Morgunblaðið - 19.05.2000, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.05.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 45 SIGRIÐUR DROFN FRIÐFINNSDÓTTIR + Sigríður Dröfn Friðfinnsdóttir fæddist í Reykjavík 21. mars 1946. Hún lést á heimili sínu 11. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Kristín El- íasardóttir, f. 13.10. 1926, d. 26.9. 1981, og Friðfinnur S. Árnason, f. 5.9. 1915, d. 30.8. 1999. Systur Drafnar eru: l)Jón- fna Gunnhildur, f. 8.12. 1940, gift Hall- grími Þorsteinssyni, búsett í Kópavogi og þau eiga þrjú börn. 2)Jóhanna Kristjana, f. 3.9. 1947, búsett á Akureyri og hún á tvo syni. Dröfn bjó fyrstu ár sín í Reykja- vík en flutti síðar til Akureyrar með stuttri viðdvöl á Þórshöfn. Hún giftist árið 1966 eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Óskari Guðmundssyni, f. 14.4. 1946. Þau áttu þrjár dætur: 1) Kristín Petra, f. 11.6. 1967, henn- ar maður er Birgir Snorrason og þau eiga tvær dætur. 2) Iris, f. 9.6. 1968, hennar eiginmaður er Sig- þór Gunnarsson og þau eiga tvö „Vinui- þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskor- in.“ (Spámaðurinn). Vinátta sem varir er sprottin upp úr tvenns konar jarðvegi. Annars vegar er það æskuvináttan sem bindur einstaklinga böndum sem aldrei bresta og þó oft togni á og vík verði milli vina er vináttan alltaf til staðai- traust og óbreytanleg hvenær sem þráðurinn er tekinn upp að nýju. Hins vegar er það vin- áttan sem verður til á milli ein- staklinga seinna á æviskeiðinu. Vin- átta sem byggist á gagnkvæmum samskiptum, er til þess að gefa og þiggja og verður í tímans rás traust og heil. Þannig var vinátta okkar Drafnar en hún hefur verið óslitin síðan við kynntumst fyrir tæpum tuttugu árum. Nú þegar náttúran er að klæðast sínu fegursta skarti og blámi fjall- anna í fjarlægðinni verður tærari og dulmagnaðri með hverri líðandi stund þá hverfur þessi vinkona mín til annarra tilverustiga. Hún sem svo unni lit- og veðrabrigðum nátt- úrunnar og landinu sínu. Listakon- an sem ekki þurfti til fjarlægra landa til þess að finna myndefni en skapaði listaverk í vinnustofu sem hún tengdi heimili og fjölskyldu, sótti niyndefni í nánasta umhverfi og drifkraftinn í tilfinningar sínar sem hún hiklaust og einlæglega túlkaði. Hin síðari ár hafa myndir hennai' einnig borið sterk trúarleg og dulræn einkenni. Hún var afar næm og fékk oft hugboð eða eins og eins og hún sagði sjálf „var veik fyrir spádómum og dularfullum íyr- irbærum". Hugmyndirnar voru óþrjótandi en ekki gafst tími til þess hér að koma nema broti af þeim í framkvæmd. Það var alltaf gefandi og skemmtilegt að vera í návist Drafn- ar hvort sem tekist var á við krefj- andi verkefni eða setið og spjallað á góðri stundu í gamni eða alvöru. Hún var einstaklega úrræðagóð og tókst að búa hvert einstakt verkefni í þannig búning að það vakti áhuga og löngun til að takast á við. I gleði og sorg brást ekki að eftir göngu- ferð eða samtal við Dröfn tóku mál- in nýja og betri stefnu. Það var eins og henni tækist fyrirhafnarlaust að auka á gleðina eða leysa erfiðleik- ana upp í ekki neitt. Ég hef fylgst með Dröfn á annað ár kljást við sjúkdóminn sem yfir- bugaði hana að lokum og ég trúði því í einlæglega að hún ynni þá baráttu. Ég hef dáðst að styrk hennar og æðruleysi. Ég hef líka dáðst að því hvernig Óskar eigin- maður hennar annaðist hana af var- færni og elsku fram á síðustu stund og hvernig dætur hennar umvöfðu börn. 3) Sigríður, f. 14.8. 