Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Kanadíski prófessorinn Gordon R. Munro hefur rannsakað fiskveiðistj órnun víða um heim
GORDON R. Munro er prófessor
við hagfræðideild Háskólans í
Bresku Kólumbíu í Yancouver í
Kanada. Hann er heimsþekktur
fræðimaður á sviði auðlindahag-
fræði, hefur skrifað um hana fjölda
greina í hagfræðitímarit og er eftir-
sóttur fyrirlesari. Hann hefur und-
anfarin ár rannsakað árangur fisk-
veiðistjórnunar víða um heim og
hefur jafnframt sérfræðiþekkingu á
styrkjakerfum sem tengjast sjávar-
útvegi. Hann hefur m.a. fengist við
kenningasmíði og stefnumörkun
fyrir FAO og OECD sem og sjávar-
útvegsráðuneyti Kanada. Hann seg-
ist hafa fengið áhuga á rannsóknum
á fiskveiðistjórnun snemma á átt-
unda áratugnum en síðustu misseri
hafi áhugi hans einkum beinst að
alþjóða hafréttarlögum sem íslend-
ingar hafi átt stóran þátt í að móta
eftir þorskastríðin við Breta.
Erfitt að skilgreina eignarréttinn
Munro segist ekki hafa kynnt sér
fiskveiðistjómun íslendinga ofan í
kjölinn til að geta rætt ítarlega
kosti hennar og galla. Sér sýnist þó
að Islendingar eigi eftir að sníða
einhverja vankanta af kerfinu. „Ég
get hinsvegar sagt að litið er á ís-
lenska fiskveiðistjómunarkerfið,
ásamt því sem er við lýði á Nýja
Sjálandi, sem fyrirmyndir í fisk-
veiðistjórnun í heiminum. Þessi
kerfi taka flestum öðrum fiskveiði-
stjórnunarkerfum í heiminum fram.
Ég get þannig fullyrt að íslenska
kerfið hefur reynst mun betur en
það sem við höfum stuðst við í Kan-
ada.“
Hann segir að menn séu almennt
sammála um hver vandinn er þegar
kemur að stjórnun á nýtingu auð-
linda. Það sé að skilgreina eignar-
réttinn þegar kemur að úthlutun úr
auðlindinni. „í flestum tilfellum hef-
ur aðgangur að fiskistofnunum ver-
ið frjáls um langt skeið. Það hefur
leitt til þess að þeir hafa verið of-
veiddir sem vitanlega er andstætt
almannahagsmunum. Þess vegna
hafa menn reynt að takmarka sókn
í auðlindirnar af augljósum efna-
hagslegum ástæðum. AJgengast er
að takmarka heildarafla og reyna
síðan að takmarka þann fjölda fiski-
manna eða skipa sem heimilt er að
nýta auðlindina. Þessi aðferð hefur
hinsvegar mistekist víðast hvar, að
minnsta kosti í Norður- ___________
Ameríku. Menn hafa því
reynt að stjórna fisk-
veiðum með því að
breyta hvatanum í kerf-
inu, til dæmis með fram-
seljanlegum kvótum, í
stað þess að banna fiski-
mönnunum að sækja í auðlindina."
Munro hefur kynnt sér vel
stjórnun fiskveiða á Nýja Sjálandi
og segir að þar hafi eignarréttindi
þróast með öðrum hætti en annars-
staðar. „Þar er hlutdeild í heildar-
kvótanum úthlutað varanlega, það
er eignarrétturinn er til eilífðar.
Þar hefur eignarrétturinn í auð-
lindinni þróast í nokkurskonar sam-
eignarrétt, ekki ólíkt því að eiga
hlutabréf í fyrirtæki þar sem aðeins
er hægt að gera tilkall til arðsins
sem myndast við nýtingu auðlindar-
innar. Þannig spila fiskimennimir
sjálfir sífellt stærra hlutverk í fisk-
veiðistjórnuninni.11
Kvótakerfið til bóta
í Bresku Kólumbíu er veiðum úr
nokkrum fiskistofnum nú þegar
stjómað með framseljanlegum
kvótum. Tveir helstu eru kyrrahafs-
lúða og svartþorskur. „í báðum til-
fellum var reynt að stjórna veiðun-
um með kvótakerfi án framsals en
fljótlega kom í ljós að sú aðferð
gekk engan veginn. Kyrrahafslúðu-
stofninn er nýttur sameiginlega af
Bandaríkjamönnum og Kanada-
mönnum. Allt frá 1920 var sókn í
þennan stofn algerlega frjáls sem
leiddi til mikillar ofveiði. Það varð
til þess að hagsmunaaðilar í sjávar-
útvegi fóra þess á leit við stjórnvöld
beggja þjóðanna að þau gripu til
einhverra aðgerða. I kjölfar þess
var stofnuð sérstök nefnd sem unn-
ið hefur gott starf til vemdar stofn-
inum. Kanadamenn ákváðu til
„Islenska kerfíð
til fyrirmyndar“
✓
Þrátt fyrir að Islendingar hafí komið á fót fyrirmyndar físk-
veiðistjórnunarkerfí verða þeir að láta sig fískveiðistjórnun
annarsstaðar í heiminum varða. Þetta er skoðun kanadíska
prófessorsins Gordons R. Munro sem um árabil hefur sérhæft
sig á sviði auðlindahagfræði. Hann spáir því að í framtíðinni
verði fískveiðum víðast hvar í heiminum stjórnað með kvóta-
kerfí í einhverri mynd. Helgi Már Árnason ræddi við Munro.
