Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI XJrvalsvísitalan ekki lægri í 5 mánuði REKSTUR Taugagreiningar hf. skilaði 3,8 milljóna króna hagnaði í fyrra og er það um 70% minni hagnaður en árið 1998 en þá var hagnaðurinn 13,6 milljónir króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði var 6,2 milljónir króna á móti 18,9 milljónum árið 1998. Rekstrartekjur félagsins jukust um 7% á milli ára og námu alls 125 milljónum króna. Rekstrargjöldin hækkuðu um liðlega fímmtung, fóru úr 98,2 milljónum árið 1998 í 118.8 milljónir í fyrra. Fjárfesting í þróun nýrra afurða er helsta skýringin á auknum rekstrarkostn- aði Taugagreiningar. Eigið fé félagsins nam tæpum 77 milljónum króna í lok ársins en var 48.8 milljónir árið áður og jókst því um 58% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins var 43% í árslok og hækkaði um 13%. Ávöxtun af eigin fé var 5% í fyrra á móti 28% árið áður. Tekið skal fram að Tauga- greining eignfærir rannsókna- og þróunarkostnað vegna heilrita fé- lagsins og vegna kostnaðar við hugverkaréttindi en ekki kostnað vegna þróunar nýrra afurða. Eign- færsla þróunarkostnaðar nam 44,3 milljónum króna í fyrra en af- skriftir 43,3 milljónum. Frá árinu 1992 hefur Taugagreining selt 1.200 heilaritskerfi til sjúkrahúsa í meira en 60 löndum.Tekjur félags- ins af sölu til Oxford Instruments, sem er söluaðili Taugagreiningar utan Norðurlandanna, námu 84,4 milljónum króna eða 70% af heild- arsölunni. Markaðshlutdeild Ox- ford Instruments á heimsvísu er um 9%. Tekjur af sölu til Norður- landanna voru 38,4 milljónir króna og er Taugargreining ráðandi á markaðnum fyrir heilarita á Norð- urlöndum með um 80-90% mark- aðshlutdeild. Nýjar afurðir á markað í sumar og haust Af nýjum vörum sem Tauga- greining hefur þróað er KeyStroke en það er tæki sem greinir heila- blóðfall og er ætlað að auðvelda greiningu á bráðadeildum sjúkra- húsa. Stefnt er að sölu KeyStroke frá miðju sumri. Þá hefur félagið þróað einfaldan heilarita til þess að taka upp heilarit á gjörgæsludeild- um og verður hann tilbúinn í haust og fer þá á markað á Norðurlönd- unum. Á aðalfundi Taugargrein- ingar síðar í þessum mánuði mun stjórn félagsins leggja fram tillögu um útgáfu nýs hlutafjár og er stefnt að útboði í haust. Tilgangur útboðsins er að fjármagna upp- byggingu markaðsstarfs félagsins. ÚRVALSVÍSITALA aðallista hélt áfram að lækka á Verðbréfaþingi íslands í gær. Nam lækkunin 3,01% og er vísitalan nú 1.543 stig og hefur ekki verið svo lág síðan um miðjan desember á síðasta ári. Alls námu viðskipti með hluta- bréf 222 milljónum króna á Verð- bréfaþingi í gær og lækkaði verð 22 félaga á aðal- og vaxtalista en 7 hækkuðu í verði. Mest viðskipti voru með hluta- bréf Baugs fyrir 79 milljónir króna og lækkaði gengi þeirra um 4,5%, úr 12,25 í 11,70. 20 milljóna króna viðskipti voru með bréf Eimskipa- félags Islands og lækkaði verð þeirra um 6,2%, 11,20 í 10,50. Við- skipti með bréf Búnaðarbankans námu 18 milljónum króna og hækkaði gengi þeirra um 0,9%. Gengi hlutabréfa Islenskra aðal- verktaka lækkaði um 12,1% í tvennum viðskiptum, Þróunarfélag íslands lækkaði um 9,8%, Útgerð- arfélag Akureyringa um 9,5, Þormóður Rammi - Sæberg lækk- aði um 9,1% og gengi Nýherja lækkaði um 7,1% í einum viðskipt- um. Hagnaður Taugagreiningar minnkar umtalsvert Hhitafj ár aukning fyrirhuffuð í liaust Tauqaqreininq hf Hluthafar 16. maí 2000 Hluthafi Hlutur (þús) Hlutfall (%) 1. Ernir Kr. Snorrason 15.528 Í7' 2. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. 8.535 22,2 3. Talenta - Hátækni 4. Þróunarfélag íslands hf. 5. Sigurður R. Helgason 6. Geirlaug Þorvaldsdóttir 7. NTS Financing 8. Landsbankinn - Framtak hf. 9. Þorsteinn H Steinarsson 10. Hafliði Þórsson Aðrir (89) 12,2 1.500 i 2,1 20.728 Samtals 70.000 íslenski hugbúnaðarsjóðurinn Hlutafjárútboð hefst í dag HLUTAFJARUTBOÐ hjá Islenska hugbúnaðarsjóðnum hefst í dag. Boðnar eru út 117,5 milljónir króna og stendur sölutímabil til forgangs- réttarhafa yfír til 2. júní á genginu 13,30. Almenn sala verður á tímabil- inu 6.-9. júní á genginu 15,10. Tilgangur útboðsins er að afla fjár til kaupa á verðbréfum í sam- ræmi við fjárfestingarstefnu félags- ins, ásamt því að greiða niður skuld- ir sem sjóðurinn hefur stofnað til og nema um 420 milljónum. Áætlað er að 1,5 milljarðar safnist í hlutafjár- útboðinu, að því er fram kom á kynningarfundi sem haldinn var í gær fyrir fagfjárfesta og starfsfólk banka og verðbréfafyrirtækja. íslenski hugbúnaðarsjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum í hugbúnað- ariðnaði og á m.a. í Hugviti, Gagar- ín, Kögun, Landsteinum og eMR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.