Morgunblaðið - 13.05.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.05.2000, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 VIKII m MORGUNBLAÐIÐ Gulur litur er oft ríkjandi í perúskri matargerð enda voru inkarnir sóldýrkendur. Hér má sjá gdmsæta rétti á besta veitingastað Lima, Senorio del Sulco. Kartöflurnar eru alls staðar, hér með palta-mauki. Kartöflur hafa verið ræktaðar í Perú í tæp 5000 ár og hvergi í heiminum bragðast þær betur en þar. Matargerð Perú Morgunblaðið/Steingrímur Lima, höfuðborg Perú, er ekki árennileg í mengunarmistrinu. Matar- lega leynir hún hins vegar á sér. Margir veitingastaðir Lima láta ekki mikið yfír sér. Þeir bjóða hins veg- ar yfirleitt upp á gott Ceviche. Vísindavefur Háskóla Islands Af hverju er himinninn blár? VISINDI NÚ HEFUR verið komið fyrir leit- arvéi á Vísindavefnum. Með henni geta menn nýtt sér efni vefsetursins sem uppsláttarrit enda hafa nú verið birt um 350 svör sem er á við myndarlega bók. Gildi leitarvélarinnar á eftir að aukast sífellt um leið og svörum fjölgar. í dag, laugardaginn 13. maí, kl. 15, verður opnaður nýr flokkur af svörum á vefsetrinu. Hann ber heitið „Laggott" og dregur nafn af því að þar verða fyrst og fremst stutt svör í léttari dúr en í almenna flokknum. Um leið verður ekki lögð eins mikii áhersia á ýtrustu sérfræðiþekkingu. Svörun á jafnframt að geta orðið fijótvirkari og svörin við allra hæfi. Að hluta verður sjálfsagt svarað þarna sömu spurningum og í almenna flokknum. Vísindavefurinn býður ölium sem vilja að vera „viðstaddir" opnunina, það er að segja að fylgjast með því þegar fyrsti bunkinn af svörum birtist á vefnum á 1-2 klukku- tímum eftir opnunina. í Perú er að margra mati hægt að fínna bestu matargerð Suður- Ameríku, spennandi samrunamatargerð sem sækir innblástur víða. Steingrímur Sigur- geirsson áði í Lima og athugaði málið. SÆLKERINN MATARGERÐ Rómönsku Ameríku hefur fram að þessu ekki náð að slá í gegn á Vesturlöndum. Það er helst matargerðarlist Mexíkó er náð hefur því að verða þekkt al- þjóðlega. Fæstir þekkja hins vegar til þeirra stíla, sem eru ríkjandi í Suð- ur-Ameríku, ef frá er skilið að al- mennt er viðurkennt að gott nauta- kjöt komi frá Argentínu. Suður- Ameríka hefur hins vegar upp á geysimargt að bjóða. Rétt eins og við höfum Golfstrauminn, sem tryggir sjávarhita er það hinn kaldi Humb- oldt-straumur sem heldur Kyrrahaf- inu við vesturströnd Suður-Ameríku nægilega svölu til að þar myndist kjöraðstæður fyrir fiskistofna. Eg get staðfest að jafnvel við miðbaug er sjórinn það kaldur um hásumar að það er ekki nema á færi huguðustu manna að fá sér sprett. Það er því kannski engin furða að jafnt í Ekva- dor, Perú og Chile er ferskt sjávar- fang fyrirferðarmikið í matargerð- inni. Ef hins vegar er litið til sjálfrar matargerðarinnar er Perú líklega það ríki Suður-Ameríku sem hefur upp á hvað mest að bjóða. Höfuð- borgin Lima er vissulega ekki mjög aðlaðandi, tólf milljón manna skrímsli sem seint verður lýst sem fagurri borg að undanskildu litlu svæði þar sem finna má gamlar glæsibyggingar frá nýlendutíman- um. Hún teygir sig yfir gífurlegt landflæmi, mengunin er hrikaleg og fátæktin mikil. Ails staðar virðist hins vegar hægt að fá góðan mat, jafnt á látlausum matstofum sem fín- um veitingahúsum í betri hverfum á borð við Miraflores. Matargerð Perú mætti líklega helst lýsa sem sjálfsprottinni „fus- ion“-matargerð, samsuðu áhrifa víðs vegar að úr heiminum sem íbúar Perú nefna chifa. Fjölbreytileikinn er gífurlegur jafnt hvað aðferðir sem hráefni varðar og engu minni en hjá þekktustu matarþjóðum Evrópu, s.s. Frakklandi og Italíu. Landfræðilega er þrennt sem set- ur mark sitt á hráefnin og gerir að verkum að fjölbreytileikinn er jafn- mikill og raun ber vitni. I fyrsta lagi hið svala Kyrrahaf í öðru lagi