám 6 ára barna Breiöholt BORGARSTJÓRN Reykja- víkur hefur samþykkt að gerð verði tveggja ára til- raun í grunnskólunum í Breiðholti með nýtt fyrir- komulag skóla- og tóm- stundastarfs í 1.-4. bekk. Tilraunin felur m.a. í sér sjö stunda samfelldan skóla- dag og ókeypis aðgang 6 ára barna að forskóla tónlistar- skóla. í skýrslu verkefnis- stjómar sem hafði forgöngu um tilraunina má lesa að 16,9% 6-9 ára barna í borg- inni sæki nám í grunnskól- ana í Breiðholti en vegna þátttökuleysis í lengdum skóladegi hafi aðeins 0,7% niðurgreiðslna til þess verk- efnis runnið til skólanna fjögurra. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er þetta misræmi milli barnafjöldans og niðurgreiðslnanna vegna hás hlutfalls einstæðra for- eldra og efnaminna fólks í hverfinu, sem hefur síður efni á að greiða fyrir þá þjónustu sem nú er veitt en foreldrar í öðrum hverfum og endurspeglar litla þátt- töku í heilsdagsskólanum í hverfinu. Sker Breiðholt sig úr öðrum hverfum borgar- innar hvað þetta varðar. Þversögn Helgi Hjörvar, formaður verkefnisstjórnarinnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að meginatriðið í til- rauninni væri að jafna þjón- ustustig á milli grunnskóla. „Þjónustustig í heilsdags- skólanum hefur verið mis- munandi eftir skólum og það er aðeins hluti nemenda, þ.e. þeir sem borga þjónustu- gjöld, sem nýtur hennar,“ sagði Helgi. „Heilsdagsskóli er að verulegu leyti hugsað- ur sem úrræði fyrir ein- stæða foreldra og börn úr efnaminni fjölskyldum og í því er ákveðin þversögn að það eru fyrst og fremst hinir sem geta og eru tilbúnir að greiða fyrir þessa þjónustu við börnin og það hefur gert að verkum að sum börn fá heimanámsaðstoð og önnur ekki og þjónusta hefur orðið mjög mikil eftir áherslum skóla. Þarna er hins vegar gert ráð fyrir að niður- greiðslunum sé öllum beint til þess að skapa tilboð fyrir alla um ókeypis heimanáms- aðstoð, morgunstund með kennara og íþróttaskóla og almennt tómstundatilboð sem tryggi öllum börnum í þessum fjórum skólum 7 stunda ókeypis skóladag þannig að þau hafi kost á þjónustu til klukkan þrjú. Þá taki íþrótta- og tóm- stundaráð við með tóm- stundatilboð sem hægt er að taka þátt í með því að greiða þann kostnað sem til fellur við það en sú þjónusta er ekki skólastarf heldur fyrst og fremst úrræði vegna langs vinnudags foreldra og það er verið að skilja á milli þessara tveggja hlutverka. ITR tekur að sér tóm- stundastarfið í skólunum og þá er allt tómstundastarfið í Breiðholti, innan skólanna eða utan þeirra, komið á eina og sömu höndina og við bindum vonir við að það geti eflt tómstundastarfið mjög,“ sagði Helgi. Hann segir að kostnaður borgarsjóðs af til- rauninni í Breiðholti yrði nokkuð meiri en áætlað var í ár, 10 m. kr., en það stafaði af því hve niðurgreiðslur til skólanna þar hafi verið langt undir meðaltali. „Þegar menn taka þá ákvörðun að jafna þjónustuna um borg- ina eykst kostnaðurinn þar. Ef fyrirkomulagið yrði hins vegar tekið upp í borginni allri yrði það nokkuð dýrara en rekstur heilsdagsskólans á síðasta ári og við gætum verið að tala um allt að 200 m. kr. á ári.“ 60 mínútur til viðbótar I skýrslu verkefnisstjórn- arinnar kemur fram að lagt sé til að nemendum 1.-4. bekkjar gefist kostur á þjón- ustu frá morgni til klukkan þrjú síðdegis af hálfu skól- ans, ÍTR taki við börnunum klukkan 14 og fylgi þeim í tónlistarskólann og íþrótta- skólann. Skólinn fái til við- bótarráðstöfunar 60 mínútur á hverja deild í 2.-4. bekk og geti valið hvort þeir nýti all- an tímann til heimanámsað- stoðar eða hluta til morgun- stundar. Þar sem heimanám 6 ára barna felist fyrst og fremst í lestri sé ekki talið rétt að veita þá aðstoð í skólunum. Mikilvægt sé að foreldrarnir sjálfir taki þátt í að kenna og þjálfa börnin sín í lestri og því sé lagt til að þau börn njóti annars konar tilboða meðan 2.-4. bekkur stundar heimanám, þ.e. íþróttaskóla, tónlistar- nám og tómstundatilboð frá ÍTR. Um væri að ræða tónlist- arnám forskóla tvo daga vik- unnar, íþróttafélög í Breið- holti veiti 6 ára börnum tilsögn í helstu íþróttum tvo daga vikunnar en fimmta daginn bjóði ÍTR 6 ára börnunum fjölbreytt starf með ólíkum viðfangsefnum, t.d. föndur, myndlist, vett- vangsferðir o.fl. Að loknum skóladegi, kl 15 til 17, verði börnum í 1.-4. bekk boðið tómstundastarf á vegum ÍTR innan skólans gegn þjónustugjöldum sem standi undir kostnaði, öðrum en húsnæðiskostnaði. „Þetta er tilraun og hún verður metin eftir 1 ár og aftur eftir 2 ár og afstaða tekin til þess hvort fara eigi með það í fleiri skóla,“ sagði Helgi. Um fyrirkomulag forskóla tónlistarskóla fyrir 6 ára börn sagði Helgi að viðræð- ur við Tónlistarskóla Sigur- sveins og Eddu Borg um framkvæmd tilraunarinnar hæfust á næstunni. Tilfinningaþroski Um líkur á að þessi þjón- usta verði boðin grunnskóla- börnum í öðrum hverfum á næstunni sagði Helgi að það væri auðvitað mjög freist- andi ef reynslan af tilraun- inni í Breiðholti þykir góð. „Það mun hins vegar vænt- anlega kalla á aukna eftir- spurn eftir tónlistarnámi al- mennt. Þess vegna er ástæða til að gera tilraun með þetta fyrirkomulag og sjá hvaða áhrif það hefur á eftirspurnina. Borgin ver á hverju ári hundruðum millj- óna til tónlistarskólanna en það er aðeins lítill hluti grunnskólabarna sem nýtur þjónustunnar eða um 12%. Það er eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé rétt að leitast við að öllum standi til boða að stunda tónlistarskóla þó ekki sé nema bara í 1. bekk. í nútímaborgarsamfélagi hljóta menn líka af félags- legum ástæðum að horfa í æ ríkara mæli til mikilvægis listnáms fyrir tilfinninga- þroska barna og ungmenna en afleiðingar tilfinningaleg- rar vanrækslu barna er eitt- hvert stærsta vandamál sem nútímaborgarsamfélag á við að etja í afbrotum, eiturlyfj- um og annarri óáran,“ sagði Helgi Hjörvar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.