Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umræður
fram á nótt
UMRÆÐA um umdeilt frumvarp
sem gerir ráð fyrir lögleiðingu
ólympískra hnefaleika tók drjúgan
hluta af fundartíma Alþingis í gær.
Umræðan hófst klukkan hálfsex og
stóð til að verða ellefu í gærkvöld.
Þá fór fram önnur umræða um
frumvarp til laga um breytingar á
samkeppnislögum. Á miðnætti stóð
yfir umræða um frumvarp um
starfsréttindi tannsmiða og stóð til
að atkvæði yrðu greidd um frum-
varpið að umræðunni lokinni.
Umræðu um frumvarp um skatt-
frelsi forsetans og siðari umræðu
um vegaáætlun og jarðgangaáætl-
un fyrir árin 2000 til 2004 sem fyr-
irhuguð hafði verið í gær var frest-
að til dagsins í dag. í gærkvöld var
enn stefnt að þingslitum í dag.
Þingmenn úr röðum Samfylking-
ar og Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs gera athugasemd-
ir við breytingartillögu meirihluta
efnahags- og viðskiptanefndar við
frumvarp til breytinga á sam-
keppnislögum á grein frumvarps-
ins um heimild samkeppnisráðs til
að ógilda samruna ef það telur að
hann hindri eðlilega samkeppni.
í breytingartillögunni er lagt til
að tekin verði upp svokölluð minni-
háttarregla sem takmarkar þau til-
vik sem falla undir ákvæðið. Er
meðal annars lagt til að það taki að-
eins til samruna þar sem sameigin-
leg heildarvelta viðkomandi fyrir-
tækja er milljarður eða meira.
I svari Valgerðar Sverrisdóttur
viðskiptaráðherra við fyrirspum
Lúðvíks Bergvinssonar, Samfylk-
ingu, kom fram að upphæðin sem
miðað er við í greininni tekur til
móður- og dótturfyrirtækja og ann-
arra fyrirtækja tengdum þeim sem
þátt eiga í samruna. Lúðvík spurði
ráðherra einnig hvort réði ef á
rækjust annars vegar ákvæði um
bann við misnotkun á markaðsráð-
andi stöðu og hins vegar minnihátt-
arreglan og mátti ráða af svari ráð-
herra að bannákvæðið réði.
Lúðvík og Jóhanna Sigurðardótt-
ir, Samfylkingu og Ögmundur Jónas-
son, VG vom sammála um að frum-
varpið um breytingu á samkeppnis-
lögum væri til bóta en þótti óþarf-
lega komið til móts við kröfur SA við
þrengingu samrunaákvæðisins.
Morgunblaðið/Kristinn
Þingmennimir Guðjón A. Kristjánsson, Katrfn Fjeldsted og Þuríður Backman í þingsal í gærkvöldi. Eins og sjá
má em skjalastaflar á borðum þingmanna.
ísafjörður
Tveir yfir-
heyrðir vegna
fíkniefna
LÖGREGLAN á ísafirði handtók á
fimmtudag þrjá karlmenn vegna
fíkniefnamisferlis. Einum var sleppt
þá um kvöldið, en tveir gistu fanga-
geymslur lögreglu og voru yfir-
heyrðir í gær.
Að sögn lögreglu eru tvær 15 ára
stúlkur yngstar í hópnum, sem við-
riðinn er málið, en þær voru ekki
handteknar. Málið er í rannsókn.
-----------------
Varð fyrir bíl
á Akureyri
NIU ára drengur á hjóli varð fyrir bíl
á Stapasíðu á Akureyri í fyrrakvöld.
Hann var fluttur á slysadeild en fékk
að fara heim að skoðun lokinni.
Að sögn sjónarvotts var drengur-
inn að leik á bílastæði en hjólaði af
stæðinu á nokkurri ferð og fyrir bíl
sem kom akandi á litlum hraða.
Drengurinn lenti framan á bílnum
vinstra megin.
Þá valt bíll á Krossanesbraut um
miðnættið þegar ökumaður, sem
reyndi að taka fram úr öðrum bfl,
missti stjóm á bflnum.
Nýtt launakerfi í samningi
rafiðnaðarmanna við ríkið
í KJARASAMNINGI Rafiðnaðarsambandsins og
ríkisins, sem undirritaður var í fyrrakvöld, var
samið um algerlega nýtt launakerfi. Ekki er því
ljóst hvað samningurinn skilar rafiðnaðarmönnum
sem vinna hjá ríkinu miklum hækkunum, en taxta-
hækkanir eru þær sömu og samið hefur verið um á
almenna markaðinum, þ.e.a.s. um 3% hækkun á
ári.
