Morgunblaðið - 13.05.2000, Qupperneq 60
>0 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
• LESIÐ f MÁLVERK
FRÁ ÞINGVÖLLUM
(SKJALDBREIÐUR)
JOHANNES KJARVAL (1885-1972)
VI ■
HLUTUR Jóhannesar Kjarvals í
öllum þeim ótal Þingvallamynd-
um sem málaðar hafa verið er
stór, listamaðurinn leitaði þang-
að sí og æ á löngu æviskeiði.
Staðurinn er tengdur nafni hans
frekar en nokkurs annars í ís-
Ienzkri listasögu, um leið hluti af
mótunarsögu hans sjálfs. Fara
ýmsar sögur af málverkafjöldan-
um sem hann á stundum sneri
með til baka, svo og einstökum
tilþrifamiklum dagsverkum. Sum
málverkanna með þeim nafn-
kenndustu sem yfirhöfuð voru
máluð á tuttugustu öld á landi
hér, og ber þar hæst olíumál-
verkið, Fjallamjólk, frá 1941,
sem núlistasafnið í New York,
MoMA, vildi festa sér til stöðugr-
ar viðurveru í sölum sínum, og
er skipað til öndvegis í sal. Var
mjög freistandi að taka það
magnaða og margslungna verk
fyrir hér, en bíður annars tæki-
færis því fleiri vöktu óskipta at-
hygli, einkum nokkur sem minna
hafa verið / sviðsljósinu en eiga
þó rétt á meiri eftirtekt. Líkt og
myndin, Frá Þingvöllum, Skjald-
breiður, sem Kjarval mun hafa
málað 1930, en er ekki með árit-
un Iistamannsins. Er likast til
með fyrstu málverkum sem hann
málaði á staðnum, en hann hóf
að venja komur sinar þangað ár-
ið áður. Það er eitthvað svo
hreint, bjart og fínt í þessu mál-
verki sem greip mig föstum tök-
um á þessari sérsýningu Lista-
safns íslands, í senn einn nátt-
úruiegur kraftbirtingur sem
eðlilegasta mál undir sólinni, og
þó merkilega sértækur hlutur
frá hendi listamannsins. En hann
átti þetta. til, að fara ofur var-
lega og fínt að dúkunum fyrir
framan sig, líkt og hann væri í
hátíðarskapi, lægi að auk aldeilis
ekkert á, og þá spruttu fram
ýmsar sérstæðar formanir sem
við málarar kunnum einkum vel
að meta, því þær bera í sér svo
mikið af skynfærum gerandans.
Myndsviðið er einhvern veginn
svo rétt og slétt, tranar sér í
engu fram, er barasta þarna eins
og sjálfsagður hlutur, getur ekk-
ert að því gert, frekar en manns-
barn nýkomið úr móðurkviði og
sem ekki réð foreldri sínu né
bað sérstaklega um að fá að
koma í heiminn. En við könn-
umst svo sem öll við þetta undur,
að þegar barn er nú einu sinni
fætt, er líkt og það hafi alltaf
verið til, þó ein sér og einstök
birtingarmynd sem aldrei nokk-
urn tíma hafði verið tii undir sól-
inni áður.
Var sem Kjarval hefði haft
þau sígildu sannindi innbyggð í
sér, að eilíf fegurð náttúruskapa
gengi um veröld alla, fyndist
jafnt í hinu smáa sem háa og að
ást dagsins í dag væri önnur en
ást morgundagsins, að sú ást
sem maður gæfi hvorki né þægi í
dag væri horfin og fyndist aldrei
framar. Gerði málarann að alætu
á hvers konar lifanir úti í náttúr-
unni sem hann meðtók jafnharð-
an með sínu lagi líkast óþreyju-
fullum elskhuga. Mótaði fjöl-
listamann, artista og óútreikn-
anlegan trúbadúr jafnt á mynd-
fleti sem í dagsins önn, fæddi af
sér úrval listaverka hvar spilað
var á fágæta og fjölþætta
strengi litrófs og forma. Landið
var ástkona Kjarvals, sá munúð-
arfulli sefasjúki og dyntótti fyr-
irburður sem honum hugnaðist
helst að samasamast. Undur sem
aldrei er alveg eins, ber alltaf
eitthvað nýtt með sér í næsta
sjónmáli svo fremi sem hlutað-
eigandi á annað borð er gæddur
þeirri innri ratsjá er lýkur upp
huliðsheimum hvunndagsins.
