Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 13.05.2000, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Frumvarp til laga um fæðingarorlof RÉTTINDI til fæð- ingarorlofs hljóta að byggjast á þeirri grundvallarstaðreynd að nýr einstaklingur er að koma í heiminn og þarfnast umönnun- ar og aðhlynningar, þeirrar bestu sem völ er á svo að hægt sé að -figgja grunn að far- sælli framtíð. Því brá undirritaðri heldur í brún þegar félags- málaráðherra Páll Pétursson lýsti því yf- ir í morgunfréttum ríkisútvarpsins að fæðingarorlof væri ekki réttindamál hins nýfædda barns, heldur réttindi foreldra. „Barnið nýtur góðs af,“ svaraði ráðherrann þegar fréttamaðurinn spurði „en hvað með réttindi barnsins?“. Þetta var daginn eftir að nýtt frumvarp til fæðingarorlofs var tilkynnt með nokkrum tilþrif- um, sem ein mesta réttarbót sem #'-lfrgreidd yrði frá alþingi og tæki Island þar öðrum löndum fram um réttindi til fæðingarorlofs. Það þarf ekki mikla útreikninga til að sjá að þessi mesta réttarbót sögunnar hefur einnig í för með sér eina mestu réttarmismunun sögunnar. Nægir þar að taka dæmi um fjöl- skyldu þar sem hvort hjónanna um sig hefur um 400.000 kr. í heildar- laun að meðaltali á mánuði. Þessi fjölskylda fær tæpar þrjár miijónir í fæðingarorlofsgreiðslur á sama tíma og fjölskylda einstæðrar móð- '•ur með meðalheildartekjur upp á 120.000 fær innan við 600.000 kr. í fæðingarorlofsgreiðslur, fimmfalt lægri upphæð. Séu tekin dæmi af námsfólki og heimavinnandi móður verður þessi munur enn meiri. Einnig hefur verið bent á þá stað- reynd að lenging fæðingarorlofs í níu mánuði (hjá sumum fjölskyld- um, aðrar búa við óbreytt fæðing- arorlof, þ.e. sex mánuði) er styttra en gerist í nágrannalöndum okkar, þar sem val er á fæðingarorlofi í tíu til tólf mánuði. Hvemig geta ráðherra félagsmála og alþingis- menn, samþykki þeir frumvarpið óbreytt, horft fram hjá þeirri stað- reynd að í frumvarpinu er gert ráð 'afyrir því að sumum börnum, sem fæðast hér á landi, frá og með næstu áramótum, séu búnar þær aðstæður að þau geti haft annað foreldrið heima hjá sér í níu mánuði en önnur böm ekki? Eða þeirri staðreynd að þær fjölskyldur sem hafa einungis rétt til sex mánaða fæðingar- orlofs eru í mörgum tilfellum fjölskyldur sem hafa minni fjár- ráð, líkt og margar einstæðar mæður búa við, enda em þær einu fyrirvinnur heimilis- ins. Og hver era rökin? Jú, félagsmálaráð- herra lýsti því yfir í ofangreindu viðtali, að rökin fyrir sex mánaða fæðingar- orlofi einstæðra foreldra væru þau að til væri fólk sem gæti misnotað aðstöðu sína ef fæðingarorlof ein- stæðra foreldra væri níu mánuðir með því að rjúfa sambúð sína um tíma og þannig fengi móðirin níu mánaða orlof. Dæmi nú hver fyrir sig réttmæti slíkrar röksemda- færslu, að heiðarlegt fólk skuli Fædingarorlof ✓ I frumvarpinu, segir Eldey Huld Jónsdóttir, er stórlega vegið að rétti einstæðra mæðra. þurfa að líða fyrir að hugsanlega sé til óheiðarlegt fólk sem misnoti að- stöðu sína. Fæstar einstæðar mæð- ur hafa nokkurt val þegar fram- færsla heimilisins er annars vegar. Þær geta ekki valið að vera lengur heima hjá bami sínu þegar fæðing- arorlofsgreiðslum lýkur og barnið einungis á sjötta mánuði. Það