Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Skoðanakönnun meðal grunnskólakennara
Telja að meðalgrunnlaun
þurfí að hækka um 80%
Morgunblaðið/Ásdís
Ása Ragnarsdóttir, formaður kynningamefndar Félags grunnskóla-
kennara, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður félagsins, Helgi E. Helga-
son, forstöðumaður uppiýsingasviðs Kennarasambands íslands og Finn-
bogi Sigurðsson, varaformaður Félags grunnskólakennara.
Lokað á
Hótel Búð-
um í sumar
ENGINN hótelrekstur verður á
Hótel Búðum í sumar vegna fram-
kvæmda við endurbyggingu hótels-
ins. Reiknað er með að þær standi yf-
ir í um eitt ár og að Hótel Búðir verði
aftur opnað vorið 2001.
Á Búðum á Snæfellsnesi hefur
verið starfrækt hótel í meira en 50
ár. Að sögn Viktors Sveinssonar,
hótelstjóra á Búðum, er verið að ráð-
ast í skemmtilega hluti, en varðist að
öðru leyti frétta af breytingunum,
sem hann segir að verði kynntar nán-
ar innan skamms. í sumar verður því
hvorki boðið upp á matar- né gisti-
þjónustu á Búðum, en Viktor sagði
að hægt væri að leita til annarra
ferðaþjónustaaðila í nágrenni Búða.
Setja
saman
niður
kartöflur
Fa^radal.
NU er sá tími sem menn eru að
setja niður kartöflur vfða um land.
Katrín Brynjólfsdóttir og Guðgeir
Guðmundsson voru að setja niður
kartöflur í kartöflugörðum Víkur-
búa austan við Vík, þegar frétta-
ritari Morgunblaðsins átti leið hjá.
Katrín segir að þau setji niður í
þetta sinn 25 kg af kartöfluútsæði,
og að þetta sé nokkurs konar
tómstundagaman hjáþeim hjónum
og fara þau reglulega allt sumarið
til að fylgjast með vexti kartafln-
anna.
GRUNNSKÓLAKENNARAR telja
að byrjendalaun kennara þurfí að
hækka úr 107 í 181 þúsund krónur á
mánuði og að meðalgrunnlaun þurfi
að hækka í um 235 þúsund krónur, úr
um 130 þúsundum. Kemur þetta fram
í niðurstöðum skoðanakönnunar sem
Félag grunnskólakennara hefur látið
gera.
Félag grunnskólakennara er fjöl-
mennasta félagið í nýju Kennara-
sambandi Islands, með tæplega fjög-
ur þúsund félagsmenn. Á stofnfundi
félagsins í haust var samþykkt að
efna til víðtækrar skoðanakönnunar
meðal félagsmanna um afstöðu þeirra
til ýmissa mála sem tengjast Íauna-
og starfskjörum og ímynd þeirra í
samfélaginu. Þátttaka var góð því
svör bárust frá 74% félagsmanna.
Konur gera meiri
kröfur en karlar
í könnuninni kom fram að grunn-
skólakennarar telja að semja þurfi
um verulega hækkun launa í næstu
kjarasamningum. Að meðaltali telja
þátttakendur að byrjunarlaun þurfi
að hækka í 181 þúsund á mánuði en
þau eru 107 þúsund nú. Samsvarar
það tæplega 70% hækkun. Ef tekið er
meðaltal af óskum þátttakenda kem-
ur í ljós að kennarar telja að meðal-
grunnlaun þurfi að hækka í 235 þús-
und krónur á mánuði en meðaltalið er
nú um 130 þúsund, samkvæmt upp-
lýsingum Félags grunnskólakennara.
I þessu felst ósk um liðlega 80%
hækkun meðalgrunnlauna. Þá kemur
fram að stór hópur grunnskólakenn-
ara telur að launin þurfi að hækka
enn meira, þannig nefna rösklega 4%
þátttakenda að meðalgrunnlaun þurfi
að vera 350 tO 500 þúsund kr. á mán-
uði.
Athygli vekur þegar niðurstöðum-
ar eru skoðaðar að konur nefna held-
ur hærri tölur um laun en karlar.
Munar 5 þúsund krónum að meðaltali
á milli kynjanna þegar spurt er um
hve há byrjunarlaun ættu að vera og
10 þúsund krónum á grunnlaununum.
Fram kom á blaðamannafundi í
gær, þar sem könnunin var kynnt, að
hún hefði meðal annars verið gerð til
undirbúnings kröfugerð kennara
vegna komandi kjarasamninga. Nú-
verandi samningur rennur út um
næstu áramót. Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir, formaður Félags grunnskóla-
kennara, segir að niðurstöðui' könn-
unarinnar sýni hvað félagsmennimir
telji að launin þurfi að vera há og þær
hljóti því að gefa sterkar vísbending-
ar um kröfugerð félagsins í komandi
samningum. Hún tekur fram að vinna
við kröfugerð standi yfir og niður-
staða hennar sé ekki ljós.