Þingvallamálverkið framber
einn réttan og sléttan hvunndag
á sögu og helgistað þjóðarinnar,
slíkir hafa þeir verið í þúsund
ár, oft lítið frábrugðnir hver
öðrum og þó aldrei eins, því ekk-
ert getur orðið alveg eins á
morgun og það er í dag í þessu
landi hverfullra brigða, frekar
en ástin. Því skiptir öllu að
höndla núið, kveikja h'f í núinu,
rækta núið í öllum sínu marg-
breytileika, láta það koma sér
mikið við.
Þetta er ekki ein af þessum
glæsilega vel máluðu myndum
Kjarvals, engu bætt inn í mynd-
ina úr hugarheimi listamannsins,
ófreskir hlutir langt fjarri á
þessum degi, álfum og huldufólki
gefið frí. Einungis nakin sviðs-
myndin blasir við og þrengir sér
fram á vit áhorfandans og þó af-
hjúpar hún ekki svo lítið af
reynsluheimi þjóðarinnar í þús-
und ár jafnt í kaþólsku sem
lúthersku. Litla látlausa kirkjan
sem markast af frumformunum
einum, eitthvað svo agnarlítil og
umkomulaus í víðáttumiklu
landslaginu og samt óbifanleg og
sterk, tákn þess að hið smáa er
jafn lít.ið smátt og hið stóra er
stórt.
Ekki gott að segja á hvaða
tíma árs Kjarval hefur mundað
pentskúfin á staðnum, en giska
má að það hafi verið á út-
mánuðum einkum snemma vors,
en gæti allt eins verið á hausti
eða í vetrarbyrjun, en af því ber
ekki að hafa áhyggjur. Skjald-
breiður er snævi þakin og afar
fínt mótuð í myndheildinni, ber
hana satt að segja uppi, gnæfir
yfir þar sem málarinn skiptir
myndfletinum í tvo jafna lárétta
helminga, annars vegar sér í
Mjóafell og tungu Ármannsfells
en hins vegar Tindaskaga. Það
er helst að sjónhimnan og tauga-
kerfið skynji formanirnar í
landslaginu, Oxará, hólmana,
hraunið og gjárnar, en að þær
séu skýrt markaðar, allt vinnur í
einum samhljómi og dreifist við-
kvæmnislega um myndflötinn.
Þó er allt formað á þann veg á
fletinum að það haldist í hendur
við lögmál myndbyggingarinnar,
hinn lárétta hrynjandi sem ber
hana uppi, ein lína tekur við af
annarri og bindur í samræmda
heild. Og dragi maður tvo fall-
bauga niður flötinn og lætur þá
annars vegar skera tind Skjald-
breiðar en hins vegar kirkju-
"V
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
„Au pair" óskast
til Luxemborgar
„Írsk/lúxemborgísk fjölskylda óskar eftir vina-
'legri og ábyrgöarfullri „au pair" til að gæta
2ja barna (6 og 2 ára). Sérherbergi með sjón-
varpi og bíll fylgir. Hafið samband við:
camilla.tsan@ltam.lu eða hringið í síma
(+352) 57 29 93.
Sölumaður fasteigna
Fasteignasala óskar eftir dugmiklum sölu-
manni/konu sem á auðvelt með að starfa sjálf-
stætt og með öðrum. Þarf að hafa bifreið til
umráða. Laun árangurstengd. Farið verður
með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
^/insamlegast skilið inn umsókn með uppl. um
aldur, fyrri störf o.s.frv. til Mbl. merkt: Fasteign
eða sendið á netfang fasteign@xnet.is.
Tannlæknastofa
Aðstoð óskast á tannlæknastofu í miðborginni
frá 1. júní nk. Ekki sumarstarf. Æskilegur aldur
eldri en 35 ára. Umsóknir með venjulegum
upplýsingum sendist til auglýsingadeildar
Mbl., merktar: „Aðstoð — 9634", fyrir 18. maí.
FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Félagsfræðingafélags íslands
verður haldinn föstudaginn 19. maí kl. 18.00
'Jf Odda, stofu 202.
KENNSLA
Vatnsnotkun í fiskeldi
Hólaskóli heldur námskeið um vatnsnotkun
í fiskeldi 26.-27. maí nk. Á námskeiðinu verður
fjallað um þætti, sem ráða vatnsþörf í fiskeldi,
vatnsgæði, súrefnisbætingu aukáhrifa kolsýru
og annarra efna, sem geta takmarkað vöxt
fiska. Kynntar verða niðurstöður nýrra rann-
sókna, sem tengjast notkun vatns í fiskeldi.
Fyrirlesarar eru sérfræðingar á þessu sviði auk
starfandi fiskeldismanna. Námskeiðið hefst
föstudaginn 26. maí kl. 13:00 og lýkur laugar-
daginn 27. maí kl. 17.00. Námskeiðsgjald er
kr. 15.000, innifalið erfæði og gisting á Hólum.
Athugið að Framleiðnisjóður landbúnaðarins
styrkir sérstaklega þátttöku bænda á lögbýlum
og starfsmanna í fiskeldisstöðvum.
Skráning og frekari upplýsingar má fá í síma
Hólaskóla 453 6300.
TILBOÐ / UTBOÐ
TIL
S 0 L U «<
Notuð skrifborð, stólar, skápar, hillur
ásamt öðrum skrifstofubúnaði verðurtil
sölu laugardaginn 13. maí nk. frá kl. 13.30
til 16.00 í húsnæði Ríkislögreglustjóra,
Auðbrekku 6, Kópavogi.
® RÍKISKAUP
Ú tb o ð skila á r a n g r t!
Borgartúni 7 .105 Reykjavik • Sími: 530 1400 • Fax: 530 1414
Veffáng: www.rikiskaup.is • Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Einbýlishús eða stór íbúð
óskast. Þarf að hafa lágmarktvö stór svefnher-
bergi og góða skrifstofuaðstöðu vegna rekst-
urs. Öruggar greiðslur með tryggingu og fyrir-
framgreiðslu ef óskað er. Leigutími lágmark
1 ár. Upplýsingar í síma 863 0016.
NAUÐUNGARSALA
Nauðungarsölur
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu
1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 18. maí 2000 kl. 14.00 á eftir-
töldum eignum:
Borgarflöt 5,1/4 hl., Sauðárkróki, þingl. eign Kópra-röra hf. Gerðar-
beiðandi er Byggðastofnun.
Klausturbrekka, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Steins Leós
Sigurðssonar. Gerðarbeiðandi er Ríkisútvarpið.
Miðsitja, Akrahreppi, þingl. eign Jóhanns Þorsteinssonar og Sólveig-
ar Stefánsdóttur. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður landbúnaðarins.
Skálá, 25% hl„ Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Árna Benedikts-
sonar og Lilju Gissurardóttur. Gerðarbeiðandi er sýslumaðurinn
á Sauðárkróki.
Suðurgata 18, Sauðárkróki, þingl. eign Gunnars Þórs Árnasonar
og Gunnlaugar Kristjánsdóttur. Gerðarbeiðendur eru fbúðalánasjóður
og Búnaðarsamband Austurlands.
Sævarstígur 2, kjallari, Sauðárkróki, þingl. eign Einars Stefánssonar.
Gerðarbeiðandi er Landsbanki (slands hf.
Víðigrund 6, Sauðárkróki, þingl. eign Valgerðar Sigtryggsdóttur.
Gerðarbeiðandi er íbúðalánasjóður.
Öldustígur 14, Sauðárkróki, þingl. eign Kristjáns Þ. Hansen. Gerðar-
beiðendur eru Vátryggingafélag Islands hf„ íbúðalánasjóður og
Byggðastofnun.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
11. mai 2000.
ATVINWJ- QO RttÐflUOLÝSIWOAR
upptýalngar er afi flnna i mbl.la/upplýalngar