Morgunblaðið - 19.05.2000, Page 61

Morgunblaðið - 19.05.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 61 Vann gjafa- bréf HÓTELDEILD Jóhanns Ólafssonar & Co bauð viðskiptavinum sínum á sýninguna Matur 2000, og var boðsmiðinn einnig happdrættis- miði. Það eina sem þurfti að jjera var að koma á bás Jóhanns Olafs- sonar & Co og skila honum inn. Verðlaunin voru gjafabréf í verslun Villeroy & Boch, Kringlunni. Mynd- in sýnir Harald Helgason frá Menntaskólanum í Kópavogi að taka við verðlaunum frá Guðmundi Kr. Jónssyni sölustjóra hóteldeild- ar. Haraldur hlaut fyrstu verðlaun, 20.000 kr. vöruúttekt, en Guðrún Kristín Svavarsdóttir frá mötuneyti Landspftalans fékk önnur verðlaun, 10.000 kr. vöruúttekt. ------------- Vorhátíð varnarliðs- manna VARNARLIÐSMENN halda ár- lega vorhátíð sína með „karnival“- sniði á Keflavíkurflugvelli laugar- daginn 20. maí nk. og er öllum lands- mönnum boðið að taka þátt í skemmtuninni. Hátíðin fer fram í stóra flugskýl- inu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá klukkan ellefu ár- degis til fjögur síðdegis. Lifandi tón- list, þrautir, leikir og hressing af ýmsu tagi verður á boðstólum og flugvélar og annar búnaður Vamar- liðsins verður til sýnis. Björgunar- þyrla sýnir björgun nauðstaddra klukkan eitt og fallhlífarstökkvarar sýna listir sínar ef veður leyfir. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Umferð er um Grænáshlið ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlega beðnir um að hafa ekki með sér hunda. ---------------- Zen-meist- ari með fyrir- lestur o g hugleiðslu ZEN-meistarinn Roshi hefur viðdvö! á íslandi og heldur fyrirlestur í Gerðubergi mánudaginn 22. maí kl. 20 með yfirskriftinni: „Hvað er Zen- hugur?“ Meðan á dvöl Roshi stendur mun hann leiða fjögurra daga Zen- hugleiðslu, þar sem unnið er út frá aldagömlu formi Zen-iðkunar. Hann er af kínversku bergi brotinn en hef- ur hof sitt í fjöllunum norður af San Fransisco. í fréttatilkynningu segir: „Zen byggist á gömlum aðferðum sem hafa þróast og slípast í gegnum ald- h-nar. Trúin er ekki sett í öndvegi heldur iðkunin sjálf. Að sumu leyti er þetta ekki ólíkt því að ganga á pól- inn, nema í Zen er ferðinni heitið á innlönd. Þú heldur út í óvissuna með enga endastöð til viðmiðunar, þar sem markmiðið er iðkunin sjálf.“ FRÉTTIR Namskeið Opms háskóla um hagnýta lyfjafræði DAGANA 22. til 31. maí nk. verður á vegum Opins háskóla, menningar- borgarverkefnis Háskóla íslands, námskeið sem hlotið hefur heitið Lyf í daglegu lífi, hagnýt lyfjafræði fyrir almenning. Námskeiðið fer fram á fimm kvöldum í Lögbergi, stofu 101 á jarðhæð og stendur frá kl. 20-22. Enn eru örfá sæti laus. Á námskeiðinu munu sérfræðing- ar fjalla á aðgengilegan hátt um lyf sem mitóð eru notuð hér á landi, svo sem verkjalyf, svefnlyf, þunglyndis- lyf og önnur geðlyf, fæðubótarefni, lyf við meltingartruflunum, sýklalyf, blóðþrýstingslækkandi lyf og hor- mónalyf sem notuð eru eftir tíða- hvörf. Leitast verður við að miðla í stuttu máli upplýsingum um hvemig lyfin verka á mannslíkamann, hvers beri að gæta við notkun þeirra, hvaða aukaverkanir geti fylgt lyfjatöku, hvaða lyf megi ekki taka saman. o.fl. Einnig verða tetón dæmi af nátt- úrulyfjum og rætt í grófum dráttum um virkni, aukaverkanir, víxlverkan- ir við lyf, frábendingar og hvers beri að gæta við notkun þeirra. Að lokn- um u.