Leggjast ekki gegn
lengingu skólaársins
Grannskólakennarar leggjast ekki
gegn því að skólaárið verði lengt og
hugsanlegum breytingum á skóla-
starfi. Þannig er liðlega 61% þátttak-
enda samþykkt þvi að árlegur starfs-
tími skóla verði lengdur en til komi
vetrarfrí á móti en tæplega 39% and-
víg. Mikill meirihluti kennara, 82,5%,
telur að yrði skóladögum fækkað
ættu grannlaun að hækka á móti.
Hinir telja æskilegra að dregið yrði
úr kennsluskyldu við fjölgun nem-
endadaga.
í skoðanakönnuninni kom fram
eindreginn stuðningur við þá stefnu
Félags grannskólakennara að við
næstu kjarasamningagerð verði lögð
áhersla á að skilgreina sérstaklega
starfssvið umsjónarkennara og að
þeir fái laun í samræmi við umfang og
ábyrgð starfsins. Fram kom á blaða-
mannafundinum að skyldui' umsjón-
ai'kennara hefðu aukist mikið á und-
anförnum áram.
Þá telja yfir 93% þátttakenda að í
næstu kjarasamningum eigi að semja
um hámarksfjölda nemenda í beklg-
ardeildum.
I könnuninni var spurt um afstöðu
félagsmanna til þess að settar verði
sérstakar siðareglur fyrir kennara.
Var það gert í ljósi þeirra breytinga
sem orðið hafa á kennarastarfinu á
undanfömum áram. Það kom for-
ráðamönnum Félags grunnskóla-
kennara á óvart hvað mikill meirihluti
kennara, eða 86% svarenda, lýsti sig
mjög eða frekar hlynntan því að
kennarar settu sér slíkar reglur.
Fram kom hjá Guðrúnu Ebbu að inn-
an Kennarasambandsins hefði í nokk-
ur ár verið unnið að undirbúningi
siðareglna. Slík vinna færi nú einnig
fram á hinum Norðurlöndunum.
Islandsbanki-FBA og Landsbankinn hætta viðskiptavakt með rfkisbréf eftir mánuð
Óviðunandi
ástand á skulda-
bréfamarkaði
ÍSLANDSBANKI-FBA hf. og Landsbanki ís-
lands hf. munu hætta viðskiptavakt með ríkis-
skuldabréf frá og með 19. júní 2000. Yfirlýsing-
ar þess efnis bárast frá bönkunum í gær og ná
til viðskiptavaktar með húsbréf, húsnæðisbréf,
spariskírteini og ríkisbréf. Samkvæmt fyrri yf-
irlýsingum sínum vora bankamir skuldbundnir
til að segja viðskiptavaktinni upp með mánaðar
íyrirvara.
í yfirlýsingu Íslandsbanka-FBA segir að
bankinn telji að grandvöllur fyrir gagnsærri og
tryggri verðmyndun skuldabréfa sé ekki til
staðar. í yfirlýsingu Landsbankans kemur
fram að þessi möguleiki hafi verið íhugaður um
skeið og ákvörðunin tekin með hliðsjón af
ákvörðun Íslandsbanka-FBA.
Eftirspurn beinist fremur
að hlutabréfum
Tómas Ottó Hansson, forstöðumaður rann-
sókna hjá Íslandsbanka-FBA, segir í samtali
við Morgunblaðið að uppsögnin sé í samræmi
við undangengið ferli á skuldabréfamarkaði þar
sem seljanleiki ríkisskuldabréfa sé óviðunandi.
Að sögn Tómasar er það þó þverstæða þar sem
skuldabréf með ríkisábyrgð era yfirieitt mjög
seljanleg. Eftirspum fjárfesta sé hins vegar
ekki mikil, og beinist fremur að hlutabréfum.
Lykilatriði á skuldabréfamarkaði era að sögn
Tómasar, skýrar reglur, mjög mikið gegnsæi og
virkir þátttakendur á márkaði. Þetta sé ekki
fyrir hendi nú og ástandið því óviðunandi.
„íslandsbanki og FBA lýstu yfir einhliða við-
skiptavakt með þessi bréf á sínum tíma. Það
þýðfr að bankamir hafa alltaf verið tilbúnir að
gera kaup- eða sölutilboð í bréfin. Þetta var ekki
samningur, heldur einhliða yfirlýsing. Nú vilj-
um við fá að stýra því frá degi til dags hvort við
kaupum eða seljum skuldabréf af þessu tagi.
Við treystum okkur ekki til að standa við þetta
loforð miðað við óbreytt ástand,“ segir Tómas.
í yfirlýsingu Íslandsbanka-FBA hf. segir:
„Margir samverkandi þættir skýra þessa þróun
og markaðsaðilar hafa um nokkurt skeið bent á
nokkur atriði sem bætt gætu markað fyrir
skuldabréf. Þar má t.d. nefna bætta upplýsinga-
gjöf stærstu útgefenda og upptöku viðskipta-
vakakerfis eins og tíðkast annars staðar. ís-
landsbanki-FBA hefur ákveðið að hætta
viðskiptavakt með ríkistryggð verðbréf þar til
traustari grannur hefur verið lagður fyrir
skuldabréfamarkaði.“
Allir sammála um að
grípa verði til aðgerða
Tómas segir að í slandsbanki hafi m.a. átt í við-
ræðum við Lánasýslu ríkisins og Seðlabankann.
