Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LANDIÐ
Börnin í Glerárkirkju
þar til nýtt hús rís
HAFIST verður handa við að rífa
gamla leikskólann Iðavöll á Oddeyri
innan skamms en á svæðinu verður
byggður nýr og stærri leikskóli.
Börnin, sem verið hafa á Iðavelli
hafa fengið.húsnæði til bráðabirgða
í kjallara Glerárkirkju en þar er
fyrir leikskólinn Krógaból. Félag-
amir Jens Sigmundur, Hákon
Freyr og Hrólfur létu sér fátt um
flutningana fínnast, léku sér bara í
sandkassanum rétt eins og vana-
lega, en að baki þeim má sjá Iðavöll
sem brátt heyrir sögunni til.
Bókaútsala í
Laugalandsskola
A FYRRI árum voru rekin fjöl-
mörg lestrarfélög í sveitum lands-
ins. Með bættum samgöngum hef-
ur lestrarfélögunum fækkað til
muna með því að þau hafa verið
sameinuð í almenningsbókasöfn
fyrir stærri svæði. í Eyjafjarðar-
sveit voru áður þrjú sveitarfélög
og í hverju þeirra var starfandi
lestrarfélag og fleira en eitt sums
staðar. Þegar sveitarfélögin voru
sameinuð höfðu lestrarfélögin eða
bókasöfnin um alllangt skeið verið
þijú eða eitt í hverjum hreppi. Nú
er í Eyjafjarðarsveit rekið eitt al-
menningsbókasafn sem jafnframt
er skólabókasafn fyrir Hrafnagils-
skóla.
Eins og gefur að skilja voru
þessi gömlu bókasöfn að stórum
hluta samstæð og þess vegna hef-
ur safnast upp verulegt magn af
bókum sem ekki er lengur þörf
fyrir í sameinuðu safni. Því hefur
verið ákveðið að efna til útsölu á
bókum, sem áður voru til útlána
hjá gömlu lestrarfélögunum og
bókasöfnunum í Eyjafjarðarsveit.
Útsalan fer fram í Laugalands-
skóla (fyrram húsmæðraskólanum)
kl. 14.00-16.00 dagana 20., 21. og
28. maí nk. Fyrirferðarmestar eru
skáldsögur, bæði íslenskar og
þýddar, en einnig má fínna ýmsa
bókaflokka aðra, s.s. ritsöfn, ferða-
bækur, ljóðabækur, ævisögur,
þjóðsögur og þjóðlegan fróðleik af
ýmsum toga og tímarit. Eitthvað
er um bækur útgefnar í lok 19.
aldar og á fyrstu árum þeirrar tut-
tugustu. Flestar bækurnar verða
seldar á 100 kr. stk.
Tvisvar sinnu
Bókaðu ísíma 570 3030 og 4701250
Morgunblaðið/Kristj án
Vöru- og þjónustusýningin Daglegt líf
Um 7.000 gestir
UM 7000 gestir sóttu sýninguna
Daglegt líf sem haldin var í
Iþróttahöllinni á Akureyri um
liðna helgi en þar sýndu um 80
fyrirtæki og stofnanir vöru og
þjónustu sem þau hafa á boðstól-
um. Að auki var boðið upp á
margvísleg skemmtiatriði sem
gestir kunnu vel að meta.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarð-
ar og knattspyrnudeild Þórs
stóðu að sýningunni en Þórsarar
og Fremri kynningardeild sáu um
framkvæmdina.
Morgunblaðið/Kristján
Leikskólinn Iðavöllur verður rifínn
Samorka
í Eyjum
Vestmannaeyjar - Arlegur fundur
Samorku, Samtaka orkufyrirtækja í
landinu, var haldinn í Vestmannaeyj-
um 12. maí síðastliðinn. Þátttakendur
voru alls 90 víða af landinu. Fundur
Samorku, sem er fundur tækni-
manna, vatnsveitna og hitaveitna í
landinu, fór fram í sal Betelsafnaðar-
ins og í Akogeshúsinu.
Samkvæmt upplýsingum Friðriks
Friðrikssonar, rafveitustjóra í Vest-
mannaeyjum, tókst fundurinn í alla
staði mjög vel og stóð hann yfir hluta
af föstudegi og laugardegi en glimr-
andi stemmning var meðal fundar-
manna og gesta að fundi loknum - í
sannkölluðum Eyjastíl, sagði Friðrik.
Formaður Samorku er Júlíus
Jónsson, framkvæmdastjóri Hita-
veitu Suðurnesja, og framkvæmda-
stjóri er Eiríkur Bogason.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Hluti ráðstefnugesta.
veftffá 9.730 kr.~>
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Sj ó vá-Almennar
sýknað af kröfum
um skaðabætur
vegna vinnuslyss
SJÓVÁ-Almennar tryggingar hefur
verið sýknað af kröfum konu um
bætur vegna vinnuslyss. Hún fór
fram á að félagið greidd sér um 10,8
milljónir króna auk di'áttarvaxta í
skaðabætur vegna vinnuslyss sem
hún varð fyrir í lok mars árið 1989
þar sem hún var við vinnu sína hjá K.
