Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 13.05.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 37 Fiðla og píanó í Salnum Morgunblaðið/Golli Olga Björk Ólafsdóttir fiðluleikari og Paulo Steinberg pfanóleikari á æfingu í Salnum. Frá barokki til tólftónaverka Dýpri skilningur á gleði og þjáningu Morgunblaðið/Kristinn Hr. Karl Sigurbjörnsson óskaði dr. Siguijóni til hamingju og fagnaði bókinni um guðfræði Lúthers. OLGA Björk Ólafsdóttir fiðluleikari og Paulo Steinberg píanóleikari leika verk eftir Johannes Brahms, G. F. Handel, Ludwig van Beethoven, Hanns Jelinek og Robert Schumann á tónleikum í Salnum nk. þriðjudags- kvöld kl. 20.30. „Okkur langaði til að hafa fjölbreytta efnisskrá, svo hún spannar mörg tímabil tónlistarsög- unnar, allt frá barokki til tólftóna- verka,“ segir Olga Björk. Staða í Sinfóníu- hljómsveitinni Hún hóf fiðlunám í Tónmennta- skóla Reykjavíkur sjö ára að aldri. Kennarar hennar voru þær Hrönn Geirlaugsdóttir og Gígja Jóhanns- dóttir. Hún stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykjavík hjá Guð- nýju Guðmundsdóttur konsert- meistara og lauk burtfararprófi vorið 1995. Sama ár innritaðist hún í Hochschule der Kunste í Berlín og lauk þaðan B.A.-prófi með ágætis- einkunn. Olga hefur sótt fjölmörg námskeið hérlendis, sem og í Þýska- landi og Bandarílgunum, bæði í ein- leik og kammermúsík. Hún er nú í mastersnámi í fiðluleik við Indiana University í Bloomington hjá fiðlu- leikaranum Franco Gulli. Árið 1999 hlaut hún Fulbright styrk til náms við bandarískan háskóla og gerir ráð fyrir að ljúka mastersnáminu næsta sumar. í haust tekur hún svo stefnuna á Á VEGUM Opins Háskóla, menn- ingarborgarverkefnis Háskóla ís- lands, verður námskeið dagana 16. og 18. maí sem nefnist Að lesa Lax- ness. Námskeiðið fer fram í Lög- bergi stofu 101 á jarðhæð og stend- urfrákl. 20-22. Litið verður á nokkur stef sem hljóma víða f höfundarverki Hall- dórs Laxness. Þar getur verið um að ræða hugmyndalega þætti eða atriði sem varða átök persóna og sam- mannleg einkenni sem höfundurinn ísland eftir fimm ára fjarveru frá heimaslóðum og tekur við stöðu í Sinfóníuhljómsveitinni. „Ég hlakka mikið til að koma heim, það er svo margt að gerast í tónlistarlífinu hér,“ segir Olga Björk. Paulo Steinberg fæddist í Sao Paulo í Brasilíu. Hann hóf píanónám fimm ára gamall og árið 1990 tók hann lokapróf frá listaháskólanum Carlos Gomes í Brasiliu og vann þar fyrstu verðlaun í tveimur píanó- keppnum. Paulo Steinberg hefur einnig unnið til fleiri verðlauna í píanókeppnum í heimalandi sínu, sem hafa veitt honum tækifæri til að koma fram sem einleikari með ýms- um sinfóníuhljómsveitum í Brasilíu. Einnig hefur hann komið fram sem einleikari í Bandaríkjunum og Kan- ada. Eftir að hafa lokið B.A.-prófi í píanóleik við listaháskólann í Sao Paulo, var honum veittur styrkur til masters-náms í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið þátt í mörgum námskeiðum, m.a. hjá Yara Bernett, David Dubal og Lazar Berman. Paulo Steinberg er nú í doktorsnámi við Indiana University, Bloomington hjá Evelyne Brancart þar sem hann stundar einnig kennslu. Þau Olga Björk og Paulo Stein- berg eru nýkomin frá Toronto í Kan- ada, þar sem þau léku saman á tón- leikum og eftir tónleikana í Salnum liggur leiðin til Brasilíu til frekara tónleikahalds. hefúr verið upptekinn af alla tíð. Um leið verður farið á „verk- stæði“ skáldsins, stuðst við minnis- bækur hans og bróf til að sýna verk- lag hans og aðferðir sem hann hefur beitt við samningu verka sinna. Fyrirlesari verður Halldór Guð- mundsson, bókinenntafræðingur. Námskeið Opins Háskóla eru öll- um opin endurgjaldslaust, en þátt- takendur verða að skrá sig hjá End- urmenntunarstofnun Háskóla íslands. „í ORÐINU um Krist opinberar Guð sitt innsta eðli. Það gerir hann ekki í náttúrunni, því að orðræða hans þar inniheldur ekki náðarboð- skap.