Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 25 VIÐSKIPTI Fjármálaráðherra um heimild til frest- unar skattlagningar söluhagnaðar Mikilvægur þáttur í starfs- umhverfi hlutafélaga GEIR H. Haarde fjár- málaráðherra segir að heimild í tekju- og eignaskattslögum til frestunar skattlagning- ar söluhagnaðar af hlutabréfum, sé það mikilvæg að ekki komi til greina að afnema hana. „Slíkt yrði alltaf róttæk breyting. Frest- unarheimildin er í dag mjög mikilvægur þátt- ur í því starfsumhverfi sem hlutafélög og eig- endur þeirra starfa í,“ segir Geir. Indriði H. Þorláks- son ríkisskattstjóri vakti athygli á því í viðtali við viðskiptablað Morg- unblaðsins á fimmtudag, að hug- myndin með setningu ákvæðisins um frestun skattlagningar sölu- hagnaðar hafi verið að halda fjár- magni í atvinnustarfsemi á íslandi. Nú þegar íslenskir aðilar nýti sér frestunina með fjárfestingum í gegnum eignarhaldsfélög í Lúxem- borg mætti spyrja sig hvort það hafi verið ætlun löggjafans í upphafi. Geir segir að menn verði að hafa í huga að ekki sé hægt að gera grein- armun á innlendum og erlendum hlutafélögum vegna þeirra skuld- bindinga sem ísland hafi gengist undir með EES-samningnum og geri ráð fyrir frjálsum fjármagns- flutningum á milli landa. „Af þeim sökum hefur til dæmis þurft að gera breytingar á skattalögum og setja erlend hlutabréf undir sama hatt og innlend bréf, hvað skattaafslátt af hlutabréfum varðar. Það myndi því ekki standast gagnvart þeim skuld- bindingum sem á okkur hvíla að gera breytingar á þessu og binda end- urfjárfestinguna við innlend hlutafélög.“ Tryggja þarf sam- keppnishæft skattaumhverfí Aðspurður um hvort það sé áhyggju- efni fyrir stjórnvöld að erlent fjármagn renni úr landi í eign- arhaldsfélög í Lúx- emborg, bendir Geir á að félögin stundi fjárfestingar bæði í íslenskum og erlendum hlutabréf- um. „Verkefni okkar íslendinga er að gera okkar umhverfi það aðlað- andi að fjármagnið streymi til baka. Við þurfum að tryggja að hér sé samkeppnishæft umhverfi í skatta- málum. A undanförnum árum höf- um við staðið að breytingum á skattalögum, einmitt í þessum til- gangi. Þeirri vinnu verður að halda áfram. Ella missum við fólk og fjár- magn úr landi. Að mínum dómi er ekkert at- hugavert við að hver og einn leiti hagstæðustu fjárfestingar eða ávöxtunar, eftir því sem honum hentar, ef tryggt er að það sé innan þess ramma sem lög og reglur setja.“ Geir segir að sjálfsagt og eðlilegt sé að hafa vakandi auga með þróun í skattamálum og vera tilbúin að end- urskoða skattalögin með tilliti til þeirrar alþjóðavæðingar sem orðið hefur. Nefnd á vegum fjármálaráð- herra hafi unnið að ýmsum atriðum þessu tengdu nú í vetur. Geir H. Haardc VORSÝNING Kvöldskóla K< verður surmudaginn 7. maí kl /4.00 til /8.0 í Snælandsskóla v/Furugrund 77 0 '7^0 0 77 0 -7^0 Skrautritun Bútasaumur Frístundamálun Kántrý-föndur Fatasaumur Bókband Glerlist Trölladeig Tungumál Verið velkomin ! Bætt umferðarmenning - burt með mannfórnir! Ráðstefna í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 10. maí 2000 ■ Bætt umferðarmenning - burt með mannfórnir er ráðstefna, sem boðað er til af dómsmálaráðherra, til að fjalla um alvarlega aukningu umferðarslysa, orsök þeirra og versnandi umferðarmenningu jafnt í þéttbýli sem á vegum úti. Umferðarslys og afleiðingar þeirra eru þjóðinni dýr og eru ekki viðunandi. Manntjón sem hljótast af umferðarslysum eru með öllu óásættanleg. Allt of margir landsmenn í blóma lífsins bíða þess seint eða aldrei bætur að hafa lent í umferðarslysi. Þjóðin þarf að staldra við í þessum efnum, hugsa ráð sitt og snúa öfugþróuninni við með samhentu átaki. Hverium er ráðstefnan ætluð? Öllum þeim aðilum sem á einn eða annan hátt koma að umferðar-, slysa- og löggæslumálum, þ.m.t. forráðamenn sveitarfélaga og sveitarstjórna, opinberir embættismenn, yfirmenn sjúkrastofnana ásamt læknum og hjúkrunarfólki og endurhæfingaraðilum. Auk þess fulltrúar löggæslu, vegagerðar, björgunar- og slysavarnafélaga, sjúkraflutninga og slökkviliðs, tryggingafélaga og bílgreinarinnar. Einnig ökukennarar, vegaverkfræðingar, verktakar, bílasalar, forráðamenn skoðanastöðva og aðrir þeir aðilar sem láta sig umferðar-, öryggis- og slysavarnamál varða. Hvar verður ráðstefnan? Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 10. maí nk. í Borgarleikhúsinu og hefst klukkan 13:15 og lýkur kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis. ! Dagskrá ráðstefnunnar 13:15 Mæting 13:30 Bætt umferðarmenning Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra 13:45 Banaslys í umferðinni 1999 Símon Sigvaldason, formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa 14:10 Ábyrgð við akstur Sigurður Guðmundsson, landlæknir 14:30 Slys og trygging Gunnar Felixson, varaformaður SlT - Sambands íslenskra tryggingafélaga 14:50 Kaffihlé 15:10 Umferðarlöggæsla - staða og framtíðarsýn Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri 15:30 Developing the national road safety strategy and target for 2010 Kate McMahon, Research Coordinator and Economic Advisor in Road Safety Division, Department of the Environment, Transport & Regions í Bretlandi 16:00 Hringborðsumræður; umræður, spurningar og svör Þátttakendur eru frummælendur ásamt samgöngu- ráðherra, formanni umferðaráðs og fulltrúa Reykjavíkurborgar. 17:00 Ráðstefnulok ■ Ráðstefnustjóri: Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs ■ Stjórnandi hringborðs: Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður Öruggur akstur - okkar ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.