Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 4
4 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samningar Sam-
iðnar samþykktir
Iðnaðar-
menn á
Fáskrúðs-
fírði felldu
SAMNINGAR Samiðnar við Sam-
tök atvinnulífsins voru samþykktir í
öllum félögum nema í Verkalýðsfé-
lagi Fáskrúðsfjarðar þar sem samn-
ingur félagsins var felldur. Ellefu fé-
lagsmenn greiddu atkvæði og sögðu
allir nei.
Félagsmenn í Félagi jámiðnaðar-
manna samþykktu kjarasamninginn
með 339 atkvæðum (65%) gegn 178
(34%). Auðir seðlar voru 4, en á kjör-
skrá voru 1.533. Þátttakan í póst-
atkvæðagreiðslunni var 34%.
Samningurinn var einnig sam-
þykktur í næststærsta aðildarfélagi
Samiðnar, Trésmiðafélagi Reykja-
víkur. A kjörskrá voru 1.083 og
greiddi 91 atkvæði eða 8,4%. At-
kvæði féllu þannig að já sögu 55 eða
60,4%, nei sögðu 34 eða 37,4%. Tveir
seðlar voru auðir. Niðurstaða at-
kvæðagreiðslunnar skipti raunar
ekki máli því samningurinn skoðast
samþykktur vegna ónógrar þátt-
töku.
Ungar mæður
ÞÆR hittust á fömum vegi í vikunni og bára saman haft um nóg að tala þennan fallega vordag, einn þann
bækur sínar þessar ungu mæður. Væntanlega hafa þær fyrsta, en vonandi fylgja fleiri góðir dagar í kjölfarið.
Islandsflug
flýgur
til Siglu-
fjarðar
SIGLUFJARÐARKAUPSTAÐUR
og íslandsflug hf. hafa gert sam-
starfssamning sín á milli um til-
raunaverkefni í áætlunarflugi milli
Reykjavíkur og Siglufjarðar.
Guðmundur Guðlaugsson, bæj-
arstjóri á Siglufirði, undirritaði
samninginn fyrir hönd Siglufjarð-
arkaupstaðar, og Ómar Benedikts-
son, framkvæmdastjóri íslands-
flugs, fyrir hönd flugfélagsins. Með
tilraunaverkefninu ætla samstarfs-
aðilarnir að kanna rekstrargrund-
völl breytts forms áætlunarflugs
frá því sem verið hefur með beinu
flugi tvo daga í viku þar sem horft
er til mögulegrar aukningar far-
þegafjölda með tengingu við helg-
arferðir. Jafnframt þessu verða
flognar tvær flugferðir í viku með
tengingu við kvöldflug til Sauðár-
króks og því samtals flognar fjórar
ferðir í viku.
Samningstíminn er til loka júní
en möguleiki gefinn á framleng-
ingu verkefnisins að þeim tíma f
liðnum. Fyrsta flug samkvæmt
samningnum verður flogið fimmtu-
daginn 18. maí nk.
Engar hurðar-
bremsur í elstu
vögnum S VR
ALDRAÐA konan, sem dróst
tugi metra með strætisvagni í
fyrradag, gekkst undir aðgerð í
gær og er líðan hennar eftir at-
vikum. Hún er mikið slösuð. Bíl-
stjórinn þurfti á áfallahjálp að
halda eftir slysið.
Lilja Ólafsdóttir, forstjóri
Strætisvagna Reykjavíkur, segir
að slysið hafi orðið í vagni sem
er í hópi 30 elstu vagnanna í
flota SVR. Vagninn er af Volvo-
gerð og voru upphaflega keyptir
30 bílar af þessari gerð sem nú
eru elstu vagnar SVR. Byrjað er
að afskrifa þessa vagna. Allar
aðrar gerðir vagna í eigu SVR
eru með svokölluðum hurðar-
bremsum sem gera það að verk-
um að falli hurðir ekki að stöfum
er ekki hægt að aka vagninum af
stað.
Lilja segir að slíkur búnaður
hefði að öllum líkindum komið í
veg fyrir slysið. Hún segir að
hurðarbremsur séu þó ekki lög-
bundinn búnaður og vagninn
sem um ræðir hafi forsvaranleg-
an búnað. Þarna hafi orðið
mannleg mistök.
Útboð í undir-
búningi hjá SVR
Hún kveðst ekki geta sagt til
um hvort slysið verði til þess að
flýta fyrir því að elstu vagnarnir
verði teknir út úr rekstrinum.
„Við erum að gera tillögur um
áframhaldandi endurnýjun á
vögnum og því hraðari endur-
nýjun sem við fáum því fyrr get-
um við tekið þessa vagna úr um-
ferð. Það er í gangi undir-
búningur að útboði en ekki hefur
verið ákveðið hve margir vagnar
verða í því,“ segir Lilja.
Hún kveðst ekki vita hvort
þessar gerðir af vögnum séu í
notkun í nágrannalöndunum en
líklega séu strætisvagnar hér á
landi eldri en gerist og gengur
annars staðar.