er þó í flestum tilfellum valkostur þegar beggja foreldra nýtur við og geta því þeir foreldrar hæglega lengt sitt níu mánaða orlof enn meira ef svo ber undir. Þannig gefst þeirri móður og barni hennar margfalt meira svigrúm og tækifæri t.d. til að sinna brjóstagjöf lengur en níu mánaða fæðingarorlof þeirra segir til um. Að ekki sé minnst á þá rétt- arbót sem framvarpið svo sannar- lega inniheldur,að gefa feðram færi á þriggja mánaða fæðingarorlofi. En svo ég snúi mér aftur að ein- stæðu móðurinni, því í framvarpinu er stórlega vegið að rétti þeirra, þá þarf hún ekki síst á því að halda, og barn hennar, að vera níu mán- uði hið minnsta heima hjá nýfæddu barni sínu. Áiagið við að fara út á vinnumarkaðinn aftur og afla tekna sem eina fyrirvinnan er nóg og ætti því að vera nægileg rök fyrir lengingu fæðingarorlofs í níu mán- uði fyrir allar fjölskyldur. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að setja sig í spor einstæðu móðurinn- ar sem stendur frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að setja barnið sitt í gæslu daglangt sex mánaða gam- alt og þarf þar með að ljúka bjósta- gjöf fyrr en efni standa til. Þar er hvorki svigrúm eða val, því ekki dugir að vinna minna en 100% vinnu þegar fyrirvinnan er ein. Ekki era forvamirnar og mikilvægi brjóstagjafarinnar varðandi heil- brigði barnsins hafðar í huga hér. Að mismuna börnum og fjöl- skyldum einstæðra foreldra er skömm á nýju frumvarpi til fæð- ingarorlofs, nái það óbreytt fram að ganga, og gefur ekki tilefni til að félagsmála- og fjármálaráð- herra, sem og alþingismenn, slái sig til riddara líkt og ráðherrar fé- lags- og fjármála hafa gefið í skyn að þeir geri með þessu framvarpi. Það er alþekkt staðreynd að alltof margar einstæðar mæður verða stöðugt að treysta á aðstoð stór- fjölskyldunnar, vina og annarra vandamanna vegna þess að hið op- inbera sinnir ekki þeirri fram- skyldu að tryggja baraafjölskyld- um sómasamleg lífsskilyrði. Alltof margar einstæðar mæður búa við erfið kjör, ekki síst ungu mæðurn- ar sem hafa lítil sem engin réttindi áunnið sér til fæðingarorlofs á vinnumarkaðnum. Það sést m.a. á aukningu umsókna einstæðra mæðra hjá Ráðgjafastofu um fjár- mál heimilanna, en þær vora 38% þeirra sem leituðu aðstoðar á árinu 1999 og bar þar hæst hlutur ungra mæðra á aldrinum 20 til 30 ára. Niðurstöður kannana, þar á meðal Rauða krossins, sýna að þar era ungar einstæðar mæður sá hópur sem einna verst er staddur fjár- hagslega og félagslega. Hvaða rétt- læti er í því að skammta einstæð- um foreldram og böraum þeirra sex mánuði í fæðingarorlof en öðr- um níu? Höfundur er félagsráðgjafi, kennari og einhleyp móðir með tvö börn. EldeyHuld Jónsdóttir Bandarískir bílar Eigum ýmsar gerðir Chrysler, Dodge og Jeep bifreiða, nýjar og notaðar. Chrysler CIRRUS 2,4L LX árg. 2000 kr. 1.890.000, ^Netsalan ehf Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Sími: 565-6241, 863 0820, 893 7333 (Lúðvik). Fax: 588-2670 • Netfang: netsalan@itn.is Sýningarbíll á Staðnum. Opið: Mánudaga - Föstudaga 10-18 • Laugardaga 10-16 Skapofsi Kolbrúnar til skammar SUNNUDAGINN 30. april sl. átti sér stað umræða um ætt- leiðingar samkyn- hneigðra í þættinum „Silfur Egils“ á Skjá