Morgunblaðið/Kristinn
Gordon R. Munro, prófessor við hagfræðideild Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada.
Allsstaðar tak-
ast menn á við
grundvallar-
hugtök á borð
við jafnrétti.
dæmis ákveðinn heildarafla og að
takmarka þann fjölda skipa sem
nýta mátti stofninn. Þessi aðgerð
_________ mistókst hrapallega
þrátt íyrir að stofninn
væri á uppleið. Offjár-
festingar urðu gríðarleg-
ar sem sást best á því
hvað veiðitímabilið stytt-
ist. Kyrrahafslúðu má
veiða allt að 240 daga á
ári en skipin kláraðu nú leyfilegan
heildarafla á aðeins örfáum dögum.
Það skapaði öngþveiti á miðunum
og leiddi til slæmrar meðferðar á
aflanum. Öllum aflanum var skóflað
í land á sama tíma og því þurfti að
frysta hann og vinna á lengri tíma.
Það hafði síðan veraleg áhrif á
markaðsvirði afurðanna, enda er
mikill verðmunur á ferskri og fros-
inni lúðu.
Sjávarútvegurinn og stjómvöld
sáu fljótlega að ástandið var óviðun-
andi. Þó að ástand stofnsins væri í
sjálfu sér ágætt vora efnahagslegar
afleiðingar stjómunarinnar skelfi-
legar. Stjómvöld ákváðu því, í sam-
ráði við iðnaðinn, að koma á kvóta-
kerfi þar sem kvóta var úthlutað á
einstök skip. Við það batnaði
ástandið til muna, veiðitímabilið
lengdist á ný og stærri hluti aflans
var seldur ferskur. í fyrstu vora
stjómvöld mjög treg til að heimila
framsal á kvótanum en í seinni tíð
hefur verið slakað mjög á hömlum í
þeim efnum. Þetta kerfi hefur ekki
aðeins leitt til betri afkomu fiski-
mannanna sjálfra, held- _________
ur einnig breytt viðhorfi
þeirra til auðlindarinnar.
Þó þeim hafi ekki verið
afhentir fiskistofnarnir
til eignar gera þeir sér
grein fyrir því að kvót-
anum verður úthlutað á
meðan þeir ganga vel um fiskistofn-
anna. Þeir líta nú á auðlindina sem
efnahagslega heild þar sem þeir
hafa langtímahagsmuna að gæta.“
Allsstaðar sömu álitaefnin
Fiskafli hefur
fyrir löngu náð
náttúrulegu
hámarki á ýms-
um hafsvæðum
hafi reynst árangurrík í þessu til-
felli sé ekki þar með sagt að svo sé
allsstaðar. Aðstæður séu mismun-
andi frá einu landi til annars. „Ég
er engu að síður sannfærður um að
kerfí í líkingu við þessi verða tekin
upp við stjómun fiskveiða í heimin-
um á komandi árum. Ég bendi til
dæmis á þá stjórnun sem nýverið
hefur verið tekin upp við veiðar á
alaskaufsa þar sem keppinautar
vinna saman að nýtingu stofnsins.
En það er sama hvaða kerfi menn
vilja taka upp, allsstaðar þurfa
menn að takast á við grandvallar-
hugtök á borð við jafnrétti, skyn-
semi, sanngirni og hagkvæmni."
Bætt fiskveiðistjórnun
nauðsynleg
Munro segii' mikilvægt að bæta
fiskveiðistjórnun í heiminum, því
varla sé hægt að auka fiskaflann
mikið frá því sem nú er. Hann
bendir á að samkvæmt útreikning-
um FAO sé heimsaflinn nú að nálg-
ast náttúralegt hámark. „Reyndar
hefur afli fyrir löngu náð náttúra-
legu hámarki á ýmsum hafsvæðum,
svo sem Norður-Atlantshafi, Norð-
ur-Kyrrahafi og líklega í Suður-Atl-
antshafi einnig. Reyndar heldur
FAO því fram að Indlandshaf sé
eina hafsvæðið þar sem hægt er að
auka fiskveiðar í nánustu framtíð.
Saga fiskveiðanna sýnir að fiski-
stofnar hafa verið nýttir uns þeir
þrjóta en þá hafa menn bara snúið
sér að öðram hafsvæðum. Slíkt er
ekki mögulegt lengur; náttúran set-
ur okkur takmörk. Það er reyndar
hægt að auka afla á sumum fiski-
stofnum en það verður ekki gert
nema með bættri fiskveiðistjómun.