1972, hennar maður er Fjölnir Þór Árnason og þau eiga einn son. Dröfn stundaði myndlistarnám við Handíða- og mynd- listarskólann í Reykjavík árið 1963 og síðar við Mynd- listarskólann á Ak- ureyri árin 1982-86. Auk þess dvaldi hún eitt ár í Finnlandi við nám og listsköpun. Að námi loknu vann Dröfn að listsköpun í eigin vinnu- stofu. Hún var meðlimur í Félagi íslenskra myndlistarmanna og Fé- lagi grafíklistamanna. Dröfn hélt fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum á ferlinum. Árið 1998 var Dröfn valin Listamaður Akureyrar. Samhliða listsköpun gegndi Dröfn ýmsum nefndarstörfum hjá Akureyrarbæ og starfaði einnig sem leiðbeinandi hjá fþrótta- og tómstundaráði. Utför Drafnar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hana. Dröfn lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 11. maí sl. Éinstök kona er gengin - ég sakna hennar sárt. Við hjónin og börn okkar vottum Óskari, dætrunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Elsku vinkona, far þú í friði. Elín Antonsdóttir. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar fólk á besta aldri verður undii’ í baráttunni við illvíg- an sjúkdóm. Það er hnípinn hópur sem nú kveður kæra vinkonu, Dröfn Friðfinnsdóttur og minning- arnar streyma fram. Við kynntumst sem unglingar, 10 stelpur, og höfum haldið hópinn síð- an eða í nærri 40 ár. Þá var yndislegt að lifa og engar áhyggjur. Sigga El„ mamma Drafnar, sagði stundum „Stelpur mínar þið skuluð nú fara að átta ykkur á því að lífið er ekki bara súkkulaði og bíltúrar." Við hlustuð- um auðvitað ekki á það frekar en unglingar hvers tíma, enda óþarfi, við vorum að njóta lífsins á þeim árum sem flestum þykja þau skemmtilegustu á lífsleiðinni. Dröfn var mjög bráðþroska og sjálfstæð og á vissan hátt alltaf skrefinu á undan okkur hinum. Hún fór í Héraðsskólann að Núpi einn vetur, var annan vetur í Hand- íða- og myndlistaskólanum í Reykjavík og fór til Kaupmanna- hafnar í nám og vinnu. í þá daga voru ekki tískuverslan- ir á hverju horni en heimasaumur eftir erlendum tískublöðum algeng- ur. Þá voru listrænir hæfileikar Drafnar komnir í Ijós því hún teikn- aði sjálf fötin og lét sauma á sig eða saumaði þau sjálf. Eftir að við vorum allar komnar með börn og bú hittist hópurinn reglulega í saumaklúbbi. Dröfn hafði alveg sérstaklega skemmtilega frásagnargáfu og fór á kostum þegar hún sagði léttar hrakfallasögur af sjálfri sér. I gegnum tíðina hafa þær verið rifj- aðar upp reglulega með viðeigandi hlátrasköllum. En í klúbbnum var ekki bara grín og glens, þar var allt á dag- skrá. I allri umræðu hafði Dröfn sterka réttlætiskennd og var femín- isti fram í fingurgóma. Hún var fíngerð og nett en líka bæði sterk og traust. Það var gott að leita til hennar með hvað sem var, hún átti alltaf skynsamlegustu svörin við öllu. A tímabili rak hún ásamt einni okkar keramik- og leirvinnustofu því alltaf var áhuginn við að skapa til staðar. Engin okkar komst hjá því að prófa þar listræna hæfileika sína undir hvatningarorðum Drafnar, árangurinn reyndist þó misgóður. Þarna kynntumst við því hvað hún hafði mikið til