Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 28
28 PÖSTDDAGTO 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐID
ERLENT
Tveir gamlir félagar í Ku Klux Klan-samtökunum fyrir rétt í Birmingham í Bandaríkjuniim
Sakaðir um
sprengjutil-
ræðið í Ala-
bama 1963
Yfírvöld í Bandaríkjunum hafa á
undanförnum árum haft hendur í hári
nokkurra manna sem myrtu liðsmenn
mannréttindahreyfíngar blökkumanna á
sjöunda áratugnum. Tveir sæta nú ákæru
fyrir morð á fjórum stúlkum í kirkju
í Alabama fyrir 37 árum.
Binmngham og Montgomery 1 Alabama. AP, AFP.
ÁKÆRA hefur verið lögð fram á
hendur tveim mönnum í Birming-
ham í Alabama og eru þeir sagðir
hafa átt aðild að sprengjutilræði
sem varð fjórum blökkustúlkum að
bana í kirkju í borginni árið 1963.
Mennirnir voru báðir félagar í
samtökum kynþáttaofstækis-
manna, Ku Klux Klan, í Suðurríkj-
unum. Atburðurinn olli mikilli
skelfingu á sínum tíma og þótti
sýna hve botnlaust hatrið væri
sem ríkti meðal öfgahópa hvítra.
Óhug sló á almenning og varð til-
ræðið til að ýta undir baráttu
þeirra sem kröfðust þess að
blökkumenn fengju að njóta sömu
lýðréttinda í reynd og hvítir í
Bandaríkjunum og tryggt yrði að
fulltrúar beggja kynþátta yrðu í
sömu skólum til að brjóta niður
ósýnilega múra fordóma vegna lit-
arháttar.
Tilræðið í Birmingham hefur oft
verið nefnt þáttaskil í sögu barátt-
unnar fyrir jafnrétti kynþátta í
Bandaríkjunum. Hófsamt fólk úr
röðum hvítra fór að beita sér í
auknum mæli gegn aðskilnaði kyn-
þáttanna á opinberum stöðum eins
og í skólum og á veitingastöðum
og í almenningsfarartækjum.
Nokkrum mánuðum fyrr hafði
lögregla beitt hundum og háþrýst-
islöngum til að stöðva mótmæla-
göngu mannréttindafrömuðarins
Martins Luthers Kings er síðar
var myrtur.
Bjuggu sig undir
unglingadagskrá
Hryðjuverkið var framið að
morgni sunnudagsins 15. septem-
ber 1963, dýnamít-sprengju var
komið fyrir við útvegg baptista-
kirkju sextánda strætis í Birming-
ham. Fjöldi fólks, aðallega blökku-
manna, var saman kominn í
kirkjunni en stúlkurnar fjórar
voru staddar í kjallara hússins og
voru að búa sig undir sérstaka
dagskrá fyrir unglinga. Yngst var
Denise MeNair, ellefu ára en hin-
ar, þær Cynthia Wesley, Carole
Robertson og Addie Mae Collins,
voru allar fjórtán ára.
Sprengingin tætti í sundur
vegginn og glugga á kirkjunni,
tuttugu slösuðust en ekki fórust
fleiri í sprengingunni en stúlkurn-
Bronze Magic frá Biotherm gefur húðinni fallegan
gullinbrúnan lit á einni klukkustund eins og þú
hafir flogið á sólarströnd.
Ráðgjafi verður í versluninni
í dag og á morgun.
Líttu við og fáðu ráðgjöf og
sýnishorn af Biotherm snyrtivörunum.
H Y G E A
<myrtiv#rui'trjlun
Kringlunni, s. 533 4533
BIOThERM
Viltu vera
allan ársins hring?
B R 0 N Z E
^M A G I C
SPRAY FYRIR LÍKAMANN
AP
Sprengjugígur myndaðist við baptistakirkjuna í Birmingham í Ala-
bama árið 1963. Fjórar ungar blökkustúlkur, sem voru 1 kjallara húss-
ins, fórust og um tuttugu manns að auki slösuðust.
