Morgunblaðið - 19.05.2000, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
XJrvalsvísitalan ekki
lægri í 5 mánuði
REKSTUR Taugagreiningar hf.
skilaði 3,8 milljóna króna hagnaði í
fyrra og er það um 70% minni
hagnaður en árið 1998 en þá var
hagnaðurinn 13,6 milljónir króna.
Hagnaður fyrir fjármagnsliði var
6,2 milljónir króna á móti 18,9
milljónum árið 1998.
Rekstrartekjur félagsins jukust
um 7% á milli ára og námu alls 125
milljónum króna. Rekstrargjöldin
hækkuðu um liðlega fímmtung,
fóru úr 98,2 milljónum árið 1998 í
118.8 milljónir í fyrra. Fjárfesting
í þróun nýrra afurða er helsta
skýringin á auknum rekstrarkostn-
aði Taugagreiningar.
Eigið fé félagsins nam tæpum 77
milljónum króna í lok ársins en var
48.8 milljónir árið áður og jókst því
um 58% milli ára. Eiginfjárhlutfall
félagsins var 43% í árslok og
hækkaði um 13%. Ávöxtun af eigin
fé var 5% í fyrra á móti 28% árið
áður. Tekið skal fram að Tauga-
greining eignfærir rannsókna- og
þróunarkostnað vegna heilrita fé-
lagsins og vegna kostnaðar við
hugverkaréttindi en ekki kostnað
vegna þróunar nýrra afurða. Eign-
færsla þróunarkostnaðar nam 44,3
milljónum króna í fyrra en af-
skriftir 43,3 milljónum. Frá árinu
1992 hefur Taugagreining selt
1.200 heilaritskerfi til sjúkrahúsa í
meira en 60 löndum.Tekjur félags-
ins af sölu til Oxford Instruments,
sem er söluaðili Taugagreiningar
utan Norðurlandanna, námu 84,4
milljónum króna eða 70% af heild-
arsölunni. Markaðshlutdeild Ox-
ford Instruments á heimsvísu er
um 9%. Tekjur af sölu til Norður-
landanna voru 38,4 milljónir króna
og er Taugargreining ráðandi á
markaðnum fyrir heilarita á Norð-
urlöndum með um 80-90% mark-
aðshlutdeild.
Nýjar afurðir á markað
í sumar og haust
Af nýjum vörum sem Tauga-
greining hefur þróað er KeyStroke
en það er tæki sem greinir heila-
blóðfall og er ætlað að auðvelda
greiningu á bráðadeildum sjúkra-
húsa. Stefnt er að sölu KeyStroke
frá miðju sumri. Þá hefur félagið
þróað einfaldan heilarita til þess að
taka upp heilarit á gjörgæsludeild-
um og verður hann tilbúinn í haust
og fer þá á markað á Norðurlönd-
unum. Á aðalfundi Taugargrein-
ingar síðar í þessum mánuði mun
stjórn félagsins leggja fram tillögu
um útgáfu nýs hlutafjár og er
stefnt að útboði í haust. Tilgangur
útboðsins er að fjármagna upp-
byggingu markaðsstarfs félagsins.
ÚRVALSVÍSITALA aðallista hélt
áfram að lækka á Verðbréfaþingi
íslands í gær. Nam lækkunin
3,01% og er vísitalan nú 1.543 stig
og hefur ekki verið svo lág síðan
um miðjan desember á síðasta ári.
Alls námu viðskipti með hluta-
bréf 222 milljónum króna á Verð-
bréfaþingi í gær og lækkaði verð
22 félaga á aðal- og vaxtalista en 7
hækkuðu í verði.
Mest viðskipti voru með hluta-
bréf Baugs fyrir 79 milljónir króna
og lækkaði gengi þeirra um 4,5%,
úr 12,25 í 11,70. 20 milljóna króna
viðskipti voru með bréf Eimskipa-
félags Islands og lækkaði verð
þeirra um 6,2%, 11,20 í 10,50. Við-
skipti með bréf Búnaðarbankans
námu 18 milljónum króna og
hækkaði gengi þeirra um 0,9%.
Gengi hlutabréfa Islenskra aðal-
verktaka lækkaði um 12,1% í
tvennum viðskiptum, Þróunarfélag
íslands lækkaði um 9,8%, Útgerð-
arfélag Akureyringa um 9,5,
Þormóður Rammi - Sæberg lækk-
aði um 9,1% og gengi Nýherja
lækkaði um 7,1% í einum viðskipt-
um.
Hagnaður Taugagreiningar minnkar umtalsvert
Hhitafj ár aukning
fyrirhuffuð í liaust
Tauqaqreininq hf
Hluthafar 16. maí 2000
Hluthafi Hlutur (þús) Hlutfall (%)
1. Ernir Kr. Snorrason 15.528 Í7'
2. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. 8.535
22,2
3. Talenta - Hátækni
4. Þróunarfélag íslands hf.
5. Sigurður R. Helgason
6. Geirlaug Þorvaldsdóttir
7. NTS Financing
8. Landsbankinn - Framtak hf.
9. Þorsteinn H Steinarsson
10. Hafliði Þórsson
Aðrir (89)
12,2
1.500 i 2,1
20.728
Samtals
70.000
íslenski hugbúnaðarsjóðurinn
Hlutafjárútboð hefst í dag
HLUTAFJARUTBOÐ hjá Islenska
hugbúnaðarsjóðnum hefst í dag.
Boðnar eru út 117,5 milljónir króna
og stendur sölutímabil til forgangs-
réttarhafa yfír til 2. júní á genginu
13,30. Almenn sala verður á tímabil-
inu 6.-9. júní á genginu 15,10.
Tilgangur útboðsins er að afla
fjár til kaupa á verðbréfum í sam-
ræmi við fjárfestingarstefnu félags-
ins, ásamt því að greiða niður skuld-
ir sem sjóðurinn hefur stofnað til og
nema um 420 milljónum. Áætlað er
að 1,5 milljarðar safnist í hlutafjár-
útboðinu, að því er fram kom á
kynningarfundi sem haldinn var í
gær fyrir fagfjárfesta og starfsfólk
banka og verðbréfafyrirtækja.
íslenski hugbúnaðarsjóðurinn
fjárfestir í fyrirtækjum í hugbúnað-
ariðnaði og á m.a. í Hugviti, Gagar-
ín, Kögun, Landsteinum og eMR.