Yerkáætlun um upp-
byggingu heilbrigðisnets
TEKIN hefur verið saman verk-
áætlun um uppbyggingu heilbrigðis-
nets á íslandi, þar sem lýst er um-
fangi þess, hverjir eigi aðild að því,
notkunarsviðum netsins, fjarskipt-
um og fjarlækningum, svo og sam-
skiptum almennings við starfsmenn
og stofnanir heilbrigðisþjónustunn-
ar. Jafnframt er gerð grein íyrir
þeim stöðlum sem notaðir verða,
upplýsingakerfum og gagnagrunn-
um, öryggismálum, stjómun og
rekstri, helstu verkefnum og fjár-
málum.
í upplýsingum frá heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu kemur fram
að heilbrigðisnetinu sé ætlað að vera
farvegur rafrænna samskipta milli
aðila innan heilbrigðisþjónustu.
Tæknilega samanstandi heilbrigðis-
netið af tölvum, fjarskipta- og hug-
búnaði, auk samskipta- og öryggis-
reglna. Heiibrigðisnetið verði lokað
kerfi í þeim skilningi að flutnings-
leiðir verði að vera öruggar þannig
að upplýsingamiðlun og sendingar
milli aðila fylgi ströngum öryggis-
og starfsreglum. Til að tryggja ör-
yggi og trúnað verði starfræktur
miðlægur nafnamiðlari sem muni
halda utan um rafrænar undirskrift-
ir og sannreyna uppruna samskipta.
Fram kemur að samskiptaleiðir
heilbrigðisnetsins muni taka mið af
þeim fjarskiptum og samskiptaþjón-
ustu sem í boði sé í dag. Homsteinn
samskiptanna verði nafnamiðlarinn
sem skrái allar stofnanir sem fái
leyfi heilbrigðisyfirvalda til þess að
tengjast heilbrigðisnetinu, en nafna-
miðlarinn verði starfræktur innan
heilbrigðisþjónustunnar.
Öryggið
grundvallaratriði
„Grundvallaratriði heilbrigðis-
netsins er öryggisstefnan og örygg-
isreglurnar. Þær skilgreina aðgang
að netinu, öryggi og trúverðugleika
gagna ásamt stöðlum og reglum sem
heilbrigðisnetið fylgir. Allar stofn-
anir sem tengjast heilbrigðisnetinu
verða að hafa öryggisstefnu og
fylgja þessum öryggisreglum. Meg-
ininntak þessara reglna er dulkóðun
og rafræn undirskrift og er það gert
til þess að tryggja persónuvernd og
trúnað við sjúklinga," segir síðan.
Fram kemur að uppbygging heil-
brigðisnetsins sé langtímaverkefni
og að næstu þrjú árin verði lögð
áhersla á að þróa meginþætti þess.
Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að
um 300 milljónum króna verði varið
til verkefnisins á næstu þremur ár-
um.
I verkáætluninni kemur fram að
meðal aðila að heilbrigðisnetinu er
ráðuneytið, heilsugæslustöðvar,
sjúkrahús, heimilislæknai-, sérfræð-
ingar, tryggingastofnun, lyfjabúðir,
Landlæknisembættið, auk fleiri að-
ila.
Fram kemur að notkunarsviðið sé
mjög víðtækt, samskiptin margvís-
leg og tengist margir sams konar
gögnum vegna mismunandi tilvika.
Meðal samskipta eru nefnd vottorð,
innritanir og útskriftir, lyfseðlar og
endurgreiðsla þeirra, reikningar,
rannsóknarbeiðnir og svör, röntgen-
beiðnir og svör, beiðnir um sér-
fræðiálit, tilvísanir, ýmsar tegundir
rannsókna, samræmd slysaskrán-
ing, rannsóknaraðilar, birgjar, er-
lendir samstarfsaðilar, myndir, úr-
lestur og túlkun upplýsinga,
fjarfundir, ráðgjöf og viðtöl, læknis-
þjónusta og upplýsingar úr sjúkra-
skrám.
STÚPENTSG'AFIR
/
UJ
Vönduð
íslcnsk tj*
önd vegi siit VAKA- HELGAFELL
Sióumula ú • Simi SSO 1000
Mikill áhugi á
íslenskunámi
í Póllandi
AÐ FRUMKVÆÐI Björns Bjarna-
sonar menntamálaráðherra og
Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra, voru Bogdan Gumk-
owski, ræðismanni íslands í Var-
sjá og formanni vináttufélags
Islands og Póliands þar f landi,
færðar að gjöf bækur og gögn til
kennslu á íslenskri tungu, er
fylgdariið Póllandsforseta sótti
Þingvelli heim í gær.
Mikill áhugi er á íslandi og ís-
lenskunámi í Póilandi og á und-
anförnum misserum hafa ræðis-
manninum borist fjölmargar
fyrirspumir um aðgengilegt
kennsluefni. Það var í tengslum
við íslandsheimsókn forseta
Póllands að hugmyndin um
bókagjöfina kviknaði og
ákváðu ráðuneytin að hlúa að
þessum tengslum og áhuganum
á fslandi og styrkja kaup á
tuttugu upplýsingapökkum sem
innihalda kennsluefni í ís-
lensku fyrir pólskumælandi
fólk en fyrirtækið Fjölmennt
ehf. gefur efnið út.
Málið stóð Gumkowski nærri
þar eð hann bjó hér á landi á
yngri árum er faðir hans sinnti
störfum viðskiptafulltrúa við
pólska sendiráðið um þriggja
ára skeið.
Morgunblaðið/Ásdfe
Bogdan Gumkowski, ræðismaður
Islands í Varsjá, á Nesjavöllum.