AP
Stúlkumar fjórar sem fómst. F.v. Denise McNair, Carole Robertson,
Addie Mae Collins og Cynthia Wesley.
ar þótt skemmd-
ir yrðu miklar á
húsinu. Til átaka
kom í Birming-
ham næstu daga
og féllu tveir
svartir ungling-
ar í þeim.
Kvikmynda-
leikstjórinn
Spike Lee gerði
heimildarmynd-
ina „Fjórar litl-
ar stúlkur" um atburðinn og var
hún tilnefnd til Óskarsverðlauna
árið 1997.
„Þetta var svo dæmalaus fólska
að fólk var þrumulostið," sagði
Taylor Branch sem ritað hefur
sögu mannréttindabaráttu blökku-
manna sem margir hvítir tóku
reyndar þátt í. „Að koma fyrir
sprengju þar sem stúlkur eru að
búa sig undir sunnudagaskóla er
ólýsanleg illmennska." Kirkjan
umrædda hefur síðan verið einn af
helgum stöðum þeirra sem tóku
þátt í aðgerðum gegn kynþátta-
hatri og börðust fyrir réttindum
blökkufólks.
Einn hlaut
lífstíðarfangelsi
Dómsmálaráðherra Alabama,
Bill Pryor, sagði að Doug Jones,
sem er alríkisdómari og sá um að
taka málið gegn
mönnunum upp
að nýju, muni
annast það að
hálfu ákæru-
valdsins.
Mennirnir
tvéir sem komu
fyrir rétt á mið-
vikudag eru
Thomas J. Blan-
ton, sem er 61
árs og Bobby
Frank Cherry, hann er 69 ára.
Cherry býr nú í Mabank í Texas
en Blanton enn í Birmingham.
Tveir aðrir menn, sem voru grun-
aðir um aðild að ódæðinu, eru látn-
ir. Annar þeirra, Robert Edward
Chambliss, var dæmdur sekur,
fékk lífstíðardóm 1977 og lést í
fangelsi 1985. Hinn, Herman Cash,
var aldrei ákærður og er einnig
látinn.
Grunsemdir hafa verið um sekt
Cherrys og Blantons árum saman
þótt þær hafí ekki þótt nógu sterk-
ar til að sakfella þá. Málið var tek-
ið upp á ný tvisvar eftir rannsókn-
ina 1963, fyrst 1980 og aftur 1988
en án þess að niðurstaða fengist
þótt ljóst væri að þrímenningarnir
lægju undir grun um þátttöku.
Enn var það tekið upp 1997.
„Við höfum fengið nýjar upplýs-
ingar og ætlum að kanna þær til
þrautar," sagði Janet Reno dóms-
málaráðherra þá. Hún sagði á
fréttamannafundi í gær að morðin
hefðu verið hörmulegur þáttur í
mannréttindabaráttunni og mark-
mið yfirvalda væri að réttlætinu
yi’ði fullnægt.
Leiðtogar bandarískra svert-
ingja hafa lengi gagnrýnt mjög að
ekki skuli hafa tekist að finna þá
seku og draga þá til ábyrgðar en
Alabama var á sínum tíma eitt af
hreiðrum andstæðinga réttinda-
baráttu blökkumanna.
Ymis óupplýst morðmál frá
þessum tíma hafa verið tekin upp
á ný. Má nefna að sama ár, 1963,
var Medgar Evers, einn af þekkt-
ustu fulltrúum samtaka blökku-
manna, NAACP, myrtur í Jackson
í Mississippi. Fyrir tæpum áratug
var hafin ný rannsókn og 1994 var
Byron de la Beckwith dæmdur
sekur um morðið á Evers. Annar
baráttumaður, Vernon Dahmer,
var myrtur með eldsprengju í
Mississippi 1966 og var fyrrver-
andi Ku Klux Klan-leiðtogi, Samu-
el H. Bowers, sem þá var 73 ára,
dæmdur sekur um morð og ík-
veikju 1998 þótt langt væri um lið-
ið.