Allir séu sammála um að grípa verði til aðgerða.
„Þetta er langvarandi ferli, ástandið hefur versn-
að dag frá degi og er orðið óviðunandi.“ Tómas
segir mikilvægt að allir aðilai' fjármálamarkað-
arins taki höndum saman um að bæta ástandið.
Þar vísar hann til bankanna, verðbréfafyrirtækj-
anna og Seðlabankans. Einnig útgefenda sem
era stærstir ríkið og íbúðalánasjóður. Hinum
megin standa fjárfestar þar sem lífeyrissjóðirnir
leika stærsta hlutverkið, að sögn Tómasar. „Eg
tel þetta tímabundið ástand og hef trú á því að
aðilar fjármálamarkaðarins reyni að fram-
kvæma breytingar á markaðnum til að tryggja
viðgang hans.Til lengri tíma litið era þessfr
pappírar sem um ræðir mjög áhugaverðir."
í yfirlýsingunni kemur fram að bankinn telur
að bæta verði upplýsingagjöf til markaðarins.
Nauðsynlegt sé að áætlanir um útgáfu og upp-
kaup ríkistryggðra skuldabréfa séu birtar. Þá
telur bankinn að koma þurfi á aðalmiðlarakerfi
(e.primary dealer system) eða öðra sambæri-
legu hvatakerfi til viðskiptavaktar.
„Þá era valdir nokkrir aðilar til að vera aðal-
miðlarar með ákveðna tegund verðbréfa. Þeir
geta fengið einhvers konar aðgang að t.d. út-
boðum eða lánsfé sem veitir þeim hvatningu til
að stunda þessa viðskiptavakt, eða jafnvel
þóknun. Þetta teljum við nauðsynlegt."
í öðru lagi þui-fi útgefendur að koma til móts
við markaðinn og tryggja það að verðbréf sem
þeir setja út á markaðinn séu seljanleg, sérstak-
lega með bættri upplýsingagjöf, t.d. með því að
gefa út upplýsingar á ensku. „Það gerir mark-
aðinn viðkvæmari en ella að engir erlendir íjár-
festar era inni á þessum markaði. Við viljum
einnig fá betri upplýsingar um hvað stjórnvöld
hugsa sér með lánsfjárafganginn, það teljum
við að geti bætt markaðinn. Markaðurinn er
veikur fyrir af ýmsum ástæðum, eftirspurnin
hefur dottið niður þar sem stærstu aðilarnir era
fyrst og fremst að kaupa hlutabréf á kostnað
skuldabréfamarkaðarins."
í yfirlýsingu Íslandsbanka-FBA kemur einn-
ig fram að bankinn telur að virkur skuldabréfa-
markaðui- sé forsenda virks fjármálamarkaðar.
,Almennt er talið að trygg verðmyndun á ríkis-
skuldabréfum sé grannurinn að virkni annarra
markaða eins og fasteignamarkaða, hlutabréfa-
markaða og afleiðumarkaða. Þá má einnig færa
rök fyrir því að virkur skuldabréfamarkaður sé
ein af grannforsendum fyrir eigin gjaldmiðli.
Tómas segir að forsenda fyrir virkum fjár-
magnsmarkaði í íslenskum krónum sé brostin
þegar innlendir fjárfestar leita út en erlendir
fjárfestar ekki tilbúnir til að koma inn á íslenska
markaðinn.
„Útlánaaukning banka og sparisjóða að und-
anförnu á m.a. rætur að rekja til þess að virkur
skuldabréfamarkaður er ekki til staðar, en fyr-
irtæki og sveitarfélög sem ekki geta leitað á
skuldabréfamarkað með fjármögnun leita óhjá-
kvæmilega til fjámiálastofnana eftir lánum,“
segir einnig í yfirlýsingunni.
Islandsbanki-FBA mun halda áfram samn-
ingsbundinni viðskiptavakt með húsbréf og
húsnæðisbréf samkvæmt gildandi samningi við
íbúðalánasjóð.
Virkur og gegnsær
skuldabréfamarkaður mikilvægur
I tilkynningu, sem Landsbankinn hefur sent
frá sér, segir: „Landsbankinn hefur um langt
skeið íhugaðþennan möguleika og með hliðsjón
af ákvörðun Islandsbanka-FBA sama efnis hef-
ur Landsbankinn ákveðið að láta af þessu
verða. Landsbankinn tekur undir þau atriði
sem fram koma í yfirlýsingu íslandsbanka-
FBA Verðmyndun á skuldabréfamarkaði hefur
lengi verið mjög óvirk og hefur Landsbankinn,
sem og aðrir markaðsaðilar, ítrekað bent á mik-
ilvægi þess að hér á landi sé virkur og gagnsær
skuldabréfamarkaður og talið það eina af mikil-
vægari undirstöðum fjármálamarkaðarins í
heild. Að mati Landsbankans getur það haft al-
varlegar afleiðingar ef það ástand sem nú ríkir á
skuldabréfamarkaði verður viðvarandi."