Þessir stofnar hafa ekki verið nýttir
nægilega vel vegna rangrar fisk-
veiðistjórnunar. FAO hefur auk
þess varað við því að fiskafli muni
jafnt og þétt dragast saman innan
tíðar verði ekki gerð bragarbót á
stjórn fiskveiða í heiminum."
íslendingar verða
að láta sig málið varða
Munro nefnir auk þess að al-
menningur verði sífellt meðvitaðri
um misbresti í fiskveiðistjómun.
„Vegna þessa hefur verið settur
þrýstingur, gjarnan viðskiptalegs
eðlis, á þau lönd þar sem fiskveiði-
stjórnun þykir ábótavant. Sum lönd
hafa einnig beitt þessum
rökum til setja upp við-
skiptahindranir L þeim
tilgangi að vernda eigin
sjávarútveg og auðlindir
sínar. Slíkar viðskipta-
hindranir geta hinsvegar
“’ einnig bitnað á þeim
löndum sem ganga vel um fiski-
stofna sína, svo sem Island. Fisk-
veiðar era Islendingum gríðarlega
mikilvægar og þess vegna verða
þeir að láta sig fiskveiðistjórnun
annarsstaðar í heiminum varða,“
Munro bendir á að þó kvótakerfi segir Gordon R. Munro.
Aðalfundur Alþjóðasambands laxeldisframleiðenda
Yigfús Jóhannsson
kjörinn formaður
DR. VIGFÚS Jóhannsson, formaður
Landssambands fiskeldis- og haf-
beitarstöðva á íslandi (LFH), var
kosinn formaður Alþjóðasambands
laxeldisframleiðenda til tveggja ára á
aðalfundi sambandsins fyrir
skömmu.
Aðalfundur Alþjóðasambands
Laxeldisframleiðenda (Intemational
Salmon Farmers Association) var
haldinn samhliða sjávarútvegssýn-
ingunni í Brússel. Aðildarlönd sam-
bandsins era nú alls níu, Ástralía,
Kanada, Chile, Færeyjar, Island, Ir-
land, Nýja Sjáland, Noregur og
Stóra-Bretland. Samtals framleiddu
aðildarfélög sambandsins um 940
þús. tonn af laxi á árinu 1999 og vora
verðmæti framleiðslunnar í fyrra um
340 milljarðar kr. Stærstu framleið-
endumir era Noregur með um 462
þúsund tonn og Chile um 223 þúsund
tonn.
A aðalfundinum var fjallað um
stöðu laxeldisins í dag og líklega þró-
un þess á næstu áram. Fram kom að
árið 1999 hafi almennt verið mjög
hagstætt í laxeldi víðast hvar og
greinin væri að skila miklum hagn-
aði. Útlit er gott á þessu ári. Laxa-
verð er almennt hátt og útlit fyrir að
það haldist hátt út þetta ár. Ástæður
þessa góða árangurs má almennt
rekja til þess að tekist hefur að koma
í veg fyrir að sjúkdómar hefðu alvar-
leg áhrif í eldinu auk þess sem mjög
lítið af fiski hefur tapast úr kvíum á
undanfömum árum. Þessi árangur
byggist m.a. á starfi Alþjóðasam-
bandsins sem hefur beitt sér fyrir því
að öll löndin við N-Atlantshaf vinni
eftir mjög ströngum reglum sem
miða að því að laxeldi verði áfram
rekið í góðri sátt við náttúrana. Þess-
ar reglur verða unnar í samstarfi við
NASCO (Laxaverndunarsamtök
þjóða við N-Atlantshaf) og er reiknað
með að reglurnar verði samþykktar á
fundi samtakanna í byrjun júní n.k.
Á fundinum í Brússel vora kynntar
fyrstu niðurstöður markaðsrann-
sókna sem Alþjóðasambandið hefur
staðið fyrir í samvinnu við Roche
Vitamins Europe Ltd. Þessari rann-
sókn var beint að mörkuðum fyrir lax
í Þýskalandi, Englandi og Frakk-
landi. Markmiðið var að leita leiða til
Dr. Vigfús Jóhannsson var kjör-
inn formaður Alþjóðasambands
laxeldisframleiðenda til tveggja
ára.
vinna nýja markaði auk þess að þróa
frekar núverandi laxamarkaði í Evr-
ópu. Næsta stóra verkefni Alþjóða-
sambandsins á þessu sviði er sam-
bærileg rannsókn á laxamörkuðum í
N-Ameríku.
Framkvæmdastjóri Alþjóðasam-
bandsins er Peter Shelley. Alþjóða-
sambandið mun á næstu tveimur
áram hafa aðsetur á tveimur stöðum,
á íslandi (skrifstofa LFH) og í
Ástralíu.