Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 75

Morgunblaðið - 13.05.2000, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 75 FRETTIR Athugasemd frá Austurbæjarskóla MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- mundi Sighvatssyni, skólastjóra Austurbæjarskóla: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu föstudaginn 12. maí um aldur Aust- urbæjarskóla sem stofnaður var 1930 og Klébergsskóla sem stofnað- ur var 1929, er rétt að hafa eftir- farandi í huga. Vilborg Dagbjartsdóttir kennari fæddist á því herrans ári 1930. Hún mun láta af störfum á þessu ári þar sem hún verður sjötug. Hallgrímskirkjusókn ætlar að halda upp á 60 ára afmæli safnaðar- ins á þessu ári vegna þess að hann var stofnaður 1940. Kristnitökuhátíð verður haldin á Þingvöllum nú í sumar vegna ... Alþingishátíð var haldin á Þing- völlum 1930 vegna... 0+70=70 og 2000-1930=70. Opið hús og afmæli í Tjarnarskóla TJARNARSKÓLI verður opinn sunnudaginn 14. maí kl. 14-17 fyrir áhugasama gesti, fyrrverandi og nú- verandi nemendur, foreldra, velunn- ara og alla þá sem vilja kynna sér skólastarfið. Tjarnarskóli er einkaskóli á grunnskólastigi, stofnaður árið 1985. Nú sem fyrr eru þrjár bekkjardeild- ir í skólanum, ein í áttunda, níunda og tíunda bekk. Fimmtánda starfsári skólans fer brátt að ljúka og af því tilefni verður heitt á könnunni, drykkir og kökur fyrir þá sem líta inn. Rannsóknarverkefni vetrarins, sem nemendur hafa unnið af mikilli sköpunargleði og þekkingu, koma til með að gleðja augu og vekja áhuga enda nemendum til sóma. Nýjasta tölublað Tjamarskóla- blaðsins (fréttablaðs skólans) er komið út og verður dreift á staðnum. Tekið er á móti umsóknum um skólavist í 8. bekk, næsta skólaár, til 9. júní n.k. Tjarnarskóli er í gamla Búnaðar- félagshúsinu við Tjarnarbakkann, við hliðina á Iðnó. Kaffísala Skóg- armanna KFUM ÁRLEG kaffisala Skógarmanna KFUM verður haldin á morgun, sunnudaginn 14. maí, kl. 14 til 18 í að- alstöðvum KFUM og K við Holtaveg. Venjan hefur verið sú að fagna sumarkomu'með kaffisölu á sumar- daginn fyrsta en þar sem sumardag- inn fyrsta bar í ár upp á sama tíma og skírdag var ákveðið að fresta kaffi- sölunni til 14. maí. Um kvöldið kl. 20 verður síðan al- menn samkoma í aðalstöðvum KFUM og K við Holtaveg með skóg- armannaívafi. Sýndai- verða myndir úr starfinu í Vatnaskógi. Ólafur Sverrisson, formaður Skógarmanna KFUM, flytur ávarp og bæn, Salvar Geir Guðgeirsson, guðfræðinemi og foringi í Vatnaskógi, rifjar upp atvik úr skóginum og sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga og forstöðumaður í Vatnaskógi, flytur hugvekju kvölds- ins. Stjórnandi verður Sigurbjöm Þorkelsson, framkvæmdastjóri KFUM ogKFUK. Fyrirlestur um sköpun og vel- gengni FYRIRLESTUR um sköpun og velgengni verður haldinn í Gerðu- bergi mánudaginn 15. maí kl. 20. Aðgangseyrir er 1000 kr. Fyrirlesari verður Jóhann Breið- fjörð en hann hefur starfað sem hönnuður og tæknilegur ráðgjafi hjá LEGO í fimm ár. Hann vann á síðasta ári til verðlauna í hug- myndasamkeppninni Snjallræði sem haldin var af Iðntæknistofnun. Til frekari skýringa fyrir þá sem ekki skilja það sem að framan er greint skal bent á eftirfarandi: 1930-1931 Austurbæjarskóli hefur starfað í eitt ár, 1931-1932 Austur- bæjarskóli hefur starfað í tvö ár, 1932-1933 Austurbæjarskóli hefur starfað í þrjú ár, 1933-1934 Austur- bæjarskóli hefur starfað í fjögur ár, 1934-1935 Austurbæjarskóli hefur starfað í fimm ár, 1935-1936 Austur- bæjarskóli hefur starfað í sex ár, 1936-1937 Austurbæjarskóli hefur starfað í sjö ár, 1937-1938 Austur- bæjarskóli hefur starfað í átta ár, 1938-1939 Austurbæjarskóli hefur starfað í níu ár, 1939-1940 Austur- bæjarskóli hefur starfað í tíu ár. Nú ætti öllum að vera ljós að Austurbæjarskóli er að halda upp á 70 ára afmæli skólans í lok 70. starfs- árs skólans en ekki í lok 69. starfsárs eins og fram kemur í téðri grein Morgunblaðsins. Starfsfólk Austur- bæjarskóla óskai- Klébergsskóla til hamingju með afmæli skólans.“ -hannaður utan um þig mí0 DOEWOO Daewoo Matíz S Máttu sjá af 450 kr.* á dag? ef svo er, þá getur þú eignast nýjan Matiz S! Oryggisbúnaður Búnaður Loftpúði fyrir farþega og ökumann Bílbelti sem strekkjast við högg Styrktarbitar í hurðum Bremsuljós í afturglugga Barnalæsingar á hurðum Útsláttarkerfi fyrir rafmagn Margspegluð Ijós Hæðarstilling fyrir ökuljós Hreyfitengd þjófavörn íslensk ryðvörn Hallanleg framsæti Glasahaldari Farangurshlíf Mottur Aurhlífar að framan og aftan Hljómkerfi Útvarp og segulband 120W Þakloftnet * Verð bifreiðar Útborgun við afhendingu Eftirstöðvar til 72 mánaða Miðað er við útreikning fjármögnunarfyrirtækja á bflasamning og verðbólguspá kr. 829.000,- kr. 165.800,- kr. 663.200,- www.benni.is Vagnhöfða 23 • 112 Reykjavík • Simi 587-0-587 • Opið laugardaga 10-16 Kringlunni • 0p.ið laugardaga 10-18 Akureyri: Bilasalan Ós • Hjalteyrargötu 10 • sími 462 1430

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.