Morgunblaðið - 19.05.2000, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 19.05.2000, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 61 Vann gjafa- bréf HÓTELDEILD Jóhanns Ólafssonar & Co bauð viðskiptavinum sínum á sýninguna Matur 2000, og var boðsmiðinn einnig happdrættis- miði. Það eina sem þurfti að jjera var að koma á bás Jóhanns Olafs- sonar & Co og skila honum inn. Verðlaunin voru gjafabréf í verslun Villeroy & Boch, Kringlunni. Mynd- in sýnir Harald Helgason frá Menntaskólanum í Kópavogi að taka við verðlaunum frá Guðmundi Kr. Jónssyni sölustjóra hóteldeild- ar. Haraldur hlaut fyrstu verðlaun, 20.000 kr. vöruúttekt, en Guðrún Kristín Svavarsdóttir frá mötuneyti Landspftalans fékk önnur verðlaun, 10.000 kr. vöruúttekt. ------------- Vorhátíð varnarliðs- manna VARNARLIÐSMENN halda ár- lega vorhátíð sína með „karnival“- sniði á Keflavíkurflugvelli laugar- daginn 20. maí nk. og er öllum lands- mönnum boðið að taka þátt í skemmtuninni. Hátíðin fer fram í stóra flugskýl- inu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá klukkan ellefu ár- degis til fjögur síðdegis. Lifandi tón- list, þrautir, leikir og hressing af ýmsu tagi verður á boðstólum og flugvélar og annar búnaður Vamar- liðsins verður til sýnis. Björgunar- þyrla sýnir björgun nauðstaddra klukkan eitt og fallhlífarstökkvarar sýna listir sínar ef veður leyfir. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Umferð er um Grænáshlið ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlega beðnir um að hafa ekki með sér hunda. ---------------- Zen-meist- ari með fyrir- lestur o g hugleiðslu ZEN-meistarinn Roshi hefur viðdvö! á íslandi og heldur fyrirlestur í Gerðubergi mánudaginn 22. maí kl. 20 með yfirskriftinni: „Hvað er Zen- hugur?“ Meðan á dvöl Roshi stendur mun hann leiða fjögurra daga Zen- hugleiðslu, þar sem unnið er út frá aldagömlu formi Zen-iðkunar. Hann er af kínversku bergi brotinn en hef- ur hof sitt í fjöllunum norður af San Fransisco. í fréttatilkynningu segir: „Zen byggist á gömlum aðferðum sem hafa þróast og slípast í gegnum ald- h-nar. Trúin er ekki sett í öndvegi heldur iðkunin sjálf. Að sumu leyti er þetta ekki ólíkt því að ganga á pól- inn, nema í Zen er ferðinni heitið á innlönd. Þú heldur út í óvissuna með enga endastöð til viðmiðunar, þar sem markmiðið er iðkunin sjálf.“ FRÉTTIR Namskeið Opms háskóla um hagnýta lyfjafræði DAGANA 22. til 31. maí nk. verður á vegum Opins háskóla, menningar- borgarverkefnis Háskóla íslands, námskeið sem hlotið hefur heitið Lyf í daglegu lífi, hagnýt lyfjafræði fyrir almenning. Námskeiðið fer fram á fimm kvöldum í Lögbergi, stofu 101 á jarðhæð og stendur frá kl. 20-22. Enn eru örfá sæti laus. Á námskeiðinu munu sérfræðing- ar fjalla á aðgengilegan hátt um lyf sem mitóð eru notuð hér á landi, svo sem verkjalyf, svefnlyf, þunglyndis- lyf og önnur geðlyf, fæðubótarefni, lyf við meltingartruflunum, sýklalyf, blóðþrýstingslækkandi lyf og hor- mónalyf sem notuð eru eftir tíða- hvörf. Leitast verður við að miðla í stuttu máli upplýsingum um hvemig lyfin verka á mannslíkamann, hvers beri að gæta við notkun þeirra, hvaða aukaverkanir geti fylgt lyfjatöku, hvaða lyf megi ekki taka saman. o.fl. Einnig verða tetón dæmi af nátt- úrulyfjum og rætt í grófum dráttum um virkni, aukaverkanir, víxlverkan- ir við lyf, frábendingar og hvers beri að gæta við notkun þeirra. Að lokn- um u.