And- esfjöllin og í þriðja lagi regnskógar Amazon. Grunnurinn að perúskum mat er matargerð inkanna. Helsta framlag þeirra til matarheimsmenningarinn- ar er vafalítið kartaflan, sem þeir voru byrjaðir að rækta fyrir allt að fimm þúsund árum. Enn í dag eru kartöflur eða papas í margvíslegri mynd íyrirferðarmiklar í perúskri matargerð, gular jafnt sem fjólublá- ar, og hvergi hef ég fengið þær betri og bragðmeiri. Maís er einnig mikið notaður og þá jafnt hinn hefðbundni guli sem hinn fjólublái maíz morado. Að ekki sé nú minnst á chili-pipar í óteljandi útgáfum og avocado, kallað- ur palta, annaðhvort maukaður eða fylltur. Inkamir voru sóldýrkendur og er það talin skýringin á því að gulur er gjarnan ríkjandi litur í réttum. Ekki bara gulur, heldur fallega skærgulur. Það er sérstakt krydd, palillo, sem er notað til að gefa þennan lit, en það hefur hins vegar lítil áhrif á bragð. En áhrifin eru ekki einungis frá inkunum. Spænsk áhrif eru að sjálf- sögðu mjög áberandi en ekki síður japönsk, kínversk og ítölsk en mikið var um innflytjendur af þessum slóð- um til Perú á átjándu öld. Spánverjar fóru með kartöflur til Evrópu en færðu Suður-Ameríku á móti hvít- lauk og lauk, ýmsa ávexti á borð við epli og ferskjur að ekki sé minnst á búfénað, nautgripi og svín. Afrískir þrælar komu með jarð- hnetur, ítalir pasta og Kínverjar settu matreiðsluaðferðir sínar (s.s. stirfry), sojasósur og hrísgrjón í púkkið. Sorglegasti áhrifavaldurinn er þó nýtilkominn. Á síðustu árum hefur skyndibitamenningin hafið innreið sína með öllu því sem henni fylgir. Veitingamaður sem ég ræddi við hristi hausinn og skildi ekki hvernig stæði á því að bragðlausar, frosnar „franskar“ frá sléttum Bandaríkjanna og Kanada væru famar að ýta út perúskum kartöflum á mörgum veitingahúsum. Þekktasti einstaki réttur Perú er vafalítið ceviche (sem einnig má finna afbrigði af víðar í Suður-Ameríku, s.s. Ekvador). Ceviche er eins konar þjóðarréttur Perú og á nánast hverju horni höfuðborgarinnar Lima má finna götusala eða veitingastofur, sem bjóða gestum og gangandi að fá sér skammt. Ceviche er til í mörgum útgáfum en grunnurinn er yfirleitt sá sami. Fiskur er settur í skál og mar- íneraður í lime-safa í ísskáp í 3-4 klukkutíma. Að því búnu er vökvan- um hellt og fisknum blandað saman við rauðlauk, rauðan chili, hvítlauk, pipar og olíu og edik (vinaigrette). Síðan má bæta við ýmsu, allt eftir smekk, steinselju eða kóríander, sell- eríi, óreganó eða cilantro. Og þótt ótrúlegt megi virðast er vínrækt að finna í suðurhéruðum Perú þótt að nálægðin við miðbaug torveldi auðvitað slíka framleiðslu. Mikið af víninu er eimað í drykkinn Pisco en einnig má finna þökkalegá neysluhæf vín, ekki síst frá fram- leiðandanum Tapaca þótt vín frá Chile og Argentínu séu algengari á veitingastöðum. Reglulega hefur því verið spáð að perúsk matargerð myndi komast í tísku á Vesturlöndum. Enn hefur það ekki gerst, þótt hér og hvar, t.d. í New York, megi finna ágæta per- úska staði. Hugsanlega er skýringin á því að erfitt getur reynst að fá hin nauðsynlegu hráefni. Vonandi mun þó koma að því. Þangað til verður maður að sætta sig við það að geta ekki litið kartöflur sömu augum og áður. Evrópskar kartöflur eru því miður þunnur þrettándi í saman- burði við afurðir inkanna. Af hverju er himinninn blár? SVAR: Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sól- arljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljós- ið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár. Samkvæmt nútíma eðlisfræði má líta á ljósgeisla sem straum ljóseinda. Hver þeirra hefur sína öldulengd og sveiflutíðni sem við skynjum sem lit. Hvítt ljós er samsett úr öllum litunum, sem við getum skilið að með ýmsum hætti, samanber regnbogann. Sýnilega litrófsbilið spannar regnbogalitina frá fjólubláu eða bláu með stysta öldulengd yfir í rautt sem hefur lengsta öldulengd. Þetta er líka rætt í nýlegu svari Jóhannesar Kára Kristinssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni „Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?