Jónssyni og Co hf. Konan var metin
20% öryrki í kjölfar slyssins.
Fyrirtækið var með ábyrgðar- og
slysatryggingu hjá Sjóvá-Áimennum
á þeim tíma sem slysið varð. Ágrein-
ingur varð um bótaskyldu hlutafé-
lagsins og var mál rekið fyrir bæjar-
þingi Akureyrar en dómur féll í
febrúar 1991. í þeim dómi var öll sök
á slysinu lögð á fyrirtækið og kon-
unni dæmdar bætur sem trygginga-
félagið greiddi. Dómnum var ekki
Tal kom-
ið til Húsa-
víkur
GSM-þjónusta Tals nær nú til
Húsavíkur og nágrennis. Sendir
Tals var tekinn í notkun á Húsa-
víkurfjalli í vikunni. Vegna stað-
setningar GSM-sendisins nær
þjónustusvæðið mjög víða. Auk
Húsavíkur nær það langt inn í Að-
aldal, yfir í Köldukinn, Reykja-
hverfi og langleiðis með Kísilveg-
inum. Umboðsmaður Tals á
Húsavík er Öryggi hf.
Stækkun þjónustusvæðis Tals á
landsbyggðinni gengur samkvæmt
áætlun. Innan tíðar verða GSM-
sendar fyrirtækisins teknir í notk-
un á Héraði og í Hornafirði. Að því
loknu nær þjónustusvæði Tals til
90% landsmanna, segir í fréttatil-
kynningu.
áfrýjað og bætur voru greiddar. K.
Jónsson og Co varð gjaldþrota fyrir
allmörgum árum, skiptum er lokið í
búinu og engir möguleikar á að gera
frekari kröfur á hendur þvi.
Þegar fram liðu stundir kom í ljós
að afleiðingar slyssins voru mun al-
vai'legri en séð hafði verið fyrir þeg-
ar örörkumat fór fram. Konan réð
því lögmann til að reka máhð að nýju
fyrir dómstólum, en í ljós kom að
hann aðhafðist lítið sem ekkert í mál-
inu, en konan hélt allan tímann að
málið væri í eðlilegum farvegi eins
og lögmaður hennar hélt fram. Fór
svo að lokum að konan fékk annan
lögmann til að annast málið fyrir sig.
Tryggingafélagið taldi að í málinu
væri um að ræða aðildarskort sem
leiddi til sýknu. Það væri vátrygg-
ingafélag sem K. Jónsson og Co.
hefði keypt af ábyi'gðartryggingu en
í því fælist að tryggingin væri ein-
göngu keypt í þágu þess fyrirtækis
og tjónþolar ættu enga beina kröfu á
hendur félaginu. Sýknukrafan bygg-
ist einnig á því að konan hafi fengið
fullnaðarbætur vegna tjóns síns með
dómi frá árinu 1991.
I áliti dómsins kemur fram að
samkvæmt lögum um trygginga-
samninga, sem taki til ábyrgðar-
trygginga öðlist sá sem bíður tjón
rétt vátryggðs á hendur vátrygg-
ingafélagi, þegar staðreynt hefur
verið að vátryggður sé skaðabóta-
skyldur gagnvart þeim sem tjónið
beið og upphæð bótanna hafi verið
ákveðin. Félagið hafi mótmælt nýju
örorkumati efnislega. Upphæð bót-
anna vegna slyssins hafi ekki verið
ákveðin að öðru leyti en gert var með
dómnum frá 1991, en það skilyrði
þurfi að vera uppfyllt svo tjónþoli
öðlist rétt vátryggðs á hendur trygg-
ingafélaginu.
Dominn kvað upp Ásgeir Pétur
Ásgeirsson héraðsdómari.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
Þorsteinn Gunnarsson,
rektor HA, og Jón Einar
Marteinsson, formaður
stjórnar FNA, undirrituðu
samninginn.
Samning-
ur um
nám á há-
skólastigi
Egilsstöðum - Háskólinn á Ak-
ureyri og Fræðslunet Austur-
lands hafa gert með sér sam-
komulag um fjarkennslu í námi
á háskólastigi. Markmið sam-
komulagsins er að efla há-
skólamenntun í þágu fólksins í
landinu og til að ná þessu
markmiði verður nýtt full-
komnasta upplýsingatækni við
nám og kennslu. Samningurinn
nær yfir fyrsta árs nám í
hjúkrunarfræðum sem kennt
verður á Egilsstöðum og nám í
leikskólafræðum sem kennt
verður í Neskaupstað og
Hornafirði.
Það voru Þorsteinn Gunn-
arsson, rektor Háskólans á Ak-
ureyri, og Jón Einar Marteins-
son, formaður stjórnar FNA,
sem undirrituðu samninginn.
Þorsteinn fagnaði samning-
num og sagði hann vera af-
rakstur samstarfs margra að-
ila, m.a. heilbrigðisstofnana og
sveitarfélaga. Hann sagði um-
svif í fjarkennslu HA aukast til
muna næsta haust með þessum
samningi og að fjarkennsla
hafi áhrif sameiningar á lánds-
hlutana. Markmiðið sé að
koma upp landsháskóla með
kennslustöðvum víða um land.