“ „Ef til vill ættu menn að reyna í framtíðinni að öðlast dýpri skilning á tilveru sinni út frá Guði, í stað þess að leita skilnings á honum á forsendum hins yeraldlega." Svo ritar dr. Sigurjón Arni Eyjólfsson í viðamiklu verki sínu: „Guðfræði Marteins Lúthers í ljósi túlkunar hans á Jóhannesarguðspjalli 1535- 1540.“ Hið íslenska bókmenntafélag gaf það út í gær og var hr. Karli Sig- urbjörnssyni biskupi Islands afhent fyrsta eintakið. Segja má að Jóhannesartúlkun Lúthers hafi fallið utan ramma Lúthersrannsókna síðustu áratuga, jafnvel þótt guðfræðihugsun hans hafi þá verið orðin fullmótuð og sið- bótin orðin föst í sessi. Sigurjón rit- ar í inngangi bókar sinnar að mest- ur hluti túlkunar Lúthers á Jóhann- esarguðspjalli tengist prédikun- arstarfi hans, og að hann orði rannsóknarvinnu sína á skiljanleg- an hátt og tengi við daglegt líf hins kristna manns og trúarglímu hans. Sigurjón segist í riti sínu fjalla bæði um þjáninguna og gleðina og einnig firringu manns í heiminum. „Þjáningunni er leyft að vera eins og hún er, ekki er reynt að breiða yfir hana,“ segir Sigurjón og hann fjallar um mörg af höfuðatriðum kristninnar, t.d. bænina og friðþæg- inguna. Hann tekur svo mið af menningarsögunni og því er í henni að finna áhrifavalda eins og Nietzsche, Popper, Heidegger, auk eldri og yngri eins og Aristóteles og Einar Sigurbjörnsson. Af öðrum efnum sem hann glímir við má nefna samviskuna, djöfulinn, tómhyggj- una, hjálpræðið og réttlætinguna. Hann fjallar um einstaklinginn í heimi sem er þverstæðukenndur, og BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði afhentu í gær sonum Sveins Bjöms- sonar listmálara og Sveinssafni svo- nefnt Sveinshús í Krýsuvík til eignar, ásamt tveggja milljóna króna styrk til viðhalds hússins. í húsinu hafði Sveinn Bjömsson vinnustofu sína og aðsetur um árabil og eftir að hann lést hafa synir hans, Erlendur, Sveinn og Þórður Heimir, varðveitt húsið og verkin sem það prýða. Á sumri kom- anda stendur til að opna húsið fyrir gestum og veita þeim hlutdeild í lífi og list Sveins. Afhendingin fór fram við athöfii í Sveinssafni í Hafnarfirði, en þar era geymd yfir átta þúsund verk lista- mannsins. Um leið og hann bauð gesti velkomna lét Erlendur Sveinsson þess getið að yfirleitt væri ekki van- inn að bjóða fólki inn í vistarverur safna bakatil þar sem hjarta þeirra slær, heldur fyrst og fremst inn í sýn- ingarsalina, sem væm andlit safna út á við. Nú þegar draumurinn um Sveinshús væri að verða að veruleika mætti segja að það yrði í framtíðinni andlit safnsins. Hann kynnti gestum þá vinnu sem í gangi er í Sveinssafni, skráningu og flokkun á þeim mikia fjölda verka sem listamaðurinn lét eftir sig, og að því búnu undirrituðu bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson, Sveinssynir og menn- ingarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Marín Hrafnsdóttir, afsal hússins í Krýsuvík. Krafturinn og friðurinn íKrýsuvík í stuttu ávarpi sagði bæjarstjóri að sér væri það afar ljúft að afhenda af- komendum Sveins húsið og raunar hefðu bæjarfulltrúar ákveðnar skyld- ur við hann. „Sveinn Bjömsson var góður borgari og