brunns að bera í list- rænu tilliti. Það voru gæfuspor þegar Dröfn fór í nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1982 til 1986 og síðar til Finnlands í framhaldsnám. Klúbburinn var aldrei sérlega gagnrýninn á verk hennar, hún var einfaldlega listakonan okkar og allt sem hún gerði fannst okkur frá- bært. Við vitum að hún er einn virtasti grafíklistamaður þjóðarinnar og hún fékk þá jákvæðu gagnrýni á verk sín að framtíðin væri hennar. Á sýningu Drafnar í Listasafninu á Akureyri í október 1996 þar sem verkin fjölluðu að nokkru leyti um gátu lífs og dauða skrifar hún m.a. í sýningarskrá: „I uppeldinu mótast sú vissa að dauðinn sé alls ekki endalok lífsins heldur áfangi á leyndardómsfullri leið þar sem farangurinn er aðeins minningar og reynsla sem við tök- um með okkur til upphafs nýs lífs.“ Við erum sannfærðar um að það vantar ekkert í farangurinn hennar Drafnar. Vér hverfum og höldum víðar en hittumst þó aftur - síðar. Elsku Óskar, við sendum þér og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn. Ég er nýkomin inn úr góðum göngutúr, var að heilsa upp á kríuna, og bjóða hana velkomna. Hvað sé ég, er ekki margæsin líka komin, hún er greinilega þreytt og svöng þar sem hún kroppar ofan í gi’ænt túnið, gott að hún skuli koma hingað og hvfla sig áður en hún heldur áfram til varpstöðv- anna. Svanaparið er búið að koma sér fyrir úti í hólmanum, það verð- ur gaman að fylgjast með þeim í sumar, og sjá hvað ungarnir verða margir þetta árið. Sjórinn, himinn- inn og fjöllin skarta sínum undur- fagra bláa lit, mikið er þetta fallegt kvöld, þetta er kvöldið er þú kveður og sofnar. Ég verð sorgmædd og græt, þú Dröfn vinkona mín ert ekki lengur hér. Daginn eftii’ er ég full af söknuði en er ég kem út í morgunblíðuna og heyri í stelknum, lóunni og hrossagauknum doka ég aðeins við og hlusta, mér verður að- eins léttara, þetta hljómar svo fal- lega, eins og vináttan þín var mér. Falleg og umvefjandi, án skilyrða, allt frá fyrstu kynnum óx hún og varð þroskaðri eftir því sem við elt- umst, svona eins og eftir vorið kem- ur sumar og nóttin verður jafnlöng deginum, fullkomið jafnvægi. Þann- ig vinkona varst þú mér. Það er ekkert betra til í lífinu en að eiga góða vinkonu. Steinunn. Vanmáttug stöndum við þegar dauðinn knýr dyi’a og ástvinur er tekinn úr faðmi fjölskyldu og vina. Á hugi okkar leita áleitnar spurn- ingar um lífið og réttlætið, tilgang- inn og trúna. Við skiljum eðlilega brottför á ævikvöldi, en að kveðja vin sem enn átti svo mikið að lifa fyrir er öllu torskildara. Dröfn hefur nú kvatt þetta jarðlíf eftir erfiða sjúkdómsbai’áttu liðinna missera, vegna sjúkdóms sem ekki fannst lækning við. Við sem höfum verið henni sam- ferða i gegnum lífið, höfum fylgst með lífshlaupi hennar og séð hana rísa og vaxa í hlutverki sínu í stækkandi fjölskyldu og sem lista- mann og við litum til hennar með virðingu og aðdáun. Áhugi hennar á listsköpun fylgdi henni alla tíð. Hún hóf nám í Hand- íða- og myndlistaskólanum í Reykjavík 1963 og hélt síðar áfram námi við Myndlistaskólann á Akur- eyri og síðar við Lahti Art Institu- te. __ Á áratug, frá árinu 1987, hélt hún tíu einkasýningar og tók þátt í á fjórða tug samsýninga. Hún hlaut fjölmarga styrki og viðurkenningar fyrir störf sín á sviði myndlistar og fjölmörg