þ.b. 30 mín. fyrirlestrum um hvern lyfjaflokk gefst þátttakendum tækifæri til fyrirspurna og um- ræðna. Umsjón með námskeiðinu hefur Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði. Fluttir verða eftiraldir fjmirlestr- ar: Verkjalyf. Sigurður Árnason, krabbameinslæknir. Náttúrulyf við svefnleysi, kvíða og öðrum kvillum. Kristín Ingólfsdóttir, prófessor. Þunglyndislyf og önnur geðlyf. Tóm- as Zoéga, geðlæknir. Svefnlyf. Magnús Jóhannsson, læknir og pró- fessor. Sýklalyf. Sigurður Guðmun- dsson, smitsjúkdómalæknir og land- læknir. Víxlverkanir lyfja. Sveinbjöm Gizurarson, lyfjafræð- ingur og prófessor. Blóðþrýstings- lækkandi lyf. Guðmundur Þorgeirs- son, hjartalæknir og prófessor. Hormónalyf. Ragnheiður Inga Bjarnadóttir, kvensjúkdómalæknir. Fæðubótarefni og mataræði. Inga Þórsdóttir, næringarfræðingur og prófessor. Lyf við meltingartmflun- um - mataræði. Ásgeir Theódórs, meltingarsjúkdómafræðingur. Námskeið Opins háskóla em öll- um opin endurgjaldslaust, en þátt- takendur verða að skrá sig hjá End- urmenntunarstofnun Háskóla Islands. Sólheimar flytja í Perluna í TILEFNI 70 ára afmælis Sól- heima flytja fyrirtæki og verkstæði Sólheima í Perluna í Reylq'avík um næstu helgi, 20. til 21. maí. Sólheimar eru 100 manna vist- vænt byggðahverfi þar sem lögð er áhersla á lífræna ræktun, vinnslu af- urða úr náttúmlegum efnum, hand- verk og endurvinnslu. Á Sólheimum em starfandi fimm fyrirtætó: Skóg- ræktarstöðin Ölur, garðyrkjustöðin Sunna, gistiheimilið Brekkukot, verslunin Vala - listhús og Kerta- gerð Sólheima. Einnig era starfandi á Sólheimum fjögur verkstæði; vef- stofa, smíðastofa, listasmiðja og hljóðfærasmiðja. Á sýningunni Sól í borg gefst fóltó tækifæri á að kynnast og kaupa handverk vinnustaða og íbúa Sól- heima; hljóðfæri, s.s. lírur og vind- hörpur, leikföng og skrautmuni úr tré, fjölbreyttan vefnað, handunnin gjafakort, kerti, s.s. bývaxkerti, hefðbundin kerti og endurannin kerti, egg, sumarblóm, tré og moltu. Auk þess verða veittar upplýsingar um námskeið í vistmenningu og starf gisti- og heilsuheimilisins Brekku- kots auk fleiri þátta í starfi Sól- heima. Skógræktarstöðin Ölur verður með sumarblóm og tré til sölu, en Öl- ur er eina lífrænt vottaða skógrækt- arstöðin hér á landi. Gai'ðyrkjustöð- in Sunna er elsta lífræna garðyrkjustöðin á Norðurlöndum. Á sýningunni í Perlunni kynnir Sunna nýjar afurðir sínar s.s. tómatsósu og chutney. Sýningin er opin laugardag og sunnudag milli kl.13 og 18 og er aðgangur ókeypis. Talenta - Líftækni 1 $30.000.000 útboð Lokadagur útboðs: 19. maí 2000 Talenta - Líftækni 1 er áhættufjárfestingarsjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum - á heilbrigðissviði - á líftæknisviði - í gagna- og upplýsingavinnslu Rekstraraðili sjóðsins er Talenta hf., dótturfélag FBA. f stjórn sjóðsins sitja: Dr. Kári Stefánsson Hannes Smárason Bjarni K. Þorvarðarson Áskrift skal send til FBA í faxnúmer: 580-5130 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. maí 2000. Lágmarksáskrift er $100.000,- Greiðslufyrirkomulag: 20% af áskrift greiðist innan 2ja vikna og eftirstöðvar eftir því sem fjárfestingar gefa tilefni til, þó að hámarki 40% af heildaráskrift á næstu 12 mánaðum. Umsjónaraðili útboðs er FBA. Vegna frekari upplýsinga, sölulýsingar og áskriftareyðublaðs vísast til söluaðila í síma 580-5000 eða á www.fba.is. SUSHI Nú færð þú Sushi bakka hjá okkur á miðvikudögum og föstudögum. Bæði blandaður fiskur og hrísgrjónarúllur náttúrulega! LJheilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi og Sport Reykjavíkurvegi 60 ■ Sími 555 2887

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.