Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNB LAÐIÐ VIÐSKIPTI Framkvæmdastjóri Cargolux sækir ísland heim Vaxandi tækifæri á flugfraktmarkaðinum Skúli Skúlason framkvæmdastjóri, Þórarinn Kjartansson, stjórnarformað- ur Fagflutninga, Tony McNickels og Pierre Wesner frá Cargolux. „CARGOLUX hefur þjónað ís- lenska flugfraktmarkaðinum í tæp sex ár og þegar við lítum fram til næstu ára sjáum við vaxandi sókn- arfæri á Islandi. íslenski flug- fraktmarkaðurinn hefur vaxið hratt undanfarin ár, ekki hvað síst vegna aukinnar samkeppni og vax- andi starfsemi íslenskra flutnings- miðlana og við ætlum okkur að taka virkan þátt í frekari vexti á þessum markaði," segir Pierre Wesner, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála fyrir Cargolux í Lúxemborg, en hann var staddur á íslandi nýlega. Að mati Wesner eru flutnings- möguleikar Cargolux með B747- 400 fraktflugvélum fyrirtæksins einkar góðir; ekkert annað fyrir- tæki hér á íslandi geti flutt vörur að sama umfangi og þyngd og Cargolux. Þá nefnir Wesner að hagkvæmni stórra rekstrareininga skili sér einnig í lægra verði til flutningsmiðla útflytjenda og inn- flytjenda. Fullkomin loftræstikerfi vélanna geri alla flutninga á lifandi dýrum og á kælivarningi ýmiss konar öruggari og einfaldari en með nokkrum öðrum flugvélum. „Við erum mjög ánægðir með það samstarf, sem við höfum átt við félaga okkar og samstarfsmenn hjá Flugflutningum ehf. hér á ís- landi, og við lítum björtum augum á frekara samstarf við þá í framtíð- inni,“ segir Pierre Wesner. Flug- vélar Cargolux hafa viðkomu á Is- landi þrisvar í viku, tvisvar á leið frá Lúxemborg til New York og einu sinni á leið frá New York til Lúxemborgar. Þá rekur Cargolux umfangsmikið net fraktflugs um heim allan og notar til þess tíu nýj- ar fraktflugvélar af gerðinni B747- 400F. í tengslum við fraktflug fé- lagsins frá Lúxemborg rekur fé- lagið einnig viðamikið net flutn- ingabíla í landflutningum um alla Evrópu. Cargolux hefur verið í örum vexti undanfarin ár og skilaði 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra. Margir íslendingar starfa hjá Cargolux í Lúxemborg, þar á með- al Eyjólfur Hauksson, en hann er framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs félagsins. Fyrirtækið Flugflutningar ehf. var stofnað árið 1994 og hefur ver- ið umboðsaðili Cargolux á íslandi frá þeim tíma. Fyrirtækið er einn- ig með söluumboð fyrir vöruflutn- inga Air Atlanta, LTU, Luxair og fleiri flugfélaga. Starfsemi Flug- flutninga er til húsa við Héðins- götu 1-3 í Reykjavík, bæði skrif- stofur og vöruafgreiðsla. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Skúli Skúlason. Eitt númeT\fyrir ^lla (j^j Ábendingar (jQj Þjónustuupplýsingar fýndir farsímar 31(131 Sérþjónusta o Allari sólarhringinn í 8oo 7000, færðu allar upplýsingar um þá þjónustu sem Síminn veitír. Þjónustuveríð eropið allan sólarhringínn www.siTmnnns Föt í Nikita-lín- unni vinsæl í Japan AÐ SÖGN Rúnars Ómarssonar, eins af aðstandendum Nikita ehf., hafa borist pantanir frá Japan fyrir a.m.k. 3.000 flíkur úr haustlínu Nik- ita og hann á von á að pöntunum fjölgi fyrir haustið. Aðalheiður Birgisdóttir er hönnuður Nikita. Nikita er sportleg tfskulma ætluð stelpum á aldrinum 15-30 ára og samanstendur m.a. af aðsniðnum flíspeysum, anorökkum, vestum, frekar víðum buxum, toppum og kjólum 1 ýmsum litum. Haustlínan 2000 er í söiu núna en hönnun sum- arlfnunnar 2001 stendur yfir um þessar mundir. Fjöldi fyrirspurna í kjölfar vörusýningar Nikita hefúr gert samning við tvær af fremstu snjóbrettastelpum heims, Minnu Hesso og Natöszu Zurek, og Rúnar segir það hafa mjög mikið að segja fyrir markaðs- setninguna. Natasza varð sigurveg- ari í einu stærsta snjóbrettamóti heims nýlega og fylgdi því