Sakargiftir morð og
„almenn mannvonska“
Sakborningarnir tveir hafa áv-
allt sagst vera saklausir. Mickey
Johnson, verjandi Cherrys, segir
skjólstæðing sinn við slæma
heilsu. „Hann vill að fólk heyri
hvað hann hefur að segja og telur
að þá muni menn taka undir með
sér,“ sagði Johnson. Sonur Cherr-
ys á fimmtugsaldri, Thomas Frank
Cherry, bar vitni fyrir luktum dyr-
um í vikunni og vildi ekki skýra
fjölmiðlum frá því sem hann hefði
sagt. Hann sagðist ekki hafa talað
við föður sinn í mörg ár. „Því
minna sem ég veit þeim mun betra
fyrir mig,“ sagði Cherry yngri við
fréttamenn.
Á umliðnum árum hafa sumir
ættingjar Bobby Cherrys haft eft-
ir honum að hann hafi tekið þátt í
að koma dýnamítinu fyrir við
kirkjuna en ekki hefur verið skýrt
frá því hvaða nýja vitneskju yfir-
völd hafa nú undir höndum. Að
sögn Johnsons er Cherry sakaður
um morð að yfirlögðu ráði á öllum
stúlkunum fjórum en auk þess um
„almenna mannvonsku" sem er
nefnt í ákæruskjalinu vegna þess
að sprengjunni var komið fyrir á
stað þar sem hún gat orðið ótil-
teknum fjölda fólks að bana. Blan-
ton er einnig sakaður um morð en
ekki var sagt nánar frá orðalagi
ákærunnar.
íbúar í Birmingham voru spurð-
ir álits á því að málið væri tekið
upp á ný. Stanley Wilson, 39 ára
gamall blökkumaður, sagði ósann-
gjarnt að þeir sem hefðu staðið að
tilræðinu, hverjir sem þeir væru,
skyldu hafa gengið lausir áratug-
um saman. „Það hefði átt að upp-
lýsa málið fyrir löngu,“ sagði hann.
En hvítur maður, Stan Leo, sem
var sextán ára þegar stúlkurnar
voru myrtar, sagðist efast um rétt-
mæti þess að fylgja málinu eftir.
„Ég harma að þetta skyldi ger-
ast en við verðum að gleyma því
og láta lífið í borginni ganga sinn
gang. Af hverju að vera að rifja
upp fortíðina?" sagði hann. Christ-
opher Hamlin, sem er prestur,
sagði fólk hafa sterkt á tilfinning-
unni að málalok væru í vændum en
bætti við að samskipti kynþátt-
anna í borginni hefðu „tekið mikl-
um framförum" frá 1963.
Læknum kennt að skrifa
Washington. The Daily Telegraph.
LÆKNAR á virtu sjúkrahúsi í Bandaríkjunum hafa
verið sendir aftur í skóla til að læra að skrifa skýrar.
Læknar Cedars-Sinai sjúkrahússins í Los Angeles
eiga að sækja kvöldnámskeið til að læra aftur að
draga til stafs þannig að þeir geti skrifað læsilega
lyfseðla.
Menn hafa oft hent gaman að hrafnasparki lækna
en í Bandaríkjunum er það tekið alvarlega eftir að
bandarískir visindamenn komust að þeirri niðurstöðu
í fyrra að hugsanlega mætti rekja hartnær 100.000
dauðsföll á ári til mistaka lækna, svo sem hroð-
virknislegra lyfseðla sem leiða til rangrar lyfjagjafai'.
42 ára maður lést til að mynda af hjartaáfalli
vegna þess að lyfsali misskildi ólæsilegan lyfseðil frá
lækni og lét sjúklinginn hafa átta sinnum stærri
lyfjaskammt en hann átti að fá. Læknirinn var
dæmdur til að greiða fjölskyldu mannsins háar
skaðabætur.