“ Ljóseindir sem falla á sameindir lofthjúpsins geta dreifst frá þeim í ýmsar áttir vegna víxlverkunar við rafeindaský sem er í hverri sam- eind. Rafeindirnar geisla ljósinu aftur út í ýmsar áttir með sömu tíðni. Þetta fyrirbæri, sem nefnist Rayleigh-ljósdreifing (e. Rayleigh scattering), er sterklega háð öldu- lengd ljóssins og er um það bil 10 sinnum virkara í bláa enda sýni- lega litrófssviðsins en þeim rauða. Líkur fyrir því að Ijóseind breyti um stefnu við „árekstur“ við sam- eind eru með öðrum orðum 10 sinnum meiri fyrir bláa ljóseind en rauða. Þetta er ástæðan fyrir bláa litnum á himninum. Án Rayleigh- dreifingar væri skýlaus himinn svartur ásýndar og sumarnóttin hér á landi myrk. Þegar við horfum til himins skynjum við ljós sem dreifst hefur af sameindum í lofthjúpnum, breytt um stefnu og lent á augum okkar. Bláar Ijóseindir yfirgnæfa þær rauðu í stefnubreyttu geislun- um, svo við skynjum bláan lit. Með þessu getum við h'ka skýrt kvöldroðann. Þegar sól er lágt á lofti fara geislar hennar lengri vegalengd í lofthjúpnum en gerist á miðjum degi með meiri sólar- hæð. Rayleigh-dreifingin beinir bláa litnum annað í enn ríkari mæli en venjulega, svo að rauði liturinn verður meira ríkjandi í þeim geislum sem koma frá sólu. Að fjarlægðin geri fjöllin blá skýrist einnig af Rayleigh-dreif- ingu. Ef lofthjúpurinn væri allur við sama þrýsting væri hann ekki nema tæpir 10 km að þykkt. Milli okkar og fjallanna er lag sam- einda, iðulega meira en 10 km að þykkt, það er að segja í raun þykkara en lofthjúpurinn. Sam- eindirnar í því verka sem bláir ljósgjafar. Þegar sólin skín ekki á fjöllin ber enn meira á þessu þar sem þau eru þá einungis upplýst af bláu dreifðu ljósi. Tunglið endurvarpar til okkar sólarljósi sem á það fellur, og hef- ur því í meginatriðum sömu lita- samsetningu. Tunglið er gulleitt hátt á lofti en rauðleitara við sjóndeildarhring þar sem lofthjúp- ur jarðar hefur dreift bláa litrium úr geislunum. Tunglskinið er hins vegar svo sterkt að við verðum ekki vör við blámóðuna milli okkar og ljósgjafans, enda er sól þá gjarna sest. Þeir sem lesa þetta svar hafa kannski gaman af að rifja upp á Vísindavefnum svar sama höfund- ar við spurningunni „Af hverju er snjórinn hvítur?“ en það birtist einnig hér í Morgunblaðinu. Ari Olafsson dósent í eðlisfræði við Háskóla Islands Hvað hefur talan pí marga aukastafi og hverjir eru þelr? SVAR: Talan pí er óræð tala eins og það er kallað í stærðfræði, en það merkir að hún verður ekki skrifuð sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða auka- stafirnir óendanlega margir. Pí er upphaflega skilgreint sem hlutfallið milli ummáls og þver- máls í hring. Annað frægt dæmi um óræða tölu er ferningsrótin (kvaðratrótin, square root) af 2. Sönnunin á því að hún sé óræð er afar einföld og hefur verið þekkt síðan í fornöld. Forngrískir stærð- fræðingar reyndu sem þeir gátu að tengja pí við aðrar þekktar tol- ur, þar á meðaí öræðar eins og rótina af 2, en það hefur aldrei tekist. Þriðja dæmið um velþekkta og mikilvæga óræða tölu er grunntala veldisvísisfallsins, sem táknuð er með e. Allar tölur sem hægt er að skrifa sem tugabrot með endan- legum fjölda aukastafa eru ræðar, því að hægt er að skrifa þær sem brot. Til dæmis er 0,137 = 137/ 1000. Óendanleg tugabrot sem endurtaka sig eru einnig ræðar tölur; til dæmis er 0,141414 ... = 14/99. Öll önnur óendanleg tuga- brot eru óræðar tölur. Af þessu leiðir að óræð tala eins og pí (eða rótin af 2) er óendanlegt og óreglulegt tugabrot. Hver auka-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.