mikil kynning á Nikita og fjöldi fyrir- spurna í kjölfarið. Stelpurnar eru einnig í auglýsingum, bæklingum og á vef Nikita, nikitadothing.com. Nýlega birtust myndir af annarri þeirra í evrópsku tískublaði þar sem fjallað var um Nikita sem eitt af „heitustu merkjunum" í „götu- tískufatnaði", að sögn Rúnars. Rúnar og Heiða kynntu Nikita á vörusýningu í London í febrúar og hlutu góðar viðtökur. „Við kom- umst þar í samband við dreifingar- aðila m.a. frá Frakklandi, Austur- ríki, Hollandi, Noregi, Belgíu og Ítalíu, sem höfðu áhuga á Nikita fyrir verslanir sínar, en við ætlum að byija á að sinna Japan. Evrópa og Bandarikin verða á dagskránni í framhaldi af því,“ segir Heiða. Nikita hefur þegar opnað sölu- og dreifingarskrifstofu í Hamborg í Þýskalandi, þar sem dreifing fyrir Evrópumarkað mun fara fram. Margar af helstu „götutísku“- Mynd úr kynningarbækiingi Nikita. Natasza Zurek, ein fremsta snjó- brettastelpa heims, 1 Nikita-fatnaði. verslunum í Japan munu selja Nik- ita frá og með næsta hausti, og Rúnar er bjartsýnn á framhaldið. „ Við höfúm staðið í undirbúningi, vöruþróun og markaðssetningu sl. þijú ár og nú er það starf að skila sér.“ Framleiðsla á fatnaðinum fer fram í Kína en gerður var samning- ur við fyrirtækið Lexus Enterprises Ltd. í Kína, sem er í eigu íslend- inga. Rúnar segir að nú sé fyrst og fremst lögð áhersla á viðskipti í Japan. „Þar er gríðarlega stór markaður fyrir fatnað af þessu tagi.“ Nú standa yfir viðræður við íjárfesta um aðild að fyrirtækinu, en aukin umsvif eru nauðsynleg miðað við eftirspurn eftir Nikita- fatnaðinum, að sögn Rúnars. Stjórnarflokkarnir tókust hart á um breytingu á samkeppnislögum Atök um heim- ildir til að ógilda samruna STJORNARFLOKKARNIR tók- ust hart á um ákvæði í frumvarpi viðskiptaráðherra til laga um breytingu á samkeppnislögum er varðar heimildir samkeppnisráðs til að ógilda samruna ef það telur að hann hindri virka samkeppni. Niðurstaðan var að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis lagði fram breytingartillögu við frumvarp ráðherrans þar sem dregið er úr heimildum samkeppn- isráðs frá því sem ráðherrann lagði til. Sett er inn svokölluð minnihátt- arregla í viðkomandi grein frum- varpsins, sem felur í sér að sam- keppnisráð hafi einungis heimild til að ógilda samruna fyrirtækja ef heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er 1 milljarður króna eða þar yflr. Þá skulu a.m.k. tvö af þeim fyrir- tækjum sem aðild eiga að samrun- anum hafa a.m.k. 50 milljóna króna ársveltu hvert fyrir sig. Skoðanir Framsóknarflokks og stjórnarandstöðu fara saman Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins og varaformaður efna- hags- og viðskiptanefndar, sagði í viðtali við Morgunblaðið að komið hefði í ljós, þegar efnahags- og við- skiptanefnd fór að vinna í málinu, að svokölluð minniháttarregla væri í samræmi við ákvæði samkeppnis- laga í flestum ríkjum Evrópu. Fjárhæðir um heildarveltu og veltu einstakra fyrirtækja, sem sam- komulag stjórnarflokkanna varð um, væru hins vegar í hærri kant- inum. Hann sagði að skoðanir fulltrúa Framsóknarflokksins og fulltrúa stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd hafi farið saman, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni hafi hins vegar viljað að viðmiðunarmörkin um veltu væru enn hærri en niðurstaða varð um. Ásættanleg málamiðlun að mati Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að breytingartillaga nefndar- innar væri einfaldlega málamiðlun sem oft þyrfti að koma til í málum sem þessu. Hann sagði Sjálfstæðismenn nægjanlega sátta og að frumvarpið væri til bóta og að það væri betra eftir þær breytingar sem sam- komulag hafi orðið um en það hefði verið í upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.