Samningurinn kveður á um að settir verði
þrenns konar rammar um launin. í fyrsta ramma
verða almenn rafiðnaðarstörf og er launaramminn
á bilinu 95-156 þúsund krónur. í öðrum ramma
verður þorri allra rafiðnaðarmanna, en laun þeirra
verða á bilinu 114-189 þúsund krónur. í þriðja
launaramma verða deildarstjórar og rafiðnaðar-
menn með faglega ábyrgð og er launasviðið á bil-
inu 130-240 þúsund krónur. Búið er að raða rafiðn-
aðarmönnum 1 þessa ramma en eftir er að raða
einstaklingum inn á réttan taxta. Það kemur í hlut
trúnaðarmanna og starfsmannastjóra á hverjum
vinnustað að gera það og því liggur ekki fyrir hve
laun rafiðnaðarmanna hækka mikið á samnings-
tímanum.
Þá felur samningurinn í sér vissar breytingar á
veikindarétti og ákvæði um atvinnuleysistrygg-
ingar eru gerð skýrari. Samið var um sams konar
breytingar á lífeyrismálum og samið var um á al-
mennum markaði, þ.e. 2% greiðslu vinnuveitenda
ef launamaður greiðir 2% í séreignarsjóð. Sams
konar opnunarákvæði eru í samningnum og hja
öðrum. Samningurinn gildir til 31. mars árið 2004.
Samningurinn nær til 116 rafiðnaðarmanna sem
starfa hjá rfldnu.
Samiðn og ríkið í viðræðum
Viðræður Samiðnar og rfldsins eru einnig langt
komnar. Sama á við um samninga Samiðnar við
Reykjavíkurborg. Samiðn hefur líkt og Rafiðnað-
arsambandið krafist þess að ríkið og borgin taki
upp nýtt launakerfi með þeim rökum að iðnaðar-
menn sem vinna hjá hinu opinbera hafi dregist aft-
ur úr í launum.
Viðræður við VR og LÍV á lokastigi
Stefnt að undirskrift
samninga um helgina
VIÐRÆÐUR Verzlunarmannafé-
lags Reykjavíkur, Landssambands
íslenskra verzlunarmanna og Sam-
taka atvinnulífsins eru á lokastigi og
liggja drög að samningi á borðinu
þar sem stigið er skref í átt að mark-
aðslaunasamningi.
Fundað fram eftir nóttu
Ekki er þó gengið eins langt og í
samningi VR við Samtök verslunar-
innar sem gerður var snemma á
þessu ári, en hann byggist nær alfar-
ið á markaðslaunum.
Viðræðumar stóðu yfir fram eftir
nóttu í fyrrinótt og einnig voru við-
ræður í gær. Að sögn Ara Edwald,
framkvæmdastjóra SA, hefur við-
ræðum miðað allvel áfram. Þetta
væri hins vegar viðamikið verkefni
sem tæki lengri tíma en menn hefðu
kannski vonast eftir. Hann sagði að
viðræðum yrði haldið áfram í dag.
Hann útilokaði ekki að skrifað yrði
undir samninga um helgina, en sagði
eins líklegt að það drægist fram yfir
helgi.
Meðal þess sem rætt hefur verið
siðustu daga er upphaf samnings og
eins hafa VR og LÍV krafist ein-
greiðslu vegna þess að viðræður hafa
dregist. Þá hefur verið ágreiningur
um laun starfsfólks í gestamóttöku.
Aðalmeðferð stóra fíkniefnamáls-
ins hefst 11. september
Saksóknari kærir
til Hæstaréttar
AÐALMEÐFERÐ stóra fíkni-
efnamálsins svonefnda, þar sem
ákært er fyrir innflutning og
sölu á þriðja hundrað kg af fíkni-
efnum frá Danmörku, Hollandi
og Bandaríkjunum á árunum
1997-1999, hefst 11. september
næstkomandi. Guðjón St. Mart-
einsson héraðsdómari tók þessa
ákvörðun þegar málið var tekið
fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær, en settur saksóknari, Kol-
brún Sævarsdóttir, hefur kært
ákvörðunina til Hæstaréttar.
Kolbrún sagði að með því að
hefja aðalmeðferð ekki fyrr en
eftir 4 mánuði væri verið að
draga málið óþarflega og að með
hliðsjón af því að 9 manns sætu í
gæsluvarðhaldi krefðist ákæru-
valdið þess að málið yrði tekið
fyrir fyrr.
Sérblöð í dag
4 3j
Thierry Henry er sollinn af
sjálfsf rausti / B2
Stefán kominn aftur tii
Skagamanna / B1
Með Morgunblað-
inu i dag er dreift
blaði frá Heklu hf
„Frumsýning í
Heklu 13. og 14.
maí“.
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is