Morgunblaðið - 13.05.2000, Page 86
86 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Brúðhjón
Allur borðbiínðður - Glæsileg gjafavara - Briíðhjdnalistar
/i6'r1é’//>/\\\CvÍ T/rnc/ imm
Fréttir á Netinu
FOLKI FRETTUM
wmmm
Morgunblaðið/Kristinn
Einar Ágúst og Telma syngja lagið Tell Me í Stokkhólmi í kvöld.
Stóra stundin
runnin upp
I KVÖLD rennur stóra stundin
upp, þau Einar Ágúst Víðisson og
Telma Ágústsdóttir stíga á svið í
Globen-höllinni í Stokkhólmi og
Kynning:
fi'
nAvA.au &
Kringlunni
snyrtivörudeild
11. till 7. maí
heimi hafsins
flytja fyrir Islands hönd lagið Tell
Me í Söngvakeppni evrópskra
stjónvarpsstöðva.
Er blaðamaður náði tali af Ein-
ari Ágústi í gær lá ljómandi vel á
honum og öllum hópnum þrátt fyr-
ir að tæknilegir örðuleikar hefðu
gert það að verkum að rennsli sem
var um morguninn gekk ekki sem
skyldi.
„Við vorum af koma af rennsli
þar sem öll lögin voru flutt. Eitt-
hvað fór illa hjá tæknimönnunum
en vonandi verður búið að koma
því í lag í kvöld,“ sagði Einai-
Ágúst. „Því þá er general-prufa
sem uppselt er á og verður upp-
taka af henni notuð ef eitthvað fer
úrskeiðis i keppninni sjálfri á
morgun [í kvöld].“
Einar Ágúst, Telma og aðrir í ís-
lenska hópnum hafa setið marga
blaðamannafundi undanfarna
daga og segir Einar Ágúst að þeir
hafi komið mjög vel út.
Mörg góð lög í keppninni
Einari Ágústi leist vel á hina
keppendurna eftir að hafa fylgst
með rennslinu í gær. „Harðir
Evróvisjónspámenn hafa haft orð
á því að sjaldan eða aldrei hafi
samkeppnin verið svona mikil því
mörg góð lög séu í keppninni í ár
og þvf sé mjög erfitt að spá fyrir
um hvernig keppnin muni fara.
Við erum tólftu flytjendurnir sem
stíga munum á svið f keppninni og
ég held einmitt að mesta sam-
keppnin sé milli tólf fyrstu lag-
anna. En ég þori engu að spá, það
eru svo mörg góð lög í keppninni."
Sjálfum lýst Einari Ágústi J>ó best
á danska lagið. „Það vinnur svolít-
ið á. Það eru tveir gamlir bræður
sem syngja og það er James
Taylor-stíll á laginu, kassagítar og
svolítið kántrí."
Einar Ágúst var ánægður að
heyra að mikill fagnaður verður
haldinn í Egilsbúð f heimabæ hans
Neskaupstað í kvöld honum til
heiðurs. „Það var laglegt ! Já, mér
skilst að það sé meira að segja
búið að bjóða fjölskyldunni út að
borða og allt.“
Evróvisjón-partí verða um allan
bæ og á mörgum skemmtistöðum
og kaffihúsum verður hægt að
fylgjast með keppninni á breið-
tjaldi.