Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 23

Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 23 VIÐSKIPTI AGORA, alþjóðleg fagsýning þekkingariðnaðarins, haldin í haust Ahersla á Island sem þekkingarþj óðfélag’ Morgunblaðið/Þorkell Björn Bjarnason menntamálaráðherra er verndari ritgerðarsamkeppni sem AGORA gengst fyrir meðal 11 ára barna síðar á árinu. AGORA, alþjóðleg fagsýning þekk- ingariðnaðarins, verður haldin í Reykjavík 11. til 13. október næst- komandi í samstarfi við FBA, Is- lenska erfðagreiningu, OZ.COM og Samtök iðnaðarins. í tengslum við sýninguna verður efnt til málþings undir yfirskriftinni „Þekkingarþjóð- félagið ísland“. Leitað hefur verið til þekktra erlendra fyrirlesara úr röð- um alþjóðafyrirtækja, ráðgjafa og frá virtum háskólum til að taka þátt í þinginu. Þá verður einnig efnt til rit- gerðarsamkeppni meðal 11 ára barna um framtíðarsýn þeirra, t.d. daglegt líf árið 2030 eða menntun í framtíðinni. Menntamálaráðherra verður vemdari ritgerðarsamkeppn- innar, sem verður kynnt nánai- með bréfi til forráðamanna barnanna í ágústlok. Sæmundur Norðfjörð, formaður AGORA, sagði á blaðamannafundi í gær, þar sem sýningin og það sem er í tengslum við hana var kynnt, að mikið væri lagt upp úr þátttöku er- lendra aðila. Erlend stórfyrirtæki sem ættu mikilla viðskiptalegra hagsmuna að gæta hér á landi, svo sem Ericsson, Nokia, IBM, Hewlett Packard og Microsoft væru öll líkleg til þátttöku. Þá hafí ýmis erlend fag- tímarit boðað komu sína. Sæmundur sagði þó, að ekkert þeirra erlendu stórfyrirtækja, sem sýningin hefur verið kynnt fyrir, og enginn þeirra erlendu fyrirlesarara, sem leitað hef- ur verið til, hafi enn staðfest þátt- töku. Megináherslan með AGORA er að hvetja íslendinga, jafnt stjórn- völd, fyrirtæki og einstaklinga, til virkrar þátttöku í þekkingarþjóðfé- laginu. Þá er sýningunni ætlað að veita innsýn í rekstur fyrirtækja, auk þess sem þeim gefst tækifæri til að koma upplýsingum á framfæri til væntanlegra innlendra og erlendra gesta. AGORA er markaðssett jafnt með- al innlendra og erlendra fyrirtækja sem hafa haslað sér völl á Netinu, í fjarskiptum, hátækni og hugbúnaði. Einstaklingar, sem eru með hug- myndir um þekkingarþróun, geta einnig sótt um að kynna hugmyndir sínar á sérstöku svæði sem verður á sýningunni. Þeir sem fá þar aðgang munu njóta sérstakrar aðstoðar við kynningu sinna hugmynda. í tengslum við AGORA verður efnt til svonefnds framtakstorgs í samvinnu við framtaksfjárfestana Arctic Ventures og Talentu hf. verslun nýjar þarfir nýjar markmið nýjar www.siminn.is 8oo 4000 er gjaldfrjálst númer fyrirtækjaþjónustu Símans. Þar er opið virka daga milli kl. 8 og 17. SIMINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.