sjálfur naut ég þess að geta stundum skipst á orðum við spyr hvernig hann geti lifað af í slík- um heimi. Sigurjón lauk doktorsprófi í Kiel í Þýskalandi árið 1991 og fékk áhuga á þessu efni í kjölfar þess. „Doktor- faðir minn, Eberhard Wölfel, benti mér fyrstur á nauðsyn þess að rannsaka Jóhannesar-túlkun Lúthers og hefur fylgt úrvinnslu verksins nokkuð eftir,“ segir Sigur- jón. „Lúther var raunsær en lífsglað- ur maður,“ segir hann og telur að hugmyndina um lífsgleðina vanti inn í myndina sem íslendingar hafi af honum. Sigurjón hefur með riti sínu áhuga á að skapa umræðu- gmndvöll fyrir nýrri mynd. „Textinn er föst fæða, en ég og þeir sem lásu textann yfir lögðu sig fram um að hafa hann skiljanlegan og öllum aðgengilegan," segir hann, „þetta er fræðirit fyrir almenning og einnig ritað fyrir fræði- og kenni- menn,“ segir hann en í fyrsta hluta hann í sundlauginni í gamla daga. Krýsuvík var honum afar dýrmætur staður. Oft rauk hann úr sundlauginni og sagðist vera á leiðinni í Krýsuvík til þess að fá kraftinn og finna friðinn um leið. Ég held að það sé óhætt að segja að faðir ykkar hafi verið ein- stakur maður á margan hátt. Hann bjó yfir miklum krafti - og hér sjáum við eftir hann þúsundir myndverka, sem halda nafni hans á lofti um ókom- in ár,“ sagði Magnús Gunnarsson. Þá færði Sveinn Sveinsson bæjar- stjóra sem þakklætisvott fyrstu höggmynd listamannsins, fimm metra háan skúlptúr, eða öllu heldur ávísun á hann í formi veggspjalds með myndum af höggmyndinni og upplýsingum um hana. Höggmynd- bókarinnar er gerð grein fyrir um- fjöllun Lúthers um stöðu mannsins og einsemd í hringiðu lífsins. I öðr- um hluta þess er fjallað um þá nýju sýn á lífið sem maðurinn öðlast í Kristi og í þriðja hlutanum er lýst trúarbaráttu og lífsgleði einstak- lingsins í þverstæðufullum heimi. „Við getum ennþá sótt í fjársjóð Lúthers og stuðst við orð hans,“ segir Sigurjón. Herra Karl Sigurbjörnsson fagn- aði útgáfu bókarinnar og óskaði höf- undi til hamingju með ávöxt níu ára starfs, en Sigurjón er jafnframt hér- aðsprestur í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra og stundakennari við Háskóla íslands. Karl sagði að þetta rit myndi hjálpa mönnum að skoða stöðu sína og kirkjunnar á þessu 1000 ára afmæli kristnitökunnar. En guðfræði Marteins Lúthers hef- ur haft mótandi áhrif á kristni í nær helming þess tíma og er í raun gmnnur nútima kirkjunnar. ina, sem kölluð hefur verið „Staur- inn“, gerðu þeir Sveinn og danskur skólabróðir hans og vinur frá Listakademíunni í Kaupmannahöfn, Henrik Vagn Jensen, sólskinssum- arið 1960, þegar sá síðamefndi kom ásamt eiginkonu sinni í sína fyrstu heimsókn til Sveins og fjölskyldu. Höggmyndin er í fjórum hlutum, sem Sveinn yngri lýsti þannig að efstur væri Egill Skallagrímsson, þá Gissur gullrass, undir honum fiskur og þá kona, en þessi myndstef skipuðu síð- an stóran sess í verkum þessara lista- manna. Höggmyndin verður sett nið- ur í höggmyndagarði bæjarins á Víðistaðatúni. ■ Húsið er / Lesbók 16-17 Námskeiðið Að lesa Laxness Sveinshús afhent Morgunblaðið/Ami Sæberg Afsal Sveinshúss undirritað í Sveinssafni í Hafnarfirði innan um mál- verk Sveins Björnssonar. Yngsti sonur listamannsins, Þórður Heimir Sveinsson, skrifar undir afsalið, næst honum stendur menningarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Marín Hrafnsdóttir, þá bæjarstjórinn Magnús Gunnarsson. Að baki Þórði stendur Erlendur Sveinsson og lengst til hægri Sveinn Sveinsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.