þ.b. 30 mín. fyrirlestrum um hvern lyfjaflokk gefst þátttakendum tækifæri til fyrirspurna og um- ræðna. Umsjón með námskeiðinu hefur Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði. Fluttir verða eftiraldir fjmirlestr- ar: Verkjalyf. Sigurður Árnason, krabbameinslæknir. Náttúrulyf við svefnleysi, kvíða og öðrum kvillum. Kristín Ingólfsdóttir, prófessor. Þunglyndislyf og önnur geðlyf. Tóm- as Zoéga, geðlæknir. Svefnlyf. Magnús Jóhannsson, læknir og pró- fessor. Sýklalyf. Sigurður Guðmun- dsson, smitsjúkdómalæknir og land- læknir. Víxlverkanir lyfja. Sveinbjöm Gizurarson, lyfjafræð- ingur og prófessor. Blóðþrýstings- lækkandi lyf. Guðmundur Þorgeirs- son, hjartalæknir og prófessor. Hormónalyf. Ragnheiður Inga Bjarnadóttir, kvensjúkdómalæknir. Fæðubótarefni og mataræði. Inga Þórsdóttir, næringarfræðingur og prófessor. Lyf við meltingartmflun- um - mataræði. Ásgeir Theódórs, meltingarsjúkdómafræðingur. Námskeið Opins háskóla em öll- um opin endurgjaldslaust, en þátt- takendur verða að skrá sig hjá End- urmenntunarstofnun Háskóla Islands. Sólheimar flytja í Perluna í TILEFNI 70 ára afmælis Sól- heima flytja fyrirtæki og verkstæði Sólheima í Perluna í Reylq'avík um næstu helgi, 20. til 21. maí. Sólheimar eru 100 manna vist- vænt byggðahverfi þar sem lögð er áhersla á lífræna ræktun, vinnslu af- urða úr náttúmlegum efnum, hand- verk og endurvinnslu. Á Sólheimum em starfandi fimm fyrirtætó: Skóg- ræktarstöðin Ölur, garðyrkjustöðin Sunna, gistiheimilið Brekkukot, verslunin Vala - listhús og Kerta- gerð Sólheima. Einnig era starfandi á Sólheimum fjögur verkstæði; vef- stofa, smíðastofa, listasmiðja og hljóðfærasmiðja. Á sýningunni Sól í borg gefst fóltó tækifæri á að kynnast og kaupa handverk vinnustaða og íbúa Sól- heima; hljóðfæri, s.s. lírur og vind- hörpur, leikföng og skrautmuni úr tré, fjölbreyttan vefnað, handunnin gjafakort, kerti, s.s. bývaxkerti, hefðbundin kerti og endurannin kerti, egg, sumarblóm, tré og moltu. Auk þess verða veittar upplýsingar um námskeið í vistmenningu og starf gisti- og heilsuheimilisins Brekku- kots auk fleiri þátta í starfi Sól- heima. Skógræktarstöðin Ölur verður með sumarblóm og tré til sölu, en Öl- ur er eina lífrænt vottaða skógrækt- arstöðin hér á landi. Gai'ðyrkjustöð- in Sunna er elsta lífræna garðyrkjustöðin á Norðurlöndum. Á sýningunni í Perlunni kynnir Sunna nýjar afurðir sínar s.s. tómatsósu og chutney. Sýningin er opin laugardag og sunnudag milli kl.13 og 18 og er aðgangur ókeypis. Talenta - Líftækni 1 $30.000.000 útboð Lokadagur útboðs: 19. maí 2000 Talenta - Líftækni 1 er áhættufjárfestingarsjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum - á heilbrigðissviði - á líftæknisviði - í gagna- og upplýsingavinnslu Rekstraraðili sjóðsins er Talenta hf., dótturfélag FBA. f stjórn sjóðsins sitja: Dr. Kári Stefánsson Hannes Smárason Bjarni K. Þorvarðarson Áskrift skal send til FBA í faxnúmer: 580-5130 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. maí 2000. Lágmarksáskrift er $100.000,- Greiðslufyrirkomulag: 20% af áskrift greiðist innan 2ja vikna og eftirstöðvar eftir því sem fjárfestingar gefa tilefni til, þó að hámarki 40% af heildaráskrift á næstu 12 mánaðum. Umsjónaraðili útboðs er FBA. Vegna frekari upplýsinga, sölulýsingar og áskriftareyðublaðs vísast til söluaðila í síma 580-5000 eða á www.fba.is. SUSHI Nú færð þú Sushi bakka hjá okkur á miðvikudögum og föstudögum. Bæði blandaður fiskur og hrísgrjónarúllur náttúrulega! LJheilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi og Sport Reykjavíkurvegi 60 ■ Sími 555 2887
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.