verka hennar eru í opinberri eigu, bæði innlendra og erlendra aðila. Hún var valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 1998. Henni tókst að grípa litbrigði lífsins og túlka þau í verkum sínum. Við kveðjum góðan listamann, sem hefur með verkum sínum skilið eftir meðal okkar, á sinn hljóðláta hátt, metnaðarfull verk, sem varð- veita minningu hennar um ókomna tíð. En fyrst og fremst kveðjum við góðan vin og samferðamann hinstu kveðju og þökkum henni ljúfa sam- fyigd. Blessuð sé minning hennar. Eiginmanni og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður J. Sigurðsson. Þjáningum Drafnar er lokið í baráttunni við illvígan sjúkdóm. Með sorg í hjarta skrifa ég þessi örfáu kveðjuorð. Fyrstu kynni mín af Dröfn voru á myndlistarsýningu hennar í FIM- salnum í Garðastræti í Reykjavík. Þar blöstu við mér risastór grafík- verk, dökk og djúp og iðandi af lífi, töfrandi listaverk er líða mér seint úr minni. Nokkrum árum síðar kynntist ég Dröfn þegar við fórum saman í æv- intýralega vinnuferð til Litháen ásamt hópi fimm annarra evrópskra myndlistarmanna. Vegna eljusemi og dugnaðar Drafnar tókst henni ári síðar að skipuleggja ógleymanlega ferð sama hóps til Islands og Akureyrar af mikilli gestrisni og stórhug. Það varð til þess að kær vinátta tókst með okkur öllum í hópnum. Það var gaman að vera í návist Drafnar, andleg næring. Hún var yndisleg manneskja. Dröfn hafði mikla sköpunai’gáfu: Hún var áræðin, atorkusöm og hugmynda- rík. Það er mikill missir og stórt skarð höggvið í flóru íslenskrar myndlistar við fráfall hennar, langt um aldur fram. Fyrir hönd lista- hópsins sendi ég Óskai’i, dætrum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing hennar. Kristín Geirsdóttir. Föstudagsmorguninn 12. maí kom hringingin sem ég vissi að kæmi fljótlega en kveið svo mikið fyrir. Dröfn er dáin. Við kynntumst fyrir sex árum er hún hóf störf á Punktinum sem leiðbeinandi í leir- og myndlist. Ekkert var vinsælla en leirnám- skeiðin hjá Dröfn. Hún skildi svo vel hvað það var sem fólk óskaði eftir bæði í sköpun og samskiptum. Hún tók mikinn þátt í uppbyggingu Punktsins, kom endalaust með nýj- ar hugmyndir og ekkert starf var það lítilfjörlegt að hún gæti ekki gripið þar inn í. Það var ráðist í mikið, þegar okkur datt í hug að það væri gaman að geta boðið upp á rakúbrennslu á leirnámskeiðum og voru fengnar tvær listakonur til að kenna okkur. Þær hlóðu ofn úti og brenndu fyrstu brennslurnar. Við vorum svo spenntar og ákafar yfir þessu nýja verkefni að við gleymdum stund og stað. Vildum að allir fengju fallega hluti og var því magnið af leirmun- um meira en rúmaðist innan okkar vinnutíma og stóðum við oft lengi við ofninn og huguðum að brennsl- unni. Þá var gleðin yfír sköpuninni svo mikil að allh’ bakverkir gleymd- ust. Mikil var gleði okkar og stolt þegar Dröfn var kjörin bæjarlista- maður sumarið ’98. Þó að við viss- um að hún færi í ársleyfi hlökkuð- um við mikið til að sjá verkin hennar eftir þetta ár, við vissum líka að hún kæmi alltaf í heimsókn og þá gæfist tími til að spjalla og fá góðar ráðleggingar. Ái’ið var hálfnað þegar Dröfn greindist með krabbamein og þurfti að ganga í gegnum erfiða lyfjameð- ferð. Þá fjölgaði ferðum hennar á Punktinn. Hún stytti sér stundir hjá okkur og átti þá