Einum. Þar áttust við Arni Johnsen þing- maður Sjálfstæðis- flokksins og Kolbrún Halldórsdóttir þing- maður vinstri grænna og upp hófst opinská umræða um þetta framvarp sem hggur fyrir Alþingi. Kolbrún Halldórsdóttir var með en Arni Johnsen á móti og svo sem hef ég ekkert útá það að setja en reiði og skapofsi Kolbrúnar Halldórsdóttur var til Umræðuþáttur Reiði og skapofsi Kolbrúnar Halldórs- dóttur var til hábor- innar skammar, segir Ragnar Sigurðsson, og ekki þingmanni sæmandi. háborinnar skammar og ekki þing- manni sæmandi. I þessum umrædda þætti sakaði Kolbrún menn eins og Áma John- sen um að bera ábyrgð á sjálfs- morðum samkynhneigðra með því að viðhalda fordómum, og persónu- lega finnast mér þetta vera van- hugsuð orð og ósann- gjöm í garð Árna Johnsen. En í mánu- dagsblaði Dagblaðsins reynir hún að bjarga andliti sínu, með því að segjast hafa sagt að þau bæru ábyrgð á umræðunni sem slíkri, en ef ég man rétt spurði Ámi Kolbrúnu hvort hún hefði ekki gengið of langt með því að ráðast svona á sig og hún sagði hreint út „nei“, þannig að Kol- brún fer hreinlega með ósannindi í blaðinu. Mér finnst þessi orð sem Kolbrún fleytti af sér um Araa vera ósæm- andi og ættu ekki að heyrast á með- al alþingismanna. Ég verð að benda á það, að í þess- ari mikilvægu umræðu finnst mér fólk vera hrætt við að segja skoðun sína og tel ég það vera út af því hversu orðið „fordómar" er orðið al- gengt í íslenskri tungu, og finnst mér fólk oft hlaupa of geyst í að segja að menn séu fordómafullir, bara þegar þeir tala um skoðun sína á málinu, og var umræðan á sunnu- daginn hjá Skjá Einum gott dæmi um það. Með fullri virðingu fyrir Kol- brúnu, sem er hinn ágætasti alþing- ismaður, finnst mér hún hafa misst sig og ætti hún að virða skoðun Áma með því að biðja hann og aðra kjósendur sem horfðu upp á þetta reiðikast háttsettrar þingkonu fyrir- gefningar á orðum sínum. Höfundur er í stjóm Stefnis, félngs ungra sjálfstæðismanna ( Hafnarfirði. Ragnar Sigurðsson Vínlandsvilla UNDIR fyrirsögn- inni Villa í Vínlands- gátu skrifar Guð- brandur Jónsson grein í Morgunblaðið þ. 11. maí 2000. Þar er hann að gagnrýna út- reikninga mína á vegalengdum í sigl- ingum milli Noregs, íslands, Grænlands og Vínlands. Gagnrýnin er byggð á svo mikl- um misskilningi að rökræður um hana era mjög erfiðar. Sem dæmi má þó nefna að hann telur vera 1150 Siglingar Gagnrýnin er byggð á svo miklum misskilningi, segir Páll Páll Bergþórsson sjómflur milli Islands og Noregs, en stysta leiðin er að réttu lagi ná- lægt 550 sjómílum. Annað er eftir þessu. Það getur hver sannfært sig Aðsendar greinar á Netinu Bergþórsson, að rökræður um hana eru mjög erfíðar. \LLTAt= £ITTH\SA0 rJYTT~ um sem hefur hugleitt þessi mál. Ég verð að benda lesendum Morg- unblaðsins á þetta, þó að mér þyki leitt að þurfa þess, en ósk mín og von er sú að greinarhöfundur bíði með að svara þessari athugasemd minni þar til hann hefur kannað betur bók mína og Vínlandssögur, og í samráði við fróða menn, til dæmis kennara í siglingafræði. Höfundur er fyrrverandi veður- stofusijóri. Fréttagetraun á Netinu ^mbl.is i'JrjvX ,f- j L ryðfrí rör-Fittings-lokar > SINDRI r Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.