fatasaumur oft hug hennar allan. Oft kom hún bara til að spjalla og kom þá með brauð því að hún vissi að fátt gladdi okkur meira en næringin. Síðasta ferð hennar á Punktinn var fyrir mánuði er hún kom með systrum sínum og var haft að gamni að hún hefði keypt íífiega af brauði í þetta sinn. Mér eru mikils virði stundir okk- ar saman þegar við sátum og spjöll- uðum um börnin og barnabörnin og‘ hvað við gætum búið til, til að gleðja þau. Eða þegar henni fannst ég vera búin að vinna allt of mikið, og ráð- lagði mér að hugsa betur um heils- una, fara í sund og slappa af. Takk fyi-ir allt. Samúðarkveðjur sendum við Óskari, dætrum og fjölskyldum þeirra. Með kveðju frá starfsfólki Punktsins. Kristbjörg Magnadóttir. Hvítt blað, hversu oft hafðir þú það ekki fyrir framan þig, klárt og áþreifanlegt. Bíðandi eftir hug- myndum þínum, nei ekki hugmynd- um. Grafíkin þín var ekki hug- myndii’, hún var orka. Þú safnaðir saman umhverfinu, hughrifunum, töfrunum sem svo mörg okkar gef- um okkur ekki tíma til að dvelja við. Þú gafst þér tíma, tíma til að fága, finna aðferðina sem hæfði. Tréristan var þinn miðill, jafnerf- ið og óþjál sem hún getur verið. Þú gerðh’ hana mjúka. Mjúka Dröfn sem alltaf hélt sínu striki. Mót- sögn? Nei, ekki hjá þér. Þú varst listamaður. Og þú varst göldrótt, öðruvísi get ég ekki skýi’t hversu eðlilega þér komu alltaf réttu viðbrögðin, réttu ályktanirnar, brandarar þegar allir voru alvarlegh’. Það svellur reiði, sársauki það var svo margt sem við áttum eftir að spyrja þig, svo marg- ar spurningar sem enn eiga eftir að verða til. Það er alltaf eitthvað eitt öðru fremur sem laðar að, heillar í fari manneskju, í mynd, ljóði texta eða tónverki. Fyrh’ mér var það sam- hljómurinn sem þú bjóst yfir gagn- vart öllu í umhverfi þínu. Hvernig gastu þetta? Alltaf verið með en áttir samt svo margt fyrir þig og svo mikið eftir. Aldrei frek og aldrei að fórna. Harmónía það eru margar vísanir í þessu orði þótt það standi ekki i ís- lenskum orðsifjabókum. í því hljómar harmonikkan með sinni glöðu, alþýðlegu hrynjandi, hlátur þinn. Harmurinn núna, af því þú ert ekki, hugsun, staðreynd sem við eigum eftir að venjast af því að við höldum áfram. Ónía, mónía, bull og alvara. Þú varst mjög alvarleg galdrakona. En svo alltaf þessi dill- andi hlátur á næsta leiti. Og hann er þarna því þú ert í huga okkar, myndirnar þínar, flinkheitin, fágun- in. Ekkert fúsk, fólk verður að vita hvað það er að gera. Og þú vissir það, hélst áfram að gefa, alltaf. Óþrjótandi fjársjóður, uppspretta svo margra spurninga án kröfu- gerðar. Það heita líklega vangavelt- ur. Og við spyrjum af hverju svona snemma, svona hratt? Við stöndum hnípnar þessa dagana, stöllur þín- ar. Svo fjölmargar konur, á ólíkum aldri, úr ólíku umhverfi með ólíka afstöðu sem urðu vinur í kringum þig. Og auðvitað fylgdi fjölskyldan með, okkar fjölskyldur, eiginmenn, ástmenn og börn sem þú fylgdist ævinlega með og svo þín fjölskylda, Óskar, dæturnar þrjár og bai-na- börnin. Ekkert varð út undan,^ aldrei. Tími til alls og nú er allt í einu ekki hægt að hitta þig eða hringja í þig lengur. En myndirnar þínar eru hér enn og þótt þær séu ekki þú sjálf, þá er svo stór hluti af þér í þeim ... Jórunn, Margrét, Helga Pálína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.